Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
25
Óvænt úrslit að Varmá
UMFA sigraði Þór Ak.
ÞAÐ URÐU svo sannarlega
óvænt úrslit í 2. deildinni í
handknattleik á sunnudag. Lið
UMFA sigraði Þór frá Akureyri
með 16 mörkum gegn 15, eftir
æsispennandi leik. Þór frá Akur-
eyri fór því enga frægðarför til
Reykjavíkur að þessu sinni. tap-
aði báðum sínum leikjum, þeim
fyrri á móti Fylki, og þeim síðari
á móti UMFA.
Lið Þórs var greinilega sterkari
aðilinn í leiknum framan af og
hafði forystuna í hálfleik, 9—7. En
lið Aftureldingar gafst aldrei upp
og sýndi af sér mikla baráttu. Það
ásamt geysiöflugum hvatningar-
hrópum áhorfenda lagði grunninn
að sigrinum í leiknum. Þegar um
það bil 10 mínútur voru eftir af
leiknum náði Afturelding foryst-
unni og tókst að halda henni út
™AAr 16-15
leikinn. Varnarleikurinn og
markvarslan hjá Emil Karlssyni
var mjög góð hjá liðinu og Steinar
Tómasson var aðaldriffjöðrin í
öllu spili liðsins, jafnframt því
sem hann skoraði fimm falleg
mörk. Þá var Björn Bjarnason
góður. Lið Aftureldingar sýndi að
það er ekki auðunnið á heimavelli,
á því fengu norðanmenn að þreifa.
Lið Þór hefur e.t.v.verið of
sigurvisst og það kann ekki góðri
lukku að stýra. Erfitt er að gera
upp á milli leikmanna í liðinu,
meðalmennskan var allsráðandi.
Má liðið sýna betri leiki en það
gerði hér fyrir sunnan ætli það sér
ekki botnsætið í deildinni.
MÖRK UMFA: Steinar Tómasson
5, Björn Bjarnason 5, Ólafur
Sigurjónsson 2, Lárus Halldórsson
2, Ingvar Hreinsson 1.
MÖRK ÞÓRS: Sigurður Sigurðs-
son 5, Sigtryggur Guðlaugsson 2,
Oddur Halldórsson 2, Davíð Þor-
steinsson 2, Hrafnkell Óskarsson
1, Arnar Guðlaugsson 1. — þr.
Þrottmiklir Þrottarar
ÞRÓTTUR vann góðan sigur á
Ármanni i a. deild íslandsmóts-
ins í handknattleik i Laugar-
dalshöllinni um helgina. Lokatöl-
ur leiksins urðu 22—19 og til að
undirstrika hversu sanngjarn
sigurinn var, má geta þess, að
Þróttarar voru einum leikmanni
færri síðustu tvær mínúturnar,
en skoruðu samt tvö síðustu
mörk leiksins. Staðan i hálfleik
var 12—11 fyrir Þrótt. Þykir
sýnt að baráttan mun einkum
standa á milli Fylkis og Þróttar í
2. deild, en önnur iið eru svo sem
líkleg til að blanda sér þar einnig
inn i.
Þetta voru ekki auðtekin stig
hjá Þrótti, öðru nær. Leikurinn
var jafn upp í 2—2, en eftir það
var munurinn yfirleitt ekki meiri
en eitt til þrjú mörk og þegar tvær
mínútur voru til leiksloka var
staðan 20—19 og allt gat gerst,
einkum þegar einum Þróttara var
vikið af leikvelli og sýnt var að
hann kæmi ekki aftur inn á. En
Ármenningum tókst ekki að færa
sér þetta í nyt, Sigurður Sveinsson
skoraði með þrumuskoti og á
síðustu sekúndunum bætti Svein-
laugur Kristjánsson 21. markinu
Þróttur:
Ármann
við úr hraðaupphlaupi, sigurinn
var í höfn.
Lið Þróttar virkaði að mörgu
leyti mjög gott í þessum leik.
Sigurður markvörður átti mjög
góðan leik og átti það mjög stóran
þátt í að Ármenningum tókst
aldrei að jafna þó að munurinn
væri oft lítill. Vörn Þróttar var í
heild nokkuð þokkaleg með Ólaf
Jónsson í góðu formi. Sóknarleik-
ur liðsins er dálítið einhæfur og
hnoðkenndur er líða tók á leikinn,
en einstaklingarnir eru með
ólíkindum kröftugir, t.d. kom Páll
Ólafsson skemmtilega á óvart, en
hann skoraði mikið af mörkum
með þrumuskotum og réðu Ár-
menningarnir lítið við pilt. Sig-
urður Sveinsson sýndi ekki sínar
bestu hliðar, en var engu að síður
drjúgur í sóknarleiknum og aldrei
mátti líta af bróður hans Einari.
Þegar talað er um að sóknarleik-
urinn hafi verið einhæfur, nægir
að benda á að aðeins fjórir
leikmenn skoruðu mörk Þróttar í
leiknum.
Ármenningar geta að nokkru
leyti kennt sjálfum sér um hvern-
ig fyrir þeim fór í leiknum.
Yfirleitt gerðist það þegar mest á
reið að leika af yfirvegun, að hinir
og þessir reyndu ótímabær skot og
allt þar fram eftir götunum.
Minna óðagot í sóknarleiknum
hefði hugsanlega uppskorið eitt
stig eða fleiri. Enginn Ármenn-
inga stóð upp úr að þessu sinni, en
þrír leikmenn voru þó atkvæða-
mestir, Jón Viðar, Þráinn og
Friðrik. Heimir varði þokkalega
framan af, en minna er á leikinn
leið.
Dómgæsla Guðmundar Kol-
beinssonar og Gunnlaugs Hjálm-
arssonar var í heild séð nokkuð
góð, en gloppur komu þó öðru
hvoru.
MÖRK ÞRÓTTAR: Páll Ólafsson
9, Sigurður Sveinsson 7 (1 víti),
Sveinlaugur Kristjánsson og Ein-
ar Sveinsson 3 hvor.
MÖRK ÁRMANNS: Jón Viðar og
Friðrik Jóhannsson 5 hvor, Þráinn
Ásmundsson 4, Björn Jóhannes-
son og Smári Jósafatsson 2 hvor,
Einar eitt mark. — gg.
Fylkir heldur sínu striki
FYLKIR heldur sínu striki i 2.
deild. Liðið sigraði Þór frá Akur-
eyri nokkuð örugglega í leik
liðanna í Laugardalshöll á laug-
ardag. Lokatöiur urðu 21 — 15.
Lið Þórs olli nokkrum vonbrigð-
um með leik sínum því að von var
á liðinu nokkuð sterku til leiks
eins og undanfarin ár, en tölu-
vert virðist vanta upp á að svo sé.
Lið Fylkis lék hins vegar nokkuð
vel þó svo að það hafi sýnt betri
leiki. — Ég er ánægður með að
sigra Þór, Akureyrarliðin eru
alltaf erfið sagði Pétur Bjarna-
son þjálfari Fylkis. — Ég reikna
með að lið KA verði erfiðasti
keppinautur okkar i 2. deildinni i
vetur sagði Pétur.
Gangur leiksins.
Fyrri hálfleikur var nokkuð
jafn og lengst af skildi aðeins eitt
mark liðin að. Staðan í hálfleik
var 9—8 fyrir Fylki.
Fylkir byrjaði hins vegar síðarí
hálfleikinn af miklum krafti og
skoraði sjö mörk á jafnmörgum
minútum, og náði yfirburðastöðu í
leiknum, 16—8. Það var þessi
leikkafli sem gerði öðru fremur út
um leikinn. Leikmenn Þórs voru
Fylkir — n-t.fti
Þór Ak b I ' l«J
alls ekki með á nótunum á þessum
tíma og varnarleikur þeirra var
afar opin og ráðleysislegur.
Það sem eftir var svo hálfleiks-
ins héldu Þórsarar svo í við Fylki,
sem þó hafði augljósa yfirburði.
Liðin:
Lið Fylkis er greinilega í góðri
æfingu og gefur neðstu liðunum í
1. deildinni ekkert eftir hvað getu
snertir. Besti maður liðsins í
þessum leik var Jón Gunnarsson
markvörður sem varði mjög vel
allan leikinn. Þá áttu Ragnar
Hermannsson og Ásmundur
Kristinsson ágætan leik. Töluverð
breidd er í liði Fylkis og er engin
spurning um að þeir verða í
baráttunni um efsta sætið í 2.
deild í vetur.
Lið Þórs á að geta mun meira en
það sýndi í þessum leik. Besti
maður liðsins var Gunnar Gunn-
arsson sem fór oft mjög laglega
inn úr hornunum og skoraði falleg
mörk. Þór vantaði alla baráttu í
liðið og eftir að Fylkir náði
öruggri forystu var allur vindur úr
leikmönnum liðsins.
Mörk Fylkis: Ásmundur Krist-
insson 4, Ragnar Hermannsson 4,
Guðmundur Kristinsson 3, Guðni
Hauksson 2, Gunnar Baldursson 2,
Óskar Ásgeirsson 2, Magnús Sig-
urðsson 2 lv, Einar Ágústsson 1.
Mörk Þórs: Gunnar Gunnarsson
6 lv, Sigtryggur Guðlaugsson 2,
Árni Stefánsson 2, Oddur Hall-
dórsson, Arnar Guðlaugsson, Jón
Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson
og Benedikt Guðmundsson 1 mark
hver. Dómarar voru þeir Árni
Tómasson og Jón Friðsteinsson
alls var sex leikmönnum úr Fylk-
isliðinu vísað af leikvelli í 2
mínútur en einum frá Þór.
-þr.
Hinn gamalreyndi kappi Stefán Gunnarsson sendir boltann á línumanninn snjalla Steindór Gunnarsson,
og óvaldaður. Steindór var ekki í vandræðum með að senda boltann í netið.
sem er einn
Ljósm. Emilía
Valsmenn kaf sialdu HK
LEIKUR Vals og HK í 1. dcildinni í handknattleik á sunnudag að
Varmá. heimavelli HK, var leikur kattarins að músinni. Yfirburðir
Valsmanna voru algerir á öllum sviðum. Og um tíma leit út fyrir að
þeir myndu hreinlega rassskella IIK. Staðan var nefnilega orðin 9—0,
og það var ckki fyrr en á 18. mínútu leiksins að HK tókst að gera sitt
fyrsta mark. Þá var líka greinilegt að leikmenn Vals fóru að slaka á
og léku ekki eins kröftugt og þeir gerðu í byrjun leiksins. Var allur
annar bragur á leik Vals nú en verið hcfur og er greinilegt að liðið er
að ná sér upp úr þeirri lægð sem það datt niður í. Þó er erfitt að dæma
liðið í þessum leik, til þess var mótspyrna IIK allt of lítil.
ValuT 15S27
Eftir slæma byrjun rétti HK
aðeins úr kútnum og staðan í
hálfleik var 14—6 Val í hag. Sama
VALUR:
Brynjar Kvaran 3
Brynjar Haröaraon 2
Björn Björnsson 2
Bjarni Guömundsson 3
Höröur Hilmarsson 2
Steindór Gunnarsson 3
Stefén Gunnarsson 2
Þorbjörn Jensson 2
Jón H. Karlsson 2
Þorsteinn Einarsson 1
Þorbjörn Guömundsson 3
Gunnar Lúövíksson 2
HK:
Einar Þorvaröarson 1
Bergsveinn Þórarinsson 1
Kristínn Ólafsson 2
Gissur Kristinsson 1
Kristjén Guöiaugsson 1
Karl Jóhannsson 2
Ragnar Ólafsson 3
Erling Sigurösson 1
Árni Sverrisson 1
Friöjón Jónsson 2
Magnús Guöfinnsson 1
Nói Bjarnason 2
einstefnan var í síðari hálfleik, og
12 mörk skildu liðin að þegar
flautað var til leiksloka. Það er
greinilegt að róðurinn verður
þungur hjá HK í vetur eins og
spáð hafði verið.
Lið Vals lék þennan leik vel.
Varnarleikur liðsins og mark-
varsla Brynjars Kvaran var allan
FH:
Birgir Finnbogason 2
Magnús Ólafsson 1
Guömundur Magnússon 2
Geir Hallsteinsson 2
Guömundur Á. Stefénsson 2
Kristjén Arason 3
Valgaröur Valgarösson 2
Samundur Stefánsson 3
Pétur Ingólfsson 3
Hafsteinn Pétursson 1
Hans Guömundsson 1
KR:
Pétur Hjélmarsson 1
Gísli F. Bjarnason 2
Friörik Þorbjörnsson 1
Símon Unndórsson -|
Haukur Ottesen 3
Þorvaröur Höskuldsson 2
Björn Pétursson 3
Kristinn Ingason 2
Jóhannes Stefénsson 2
Ólafur Lérusson 1
Konréö Jónsson 2
Dómarar Björn Krístjénsson
og Jón Hermannsson 2
tímann góð. Þá var þó nokkur
hraði í leiknum hjá liðinu og
samvinna línumanna og útispilara
var góð. Þorbjörn Guðmundsson
var atkvæðamikill í liði Vals og
skoraði 6 mörk í leiknum og hefði
auðveldlega átt að geta skorað
fleiri því að hann fór illa með
nokkur opin færi. Þá var Steindór
frískur á línunni og líka í vörn-
inni. Bjarni Guðmundsson skoraði
fimm mörk í leiknum og þar af
eitt á stórglæsilegan hátt eins og
honum er einum lagið. Hann stökk
inn úr horninu og greip boltann í
loftinu og skoraði með þrumuskoti
framhjá markverði HK.
Það hefur sjálfsagt háð liði HK
nokkuð að fyrirliði liðsins Hilmar
Sigurgíslason var í leikbanni en í
stað hans kom hinn síungi Karl
Jóhannesson og stóð hann vel
fyrir sínu. Liði HK hætti til þess í
leiknum að leika of hratt og
gleyma að halda knettinum. Þeir
létu Valsmenn ráða hraðanum og
það varð til þess að þeir misstu öll
tök á leik sínum. Ragnar Ólafsson
var besti maður HK og bar nokkuð
af. Var hann sá eini sem eitthvað
kvað af af útileikmönnum í liðinu.
EF SATT skal segja þá er aðstað-
an að Varmá í Mosfellssveit ekki
neitt til að hrópa húrra fyrir, að
því er varðar keppnisaðstöðu
fyrir 1. deildar lið í handknatt-
leik. Eitt af því sem vantar
tilfinnanlega í iþróttahúsið er
klukka svo að leikmenn geti
fylgst með timanum og að sjálf-
sögðu gerir það leikinn líka
skemmtilegri fyrir áhorfendur ef
þeir geta fylgst með timanum á
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild Varmá Mos-
fellssveit HK — Valur 27—15
(14-6).
MÖRK HK: Ragnar Ólafsson 7 (1
v), Karl Jóhannsson 3 v, Friðjón
Jónsson 2, Kristinn Ólafsson 2,
Magnús Guðfinnsson 1.
MÖRK VALS: Þorbjörn Guð-
mundsson 6 (1 v), Bjarni Guð-
mundsson 5, Steindór Gunnarsson
4, Björn Björnsson 3, Brynjar
Harðarson 3 (2 v), Gunnar
Lúðvíksson 2, Jón H. Karlsson 2,
Hörður Hilmarsson 1, Stefán
Gunnarsson 1.
BROTTVÍSUN AF LEIKVELLI:
Brynjar Harðarson og Jón Karls-
son Val í 2 mín. Kristinn Ólafsson
og Erling Sigurðsson HK í 2 mín.
MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST:
Ragnar Ólafsson skaut í stöng og
Brynjar Kvaran varði hjá honum
víti á 23. mínútu.
DÓMARAR: Jón Friðsteinsson og
Árni Tómasson. — þr.
veggklukku eins og i Laugardal
og Hafnarfirði og reyndar víðar.
Að Varmá er notuð litil vekjara-
klukka og ekki tókst betur til en
svo að á leik Vals og HK gleymd-
ist að trekkja hana upp, svo að
hún stöðvaðist. Þetta uppgötvaði
tímavörðurinn sér til mikillar
skelfingar i síðari hálfleik. En
þar sem þjálfari Vals var með
nákvæman tíma kom þetta ekki
að sök. — þr.
Klukkan stoppaði
KR varð FH
engin hindrun
LIÐ FH heldur áfram sigur-
göngu sinni í 1. deild. Liðið bar
sigurorð af KR 24—22 í Laugar-
dalshöllinni á sunnudagskvöldið
nokkuð örugglega. Staðan í hálf-
leik var 12-11 FH í vil. Lið
KR-inga var óvenjudauft í leikn-
um og gerði sig sekt um mikið af
mistökum og náði aldrei upp
verulega góðri baráttu í varnar-
ieik sinn. Þeim tókst aldrei að ná
yfirhöndinni í leiknum og var
sigur FH sanngjarn og verð-
skuldaður. Liðið er því í efsta
sæti i 1. deildinni ásamt Vikingi
að þremur umferðum loknum.
FH-ingar byrjuðu leikinn á
móti KR nokkuð vel og komust í
4—1. Voru þeir mun ákveðnari í
byrjun leiksins og nýttu tækifæri
sin öllu betur en KR-ingar sem
virtust þrúgaðir af taugaspennu.
Leikurinn jafnaðist þó nokkuð
er líða tók á hálfleikinn og á 17.
mínútu leiksins jafnaði Jóhannes
Stefánsson fyrir KR og staðan var
7—7. En næstu þrjú mörk komu
frá FH og þeir náðu þriggja
marka forskoti. Leikmenn KR
voru þó ekki af baki dottnir og
héldu í við FH og aðeins eitt mark
skildi liðin er flautað var til
hálfleiks.
Björn Pétursson skoraði fyrsta
markið í síðari hálfleiknum og
jafnar metin 12—12, en það var í
eina skiptið í hálfleiknum sem
staðan var jöfn. FH náðu aftur
forystunni og þegar síðari hálf-
leikur var hálfnaður var staðan
19—16 og sigur FH reyndist aldrei
fhr- 22=24
í hættu. Að vísu átti KR mögu-
leika á að setja spennu í leikinn
þegar staðan var 21—19 og aðeins
sjö mínútur voru eftir og lið KR í
sókn: En eins og svo oft áður
mistókst sending, gefið var beint í
hendurnar á leikmanni FH sem
náði hraðaupphlaupi og skoraði.
í lok leiksins rak hvert upp-
hlaupið annað hjá liðunum en
mikið var um mistök á báða bóga
og lítil yfirvegun í leiknum.
í liði FH voru þeir Kristján
Arason og Pétur Ingólfsson báðir
góðir. Þá áttu Guðmundur Magn-
ússon og Valgarð Valgarðsson
góðan dag. Geir Hallsteinsson var
tekinn úr umferð allan leikinn og
stóð lengst af langt úti á velli og
gaf lærisveinum sínum skipanir
um leikkerfi og stjórnaði leiknum
með köllum. Virtist það gefa hina
bestu raun. í heildina lék lið FH
nokkuð vel, boltinn gekk vel, og
liðið býr yfir ágætum leikkerfum
sem gefa mörk. Þá er mikil breidd
í liðinu og í leiknum skoruðu átta
menn mörk.
KR-ingar voru greinilega ekki' í
essinu sínu í leiknum. Þeir eru
þekktir fyrir að berjast vel og
hvetja hvern annan til dáða en
lítið bar á því að þessu sinni.
Virtist vanta meiri leikgleði.
Sóknarleikur liðsins er langt frá
því að vera nægilega beittur.
Betra leikskipulag vantar, leik-
menn reyna hvað eftir annað skot
svo gott sem úr kyrrstöðu beint
fyrir framan vörn andstæð-
inganna. Þá var markvarslan
langt frá því að vera góð.
KR-ingar geta meira en þeir
sýndu að þessu sinni.
Bestu menn liðsins voru Haukur
Ottesen og Björn Pétursson sem
þó virkar nokkuð þungur.
í stuttu máli: íslandsmótið 1.
deild. Laugardalshöll. KR—FH
22-24 (11-12)
Mörk KR: Haukur Ottesen 8,
Björn Pétursson 5 (2v), Jóhannes
Stefánsson 3, Konráð Jónsson 2,
Þorvarður Höskuldsson 2, Krist-
inn Ingason 2, Friðrik Þorbjörns-
son 1.
Mörk FH: Pétur Ingólfsson 5,
Kristján Arason 5 (2v), Sæmund-
ur Stefánsson 4, Valgarð Val-
garðsson 3, Guðmundur Magnús-
son 3, Geir Hallsteinsson 4, Hans
Guðmundsson 1.
Brottvísun af leikvelli: Valgarð
Valgarðsson og Pétur Ingólfson
FH í 2 mínútur hvor. Ólafur
Lárusson KR í 2 mínútur.
Misheppnuð vítaköst: Ólafur
Lárusson KR, skaut í stöng, Pétur
Hjálmarsson varði víti frá Geir
Hallsteinssyni og Magnús Ólafs-
son varði víti frá Birni Péturssyni.
Dómarar voru þeir Björn
Kristjánsson og Jón Hermanns-
son. — þr.
Eftir leiki helgarinnar
er nú staðan í 1. deild
karla þessi:
KR — FH 22-24
HK - Valur 15-27
Víkingur 3 3 0 0 73—59 6
FH 3 3 0 0 68-56 6
Valur 3 2 0 1 63-52 4
Ilaukar 3 1 1 1 59-64 3
ÍR 3 1 0 2 54-57 2
KR 3 1 0 2 54-57 2
Fram 3 0 1 2 56-62 1
HK 3 0 0 3 46-65 0
Markhæstu leikmenn 1.
deildar eru nú:
Páll Björgvinsson Vík. 23/15 víti
Bjarni Bessason ÍR 18
Ragnar ólafsson HK 18/9 víti
Atli Hilmarsson Fram 15
Kristján Arason FH 14/7 viti
Haukur Ottesen KR 13
Pétur Ingólfsson FH 13
Þorbjörn Guðmundss. Val 13/4 v.
Andrés Bridde Fram 12/10 víti
ólafur Lárusson KR 12/7 víti
Steinar Birgisson Vík. 12
ólafur Jónsson Vík. 11
Simon Unndórsson KR 10
STAÐAN í 1. deild kvenna
eftir leiki um helgina og í
síðustu viku er þessi:
KR - Þór 18-10
UMFG - Þór 13-21
FH - Fram 10-22
Víkingur - Haukar 18-12
Valur - KR 13-14
Fram 3 3 0 0 62-31 6
KR 3 3 0 0 55-34 6
Valur 3 2 0 1 51-45 4
Haukar 3 2 0 1 46-43 4
Þór 3 1 0 2 43-47 2
Vikingur 3 1 0 2 42-46 2
UMFG 3 0 0 3 36-61 0
FH 3 0 0 3 37-65 0
Markhæstar eftir þrjár
umferðir eru eftirtaldar
stúlkur:
Margrét Theodórsd.
Haukum
Guðriður Guðjónsd.
Fram
Sjöfn Ágústsd.
24/13 v
23/12 v
Kristján Arason FII er ört vaxandi leikmaður. Ilér sést j
Kristján skora í leiknum á móti KR á sunnudagskvöld. g
Ljósm. Emilía.