Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 25 ifcfen** á línumanninn snjalla Steindór Gunnarsson, sem er einn ienda boltann í netið. Ljósm. Emilía. tímann góð. Þá var þó nokkur hraði í leiknum hjá liðinu og samvinna líhumanna og útispilara var góð. Þorbjörn Guðmundsson var atkvæðamikill í liði Vals og skoraði 6 mörk í leiknum og hefði auðveldlega átt að geta skorað fleiri því að hann fór illa með nokkur opin færi. Þá var Steindór frískur á línunni og líka í vörn- inni. Bjarni Guðmundsson skoraði fimm mörk í leiknum og þar af eitt á stórglæsilegan hátt eins og honum er einum lagið. Hann stökk inn úr horninu og greip boltann í loftinu og skoraði með þrumuskoti framhjá markverði HK. Það hefur sjálfsagt háð liði HK nokkuð að fyrirliði liðsins Hilmar Sigurgíslason var í leikbanni en í stað hans kom hinn síungi Karl Jóhannesson og stóð hann vel fyrir sínu. Liði HK hætti til þess í leiknum að leika of hratt og gleyma að halda knettinum. Þeir létu Valsmenn ráða hraðanum og það varð til þess að þeir misstu öll tök á leik sínum. Ragnar Ólafsson var besti maður HK og bar nokkuð af. Var hann sá eini sem eitthvað kvað af af útileikmönnum í liðinu. I STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1. deild Varmá Mos- fellssveit HK - Valur 27-15 (14-6). MÖRK HK: Ragnar Ólafsson 7 (1 v), Karl Jóhannsson 3 v, Friðjón Jónsson 2, Kristinn Ólafsson 2, Magnús Guðfinnsson 1. MÖRK VALS: Þorbjörn Guð- mundsson 6 (1 v), Bjarni Guð- mundsson 5, Steindór Gunnarsson 4, Björn Björnsson 3, Brynjar Harðarson 3 (2 v), Gunnar Lúðvíksson 2, Jón H. Karlsson 2, Hörður Hilmarsson 1, Stefán Gunnarsson 1. BROTTVÍSUN AF LEIKVELLI: Brynjar Harðarson og Jón Karls- son Val í 2 mín. Kristinn Ólafsson og Erling Sigurðsson HK í 2 mín. MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Ragnar Ólafsson skaut í stöng og Brynjar Kvaran varði hjá honum víti á 23. mínútu. DÓMARAR: Jón Friðsteinsson og Árni Tómasson. — þr. Klukkan stoppaði EF SATT skal segja þá er aðstað- an að Varmá í Mosfellssveit ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, að því er varðar keppnisaðstöðu fyrir 1. deildar lið i handknatt- leik. Eitt af því sem vantar tilfinnanlega i iþróttahúsið er klukka svo að leikmenn geti fylgst með timanum og að sjálf- sögðu gerir það leikinn lika skemmtilegri fyrir áhorfendur ef þeir geta fylgst með tímanum á veggklukku eins og i Laugardal og Hafnarfirði og reyndar víðar. Að Varmá er notuð lítil vekjara- klukka og ekki tókst betur til en svo að á leik Vals og HK gleymd- ist að trekkja hana upp, svo að hún stöðvaðist. Þetta uppgötvaði timavörðurinn sér til mikillar skelfingar i siðari hálfleik. En þar sem þjálfari Vals var með nákvæman tima kom þetta ekki að sök. — þr. KR varð FH engin hindrun LID FH heldur áfram sigur- göngu sinni í 1. deild. Liðið bar sigurorð af KR 24-22 í Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöldið nokkuð örugglega. Staðan i hálf- leik var 12-11 FH í vil. Lið KR-inga var óvenjudauft í leikn- um og gerði sig sekt um mikið af mistökum og náði aldrei upp verulega góðri baráttu í varnar- leik sinn. Þeim tókst aldrei að ná yfirhöndinni í leiknum og var sigur FH sanngjarn og verð- skuldaður. Liðið er þvi í efsta sæti í 1. deildinni ásamt Vikingi að þremur umferðum loknum. FH-ingar byrjuðu leikinn á móti KR nokkuð vel og komust í 4—1. Voru þeir mun ákveðnari í byrjun leiksins og nýttu tækifæri sin öllu betur en KR-ingar sem virtust þrúgaðir af taugaspennu. Leikurinn jafnaðist þó nokkuð er líða tók á hálfleikinn og á 17. mínútu leiksins jafnaði Jóhannes Stefánsson fyrir KR og staðan var 7—7. En næstu þrjú mörk komu frá FH og þeir náðu þriggja marka forskoti. Leikmenn KR voru þó ekki af baki dottnir og héldu í við FH og aðeins eitt mark skildi liðin er flautað var til hálfleiks. Björn Pétursson skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum og jafnar metin 12—12, en það var í eina skiptið í hálfleiknum sem staðan var jöfn. FH náðu aftur forystunni og þegar síðari hálf- leikur var hálfnaður var staðan 19—16 og sigur FH reyndist aldrei Eítir leiki helgarinnar er nú staðan karla þessi: KR- FH HK - Valur Víkingur FH í 1. deild Valur Haukar ÍR KR Fram HK 22-24 15-27 0 0 73-59 6 0 0 68-56 0 1 63-52 59-64 54-57 54-57 56-62 3 3 2 1 1 1 1 0 2 1 0 2 0 1 2 6 4 3 2 2 1 0 0 3 46-65 0 Markhæstu leikmenn 1. deildar eru nú: Páll Björgvinsson Vík. 23/15 víti Bjarni Bessason ÍR 18 Ragnar ólafsson HK 18/9 víti Atli Hilmarsson Fram 15 Kristján Arason FH 14/7 viti Haukur Ottesen KR 13 Pétur Ingólfsson FH 13 Þorbjörn Guðmundss. Val 13/4 v. Andrés Bridde Fram 12/10 víti Ólafur Lárusson KR 12/7 víti Steinar Birgisson Vík. 12 ólafur Jónsson Vík. 11 Simon Unndórsson KR 10 STAÐAN í 1. deild kvenna eftir leiki um helgina og í síðustu viku er þessi: KR - Þór UMFG - Þór FH - Fram Víkingur - Haukar Valur - KR Fram KR Valur Haukar Þór Víkingur UMFG FH 3 3 3 3 3 3 3 3 0 0 0 0 0 1 0 1 1 0 2 1 0 2 0 0 3 0 0 3 18-10 13-21 10-22 18-12 13-14 62-31 6 55-34 51-45 46-43 43-47 42-46 36-61 37-65 Markhæstar eftir þrjár umferðir eru eftirtaldar stúlkur: Margrét Theodórsd. Haukum 24/13 v Guðríður Guðjónsd. Fram 23/12 v Sjöfn Ágústsd. KR — FH 22-24 í hættu. Að vísu átti KR mögu- leika á að setja spennu í leikinn þegar staðan var 21—19 og aðeins sjö mínútur voru eftir og lið KR í sókn: En eins og svo oft áður mistókst sending, gefið var beint í hendurnar á leikmanni FH sem náði hraðaupphlaupi og skoraði. I lok leiksins rak hvert upp- hlaupið annað hjá liðunum en mikið var um mistök á báða bóga og lítil yfirvegun í leiknum. í liði FH voru þeir Kristján Arason og Pétur Ingólfsson báðir góðir. Þá áttu Guðmundur Magn- ússon og Valgarð Valgarðsson góðan dag. Geir Hallsteinsson var tekinn úr umferð allan leikinn og stóð lengst af langt úti á velli og gaf lærisveinum sínum skipanir um leikkerfi og stjórnaði leiknum með köllum. Virtist það gefa hina bestu raun. í heildina lék lið FH nokkuð vel, boltinn gekk vel, og liðið býr yfir ágætum leikkerfum sem gefa mörk. Þá er mikil breidd í liðinu og í leiknum skoruðu átta menn mörk. KR-ingar voru greinilega ekki í essinu sínu í leiknum. Þeir eru þekktir fyrir að berjast vel og hvetja hvern annan til dáða en lítið bar á því að þessu sinni. Virtist vanta meiri leikgleði. Sóknarleikur liðsins er langt frá því að vera nægilega beittur. Betra leikskipulag vantar, leik- menn reyna hvað eftir annað skot svo gott sem úr kyrrstöðu bekit fyrir framan vörn andstæð- inganna. Þá var markvarslan langt frá því að vera góð. KR-ingar geta meira en þeir sýndu að þessu sinni. Bestu menn liðsins voru Haukur Ottesen og Bjórn Pétursson sem þó virkar nokkuð þungur. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalshöll. KR—FH 22-24 (11-12) Mörk KR: Haukur Ottesen 8, Björn Pétursson 5 (2v), Jóhannes Stefáhsson 3, Konráð Jónsson 2, Þorvarður Höskuldsson 2, Krist- inn Ingason 2, Friðrik Þorbjörns- son 1. Mörk FH: Pétur Ingólfsson 5, Kristján Arason 5 (2v), Sæmund- ur Stefánsson 4, Valgarð Val- garðsson 3, Guðmundur Magnús- son 3, Geir Hallsteinsson 4, Hans Guðmundsson 1. Brottvísun af leikvelli: Valgarð Valgarðsson og Pétur Ingólfson FH í 2 mínútur hvor. Ólafur Lárusson KR í 2 mínútur. Misheppnuð vítaköst: Ólafur Lárusson KR, skaut í stöng, Pétur Hjálmarsson varði víti frá Geir Hallsteinssyni og Magnús Ólafs- son varði víti frá Birni Péturssyni. Dómarar voru þeir Björn Kristjánsson og Jón Hermanns- son. — þr. Kristján Arason FH er ört vaxandi leikmaður. Hér sést Kristján skora í leiknum á móti KR á sunnudagskvöld. Ljósm. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.