Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 47

Morgunblaðið - 27.10.1979, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARr VGUR 27. OKTÓBER 1979 47 kl. 14 Komið og sjáið þá beztu í íslenskum körfuknattleik. KKÍ Uppskeruhátíð íslandsmeistara NÚ ÞEGAR skammdegið sígur að og haustið er komið i öllu sínu veldi, og vetur konungur er skammt undan halda knatt- spyrnufélög víða um land upp- skeruhátíðir sínar. Leikmönnum eru þá gjarnan afhent verðlaun fyrir góða frammistöðu og árang- ur sumarsins i hinum ýmsu flokkum er rifjaður upp. Nú fyrir skömmu fór fram mikil uppskeruhátíð hjá íslandsmeist- urum ÍBV í meistaraflokki. Mynd- irnar hér til hliðar eru frá ljós- myndara Mbl. í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jónassyni, en þær eru frá uppskeruhátíð þeirra Eyja- manna. Þar var mikið fjölmenni og glatt á hjalla. Á efstu myndinni má sjá nokkra af leikmönnum meistaraflokks og eiginkonur þeirra í kringum glæsilegt veislu- borðið, á miðmyndinni er Islands- bikarinn en hann var uppistaðan í skreytingunni á veisluborðinu og á neðstu myndinni er þjálfari ÍBV, Viktor Helgason, ásamt eiginkonu sinni. Það er athyglisvert að síðastlið- ið sumar voru það íslenskir þjálf- arar sem unnu stærstu sigrana með liðum sínum. Viktor gerði ÍBV að íslandsmeisturum, Hólm- bert Friðjónsson Fram að bikar- meisturum og Jón Hermannsson þjálfaði lið UBK sem vann 2. deildina. Það er því greinilega ekki allt fengið með því að ráða erlenda þjálfara. Evropuslagur KR á þriðjudaginn ÞEGAR KR mætir franska meist- araliðinu Caen í Evrópukeppni meistaraliða á þriðjudaginn, ger- ist það í fyrsta skiptið hér á landi, að islenskt lið stillir upp tveimur bandariskum blökku- mönnum. Það eru að sjáifsögðu þeir Dakarsta Webster og Marwin Jackson sem um ræðir, cn leikir KR og Caen verða einu leikirnir sem þeir félagar leika báðir með KR. Webster er sagður vera á förum til Borgarness, en Jackson mun leika með KR í úrvalsdeild- inni í vetur. Það hefur áður gerst, að tveir bandarískir leikmenn hafi leikið Evrópuleiki með islensku liði, Dirk Dunbar og John Johnson léku t.d. með ÍS gegn Barcelona á síðasta keppnistímabili. Leikur KR og Caen hefst klukkan 20.30 á þriðjudagskvöldið. Landsleikur i körfuknattleik Rossi ekki alls i höllinni i dag staðar jafn vinsæll Paolo Rossi, miðherjinn snjalli i ítalska knattspyrnulandsliðinu, er ekki vinsæll i Napólí. Félagið bauð nefnilega stórupphæð í Rossi síðastliðið sumar, þegar kappinn var á förum frá félagi sinu Lanerossi Vicenza. Rossi hafði ekki áhuga á að fara til Napólí, fór frekar til Perugia. Napólí og Perugia léku í Napólí um helgina og áhangendur Napólí biðu spenntir eftir leiknum til þess að geta haft Rossi að skot spæni tilfinninga sinna. Baulai var á Rossi í hvert skipti seir hann snerti knöttinn, fjöldi áhorf- enda bar skilti með klám- og fúkyrðum um kappann og þannig mætti lengi telja. Þarna voru að sjálfsögðu einnig staddir áhang- endur Perugia og innan tíðai logaði allt í slagsmálum. Harð- snúið löggulið vopnað táragasi og kylfum stillti til friðar innar; tíðar, en leikurinn tafðist nokkuð Flugvél sveimaði yfir vellinum og dró langan borða á eftir sér. Á hann var letrað: „Þú ert ekki nógu góður fyrir Napólí". Voðalega geta menn orðið sárir. Þá má til gamans geta þess að leikur Napólí og Perugia fór fram á föstudag í stað laugardags. Það var vegna þess að Páll páfi ætlaði að heimsækja Napólí á laugardeg- inum. Fulltrúi bróðurkærleika og heimsfriðar! Sá hlær best sem síðast hlær, Rossi skoraði markið sem tryggði Perugia annað stigið í leiknum og Perugia hefur ekki tapað deildarleik á Ítalíu í heilt ár. ÍSLENDINGAR leika annan landsleik sinn gegn írum í Laugardals- höllinni í dag og hefst leikurinn klukkan 14.00. íslendingar og írar hafa löngum eldað grátt silfur saman í körfu og hefur gengið á ýmsu. Víst er, að við ekkert ofurefli er að etja og því von á jöfnum og vonandi spennandi leik þar sem íslenskur sigur er ekkert fjarstæðukendur möguleiki. A morgun leika íslendingar og írar siðan þriðja leikinn og fer hann fram í Borgarnesi. Er það í fyrsta skipti sem svo mikilvægur leikur fer þar fram. Landsleikur í körfuknattleik Arsþing FSÍ Arsþing Fimleikasam- bands lslands verður laug- ardaginn 10. nóvember n.k. i Lindarbæ. Lindargötu 9, Reykjavik. Þetta er 12. ársþing F.S.Í. og hefst kl. 13.30. Þess er vænst, að þingið verði fjöl- mennt og sækja það bæði fuiltrúar félaga og gestir. Stjórn Fimleikasambands íslands. Jan Möller knattspyrnu- maður Sví- þjóðar 1979 Jan Möller, markvörður Malmö FF, var fyrir skömmu kosinn lcikmaður ársins i Sviþjóð. Er hann fyrsti markvörðurinn sem hlýtur þá tign. síðan Ronnie Hellström var kosinn fyrir þremur árum. Möller hefur leikið nokkra landsleiki fyrir Svíþjóð. en hefur yfir- leitt verið í skugga Hell- ström, sem er einn fremsti markvörður heims. Víkingur í DAG, laugardag klukkan 14 hefur stuðningsmanna- klúbbur handknattleiks- deildar Vikings vetrarstarf sitt með fundi i félagsheimii- inu við Hæðargarð. Þar verður rætt um starfið fram- undan og nýbakaðir Reykja- vikurmeistarar Víkings koma á fundinn. Ýmislegt fleira mun bera á góma. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvislega. Borðtennismót UMFK BORÐTENNISMÓT UMFK fer fram sunnudaginn 28. okt. i Gerpluhúsinu í Kópa- vogi. Mótið hefst kl. 10.30. Allar upplýsingar um mótið er hægt að fá í sima 74925. Paolo Rossi. Island írland íLaugardalshöll í dag Víkingar Hiö árlega vetrarkaffi veröur í skálanum á sunnudag kl. 4. Verðlaunaafhending. Skíðadeild Víkings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.