Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 27 fjögur góð keppnistímabil. Sao Polo keypti hann síðan aftur heim og þegar hann hljóp inn á leik- vanginn í fyrsta skiptið eftir útlegðina, var honum fagnað rosa- lega af 80.000 áhorfendum. í hvert skipti sem Levinha snerti boltann, öskruðu 80.000 barkar af hrifn- ingu. Sao Polo gekk hins vegar illa að koma knettinum í netið hjá Francana og þegar leið á leikinn fór heldur að hljóðna í fólkinu, Levinha var nefnilega ekkert sér- stakur og þegar hann var tekinn út af á 70. mínútu leiksins, bauluðu 80.000 barkar á hann! - O - Það færist mjög í vöxt, að knattspyrnusnillingar leggi fyrir sig kvikmyndaleik. Paul Breitner er nýjasta tilfellið. Hann leikur miðaldra prófessor í 90. mínútna heimildamynd frá vestur-þýska sjónvarpinu. Eigi alls fyrir löngu lék Brasilíumaðurinn Zico knattspyrnusjúkan arabaprins í einhverri svarthvítri skemmti- mynd. Hvorki Zico né Breitner hlutu verulega frægð eða lof fyrir leik sinn. - O - Vestur-þýska knattspyrnusnill- ingnum Reiner Bonhof hefur verið ráðlagt að leggja.skóna á hilluna. Ástæðan eru þrálát meiðsl á ökkla. Margir snjallir læknar hafa reynt að kippa þessu í lag, en enginn hefur getað fundið hvers eðlis meiðslin eru. Kappinn á varla marga kosti, hann eyðir mörgum stundum á sjúkrabekkn- um þessa dagana. - O - Það eru einhverjir erfiðleikar varðandi ísraelska landsliðsmann- inn í röðum Liverpool, Avi Cohen. Málið er það að enska knatt- spyrnusambandið ætlar ekki að veita Cohen keppnisleyfi hjá Liv- erpool ef hann ætlar sér að leika með olympíuliði ísraels en svo var um samið milli Liverpool og ísraelska knattspyrnusambands- ins. - O - Einn snjallasti knattspyrnu- maður heims, Elias Figuroa frá Chile, lét lífið fyrir skömmu, er hann hljóp á markvörð sinn á æfingu með fyrrgreindum afleið- ingum. Hlaut hann svo slæm innvortis meiðsli, að hann lést daginn eftir. Figuroa var þrívegis kjörinn knattspyrnumaður Suð- ur-Ameríku á síðustu árunum, hann þótti óhemjusnjall framlínu- maður. Alan Sunderland, einn mark- hæsti leikmaður 1. deildarinnar í Englandi og leikmaður með Ar- senal, hefur þrívegis á þessu hausti óskað eftir að vera settur á sölulista. Svar Terry Neil fram- kvæmdastjóra hefur ávallt verið stutt og laggott nei. Sunderland er að sögn ekki ánægður með launa- umslag sitt. — O - Danir unnu frækilegan sigur, 3—1, á Spánverjum í landsleik í fótbolta eigi alls fyrir löngu. Þá þótti ekki annað sæma en að sýna leikinn tvívegis í heild í sjónvarp- inu. Svona ámóta og þegar ísland • Líf og ástir tennisleik- arans vann Austur-Þjóðverja sællar minningar, þá sýndi Bjarni Fel. valda kafla úr leiknum svo oft að þurft hefði tölvu til að reikna út. - O - Eins og sagt var frá hér aðeins framar, hefur mjög færst í vöxt að íþróttastjörnur leggi fyrir sig kvikmyndaleik. Brátt verður frumsýnd ný kvikmynd sem ber heitið „Leikið með lífið“ (ísl. þýðing að sjálfsögðu). Meðal leik- ara eru Björn Borg, Ilie Nastase, Vitas Gerulatis, Ali McGraw og Dean Martin júníor. Fjallar myndin um líf og ástir tennissnill- inga. - O - Alan Simonsen, góðkunningi íslendinga, hefur gefið út nýja bók. Þær eru fjölbreyttar hinar ýmsu fjáröflunarleiðir sem • Þjálfarinn og leikmaðurinn knattspyrnumenn leggja fyrir sig auk knattspyrnunnar. Bókin hans Alans heitir „Mod nye Mál“ eða gróflega þýtt „Stefnt að nýjum markmiðum." Nú skal græða. — O - Gordon McQueen, miðvörður Manchester Utd. og skoska lands- liðsins í knattspyrnu, þarf varla að kvíða fyrir að fara heim á kvöldin eftir erfiðan vinnudag. Hann á nefnilega þessa fallegu konu. Hún heitir Yvonne og er ljósmyndafyrirsæta að atvinnu. - O - Það er erfitt fyrir Vladimir Tkachenko (t.v.) að líta ekki niður á þjálfara sinn Alexander Gom- elski. Tkachenko er landsliðs- maður í körfuknattleik og eins og nafnið bendir til eru þeir félag- arnir Sovétmenn. Skyldi Gomelko hafa verið körfuboltamaður á sínum yngri árum? - O - Nýi heimsmeistarinn í hnefa- leikum, John Tate er frægur kvennabósi. Á meðfylgjandi mynd er hann að 'gera hosur sínar grænar fyrir Geraldine Chaplin kvikmyndaleikkonu á Studio 54, diskótekinu fræga í Nýju Jórvík. - O - Met? Nýlega gerðist það í grísku 1. deildarleik í knattspyrnu, að þrír leikmenn brenndu af víta- spyrnum. Allir leikmenn sama liðsins! • Yvonne MQueen • Allan og útgefandinn hýrir í bragði. Roaldo Borja, knattspyrnudóm- ari í Brasilíu, þótti ekki standa sig sem skyldi fyrir nokkru. Meðal þess sem hann vogaði sér að gera, var að dæma mark af heimaliðinu vegna rangstöðu. Þegar hann kom til búningsklefa síns eftir leikinn hafði verið brotist inn í hann, fötum hans stolið og varpað í fljót eitt mikið sem liðast silfurtært skamrnt frá vellinum. Skóm hans var búið að troða í salernisskálina. - O - George Best átti gott „come back“ í bresku knattspyrnunni um helgina, en hann hefur undirritað samning við skoska liðið Hibern- ina. Best skoraði mark í sínum fyrsta leik, en Hibs töpuðu og eru í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar. - O - Það gengur stundum á ýmsu þegar knattspyrnumenn eru í samningaþjarki. Paolo Cicero, leikmaður með CBB í Brasilíu, var spurður um nýjan samning sem hann undirritaði við félag sitt. Hann svaraði: „Spurðu ekki mig, spurðu konu mína. Hún samdi fyrir mína hönd, hún veit betur en ég hvert verðlagið á matvörum er nú til dags!“ Annar skrautlegur heitir Jose Jiminez og var leikmaður með Racing Santander á Spáni. Real Madrid hafði hug á að fá kappann til sín og hafði komist að munn- legu samkomulagi bæði við leik- manninn og félag hans. Hitt vissi enginn nema Jiminez, að hann hafði gert skriflegan samning við Senor Vegas umsvifamann nokk- urn í fjármálum um að sá síðar- nefndi hefði umboð til að semja fyrir hönd þess fyrrnefnda. Síðan gerðist það, að þegar fulltrúar Real og Santander komu saman til að ræða um tilvonandi sölu, kom í ljós að Senor Vegas var búinn að selja kappann til Valen- cia!!! - O - Einu sinni var mjög efnilegur unglingur í Perú. Efnilegur knáttspyrnumaður þ.e.a.s. Hann hét Rafael Palomino 17 ára. Eitt sinn lék hann með félagi sínu Atlas og hafði skorað öll mörk liðsins þrjú að tölu snemma í síðari hálfleik, er brjálaður áhorf- andi skaut hann til bana með afskorinni haglabyssu. - O - America de Cali, knattspyrnulið í Kolombíu, á nú möguleika á því að verða meistari í heimalandi sínu. Mikil bjartsýni ríkir nú bæði meðal bæjarbúa og leikmanna. Ástæðan er sú að særingamaður flæmdi illa anda burt af leikvang- inum að viðstöddum 60.000 áhorf- endum eigi alls fyrir löngu! For- saga málsins er sú, að árið 1948 var Benjamin nokkur Urrea rek- inn sem þjálfari America de Cali. Annar maður var skipaður í hans stað og var Benni æfur af reiði. Hann var galdramaður í frístund- um og lagði þau álög á félagið, að það myndi aldrei vinna nokkurn skapaðan hlut. Merkilegt nokk, hefur þetta orðið raunin, America hefur aldrei unnið Kolombíutitil- inn. En nú stendur þetta sem sagt allt til bóta, enda púkarnir á bak og burt. - O - Fyrst verið er að ræða um hjátrú á annað borð má skjóta inn því sem leikmenn og þjálfarar Santiago Wanderers gripu til þess að gera þegar hvorki gekk né rak hjá þeim í deildarkeppninni í Chile. Þeir brenndu alla búninga sína og fótboltaskó með. Síðan mættu þeir í nýjum keppnisgöllum fullir sjálfstrausts í næsta deildarleik sinn......en aðeins til að tapa einn ganginn enn. I þokkabót hafði fatabrennan næstum sett fátækt félagið á höfuðið. - O - Manchester Utd. hefur keypt til liðs við sig júgóslavneska lands- liðsbakvörðinn Nikolai Jovanovic frá Rauðu stjörnunni í Belgrað. Jovanovi hefur leikið allmarga landsleiki fyrir Júgóslavíu, en hefur enn ekki leikið með" aðalliði Manchester Utd., enda keppir hann við sterka kappa um bak- varðarstöðurnar. • Avi Cohen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.