Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 39 Dagrún Kristjánsdóttir: Stjórnarheimilið Bardaginn mikli verður líklega liðinn, þegar þetta birtist, en er nú í fullum gangi fyrir næstu kosningar, því að allir frambjóð- endur keyra fyrir fullum seglum og vona að geta veitt sem flesta í net sitt. Gildrur eru lagðar hvar- vetna, ef ske kynni að einhver álpaðist til að festa sig í þeim. Blandast víst engum hugur um hvers eðlis þær eru. Vopnin eru alltaf svipuð, og hljóta að fara að verða bitlaus af langri notkun. Loforðin hafa alltaf legið á lausu í öllum kosningum og mun ekki frekar nú brugðið út af, enda er kosið um loforðin, þar fer aðeins eftir því hve sannfærandi þau eru, hve mörg atkvæði hver flokkur veiðir með þeim. Gallinn er þó sá að það virðist litlu skipta hverju lofað er fyrir kosningar það er svo afarauðvelt að gleyma þeim öll- um, þegar búið er að tryggja sér „nógu þægilegt sæti", en í raun er það það, sem virðist vera aðal- keppikeflið en ekki nein brenn- andi föðurlandsást sem eigi að fórna sér fyrir. Að minnsta kosti eru það ekki margir sem eru líklegir til þess, þó vonandi séu þeir til. Sú tugga, sem stöðugt er boðið upp á af sömu mönnum, hvert kosningaár og stöðugt er skirpt út úr sér ómeltri, næsta þingtímabil, er ekki líkleg til að vera það agn sem kjósendur bíta á. Því miður hefur þessi sannleikur ekki enn runnið upp fyrir frambjóðendum. Þó er ekki því að neita að einn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú taka ákveðnari og breytta stefnu frá því sem hefur verið og er óskandi að hann fái það fylgi að hann geti staðið einn að málum, eftir kosningar og breyti út af hefðbundnum hætti með efndir sem flestir flokkanna virðast álíta aukaatriði — OG STANDI VIÐ GEFIN LOFORD. Það er til lítillar gæfu fyrir flokka eða einstaklinga, að fleyta sér áfram á röngum forsendum og það flýr enginn þann dóm, sem það hefur í för með sér, þegar lengra er litið. Víst er mér ljóst að þessi orð mín, um eftirköst ósann- inda, munu ekki ná eyrum þeirra, sem haga seglum eftir vindi ög tala fagurt við alla til að ná vinsældum og nota sauðargæruna óspart, sé það hagur og vænlegt til framdráttar í bili. Hitt veit ég einnig, að engum, sem hefur svo lipra tungu í munni að hún hleypur til allra átta í senn, er gefin svo vakandi samviska, að hún geti rönd við reist. í þriðja lagi munu ekki margir gera sér áhyggjur, þó að tungunni skriki fótur á sannleikanum, vegna þess að þeir hugsa ekki lengra en að grafarbakkanum. Eftir það er álitið að öllu sé óhætt. Þar munu þó ekki allir á sama máli. Er undirritaður sannfærður um að þar með er ekki öllu lokið, þó að alltof margir álíti sig lausa allra mála, þegar þar er komið, en það verður hver og einn að gera upp við sig hverju hann trúir í því efni og taka afleiðingunum. Þó held ég að margur mundi hugsa sig nokk- uð oft um, áður en loforðunum er ausið út, sem fáum getur dottið í hug að hægt sé að efna, eða séu efnd og þar með um bein ósann- indi að ræða ef viðkomandi vissi að hann ætti seinna að gjalda fyrir hvert vanefnt loforð og fengi framan í sig hvert ósatt orð. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, er lögmálið. En líklega dettur engum stjórnmálamanni í hug að svo hlægileg lögmál nái til hans. En eiga ekki þeir menn sem veljast til forustu, að hafa sérstaklega næma tilfinningu fyrir réttu og röngu og er það þá réttlætanlegt að einmitt þeir gangi á undan með það að segja hvað sem þeim sýnist án nokkurrar ábyrgðar Það er ekkert einkamál stjórnmála- manna, sem þeir eru kosnir til að vinna að, það eru mál þjóðarinnar allrar. Þeir menn sem ekki hafa von um að hljóta atkvæði, nema með því að fylla kjósendur með ósannindum og skrumi, þeir eiga ekkert erindi inn á þing, þeir gera nógu mikið illt af sér utan þess. Heiðarleiki í stjórnmálum virð- ist vera afar sjaldgæft fyrir- brigði, ef til vill er ekki við því að búast þegar búið er svo um hnútana að stjórn hvers flokks, útbýr og semur s.k. „stefnu" flokksins er ekkert við það að athuga ef hún er góð og sveigjan- leg. En sé hún með þeim endem- um gerð að sá sem játast ein- hverjum flokki, megi ALDREI vera samþykkur góðum tillögum annarra flokka, og endilega á móti, þrátt fyrir það að málefnið er gott, þá er ekki von til þess að nokkur þingmaður geti verið heið- arlegur. Annað fyrirbrigði er það, að enginn má lengur vera hann sjálfur, þegar hann hefur flækt Ólafur M. Jónsson Minningarorö Fæddur 27. febrúar 1926. Dáinn 9. nóvember 1979. Hann var fæddur 27. febrúar 1926, sonur hjónanna Sigurborgar Halldórsdóttur og Jóns Brynj- ólfssonar endurskoðanda. Hann lést að heimili sínu, að morgni 9. nóvember. Það gerðist á einu andartaki og þannig vildi hann hafa það, að vera að hlusta á útvarp, og svo væri allt búið. Enda var hann búinn að þjást í tæp 6 ár, það er langur tími. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Kolbrúnu Valdimarsdóttur úr Keflavík, 19. desember 1964. Þau eignuðust 3 börn, Lindu, Gísla og Sigurborgu. Þau heiðurshjón Hanna og Kristján Friðbergsson á Kumbravogi, Stokkseyri tóku þau í fóstur og hafa reynst þeim sem bestu foreldrar, þeirra sé þökk. Ólafur keyrði á B.S.R. frá 1947-1951. Frá 1951-1961 vann hann fyrst á vegum föður síns, hjá Sam. Verktökum, en síðan hjá Varnarliðinu við strætisvagna- akstur. 1961 fór hann að vinna hjá S.V.R. og vann þar í tíu ár, eða þar til heilsan bilaði. Árið 1974 kom reiðarslagið, hann fékk heilablóð- fall og lamaðist. Síðustu 2 árin var hann í hjólastól. Þá átti hann til að raula lagið, „Áfram veginn í vagninum ek ég". Bæninni sinni gleymdi hann aldrei. „Kristnr minn ég kalla á þig, komdu að rúmi minu." sig í net stjórnmálanna. Hann má ekki hafa sjálfstæða skoðun á neinu, hann má aldréi hafa aðra skoðun en formaður flokksins eða það sem kallast stefna hans. Þetta gerir öll afskipti af stjórn- málum mjög ófýsileg, fyrir þá sem heldur kjósa að standa við loforð sín og að leggja öllum málum lið sem teljast til velferð- ar fyrir einstaklinga og þjóðfélag- ið í heild, burtséð frá því hvaða flokkur ber þau mál fram. En þetta er að því er virðist ekki góð pólitík. Þeir sem eru í stjórnar- andstöðu hverju sinni SKULU vera á móti jafnvel þótt þeir sjálfir hafi haft sömu mál á dagskrá, er þeir voru síðast í stjórn. Þessi margfeldni og hræsni, virðist vera það sem við á, og er það augljóst hver tilgangur- inn er. Það er ekki hægt að unna andstæðingunum þess að koma fram góðum málum, því það yrði rós í þeirra hnappagat og þeir fengju ef til vill nokkur atkvæði út á þau í næstu kosningum. Þetta lýsir á ömurlegan hátt, hve eig- inhagsmunastefnan er rík hjá flokkunum öllum, þar er enginn undanskilinn. Hitt er aftur aug- ljóst að það er ekki verið að hugsa um þjóðarhag. Væri ekki landinu Dagrún Kristjánsdóttir og þjóðinni betur borgið, ef að meiri sveigjanleiki væri fyrir hendi, meiri sanngirni og ein- lægni Það mundi örugglega ganga betur með stjórn landsins, ef að þegnarnir finndu að á þingi sætu menn sem settu land og þjóð ofar flokkakrit og innbyrðis erjum. Létu hvern og einn njóta sann- mælis og stuðnings í hverju nyt- sömu og velferðaraukandi máli, sem tekið væri fyrir til almenn- ingsheilla. En hvenær mun sú stund renna upp að andstæðingar viðurkenni góðu verkin, hver hjá öðrum. Sjá ekki allir að á stjórn- arheimilinu hljóta að ráða sömu lög og á einkaheimilum, að það getur ekki gengið að hver höndin sé upp á móti annari, sífelld úlfúð og andmæli. Það þykja ekki fyrir- myndarheimili sem loga í rifrildi og ósamkomulagi og ekki hægt að koma fram nytsömum áformum vegna ósættis. Stjórnarheimilið er alþingi allt, ekki aðeins þeir sem hlutu aðstöðu til að mynda stjórn, og allir sem til þess eru kosnir að vera fulltrúar þjóðar- innar á þessu heimili, eru skyld- ugir til þess fyrst og fremst að vinna þjóðinni gagn — allri þjóðinni, ekki hluta hennar — einnig eru þeir skyldugir til þess að láta þjóðarhag sitja fyrir eiginhagsmunum, en það mun mála sannast að flestum hættir til hins gagnstæða, en þeir menn eiga ekkert erindi inn á þing. Þeir skaða eki aðeins það álit, -sem löggjafarþing íslendinga þarfn- ast, heldur gera þeir þjóðfélaginu í heild meira ógagn en gagn. Það er kominn tími til, að breyta hugarfarinu í stjórnmál- unum og á alþingi, fyrr verður engin GÓÐ stjórn á íslandi og fyrr verður ekki hægt að stjórna landinu. Það er augljóst að hve góð sem stjórnin er , þá getur hún ekki stjórnað nema þegnarnir vinni með henni og viðurkenni það sem vel er gert og skilji hvað verður að gera til að bjarga þjóðarbúinu, sem er við öll. Það er tröllheimska að berja höfðinu við steininn og heimta meir, en hægt er að fá. Það er betra að hafa lítið en ekki neitt. En svo gæti farið ef gengið er að kröfum sem þjóðar- búið stendur ekki undir. Hvíl í friði. Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.