Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Fatlaöir fjölmenntu á leiksýn- ingu í Iðnó s.l. föstudagskvðld. Á fjölunum var þá leikritið „Er þetta ekki mitt líf?" Fremstu bekkir leikhússins voru þétt skipaðir af fðtluðu fólki og tvaer raðir af hjólastólum voru fyrir :.-aman fremsta bekkinn. „Þetta er mjög merkilegt verk," sagöi Sigursveinn D. Krist- insson er blm. hitti hann að máli ( aýningarhléi. „Ég hef velt fyrir mér þeirri spurningu sem þarna er á fjðlunum. Ég er í rauninni sammála manninum að það sé furðulegt að í sama þjóðfélagi og skortur er á heilsusamlegri aö- hlynningu skuli allt gert til að halda lífi í fólki lengur en það sjálft óskar," sagði hann. Sigursveinn sagði að fatlaðir gerðu tðluvert af því að fara í leikhús, sérstaklega þeir sem byggju í Sjélfsbjargarhúsinu og ððrum atofnunum. „Athyglisverð sýning" Sigurrðs Sigurjónsdðttir var mjðg ánægð með leiksýninguna og sagði hana vera mjðg athyglis- verða. „Það er ekki miklum erfiðleik- um bundið fyrir okkur fatlaða að komast í þetta leikhús nema ef við þurfum að leggja bílunum langt í burtu. Þá getur verið erfitt að komast aö húsinu sérstaklega í hálku eins og núna. En stigarnir í Þjóðleikhúsinu eru mjðg erfiðir viðureignar," sagöi Sigurrðs. „Þróunin í þá átt aö torvelda fötluöu fólki leikhúsferðir" Magnús Kjartanason ritar um verkið,„Er þetta ekki mitt líf?" f leikakrána. „Mér finnst þetta feiknagott leikrit," sagði hann. „En það er nokkuð annað sem mér finnst líka athyglisvert. Það er miklu auðveldara fyrir fatlaðan mann að komast f Iðnð en í Þjóðleikhúsið þrítt fyrir það að Iðnð er svo miklu eldra hús. Þróunin er því í ðfuga átt og gerir fðtluðu fólki mun erfiðara að komast í leikhúa," sagði Magn- ús. Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri gekk um meðal hinna fðtluðu og bauð þeim sælgæti úr aski. Einn gestanna notaði taeki- fnrið og spurði hana að því hvort gert væri ráð fyrir fðtluðum við byggingu Borgarleikhússins. Vigdís sagði það vera svo. „Það verður lyfta alveg frá jafn- aléttu og upp að bestu sætunum." „Fordómarnir minni nú en áður" Þeir bræður Gíali og Arnþór Helgasynir voru meðal leikhús- gesta. Eg vil ekki segja aö þetta sé skemmtilegt verk," sagði Arnþór er blm. spurði þé hvernig þeir skemmtu sér undir leiksýning- unni. „Hlátur leikhúsgesta kem- ur oft eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Mér finnst þetta verk fá mann til að hugsa." „Leikritið er að mínu mati ákaflega raunsæ lýsing," sagði Qísli. Að ví«u er hún svolítið yfirdrif- in en ég held að hún þurfi að vera það til að né til áhorfandans," sagði hann. — Verðið þið varið við for- dóma gagnvart fðtluðu fðlki er þið farið á skemmtistaði? „Það er alltaf eitthvað um slíkt en þó hafa þeir fordómar minnkað mikið s.l. 10 ár." „Auöveldara að komast í lönó en upp allar tröppur Þjódleikhússins" Að lokum ræddi blm. viö Lýð Hjálmarsson sem sat í fremri rðð hjólastólanna. „Ég skemmti mér bara mjðg vel, þetta er athyglis- vert verk," sagöi hann. „Ég get ekki sagt að ég fari oft í leikhús. Það er ekki miklum erfiðleikum bundið fyrir mig að komast þangað en þó er mun auðveldara að komast í Iðnó en upp allar trðppurnar í Þjoöieik- húsinu. Starfsfðlkið er líka lipurt og það stendur ekki á hjálp þess ef vjð þurfum á henni að halda," sagði hann að lokum. Hluti þess hóps fatlaöra sem kom í Iðnó á föstudagskvöldiö. Myndir Emilia. Fjölmenntu í Iðnó Gísli og Arnþór Helgasynir. Sigurrós Sigurjónsdóttir: „Mjög athyglisverö sýning." Magnús Kjartansson: „Þróun- in er í þá átt aö gera fötluöu fólki erfiðara að komast í leikhús." Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri gekk um meöal fötluöu leikhúsgestanna og færði þeim sælgæti úr aski. Lýöur Hjálmarsson: „Mun auðveldara að komast í Iðnó en upp allar tröppur Þjóö- leikhússins." Sigursveinn D. Kristinsson: „Furöulegt að reynt skuli aö halda lífi í fólki lengur en þaö óskar í sama þjóðfélagi og skortur er á heilsusamlegri aöhlynningu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.