Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Kristjana Magnúsdótt- ir — Minningarorð Fædd 2. ágúst 1953. Dáin 18. nóvember 1979. Það er sunnudagsmorgunn og snjórinn hefur breytt sig yfir allt. Allt er kyrrt og bjart, en allt í einu dimmir í sálum okkar. Hún er dáin hún Krissa, hún sem var svo ung, aðeins 26 ára gömul. Þó svo að við höfum vitað að hún barðist á annað ár við þann sjúkdóm sem dró hana til dauða þá vonuðum við öll að hún myndi sigra, því allt leit svo vel út í sumar, og allt virtist ætla að fara á besta veg. Kristjana hóf aftur nám við Háskólann en því námi varð hún að fresta síðastliðinn vetur vegna veikind- anna. Það átti ekki að gefast upp og í skólann byrjaði hún að mæta frekar af vilja en getu, því fljót- lega kom í ljós að sjúkdómurinn var að versna. Sárþjáð kom hún heim af sjúkrahúsi því í faðmi fjölskyldunnar vildi hún helst vera og þar sem vagga hennar hafði staðið var nú síðast hvílu- rúmið hennar. Kristjana var dóttir hjónanna Magnúsar Más Sigurjónssonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Ágústu Steingrímsdóttur (Magn- ússonar fisksala). Kristjana ólst upp í örmum ástríkra foreldra og í glöðum systkinahópi. Systkini hennar eru: Margrét verslunar- maður hjá Hans Petersen. Stein- grímur lögreglumaður, Hafnar- firði, Bára húsfrú, Garðabæ, Magnús Pétur kennari, Húsavík og Ágúst við nám í Háskóla íslands. Kristjana giftist Sigurði Vig- fússyni Hjálmarssonar og Freyju Kristjánsdóttur frá Húsavík, 23. júli 1977, höfðu þau hist haustið 1974 og voru saman við nám. Milli þeirra ríkti ástúð og gagnkvæm virðing og er missirinn mikill hjá honum, sem sparaði hvorki um- hyggju né erfiði til þess að létta henni þrautirnar í þessum þunga sjúkdómi, og það sama má segja um foreldrana sem voru við sjúkrabeð hennar uns yfir lauk. Kristjana varð stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina 1973, með mjög góðum námsár- angri, hóf síðan nám við Háskóla íslands haustið 1974 í heimspeki- deild. Hún lagði stund á ensku og síðar íslensku og sögu og átti skammt eftir í BA-próf er veikind- in tóku að hrjá hana. Þá hafði hún ' hyggju að læra bókasafnsfræði þar fyrir utan og sótti þar tíma í haust. Kristjana var mikil Valskona, byrjaði að æfa handbolta í yngri flokkum en lék síðar í meistara- flokki meðan kraftar leyfðu. Ann- að helsta áhugamál hennar var ljósmyndun sem hún komst í nána snertingu við gegnum störf sín hjá versl. Hans Petersen, þar sem hún vann í sjö sumur og einn vetur. Af öðrum áhugamálum hennar má nefna bókmenntir, kvikmyndir, tónlist og myndlist. Þá var hún hagmælt og sat kímni þá í fyrir- rúmi eins og í svo mörgu öðru. Hennar er sárt saknað af allri fjölskyldunni en við vitum að hún er laus við þrautirnar, og er það huggun harmi gegn. Hafi hún þökk fyrir allt. Góður Guð blessi minningu hennar. Kolla. Nú er hún Krissa vinkona mín hafin úr lifanda lífi og enginn veit með vissu hvað við tekur. Trú mín er þó sú að nú líði henni betur og að þjáningar hennar séu um garð gengnar. Ég man Krissu frá fyrstu stundu er ég kom í Skólagerðið þá tæplega 5 ára. Auðvitað var hún með bolta í fanginu og eins og lítill strákur, en það hæfði mér einmitt mjög vel. Mikil samheldni var með krökkunum í götunni og vörðum við öllum frístundum okkar við leiki, klifur í byggingum, hlaupum um móana og auðvitað boltaleiki. Þegar fram liðu stundir fórum við Krissa í handbolta í okkar ágæta félag Val. En lífsþrek Krissu var svo geysilegt að ekki var það nóg, svo nú tókum við okkur til og börðumst fyrir stofnun kvenna- knattspyrnu í Kópavogi. Þó ég hefði þurft frá að hverfa sýndi Krissa okkur það að ein gat hún verið stoð og stytta kvennaliðsins. Þar keppti hún fram eftir aldri og vil ég þakka henni þá virðingu sem kvennaknattspyrnunni er sýnd í dag. Ég tel að uppeldi það sem Krissa hlaut í æsku hafi verið foreldrum hennar, Magnúsi og Ágústu, til mikils sóma. Þau komu inn hjá henni óllu því, sem einkennir þau sjálf, þ.e.a.s. léttum og skemmtilegum húmor, fórnfýsi, hjálpfýsi og ótakmarkaðri hjarta- hlýju. Um leið og ég þakka allar ánægjustundir með Krissu hjá Val, í saumaklúbbum og annars staðar, votta ég eiginmanni, for- eldrum, og öðrum aðstandendum hennar mína dýpstu samúð. Hrefna Birgitta Bjarnadóttir. t Astkær faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MARKÚS GUDMUNDSSON, Bjargastemí, Garoi, andaöist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 23. nóvember. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona t mín og móöir okkar, BERGEY JÓHANNA JÚLÍUSDÓTTIR, lést aö heimili sínu, Sólvallagötu 12, Keflavík aö morgni laugardagsins 24. nóvember. Gunnar Einarsson og börn. t Maðurinn minn og faöir okkar KRISTJÁN MAGNÚSSON, frá Dal í Vestmannaeyjum, Bólstaðahlíð 64, Roykjavík, lést 16. nóvember Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Júlía Kristmanns og börn. í dag er til moldar borin Kristj- ana Magnúsdóttir, Skólagerði 69, Kópavogi. Kristjana var í hópi þeim er fyrstur brautskráðist frá Mennta- skólanum við Tjörnina vörið 1973. Oft var erfitt að vera elsti bekkur- inn í „Tjörninni," þar sem við urðum að móta allt félagslíf frá grunni, en erfiðleikarnir tengdu okkur saman frekar en hitt. Krissa lagði þar sitt af mörkum í sambandi við íþróttalíf skólans. Krissa var mjög hlédræg að eðlisfari og lítt fyrir að trana sér fram. Nánir vinir hennar komust þó fljótlega í kynni við ærslabelg mikinn, sérstaklega gott lundar- far og skemmtilega kímnigáfu. þegar við nú kveðjum hana hinstu kveðju, viljum við bekkjar- systur hennar þakka henni allt og vottum eiginmanni, foeldrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Moldin er þin. Moldin er trygg við börnin sin, sefar allan soknuð og harm »k svæfir þig við sinn móður barm. Grasið hvislar sitt ljúfasta ljóð á leiði þinu. Moldin er hljóð og hvildin góð. (Davið Stefánsson) Bekkjasystur 4-A. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi orð komu fyrst í hugann er okkur var tilkynnt lát Krissu vinkonu okkar. Henni kynntumst við í gegnum handboltann í Val. Kom þá strax í ljós hvern mann hún hafði að geyma. Alltaf var Krissa mætt úr Kópavoginum, hvernig sem viðr- aði þó að við úr Hlíðunum hefðum hugsað okkur um tvisvar áður en við hættum okkur út. Svona var hún í óllu sem viðkom Val. Ef við hinar sýndum á okkur eitthvert áhugaleysi, þá fengum við það sko óþvegið. Krissa lét ekki mikið yfir sér en vann mjög á við nánari kynni. Skapgerð hennar var mjög sérstók. Hún hafði mikið og gott skopskyn og gat alltaf séð spaugi- legu hliðina á lífinu. Kom þetta einna best í ljós, í þeim veikindum sem hún átti við að stríða síðasta árið. Það er ekki á færi allra að sjá sjálfan sig í skoplegu ljósi, einkum eins og á stóð, en það gat Krissa svo sannalega. Þyngri hliðin vafð- ist heldur ekki fyrir okkur því ekki fór á milli mála er þungt var í henni og lá þá stundum við að skjálfti færi um mannskapinn. En eftir að Krissa kynntist Sigga, hvarf þessi hlið nánast alveg, enda voru þau einstaklega samrýnd og áttu sömu áhugamál. Meðal áhugamála þeirra var ljósmynd- un. Það kom sér vel fyrir okkur stelpurnar það sem Krissa var alltaf með myndavélina við hönd- ina ef eitthvað stóð til og var því ekki ónýtt að fá filmurnar hennar lánaðar því hjá henni var allt í röð og reglu og skipti því ekki máli hvort okkur vantaði nýjar eða gamlar filmur. Ekki er hægt að minnast Krissu án þess að geta hinnar samheldnu fjölskyldu hennar en það kom m.a. vel í ljós þegar Val vantaði kökur. Þegar beðið var um eina, bakaði Ágústa tvær og ekki taldi Magnús eftir sér að koma þeim á réttan stað. Það sama var upp á teningnum ef við rákum nefið inn í Skólagerð- inu, móttökurnar voru alltaf alveg einstakar og eitt er víst að engin okkar hefur farið svöng út af því heimili. Við vottum Sigga og fjölskyldu Krissu okkar dýpstu samúð. Vinkonur úr Val. Lítið barn fæðist, falleg lítil stúlka, árin líða, margar myndir hrannast upp í huganum, lítil hnellin, spurul stúlka því allt þurfti hún að fá að vita. Það eru margar minningar sem leita á hugann, þegar ung frænka fellur frá á bezta aldri. Hún sem átti lífið fyrir sér. Það er svo margt sem hægt væri að tala um en það er erfitt að byrja. Feður okkar eru bræður og búa skammt hvor frá öðrum, það segir sig sjálft að af því hlaut að vera mikill samgangur á milli heimil- anna og vorum við bræðrabörnin eins og stór systkinahópur. Oft var glatt á hjalla í afmælum, jólaboðum og allskonar fjöl- skylduboðum. Stundum fór allur hópurinn saman í fjöruferð, þá var gaman að ærslast og busla í sjónum. Eftir að flest okkar stofnuðu eigin heimili, hefur hópurinn tvístrast eins og gengur, en samt hittumst við oft af ýmsu tilefni. Hún var dóttir hjónanna Ágústu Steingrímsdóttur og Magnúsar Sigurjónssonar. Árið t Bróöir minn, HELGI ÞORSTEINSSON, vorslunarmaður frá Þórshðfn Langanesi, sem andaöist að elliheimilinu Grund þann 25. nóvember, verður jarðsunginn mánudaginn 3. desember kl. 15.00. frá Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd aðstandenda H.jo<| Þor.toinsd6ttir. Föðurbróðir minn, t JÓNAS JÓNASSON, Óöinsgötu 20 A, sem lézt í Borgarspítalanum 20. nóvember veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 28. nóvember kl. 15.00. Anna Sigurjónsdóttir. t JÓHANNA DANÍELSDÓTTIR, fyrrum vðkukona á Vífilstððum verður jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. nóv., kl. 13.30. Sjðfn Gestsdóttir Þorsteinn Ársælsson 1977 giftist hún Sigurði Vigfús- syni frá Húsavík. Okkur er óskiljanlegt að hún sem þroskaðist úr lítilli hnátu í stórglæsilega og velgefna unga konu sé ekki lengur á meðal okkar, en við erum sannfærð um að henni líður betur núna og lifir áfram í minningu okkar. Við þökkum okkar kæru frænku margar ógleymanlegar stundir og biðjum Guð að styrkja Sigurð eiginmann hennar, foreldra og systkini, tengdaforeldra og aðra ættingja. Hvíli hún í friði. Frændsystkinin. Við félagar í knattspyrnufélag- inu Val kveðjum í dag einn af okkar traustustu félögum. Hún var dóttir hjónanna Ágústu Steingrímsdóttur og Magnúsar M. Sigurjónssonar til heimilis að Skólagerði 69 í Kópa- vogi. Andlát Kristjónu kom okkur öllum á óvart, þrátt fyrir að við vissum að hún hafði um skeið barist hetjulegri baráttu við þann sjúkdóm, sem læknavísindin hafa enn ekki náð fullum tökum á. Við félagar hennar ólum með okkur þá von að sjá Krissu, eins og hún var kölluð af vinum og kunningjum, fríska og glaða á ný meðal Valkyrjanna okkar, en hún var svo sannarlega ein af þeim afrekskonum. Það er erfitt um orð, hvað þá skrif, þegar svo ung manneskja, 26 ára gómul í blóma lífsins, er frá okkur tekin. Af vanmætti reynum við að ná valdi á pennanum og þakka okkar Krissu samfylgdina. Við reikum í huga okkar til ársins 1965, þegar ung og hlédræg telpa úr Kópavogi hóf æfingar hjá okkur í handknattleik. Hún kom langt að til æfinga, en lét það ekki aftra sér þó veður væru válynd á vetrum, alltaf mætti hún Krissa stundvíslega á hverja æfingu. Það duldist engum að þar var á ferðinni óvenju vel gerð telpa, komin frá góðu heimili, með hlýju og umhyggju góðra foreldra í veganesti. Krissa brást okkur ekki, sem félagi var hún afar traust og heilsteypt, bar sterkar taugar til félagsins og félaganna. Eftir að hún veiktist og átti erfiðara með að fylgja félögum sínum í leik og starfi, notaði hún hvert tækifæri til að afla sér upplýsinga um það sem var að gerast innan Vals. Þá var gott að eiga jafn góða trúnað- arvinkonu eins og hún Elín reynd- ist henni. Krissa var sérstæð í skapi, oft kom hún okkur á óvart með skoðunum sínum. Seint mun einn þjálfari hennar gleyma samtali er þeim fór á milli á einni æfingunni. Hann var þá að útskýra fyrir henni atriði sem verið var að æfa fyrir áríðandi leik. Eitthvað vafðist það fyrir henni, og fannst of miklum tíma í sig eytt. Hún beindi orðum til þjálfarans og bað hann að vera ekki að tefja stuttan æfingatíma á því að segja sér til, heldur leggja áherslu á þær sem hefðu hæfileika til að framkvæma það. Þannig var Krissa, hún var raunsæ og vissi sín takmörk. Hún vildi umfram allt vera með, og félagsskapurinn var henni allt. Hún gat líka verið glettin og gáskafull, þess fengum við oft að njóta. Þá átti hún það til að gera grín að sjálfri sér. Að okkar dómi var Krissa vel gefin og átti auðvelt með að læra. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Tjörnina, og hóf síðan nám í Háskóla íslands, henni entist ekki heilsa og aldur til að ljúka þar námi. í Háskólan- um steig hún sitt stærsta gæfu- spor, þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Sigurði J. Vig: fússyni, ættuðum frá Húsavík. í veikindum hennar reyndist Sig- urður henni sá maður sem hún hafði valið sér. Við viljum að lokum votta eiginmanni hennar, foreldrum og systkinum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Kristjönu Magnúsdóttur. Knattspyrnufélagið Valur. Hliðarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.