Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aoalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Hitaveitan—f ram- tak og frumkvæði Reykjavikur Reykvíkingar hafa í áratugi haft forystu um uppbyggingu hitaveitu. Nánast öll hús í höfuðborginni eru hituð með hitaveitu. Þetta heftir jafnan verið mikil kjarabót fyrir Reykvíkinga sem lengst af hafa búið við lægri hitakostnað en aðrir landsmenn. Frumkvæði og framsýni forystumanna Reykvíkinga fyrir nokkrum áratugum hafa valdið mestu um þau hagstæðu skilyrði, sem íbúar höfuðborgarinnar búa nú við. Aðrir landshlutar hafa fylgt fordæmi Reykjavíkur. íbúar nágrannabyggða höfuðborgarinnar hafa notið góðs af uppbygg- ingu Reykjavíkur á þessu sviði og aðrir hafa fylgt í kjölfarið, sem eiga aðgang að heitu vatni. I árslok 1978 var syo komið að um 146 þúsund Islendingar nutu góðs af hitaveitu. Á þeim tíma er Gunnar Thoroddsen gegndi embætti iðnaðar- og orkuráð- herra var gert stórt átak í hitaveitumálum landsins og á þessum fjórum árum fengu 60 þúsund manns hitaveitu. Reykvíkingar hafa notið góðs af eigin frumkvæði ogframsýni. Á næsta ári er hálf öld liðin síðan framkvæmdir hófust við Hitaveitu Reykjavíkur. Jafnan hefur verið litið svo á, að forysta Reykjavíkur í þessum efnum ætti að tryggja höfuðborgarbúum hagstæðustu kjör og ódýra hitaveitu. Það væri sanngjarnt, að íbúar höfuðborgarinnar nytu framsýni forystumanna sinna. Við og við hafa einstaka stjórnmálamenn á vinstri kantinum haft á orði að leggja verðjöfnunargjald á hitaveitugjöld Reykvíkinga. Borgarbúar hafa alltaf hrundið þeim tilraunum. Nú er bersýnilegt, að nauðsynlegt er að gera nýtt átak til þess að sýna vinstri mönnum fram á, að Reykvíkingar munu ekki una því, að þer verði skattlagðir sérstaklega vegna dugnaðar og framsýni í eigin málum. Ólaf ur vill hita- veituskatt Ólafur Jóhannesson, sem skipar fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, skýrir frá því í Tímanum sl. sunnudag að hann telji óhjákvæmilegt að leggja verðjöfnun- argjald á hitaveitugjöld Reykvíkinga. Þessi áform Ólafs Jóhannessonar um sérstaka skattlagningu á Reykvíkinga og aðra þá, sem búa við hitaveitu, koma fram í svari hans við spurningu um þetta efni á „beinni línu" hjá Tímanum. Skv. upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér yrði að leggja 40% hitaveituskatt á Reykvíkinga til þess að áform Ólafs Jóhannessonar næðu fram að ganga. Vinstri stjórnin hafði skipað nefnd til þess að kanna þetta mál og komst hún að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að leggja 40% gjald á hitaveitugjöld Reykvíkinga til þess að ná jöfnuði á hitakostnaði yfir Jandið. Nú situr vinstri stjórn í Reykjavík, sem hefur sýnt það, að hún er ekki tilbúin til að gæta hagsmuna Reykvíkinga í einu eða öðru eins og glögglega kom fram í Landsvirkunarmál- inu, þegar meirihluti vinstri stjórnarinnar var tilbúinn til að fórna hagsmunum Reykjavíkur í orkumálum. Vinstri stjórninni í Reykjavík verður því ekki treyst til að koma í veg fyrir þessi áform. Taki vinstri stjórn við völdum á ný að kosningum loknum er ljóst að hún mun fylgja fram þeim fyrirætlunum að leggja sérstakan hitaveituskatt á Reykvíkinga og aðra þá, sem hitaveitu njóta. Eina ráð Reykvíkinga til að hindra þetta er að kjósa Sjalfstæðisflokkinn, sem hefur jafnan staðið dyggan vörð um hagsmuni Reykvíkinga. Um leið eiga Reykvíkíngar að sýna hver afstaða þeirra er tií manns eins og Ólafs Jóhannessonar, sem telja það sjálfsagt að skattleggja dugnað og framtak höfuðborgarbúa á þessu sviði. Reykvíkingar eiga að þakka Ólafi Jóhannessyni fyrir þann sérstæða hug, sem hann sýnir borgarbúum með því að sjá til þess, að það fylgishrun Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem hófst í síðustu kosning- um, haldi áfram. KIKKERTGLASIÐ Afstaöa hundadagastjórnar vinstri manna til Pol Pots-stjómar- innar er alkunna og blettur á íslenzkri utanríkispólitík — en verstur er þó hlutur krata, sem hafa fariö meö utanríkismálin. Þar eö pistlar þessir eru skrifaöir í tilefni af væntanlegum kosningum, er ekki úr vegi aö minna á þaö pólitíska axarskaft íslenzkra ráoa- manna, þegar skæruliöastjórn Pol Pots var veitt fulltingi á Allsherjar- þingi Sameinuöu þjóöanna. Af- staöa Morgunblaösins í því máli liggur skýr fyrir og veröur rifjuö upp hér á eftir, en áður er ekki úr vegi aö minna á, aö blaöið þurfti einnig að gagnrýna það axarskaft for- manns Alþýðuflokksins aö opna herstöö varnarliösins á Keflavíkur- flugvelli upp á gátt og taka þá miklu áhættu, sem af því heföi getaö leitt. Þar er komiö á jafnvægi sem hindrar óþörf áhrif varnarliösmanna á íslenzkt þjóölíf — og hefur gefizt vel. Björgunarsveit varnarliösins er að sjálfsögðu undan skilin, en hún hefur unnið mörg afrek í fórnfúsu þjónustustarfi. Bandaríkjamenn hafa veriö meö einhvem þrýsting og viljað aö varnarstööin yröi opnuö með þeim hætti, sem utanríkisráöherra hugö- ist fyrir, en okkur dettur ekki í hug aö láta undan slíkum þrýstingi og voru Benedikt Gröndal og ríkis- stjórnin knúin til aö loka varnar- stöðinní þegar í stað. Slík varnar- stöö er okkur aö vísu nauösyn, en ill nauösyn. Eitt eru gestir frá erlendri þjóö, sem tryggja eiga varnir og öryggi íslands á válegum tímum, en annað er íslenzkt þjóðlíf. Gestirnir eru hér í þágu okkar og Atlants- hafsbandalagsins, en viö gerum engar ráöstafanir til aö þóknast Bandaríkjastjórn, hvorki í þessum efnum né öðrum. Það hefur reynzt okkur heillavænleg stefna og skul- um viö halda henni til streitu, meðan svo ógæfusamlega horfir í heiminum, aö beztu menn telja óráð annað en halda uppi öruggum vörnum í landinu sjálfu. Þess má einnig geta, aö þaö var ekki vegna kröfu alþýöubandalagsmanna eöa Þjóöviljans, sem utanríkisráöherr- ann neyddist til aö loka vamarstöö- inni á Keflavíkurflugvelli, enda hafði máliö ekki einu sinni veriö rætt á ríkisstjórnarfundi, þar sem ráðherr- ar Alpýöubandalagsins tóku þaö aldrei upp og létu sér fátt um finnast. En til aö rifja upp afstööu íslenzkra ráöamanna til polpot- anna, skulum viö líta á brot úr forystugrein í Morgunblaðinu — þeim til glöggvunar, sem nú eiga aö Lattgardagur l-i. novemteei* 1979 i61. tht. S9. **s- /harð*g>Jftcg:s; 1 9 ."... .** "'...n*"1 .««¦ *-* I. ¦*B'.. -¦;'**;. m 5 :*•<•''•",¦¦'••..... -—• •¦¦':.... :.:-;: 5 • —'•"j^. > •""••''*«-,-(" t..*i;.'tv "V' «'•*'''.-.•':" m' --Kí. ÍSJfSIS ganga aö kjörboröinu og hafa í hendi sér örlög íslands, pólitískt siögæöi þess út á viö og innra þrek lýöveldisins sjálfs. Við sögðum á sínum tíma: „Þegar Víetnam-styrjöldin geis- aði, voru' aðeins til tvenns konar manngerðir að dómi kommúnista: guðs útvaldir, þ.e. víetnamskir kommúnistar, og svo hinir. Nú er öllum Ijóst, aö Víetnamar eru ekki viö eina fjölina felldir í pólitík sinni, heldur hafa þeir bæöi ögrað fjöl- mennustu þjóð heims, Kínverjum, og gert innrás í land annarrar nágrannaþjóöar, Kambodíu. Hafa þeir lagt þaö land undir sig og komið leppstjórn sinni þar til valda. Stundum heyrist sagt hér á landi, aö atburöir í svo f jarlægum löndum sem Indókína komi Islendingum lítið sem ekkert við. En nú sjáum viö, aö þessi lönd eru ekki lengur í órafjarlægö, heldur er engu líkara en þau séu viö túnfótinn hjá okkur. Hingað hafa komlö víetnamskir flóttamenn og verðum við þannig, ekki síöur en aðrar þjóðir, að horfast í augu viö blákaldar afleiö- ingar þess, að kommúnistar hafa iagt undír sig Indókínaskagann aö mestu. Sæluríkin, sem boðuð voru undir alræðisstjórnum kommúnista í Víetnam og Kambodíu, hafa reynzt þarlendu fólki eins og heitasta helvíti, margir hafa verið drepnir, aðrir eru sjúkir og hungraðir og draga fram lífið við kjör, sem við getum ekki einu sinni gert okkur í hugarlund, og enn aðrir leggja líf sitt í hættu og flýja „sæluna". Þaö er nú í Ijós komið, eins og alls staöar hefur oröið, þar sem komm- únistar hafa hrifsaö völdin, aö boöskapur þeirra um framtíöarríkiö á Indókínaskaga hefur í engu reynzt haldbetri en annars staöar. Fals- vonir marxismans minna einna helzt á þá landsýn, sem bar fyrir augu yfirstýrimanns Árna frá Geita- stekk, og julluna, sem hann sá í kikkertglasi sínu. Hann sá þrjár árar A ELLEFTA tímanum á sunnu- dagskvöldið varð eldur laus i verzluninni Bonanza, Laugavegi 20. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en miklar skemmdir urðu á fatnaði í verzluninni af vðldum reyks. Skömmu eftir að eldsins varð vart handtók lögreglan i Reykjavik 18 ára gamlan pilt og játaði hann við yfirheyrslur að hafa borið eld að húsinu. Tróð hann logandi bréfi inn um gat og komst eldur i plasteinangrun i vegg i kjallara. Myndin var tekin á brunastað á sunnudaginn. Ljósm. Mbl. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.