Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 37 Ingibjörg Pálmadóttir Jón Sveinsson Alexander Stefánsson ólaf ur Torf ason Krístín Bjarnadóttir vikum. Túlkuðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins stefnuna eins og þeir sögðu hana vera hugs- aða, en frambjóðendur Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks sögðu sjálf- stæðismenn alls ekki meina það sem þeir segðu, stefnan þýddi allt annað, en þeir þyrðu bara ekki að viðurkenna það! En inn á milli, jafnvel þegar „vinirnir" úr síðustu vinstri stjórn virtust vera í sem mestum ham og komnir alveg að því að slá í gegn, þá brast alít saman og þeir hófu að skamma hverjir aðra blóðugum skömmum, þannig að allt sem sagt hafði verið um Sjálfstæðisflokkinn var sem hjóm eitt hjá því. Ræðumenn Alþýðuflokksins Ræðumenn Alþýðuflokksins voru greinilega misjafnlega vanir því að standa í hinni pólitísku eldlínu, og bar Eiður Guðnason þar höfuð og herðar yfir aðra menn. Björgvin Guð- mundsson sjómaður í Stykkis- hólmi, en áður búsettur í Hveragerði, las snyrtilega ræðu upp af blaði, og sama gerði Guðmundur Vésteinsson, nema hvað hann hikstaði nokkrum sinnum í ræðu sinni. Gunnar Már Kristófersson var senni- lega næstbestur þeirra krata, og lét það ekkert á sig fá að Bjarnfríður Leósdóttir kallaði hvað eftir annað frammí fyrir honum. Alþýðuflokksmennirnir fengu yfirleitt ágætt hljóð er þeir töluðu, og á stundum dágott klapp. Ræðumenn Alþýðubandalagsins Ræðumenn Alþýðubanda- lagsins voru mun daufari en við var að búast af mönnum í þeim flokki, og skaraði enginn veru- lega fram úr. Bjarnfríður stóð sig einna best, en spillti trúlega fyrir sér eftir að hún flutti ræðu sína, og frammíköll hennar eru fundarmönnum trúlega minnis- stæðari en það sem hún sagði í ræðu sinni. Þá kom á óvart að bæði þeir Sveinn Kristinsson og Ríkharð Brynjólfsson skyldu ekki láta sópa meira að sér en raun bar vitni, en báðir eru þeir þraut- vanir ræðumenn. Þáttur frúarinnar á Kaðal- stöðum var allsérstæður og ekki beint í takt við það sem rætt var um á fundinum. Flutti hún, eða las öllu heldur, ræðu í sönnum „ungmennafélagsstíl", og minnti ræða hennar einna helst á ávarp Fjallkonunnar á 17. júní. — Skúli Alexandersson, atvinnurekandinn á lista Al- þýðubandalagsins, komst þolan- lega frá sínu, en ekki verður hann þó að svo stöddu talinn í hópi bestu ræðumanna Alþýðu- bandalagsins, en undirtektir fengu hann og félagar hans dágóðar. Ræðumenn Framsóknarflokksins Ræðumenn Framsóknar- flokksins voru afar ólíkir, bæði í allri framgöngu óg málflutn- ingi. Davíð Aðalsteinsson bóndi talaði stillt og prúðmannlega og bar þess greinilega merki að hafa gengið á ræðumennsku- skóla Framsóknarflokksins. Helst vakti athygli er hann sagði að Alþýðubandalagið ætti að taka utanríkismál út af hinum pólitíska vettvangi, út ur pólitísku moldviðri. — Sveinn Kristinsson hló dátt að þessum orðum Davíðs. Ingibjörg Pálmadóttir var sköruleg í ræðustólnum og gerði harða hríð að Eiði Guðnasyni og varð einnig tíðrætt um klofið á sjálfstæðimönnum. Jón Sveinsson af Skaganum gerði engar sérstakar rósir, en Hauk- ur Ingibergsson skólastjóri tal- aði því hærra og kröftugar. Var , hann greinilega vanur að fara með hljóðnema, og það hátt stilltan, enda lék hann um árabil með Hljómsveit Steina spil á Selfossi, eða áður en hann gerðist framsóknarmaður. Alexander Stefánsson komst klakklaust frá sínu, en ekki sýnist hann nú vera eins mikill skörungur og forveri hans í efsta sæti listans, Halldór E. Ræðumenn Framsóknar fengu nokkuð góðar undirtektir við sinn málflutning og áttu greinilega nokkur atkvæði vís í salnum — Skaði var hins vegar að Dagbjört fékk ekki að tala, hún er sögð svo ansans ári skelegg, — en þar er ástæðuna ef til vill að finna? Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins Ræðumenn Sjálfstæðis- flokksins komust vel frá sínu og í heild voru þeir vafalaust best undirbúnir og vissu nákvæm- lega hvað þeir ætluðu að segja. Munaði þar mest um að þeir höfðu skýra stefnu flokks síns til að fara eftir og gátu rætt um stefnu eigin flokks í stað þess að vera sífellt að finna veika bletti á andstæðingunum. Jósef Þor- geirsson er mjög sterkur ræðu- maður og menn höfðu það á tilfinningunni að hann meinti það sem hann sagði. Valdimar Indriðason virkaði öruggur, þéttur á velli og þéttur Séð yfir salinn í Hótel Stykkishólmi: Ræðupúltið er lengst til hægri og þar sitja fundarstjórarnir, en ræðumenn flokkanna við borð lengra úti á gólfinu. Umhverfis, uppi á pallinum, sitja fundarmenn, en þeir voru um 200 talsins. í lund, og Óðinn Sigþórsson er greinilega mjög vaxandi ræðu- maður. Friðjón Þórðarson var eins og venjulega, öruggur í fasi og hafði fundinn á valdi sínu, og svo virtist sem hann ætti í Hólmurum hvert bein þetta kvöld. Fékk hann langbestar undirtökur fundarmanna, allra ræðumanna, og yfirleitt var málflutningi sjálfstæðismanna vel tekið. Skelfiskstríðið Sem fyrr segir voru umræður á fundinum í Hólminum ekki ýkja frábrugðnar því sem heyrst hefur almennt í stjórn- málaumræðunni nú í þessari kosningabaráttu. Innanhér- aðsmál bar lítið á góma og skelfiskstríðið milli Grundfirð- inga og Stykkishólmsbúa hefur ekki verið gert að pólitísku bitbeini í kosningabaráttunni, og sjálfsagt hefur enginn fram- bjóðenda þorað að gagnrýna hlut Stykkishólms í þessu máli, alla vega ekki á fundi í Stykkis- hólmi. Eiður Guðnason reyndi hins vegar að gera málið að sínu, enda samflokksmaður sjávar- útvegsráðherrans. Var það tek- ið óstinnt upp hjá fulltrúum hinna flokkanna og Valdimar sagðist rétt vilja minna Eið á afskipti Kjartans Jóhannssonar af togarakaupum til Akraness áður en hann færi að hrósa ráðherranum of mikið í þessu kjördæmi. Af öðrum sérmálum Vestur- landskjördæmis, sem á góma bar, má nefna að Friðjón Þórð- arson lagði á það áherslu í sinni ræðu, að nauðsynleg væri sam- vinna sveitarfélaganna á Snæ- fellsnesi í orkumálum og kanna yrði gaumgæfilega hvort ekki væri unnt að koma upp hita- veitu þar. Texti: Anders Hansen Myndir: Ragnar Axelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.