Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 48
nr0wmM&M!> FV-TT—T7 Juvéi \ / stálvaskar ARABIA Hagstætt verö. HREINLÆTISTÆKI BAÐSTOFAN Ármúla 23 • sími 31810 •Nýborgarhúsiö ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Innborgunarfé hjá SIS upptækt — sæki menn ekki pantanir innan 10 daga Varahlutaverslun sam- bands ísl. samvinnufélaga hyggst um næstu mánaða- mót taka upp þann hátt þegar viðskiptavinir panta sérstaklega vara- hluti að þeir greiði þriðj- Fá jóla- póstinn með þyrlu HÉÐAN er allt gott að frétta, ágætt veður, en allt ófært og ekki sést maður i heilan mánuð, sagði Berg- rún Gunnarsdóttir i samtali við Mbl., en hún starfar við veðurathuganir á Hveravöll- um ásamt Gunnari Pálssyni. —Þetta er fyrsta árið okk- ar hér og ég geri ráð fyrir að við höfum róleg jól og látlaus, sagði hún aðspurð um vænt- anlegt jólahald á fjöllum. —Jólin verða frábrugðin okk- ar fyrri jólum þar sem við erum fjarri nánustu skyld- mennum, en við hlökkum til jólanna og hyggjumst gera okkur dagamun í mat og skreytum að sjálfsögðu híbýl- in. En hér hefur verið gott að vera og við höfum kynnst mörgu, sem við ekki þekktum áður. Bergrún kvaðst ekki vita hvenær næst yrði gesta von, en að öllum líkindum kæmi jólapóstur og annar varning- ur til þeirra með þyrlu dag- ana 10.—20. desember og væri það algengasti og auð- veldasti flutningsmátinn. ung kaupverðsins við pöntun. Hafi viðskiptavinur síðan ekki sótt pöntunina innan 10 daga frá því hann fær tilkynningu um komu hennar verður hún seld öðrum og innborgunin látin koma til lækkunar á vörunni, þ.e. inn- borgunin verður ekki endurgreidd viðskiptavini. Verslunarstjóri Varahlutaverslunar SÍS kvað þennan hátt reyndar hafa verið á að undanförnu, en með þessum reglum væri ætlunin að tryggja betur pöntun og greiðslu vara- hluta og fyrirbyggja misnotkun, en hann sagði algengt að hlutir væru pantaðir og siðan ekki sóttir. Kvað hann þessar reglur einnig leggja versluninni þær skyldur á herðar að flýta afgreiðslu sem kostur væri til að viðskiptavinir ættu ekki svo og svo lengi inn- borgun sína hjá versluninni. "1 I «rt Síðustu dagarnir a síldinni Sextán hringnótabátar áttu í gær eftir að fylla kvóta sinn á síldarvertíðinni, en heildaraflinn er nú orðinn um 40 þúsund lestir. Vetur konungur hefur ygglt sig að undanförnu og margir dagar fallið úr vegna erfiðrar veðráttu. Það er kaldranalegt að vera á síldinni sem og öðrum veiðiskap í kafaldshríð og frosti eins og þessi mynd Sigurgeirs lýsir vel. Myndin er tekin á miðunum undan Suðurlandi fyrir nokkru. Ólaf ur Jóhannesson telur verðjöf nun á hitaveitu óhjákvæmilega: Myndi hafa í för með sér 40% hitaveituskatt EFSTI maður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík, Olafur Jóhannesson, hefur lýst því yfir, að verðjöfnun á hitaveitugjöldum Reykjavíkinga sé óhjákvæmileg. Sam- kvæmt tillögúm stjórnskipaðrar nefndar, sem Hjörleif- ur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, kom á fót, þyrfti gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur að hækka um 40% til þess að jöfnun ætti sér stað samkvæmt tillögum nefndarinnar. Ólafur Jóhannesson var í beinni línu við kjósendur á ritstjórn- arskrifstofum Tímans í fyrri viku. Þá hringdi kjósandi í Siglufirði og spurði Ólaf, hvort Framsóknar- flokkurinn myndi beita sér fyrir verðjöfnun á hitunarkostnaði. ól- afur Jóhannesson svaraði: „Ég verð að svara þessu persónulega fyrir mig. Ég er með verðjöfnun, þótt kannski sé hættulegt fyrir mig sem frambjóðanda í Reykjavík að vera svo. En sann- færing mín er ekki föl fyrir atkvæði og það er mín sannfær- ing, að verðjöfnun á upphitunar- kostnaði þurfi að koma til." Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, mun verðjöfnun valda, enn meiri hækkun þar sem rafhit- un á sér stað. Staf ar það af því, að rafmagn til húshitunar er víða á landinu mjög mikið niðurgreitt, en verðjöfnun myndi þar valda stór- hækkun. Samkvæmt tillögum nefndar Hjörleifs Guttormssonar um verð- jöfnun, er gert ráð fyrir, að hver seld kílówattstund frá Hitaveitu Reykjavíkur hækkaði um eina krónu. Hún er nú seld á 2,50 krónur. Hækkunin er 40%. Sjá forystugrein á bls. 20. Veðuríræðingar spá í dag hægt vaxandi suðaust- an-átt og hlýnandí veðri um land allt. Báast má þá við að snjórinn verði á undanhaldi þegar líður á daginn og ekki verði þá hægt að henda snjóboitum i stytturnar eða aðra hiuti, er verða á vegi íjörugra krakka. Uósm. ÓIK.M. Jóhannes Nordal: Erindið að koma olíu- viðræðunum áleiðis „ERINDI okkar til London er að sjálfsögðu að koma viðræðum um þessi tilboð áleiðis, þannig að unnt sé að taka endanlega afstöðu til þeirra af stjórnvöldum hér heima," sagði Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri og formaður olíuviðskiptanefndar í samtali við Morgunblaðið í gær, en nefndin er á förum til London til viðræðna við BNOC, Brítish National Oil Corpora- tion, um kaup íslendinga á gasolíu á árinu 1980. Jóhannes kvað viðræðurnar í London myndu snúast við þau tilboð, sem borizt hefðu. Kvaðst hann ekki myndu koma heim aftur fyrr en um og eftir helgina. Eins og fram kom í sunnudags- blaði Morgunblaðsins, hefur tilboð borizt frá BNOC um sölu á 100 þúsund tonnum af gasolíu til Islands og hefur verið látið í veðri vaka, að hugsanlegt sé að magnið af gasolíu gæti orðið allt að 150 þúsund tonn. Árleg notkun á gasolíu hérlendis er um 280 þús- und tonn. Tilboðin kveða á um mun hagstæðara verð, en nú fæst á Rotterdam-markaðinum, sem er viðmiðun olíuverðs í samningi íslendinga og Sovétmanna. 4skip seldu í Bretlandi FJÖGUR islenzk fiskiskip seldu afla i Bretlandi i gær. Sæljón seldi 43 lestir í Hull fyrir 19,6 milljónir, meðalverð 454 krón- ur, Rán seldi í llull 71 lest fyrir 26,1 milljón, meðalverð 367 krónur, Framnes seldi 89 lestir i Grimsby fyrir 45 milljónir, með- alverð 507 krónur og Suðurey seldi 40 lestir i Fleetwood, með- alverð 513 krónur. Enn beðið við Kröf lu JARÐHRÆRINGAR halda stöð- ugt áfram á Kröflusvæðinu. Sam- kvæmt upplýsingum skjálfta- vaktarinnar urðu á sunnudag 30 skjálftar, en upp úr kl. 21 i gær voru þeir orðnir 18. Sagði tals- maður vaktarinnar að þeir væru nokkuð mismunandi margir á sólarhring og menn biðu nú kvikuhlaups, en vissu ekki hvert það myndi fara né hvenær það myndi verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.