Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 17 Mörg þúsund manns komu á „opin hús“ Sjálf- stæðisflokksins víða um land um helgina, og tókst þessi nýbreytni í alla staði frábærlega vel, að sögn Jóns 0. Halldórsson- ar á skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Þessi mikla þátttaka sýnir vel þann sóknarhug sem er í sjálfstæðis- mönnum um land allt“ sagði Jón, „og menn eru sammála um að starfa nú enn betur þessa síðustu viku sem eftir er fram að kosningum“. Sjálfstæðisflokkurinn hafði opið hús á sautján stöðum um helgina, á laug- ardag og sunnudag, nán- ar til tekið á eftirtöld- um stöðum: Akranesi, Borgarnesi, Akureyri, Seyðisfirði, Njarðvík, Garðabæ, ólafsfirði, Siglufirði, Selfossi, Hafn- arfirði, Reyðarfirði, Kópa- vogi, Reykjavík, ísafirði, Mosfellssveit og víðar. — Alls staðar var sömu sögu að segja, húsfyllir var og mikil stemmning ríkjandi. í Reykjavík var opið hús í Valhöll við Iláaleit- isbraut, og þar var stöðugt fólksstreymi allan dag- inn, og ekki óalgengt að sjá heilu fjölskyldurnar þar saman komnar. Fram- bjóðendur héldu stutt ávörp og ræddu við gesti, boðið var upp á kaffi og kökur, tískusýn- ingar, söngur og marg- vísleg skemmtiatriði. Var allan tímann mikið um að vera í þremur sölum hússins, og alls staðar troðfullt af fólki. „Þessi nýbreytni er mjög til fyrirmyndar,“ sagði einn þeirra er blaða- maður Morgunblaðsins hitti að máli í Valhöll, „og þetta mættu aðrir stjórnmálaflokkar gjarn- an taka upp. — Gera á mun meira af því að bjóða fólki að líta við í aðalstöðvum flokkanna, hús þeirra eiga að vera lifandi félagsmiðstöðv- ar fyrir fólk á öllum aldri, enda er starf stjórn- málaflokka ef til vill mik- ilvægasta félagsmála- starfsemin í landinu. — Hafi Sjálfstæðisflokkur- inn þökk fyrir þetta frumkvæði.“ Frambjóðendur ræddu við gesti í „opna húsinu", og hér sést Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins slá á léttari strengi með þeim yngri. Birgir ísleifur Gunnarsson lék nokkur létt lög á píanó i Valhöll á iaugardaginn, en þar var fullt hús af fólki allan eftirmiðdaginn. Ljósm: Emllia Björg Björnsdóttir. Stúlkur úr Model ’ 79 sýndu það nýjasta í vetrartiskunni. íslandsmótið í handknattleik y VALUR - VIKINGUR í HÖLLINNI ÁMORGUN KL. 19.00. Valur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.