Morgunblaðið - 27.11.1979, Side 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
Fatlaöir fjölmenntu ó leiksýn-
ingu í lönó s.l. föstudagskvöld. Á
fjölunum var þá leikritið „Er þetta
ekki mitt líf?“ Fremstu bekkir
leikhússins voru þétt skipaðir af
fötluðu fólki og tvœr raðir af
hjólastólum voru fyrir framan
fremsta bekkinn.
„Þetta er mjög merkilegt
verk,“ sagöi Sigursveinn D. Krist-
insson er blm. hitti hann að móli í
sýningarhléi. „Ég hef velt fyrir
mér þeirri spurningu sem þarna
er á fjölunum. Ég er í rauninni
sammála manninum að það sé
furðulegt að í sama þjóðfélagi og
skortur er á heilsusamlegri að-
hlynningu skuli allt gert til aö
halda lífi í fólki lengur en það sjálft
óskar,“ sagði hann.
Sigursveinn sagði að fatlaðir
gerðu töluvert af því að fara í
leikhús, sérstaklega þeir sem
byggju í Sjálfsbjargarhúsinu og
öðrum stofnunum.
„Athyglisverð sýning“
Sigurrós Sigurjónsdóttir var
mjög ánægð með leiksýninguna
og sagði hana vera mjög athyglis-
verða.
„Það er ekki miklum erfiöleik-
um bundið fyrir okkur fatlaða að
komast í þetta leikhús nema ef við
þurfum að ieggja bílunum langt í
burtu. Þá getur verið erfitt að
komast aö húsinu sérstaklega í
hálku eins og núna. En stigarnir í
Þjóðleikhúsinu eru mjög erfiðir
viðureignar," sagði Sigurrós.
„Þróunin í þá átt aö
torvelda fötluðu fólki
leikhúsferöir“
Magnús Kjartansson ritar um
verkió,„Er þetta ekki mitt líf?“ í
leikskrána. „Mér finnst þetta
feiknagott leikrit,“ sagði hann.
„En það er nokkuð annað sem
mér finnst Ifka athyglisvert. Það
er miklu auöveldara fyrir fatlaðan
mann aö komast í Iðnó en í
Þjóöleikhúsiö þrátt fyrir það að
Iðnó er svo miklu eldra hús.
Þróunin er því í öfuga átt og gerir
fötluöu fólki mun erfiðara aö
komast í leikhús,“ sagöi Magn-
ús.
Vigdís Finnbogadóttir leik-
hússtjóri gekk um meðal hinna
fötluðu og bauð þeim sælgæti úr
aski. Einn gestanna notaði tæki-
færið og spurði hana að því
hvort gert væri ráð fyrir fötluðum
við byggingu Borgarleikhússins.
Vigdís sagöi það vera svo.
„Það verður lyfta alveg frá jafn-
sléttu og upp að bestu sætunum.“
„Fordómarnir minni
nú en áður“
Þeir bræður Gísli og Arnþór
Helgasynir voru meðal leikhús-
gesta.
Eg vil ekki segja aö þetta sé
skemmtilegt verk,“ sagöi Arnþór
er blm. spurði þá hvernig þeir
skemmtu sér undir leiksýning-
unni. „Hlátur leikhúsgesta kem-
ur oft eins og skrattinn úr sauö-
arleggnum. Mér finnst þetta verk fá
mann til að hugsa."
„Leikritiö er að mínu mati
ákaflega raunsæ lýsing," sagði
Gísli. Að vísu er hún svolítið yfirdrif-
in en ég held aö hún þurfi að vera
þaö til að ná til áhorfandans,"
sagöi hann.
— Verðið þið varið við for-
dóma gagnvart fötluðu fólki er þið
farið á skemmtistaði?
„Það er alltaf eitthvað um slíkt
en þó hafa þeir fordómar minnkað
mikið s.l. 10 ár.“
„Auðveldara að komast
í Iðnó en upp allar
tröppur Þjóöleikhússins“
Að lokum ræddi blm. við Lýð
Hjálmarsson sem sat í fremri röð
hjólastólanna. „Ég skemmti mér
bara mjög vel, þetta er athyglis-
vert verk,“ sagði hann.
„Ég get ekki sagt að ég fari oft
í leikhús. Þaö er ekki miklum
erfiðleikum bundið fyrir mig að
komast þangaö en þó er mun
auðveldara að komast í Iðnó en
upp allar tröppurnar í Þjóðleik-
húsinu. Starfsfólkiö er líka lipurt og
þaö stendur ekki á hjálp þess ef
við þurfum á henni að halda,"
sagði hann að lokum.
Hluti þess hóps fatlaðra sem kom í Iðnó á föstudagskvöldiö. Myndir Emil>a'
Fjölmenntu í Iðnó
Gísli og Arnþór Helgasynir
Sigurrós Sigurjónsdóttir
„Mjög athyglisverð sýning.“
Magnús Kjartansson: „Þróun-
in er í þá átt að gera fötluöu
fólki erfiðara að komast í
leikhús.“
Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri gekk um meðal fötluðu
leikhúsgestanna og færði þeim sælgæti úr aski.
Lýöur Hjálmarsson: „Mun
auðveldara aö komast í Iðnó
en upp allar tröppur Þjóö-
leikhússins."
Sigursveinn D. Kristinsson:
„Furöulegt aö reynt skuli aö
halda lífi í fólki lengur en það
óskar í sama þjóðfélagi og
skortur er á heilsusamlegri
aðhlynningu.“