Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
5
„Greinilega mikill skortur
á fjármagni í þjóðfélaginu“
FYRIRTÆKI og einstaklingar eiga um þessar mundir í miklum
greiðsluerfiðleikum samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. hefur aflað
sér, ekki hefur verið jafn mikil ásókn í lánsfé í mörg ár. — „Það er
greinilegt að mikill skortur er á fjármagni í þjóðfélaginu í dag og hef
ég ekki kynnst slíku ástandi s.l. þrjú ár,“ sagði Baldvin Tryggvason
sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis í samtali við
Mbl. í gær.
„Það er mun meira um að
fólk komi til okkar til þess að
fá framlengingar á víxla og
breytt afborgunartíma á
skuldabréfum á þessu ári
heldur en áður. Þá hafa van-
skil aldrei verið meiri í minni
tíð hér,“ sagði Baldvin enn-
fremur.
Aðspurður um ástæður fyrir
þessu sagði Baldvin að varð-
andi vandræði einstaklinga að
þær væru sjálfsagt margar en
greinilegt væri að fólk hefði
tekið á sig meiri skuldbind-
ingar en það hefði gert sér
grein fyrir, t.d. vegna
bílakaupa og þess háttar. Þá
væri mjög mikið um að fólk
óskaði eftir fyrirgreiðslu
sparisjóðsins til þess að greiða
almenna skatta í kjölfar þess
að dráttarvextir hafa hækkað
verulega og eru nú mun hærri
en útlánsvextir útlánsstofn-
ana.
Jónas Haralz bankastjóri
Landsbanka íslands tók í
sama streng og sagði augljóst
að miklir greiðsluerfiðleikar
væru hjá ýmsum greinum at-
vinnulífsins, það kæmi fram í
daglegu starfi bankans.
„Það er erfitt að segja fyrir
um það nákvæmlega hvernig
staðan er hjá fyrirtækjum í
dag, en það er nokkuð ljóst að
ástandið hefur versnað npkk-
uð á þessu ári,“ sagði Arni
Árnason framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs íslands í sam-
tali við Mbl.
„Staðreynd málsins er sú að
kaupmáttur hefur farið lækk-
andi á síðari hluta þessa árs
og það kemur mjög fljótt niður
á öllum viðskiptum. T.d. hafa
viðskipti nú fyrir jólin farið
mjög hægt af stað. Annað í
þessu er að um síðustu áramót
voru skattar á fyrirtæki aukn-
ir verulega, sérstaklega hafa
skattar á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði komið hart
niður á fyrirtækjum.
Verzlunarráðið varaði strax
við þessu þegar út í þessa
skattahækkun var farið um
síðustu áramót, það lá í augum
uppi að þetta hefði alvarlegar
afleiðingar í för með sér.
Þá má nefna það að fyrir
verðlagsnefnd hafa nú beðið
mánuðum saman margar
beiðnir um hækkanir, sem
ekki hefur verið sinnt. Það er
ljóst að ætlunin er að draga
þessar afgreiðslur allar fram
yfir kosningar, þannig að þar
hefur verið safnað upp, bæði
hjá opinberum fyrirtækjum og
einkafyrirtækjum, miklum
skuldum, sem verið er að
fjármagna með lánum. 5. des-
ember n.k. kemur hið nýja
verðlagsráð saman og hefur þá
starfað í einn mánuð án þess
að taka eina einustu hækkun-
arbeiðni fyrir.
Það hefur og valdið vand-
ræðum að bankarnir eru að
draga úr sínum útlánum til
þess að ná fram á stuttum
tíma hagstæðum tölum í
bókhaldi um áramót, og fyrir-
tækjum er svo lögboðið að
hækka kaup um 13,21% frá og
með næstu mánaðamótum,
hvort sem peningar eru til
eður ei,“ sagði Árni Árnason.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Guðmund Vigni Jós-
efsson gjaldheimtustjóra í
Reykjavík og innti hann eftir
hvernig heimtur hefðu verið á
þessu ári. Hann sagði að árið í
ár væri með því bezta og
kæmu þar áhrif hækkandi
dráttarvaxta berlega í ljós,
menn vildu ekki borga 4 ¥2%
dráttarvexti á mánuði, eða
54% á ári í viðbót við skatt-
ana.
kl. 4
á morgun
Austurstræti 22,
2. hæö. Sími 85055.