Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 19 Börn leika f ullorðna og f ullorðnir börn Óvitar Guðrúnar Helgadóttur í Þjóðleikhúsinu Þjóðleikhúsið hefur nú tekið til sýninga nýtt barna- leikrit, Övita, eftir Guðrúnu Helgadóttur, en hér er um að ræða hennar fyrsta leikrit og samdi hún það fyrir hvatningu frá Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra. óvitar er annað barnaleikritið sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu á þessu ári, hitt var Krukkuborg eftir Odd Björnsson. Leikstjóri Óvitanna er Brynja Benediktsdóttir pg leikmynd gerir Gylfi Gíslason. í samtali Mbl. við höfund, leikstjóra, leikmynd- agerðarmann og leikhússtjóra sagði Sveinn Einarsson að segja mætti að leikritið hefði orðið til fyrir hvatningu frá leikhúsinu því „við höfðum grun um að fólki þætti gaman að kynnast Guðrúnu frá leiksviðinu líka". „Þetta var nú meira en hvatn- ing," sagði Guðrún, „þetta var skipun frá þjóðleikhússtjóra og ég tók mig til í sumarfríinu mínu og skrifaði leikritið. Sveinn hafði legið lengi í mér og þegar blessað barnaárið rann upp herti hann sóknina. Ég var reyndar búin að ganga svolítið með hugmyndina eins og mér er tamt þegar ég byrja að skrifa og ég var því tiltölulega fljót að vinna verkið þegar ég loks settist niður." „Efnið? Jú," svaraði Guðrún, „elztu leikararnir leika yngstu persónurnar, en gamla fólkið er leikið af börnum. Amman er 6 ára gömul, en litli drengurinn sem er 2% er leikinn af leikara á sjötugs aldri. Alls leika um 40 leikarar í Óvitum og efnið miðar við að kynslóðirnar skipta þarna á hefð- bundnum hlutverkum. Leikritið gerist í Reykjavík til dæmis og það má segja að þetta sé leikrit til þess að kenna börnum að skilja fullorðna fólkið. Þetta er ekki stórmerkilegt leikhúsverk, atriðið var að leyfa krökkunum að spreyta sig, en í því leikur 21 barn og 10 fullorðnir." Öll föt á börnin sem eru í stíl fata á fullorðið fólk eru saumuð sérstaklega á saumastofu Þjóð- leikhússins og það kom fram í spjallinu að krökkunum finnst ákaflega gaman að klæðast þess- um fullorðinsfötum. Ýmis vand- kvæði voru á því að fá t.d. háhælaða skó nr. 32 og 33 en stúlkurnar sem leika í Óvitunum voru duglegar að finna slíkt á ótrúlegustu stöðum, jafnvel heilar sendingar í skóverzlunum sem höfðu verð sendar til landsins af misskilningi. „Þráðurinn? Sigurður Skúlason og Randver Þorláksson leika aðal- hlutverkin, Guðmund og Finn. Þeir eru ákaflega ólíkir, annar innhverfur en hinn úthverfur. Leikritið fjallar um það sem upp kemur þegar Finnur strýkur að Miðvikudag- ar í Moskvu Endurminningar Árna Bergmann namsárum í Sovétríkjunum Nýkomin er út á vegum Máls og menningar bókin Miðvikudagar í Moskvu eftir Árna Bergmann. Þessi bók er í senn endurminn- ingar frá námsárum höf- undar í Moskvu og úttekt á þjóðfélagsástandi og tíðar- anda í Sovétríkjunum bæði fyrr og síðar. í forlagsumsögn um bók- ina segir m.a. að námsár Árna í Moskvu hafi verið einn merkilegasti umbrota- tími í sögu Ráðstjórn- arríkjanna eftir stríð. „Þetta er tímabil leyniræðu Krústjoffs og fyrstu bóka Solze- nitsíns — tími bjartra vona um að Sovétríkjunum tækist að leysa sig úr viðjum Stalínstímans. Árni kristallar lífsviðhorf þeirrar kynslóðar sem mótaðist við þessar aðstæður, vonir hennar og ekki síður vonbrigðin þegar á leið. Við kynnumst hér litríku mannlífi, listamönnum og stúdentum, and- ófsmönnum jafnt sem jábræðrum skipulagsins og þá ekki síst því hvunndagsfólki sem ekki verður flokkað á þennan hátt. í frásögum af þessu fólki má greina örlaga- sögu sovésku þjóðanna á tuttug- ustu öld. Árni Bergmann hefur um nokk- urt skeið lagt fram mikilvægan frá Árni Bergmann i < / " ^s:':«,-. 1 Á blaðamannafundi i Þjóðleikhúsinu vegna óvitanna: Frá vinstri: Gylíi Gíslason, Brynja Benediktsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri. Ljósmynd Mbi. Emiiia skerf í menningar- og þjóðfélags- umræðu hérlendis. í krafti marg- þættrar reynslu sinnar og víðtækrar þekkingar hefur honum tekist að þoka þeim umræðum úr lágkúru og einhæfni til víðsýnni og margþættari viðhorfa. Þessi bók Árna er bæði pólitískur og menningarsögulegur viðburður. Hún er uppgjör manns við staðnað þjóðskipulag — en um leið ástar- játning til þeirrar þjóðar sem við það býr." Miðvikudagar i Moskvu er 22 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd er eftir Þröst Magnússon. (Frá Máli og menningu). heiman og leikurinn gerist á mörgum stöðum, á heimilinu, í skólanum og úti í búð til dæmis." Venjan er sú í uppfærslu barna- leikrita að láta fullorðna leikara leika börnin í aðalhlutverkunum, en hér er dæminu snúið við og flest börnin sem leika fullorðna fólkið eru um 10 ára gömul. Leikritið er sýnt á laugardögum kl. 3 og tekur Vh— 2 tíma í flutningi. Eins og fyrr segir er þetta fyrsta leikrit Guðrúnar fyrir svið og einnig fyrsta stóra leik- myndarverkefni Gylfa fyrir leik- hús og kváðust þeu bæði vera mjög ánægð með samvinnuna við allar deildir í leikhúsinu. FYRIRFERÐALÍTIL EN FULLKOMIN Olympia SGE 45 rafritvélin hefur kosti stórrar skrifstofuvélar þótt hún sé bæði minni og ódýrari. Fram og f aftur dálkaval, 44 lyklaborð, 8 endurtekn - f ingalyklar, hálft stafabil til ._-__ leiðréttinga o.m.fl. Rétt vél fyrir þann sem hefur lítið pláss en mikil verkefni. Leitið nánari I upplýsinga. Olympia International \m&S&XMQl& KJARAIM HF. | skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140 A KJÖRDAG Sjálfstæðisflokkinn vantar fjöída bifreida til aksturs frá hinum ýmsu bifreiöastöövum D-listans á kjördag. Stuðningsmenn sjálfstæöisflokksins eru hvattir til aö bregöast vel viö, þar sem akstur og umferö er erfiö á þessum árstíma og leggja listanum liö m.a. með því aö skrá sig til aksturs kjördagana 2. og 3. desember næstkomandi. Þörf er á jeppum og öörum vel búnum ökutækjum. Vinsamlegast hringiö í síma 82927. Skráning bifreiöa og sjálfboöaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. Listinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.