Morgunblaðið - 27.10.1979, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979
Berglind Pétursdóttir:
Iþróttafólk getur líka
orðið drykkjusjúklingar
Ávana- og fíknilyf og efni eru
einu nafni nefnd vímugjafar og
skoðanir manna á hversu alvar-
leg neysla þessara efna sé orðin
er misjöfn. Þeir sem kynnst hafa
þessum málum vel, t.d. aðstand-
endur vímugjafaneytanda, taka
ákveðna afstöðu gagnvart þeim,
en margir eru þeir sem hugsa
lítið um þessi mál og kemur alls
ekki í hug, að þeir gætu orðið
næstir.
Samfélagið eyðir miklu fé og
vinnu til hjálpar alkóhólistum
og öðrum eiturlyfjaneytendum,
en heilsutjón þeirra verður ekki
bætt með fé.
Hverjum og einum er hollt að
eiga áhugamál til að hverfa að í
tómstundum. íþróttir eru
líkamlega og félagslega upp-
byggjandi og allir íþróttamenn
fagna þegar þeir ná árangri, ekki
síst í samskiptum við aðrar
þjóðir, því að það er góð kynning
fyrir landið okkar.
Óviðeigandi er að fagna ár-
angri íþróttamanna með áfengi,
því að öll neysla vímuefna dreg-
ur úr möguleikum til að ná
tilskildum árangri. Hvers vegna
þá að vera að leggja á sig allar
þessar æfingar, ef brjóta á niður
allt sem byggt hefur verið upp?
íþróttamaður, sem ætlar að ná
umtalsverðum árangri, verður
að kunna að velja og hafna, ekki
bara tóbaki og áfengi heldur
einnig að velja rétt mataræði ög
ætla sér nægan svefn.
Iþróttir krefjast mikils út-
haldsþols og reykingar torvelda
t.d. að lungu, hjarta og blóð fái
nægilega mikið súrefni við erf-
iða þjálfum og hefur því reyk-
ingamaðurinn minni afkasta-
getu en ella. Neysla áfengis
skerðir þá eiginleika sem eru
mikilvægir fyrir íþróttamenn,
svo sem samvinnu tauga og
vöðva, einbeitingahæfni, við-
bragðsflýti og snerpu. Það er
ekki bara þegar alkóhól er í
blóðinu heldur með áframhald-
andi drykkju þá dvína þessir
eiginleikar smaít og smátt og er
það einstaklingsbundið og fer
eftir því hversu oft er drukkið og
hve mikið í einu.
Iþróttamanni er bönnuð öll
neysla hvetjandi lyfja og er
eftirlit í mótum mjög strangt og
refsiákvæði eftir því. Talið er að
sum lönd austantjalds, sem iðka
fimleika, noti lyf sem heftir
líkamlegan þroska fimleika-
stúlkna til að þær nái meiri
árangri. Fimleikar krefjast mik-
illar hæfni en hversu miklu á að
fórna af eðlilegum líkamsþroska
einstaklings til að ná árangri á
heimsmælikvarða hefur verið
mikið rætt, því að hugsjón
áhugamennskunnar er að bæta
og.fegra það sem einstaklingum
er eðlilegt.
Það virðist sem neysla íþrótta-
manna á tóbaki og áfengi sé
meiri þegar um hópíþróttir er að
ræða heldur en einstaklings-
íþróttir, svo sem fimleika þar
sem hún þekkist varla. Tíðni
atvinnusjúkdóma eykst með
aukinni tæknivæðingu. Kyrr-
setufólki og þeim sem vinna
einhæf störf er nauðsynleg
líkamleg hreyfing. íþróttir eru
ekki bara fyrir þá sem keppa að
ákveðnum árangri, heldur fyrir
alla yngri sem eldri, en neysla
vímugjafa er óæskileg hvorn
hópinn sem um er að ræða.
En til að fylgja strangri þjálf-
un þarf sterkan vilja og mikla
sjálfstjórn, og því fráleitt að
brjóta niður það sem þjálfunin
hefur byggt upp með notkun
vímugjafa.
Ein lítil hugleiðing...
Við stöllurnar höfum látið það
frá okkur fara að við hvorki
reyktum né drykkjum. Það er
sennilega ástæðan fyrir því að
þessi grein birtist hér og nú.
í starfi okkar sem söngkonur
höfum við haft gott tækifæri til
að kynnast skemmtanaháttum
íslendinga. Stór hluti gesta á
skemmtistöðum virðist vera
undir áhrifum einhverra
vímuefna og því miður margir
svo ótæpilega að þeir eru til
vandræða og setja leiðinlegan
svip á samkomurnar. Ekki þarf
nema einn slíkan til að eyði-
leggja ánægju fyrir stórum hópi
gesta. Framkoma þeirra ein-
kennist af tillitsleysi, bæöi gagn-
vart öðrum gestum og starfs-
fólki. Hljómsveitin fær oft á
tíðum ekki frið til að sinna
sínum störfum fyrir ágangi of
drukkinna gesta. Þetta finnst
okkur einn af ókostum þessa
starfs, því að lítið stoðar að ætla
að tala um fyrir slíku fólki. Að
sjálfsögðu getum við ekki krafist
þess að gestirnir séu „bláedrú",
en hins vegar er það skoðun
okkar að þeir eigi heimtingu á að
hljómsveitin standi sig í sínu
starfi. Það er því eðlilegt að við
höldum okkur frá notkun
vímuefna. Við höfum að vísu
heyrt af okkur drykkjusögur,
allgrófar, úr starfinu og haft
mikið gaman af misskilningnum.
Vitanlega er öllum í sjálfsvald
sett hvort þeir nota vímuefni en
þeir sem það gera ættu að hafa
hugfast að þeir eru ekki einir í
heiminum.
Vitanlega er öllum í sjálfsvald
sett hvort þeir nota vímuefni en
þeir sem það gera ættu að hafa
hugfast að þeir eru ekki einir í
heiminum.
Kostir þess að vera án
vímuefna eru augljósir. Tökum
sem dæmi áhrif á heilsuna,
fjölskyldulífið og efnahaginn.
Við ætlum ekki að fara nánar út
í þá sálma en gjörið svo vel að
fletta upp greinum sem birst
hafa í vikunni um þetta efni.
Erna Gunnarsdóttir
Erna Þórarinsdóttir
Eva Albertsdóttir.
AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSINS
4 nýjar
pijónauppskríftír
Komnar eru út fjórar nýjar uppskriftir
úr hespulopa, plötulopa og golfgarni.
Spyrjið um prjónauppskriftirnar i
næstu garnbúð.
UllarverksmiÓjan Gefjun Akureyri
35
í .til .
Islands
*
ferma skipin
sem hér
segir:
ANTWERP:
Skógafoss 1. nóv.
Urriöafoss 7. nóv.
Reykjafoss 15. nóv.
Skógafoss 22. nóv.
Urriöafoss 27. nóv.
Reykjafoss 6. des.
ROTTERDAM:
Skógafoss 31. okt.
Urriöafoss 6. nóv.
Reykjafoss 14. nóv.
Skógafoss 21. nóv.
Urriöafoss 28. nóv.
Reykjafoss 5. des.
FELIXSTOWE:
Mánafoss 29. okt.
Dettifoss 5. nóv.
Mánafoss 12. nóv.
Dettifoss 19. nóv.
Mánafoss 26. nóv.
Dettifoss 3. des.
HAMBORG:
Mánafoss 1. nóv.
Dettifoss 8. nóv.
Mánafoss 15. nóv.
Dettifoss 22. nóv.
Mánafoss 29. nóv.
Dettifoss 6. des.
PORTSMOUTH:
Selfoss 5. nóv.
Bakkafoss 16. nóv.
Brúarfoss 28. nóv.
Hofsjökull 30. nóv.
Bakkafoss 6. des.
HELSINGBORG:
Háifoss 30. okt.
Laxfoss 7. nóv.
Háifoss 13. nóv.
Laxfoss 20. nóv.
Háifoss 27. nóv.
Laxfoss 4. des.
KAUPMANNAHÖFN:
Háifoss 31. okt.
Laxfoss 7. nóv.
Háifoss 14. nóv.
Laxfoss 21. nóv.
Háifoss 28. nóv.
Laxfoss 5. des.
GAUTABORG
Tungufoss 31. okt.
Álafoss 7. nóv.
Úöafoss 14. nóv.
Tungufoss 21. nóv.
Álafoss 28. nóv.
MOSS:
Tungufoss 1. nóv.
Álafoss 9. nóv.
Úöafoss 16. nóv.
Tungufoss 23. nóv.
Álafoss 30. nóv.
BERGEN:
Tungufoss 3. nóv.
Úöafoss 12. nóv.
Álafoss 26. nóv.
KRISTIANSAND:
Álafoss 6. nóv.
Tungufoss 20. nóv.
Úöafoss 4. des.
GDYNIA:
Múlafoss 9- nóv.
írafoss 18. nóv.
VALKOM:
Múlafoss 5. nóv
írafoss 14. nóv.
RIGA:
írafoss 27. okt.
Múlafoss 7. nóv.
írafoss 16. nóv.
WESTON POINT:
Kljáfoss 7. nóv.
Kljáfoss 21. nóv.
Kljáfoss 5. des.
sími 27100
Frá REYKJAVIK:
á mánudogumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR
á mióvikudögum til
VESTMANNAEYJA
EIMSKIP