Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Ellert B. Schram: Framsóknar- menn vilja nýj- an vegaskatt FÉLAG ísl. bifreiðaeig- enda hélt sl. laugardag fund þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna var boðið að koma og f jalla um stefnu flokkanna í vega- málum. Fluttu þar fram- söguerindi Ellert B. Schram fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og Bjarni Ein- arsson fyrir Framsóknar- flokkinn, en fulltrúar Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags komu ekki til fundarins. í framsöguræðu sinni vakti Ellert B. Schram at- hygli fundarmanna á því, að í fjárlagafrumvarpinu, er fyrrverandi ríkisstjórn undirbjó og Tómas Árna- son lagði fram með fyrir- vara hinna flokkanna, kæmi fram að leggja ætti á landsmenn nýjan vegaskatt til að afla fjár til lagningar bundins slitlags á þjóðvegi Greiðfært nema um Vestfirði GREIÐFÆRTer nú víðast hvar um landið nema hvað ófært er um Vestfirði. Samkvæmt upplýsingum vegaeft- irlitsmanna eru Klettháls og Dynj- andisheiði ófærar og ekki víst hve- nær heiðarnar verða mokaðar. Er greiðfært að mestu leyti um aðra landshluta og fært stórum bílum og jeppum um Möðrudalsfjallgarð. landsins. Kvað Ellert nú þegar nóg komið af skatt- lagningu á bíleigendur og lýsti andstöðu sinni við hugmyndum um auknar álögur á bíleigendur. Sóttu ekki fund F.Í.B. FÉLAG íslenzkra biíreiða- eigenda boðaði til fundar síðastliðinn laugardag og var þar öllum f.iórum stjórnmálaflokkunum boð- ið að hafa framsögu. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins sóttu hvorki fulltrúar Alþýðu- bandaJags né Alþýðu- flokks fundinn. Alþýðuflokkur sendi félag- inu tilkynningu 15 til 20 mínútum eftir að fundurinn átti að hefjast og kvaðst ekki geta sent neinn fulltrúa til fundarins. Alþýðubandalag mætti ekki. Eftir því sem fulltrúar félagsins sögðu í gær, mun Eiður Guðnason hafa ætlað að sækja fundinn. Hins vegar var aldrei algjör- lega ákveðið, hver yrði full- trúi Alþýðubandalagsins á fundinum, en rætt hafði verið um Þorstein Magnússon og Guðrúnu Hallgrímsdóttur. Skoðanakönnun Dagblaðsins: Svipuð niður- staða og hjá Vísi SJALFSTÆÐISFLOKKURINN verður sigurvegari kosninganna og bætir við sig 6 þingmönnum, samkvæmt skoðanakönnun sem Dagblaðið lét framkvæma um helgina. Samkvæmt skoðanakönnuninni fær Alþýðuflokkurinn 14,4% at- kvæða og 9 þingmenn, tapar fimm, Framsóknarflokkurinn fær 22,3% atkvæða og 13 þingmenn, bætir við sig einum þingmanni, Sjálf- staeðisflokkurinn fær 41,9% at- kvæða og bætir við sig sex þing- mönnum eins og fyrr er getið og Alþýðubandalagið fær 19,0% at- kvæða og 11 þingmenn, tapar þremur þingmönnum. Þá nær Eggert Haukdal kjöri á Suður- landi samkvæmt könnuninni. Ekki kemur fram í frétt Dagblaðsins hve stórt úrtakið var í skoðana- könnuninni en 20% þeirra sem spurðir voru höfðu ekki ákveðið sig ennþá, 8,5% vildu ekki svara og 6,5% ætluðu að skila auðu eða kjósa ekki. Fyrir síðustu helgi birti Vísir niðurstöðu skoðanakönnunar sem blaðið lét framkvæma og sam- kvæmt henni fengi Alþýðuflokk- urinn 15% atkvæða, Framsóknar- flokkurinn 20% atkvæða, Sjálf- stæðisflokkurinn 44% atkvæða og Alþýðubandalagið 17% atkvæða. Allmargar skoðanakannanir hafa verið gerðar frá síðustu kosning- um til þess að kanna fylgi stjórn- málaflokkanna. Hér birtist tafla yfir þær og fremst eru hlutfalls- tölur flokkanna í kosningunum í Ungfrú ísland 1978, Halldóra Björk Jónsdóttir, krýnir Kristínu Bernharðsdóttur frá Vestmannaeyjum ungfrú fsland 1979 á Hótel Sögu s.L sunnudag. Vinstra megin við hana er Auður Elísabet Guðmundsdóttir sem varð nr. 3 en hægra megin er Guðbjörg Sigurðardóttir sem varð nr. 2. — Sjá bls. 31. Myndlr Eml«» Vaxtaákvörðun fyrir rikisstjórn: Hækka vextir um 6 til 8 prósentustig 1. des.? SAMKVÆMT upplýsing- framvindu verðbólgunnar um, sem Morgunblaðið afl- með tilliti til þess, að hinn aði sér í gær, hefur Þjóð- 1- desember á að ákveða hagsstofnun gert spá um vaxtahækkun samkvæmt Ólafur Jóhannesson um forsetaframboð: Tek það til alvar- legrar íhugunar — komi áskorun f ram ÓLAFUR Jóhannesson, sem skip- ar efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir í samtali við dagblaðið Vísi i gær, að hann muni taka það til alvarlegrar ihugunar, ef hann fái áskoranir um að gefa kost á sér til forsetakjörs. Orðrétt segir ólafur Jóhann- esson í samtalinu við Visi: „Það hefur ekki verið skorað á mig ennþá að gefa kost á mér til forsetakjórs, en ef það verður gert mun ég taka þann kostinn tiJ alvarJegrar ihugunar." Ólafur Jóhannesson sagði einnig við Visi: „Ég verð þing- maður áfram, auðvitað með þeim fyrirvara að líf og heilsa endist, nema ég verði hafinn i æðra veldi." íslenzk stjórnvöld: Mótmæltu sendiráðs- tökunni í Teheran ÍSLENZK stjórnvöld mótmæltu nýlega vift írönsk stjórnvöld töku sendiráðs Bandarikjanna í Te- heran, að sögn Benedikts Grön- dal, forsætís- og utanríkisráð- herra. Benedikt kvað þó nokkuð mörg ríki, sem hefðu stjórnmála- co . t-J3-s» oó c' OÍ t-M Cí 1-j •o* . =5 > 4í 'm M M 1 a E M 1 51 Q~ i3 oe O 3^ Ol . >S3 3 c B c Alþýðuflokkur 22,0% 21,1% 15,3% 15,1% 16,7% 12,7% 15,2% 12,8% 15% 14,4% Framsóknarflokkur 16,9% 15,6% 5,1% 13,5% 20,7% 21,5% 8,9% 21,9% 20% 22,3% Sjálfstæðisflokkur 32,7% 42.2% 44,2% 49,2% 44,3% 50,6% 58,5% 43,3% 44% 41,9% Alþýðubandalag 22,9% 21,1% 28,4% 22,2% 17,3% 13,3% 17,0% 21,9% 17% 19,0% samband við íran, hafa tekið saman höndum og létu þau ald- ursforseta sendimanna í Teheran bera fram hörð mótmæli við íranstjórn. Var það sendiherra Tékkóslóvakiu, sem bar fra mót- mælin. Benedikt Gröndal kvað þessa leið hafa verið valda vegna þess að um er að ræða brot á friðhelgi sendiráðs. Þvi kvað Benedikt bæði bandarisk og irönsk stjórn- vold vita um afstöðu íslenzkra stjórnvalda til töku sendiráðsins i Teheran. Benedikt kvað oll næstu nágrannariki okkar hafa tekið þátt i þessum mótmælum, bæði Austur- og Vestur-Evrópu- lond. lögum vinstri stjórnarinn- ar um stjórn efnahags- mála o. fl. í þessari spá, sem í raun er tvíþætt, er annars vegar spáð með mikilli varúð og gert ráð fyrir 57% verðbólgu á ári og hins vegar er spá þar sem gert er ráð fyrir, að verðbólgan verði hátt á 7. tug prósenta. Miðað við fyrri spána eiga vextir að hækka um 6 prósentustig, en miðað við hina síðari um og yf ir 8 prósentustig. Úrvinnsla þessa er nú í hóndum Seðlabankans og hefur fyrsta skýrsla verið send ríkisstjórn til ákvörðunar. Er búizt við því, að ríkisstjórnin muni fjalla um vaxtamálin á fundi sínum árdegis í dag, en hvort ákvórðun verður tekin, er ekki ljóst. Benedikt Gröndal, forsætisráðherra sagði í gær, að sér vitanlega, væri ákvörðun Seðlabankans ekki kom- in til ríkisstjórnarinnar. Hún væri seðlabankamál, en hann kvað bankamálaráðherra hafa haft samband við bankastjórnina um málið. „Síðast þegar ég vissi, var niðurstaða Seðlabankans ekki komin, en sé svo, hefur það gerzt nú síðdegis," sagði Benedikt Gröndal í gær. Þótt kveðið sé á um það, að vextir skuli hækka samkvæmt verðbólgustigi í lögum vinstri stjórnarinnar um stjórn efna- hagsmála, í svokólluðum Ólafslög- um, þá er vaxtahækkunin ekki svo fastbundin, þ.e.a.s. áfangarnir eru ekki lögbundnir, að ríkisstjórn hefur á valdi sínu að fresta áfanga um sinn, sýnist henni það betri kostur. Fundur Geirs í Njarðvík í kvöld GEIR Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins verður í kvöld kl. 20:30 á almennum fundi í Sjálf- stæðishúsinu í Njarðvík. Mun hann á fundinum fjalla um stefnu Sjálfstæð- ísflokksins í hinum ýmsu málaflokkum og svara spurningum fundarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.