Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Heilagur Narúkamí. Að klappa með annarri hendi Kirsiblóm á Norðurfjalli, Litla sviðið. Þjóðleikhúsinu. KABUKI. Hið hefðbundna japanska leikhús greinist í 3. geira; No, ningyoshiba (brúðuleikhús) og kabuki. Hinir fyrstu þekktu textar No eru frá um 1600, en þá er kabuki einmitt talið fæðast. Mál þessara No-texta er hins vegar tungutak hirðarinnar frá 14. öld og því líklegt að No sé þegar fastmótað listform á þeim tíma. No leitaði sér víða fanga, meðal annars í búddisk helgirit, í trúariega hofdansa, í kínversk- ar og japanskar helgisögur og ljóð. Venjulega samanstendur No- sýning af fimm þáttum, sem rofnir eru af gamansömum inn- skotum, kyogen, þar sem misk- unnarlaust gert grín að ýmsu í þjóðfélaginu. I kyogen eru leik- ararnir oftast í venjulegum bún- ingum og grímulausir. I öðrum hlutum No er aðalleikarinn gjarnan með grímu og búningar eru þar fjarska skrautlegir. No- sýningar eru mjög langar, standa í allt að 7 tíma. Byrja þá 9—10 að morgni eða rétt eftir hádegi. Þessi lengd No og sú staðreynd að No hefur frá upp- hafi verið list efri stétta, gerir hana ekki vinsæla meðal al- mennings gagnstætt kabuki. Algeng kabuki-sýning er flétt- uð saman úr einstökum þáttum sem eru teknir úr ýmsum leikrit- um. Þessir þættir bera hver ákveðið nafn og njóta nokkurs sjálfstæðis innan sýningarinnar. Þessa þætti mætti greina í 3 hópa eftir efni. I fyrsta lagi sögur, jidaimono, þá sevamono, melódrömu um einstaklingá, gjarnan tengt heimilislífi, og að lokum dansar, shosagoto. Dæmi- gerð kabuki-sýning hæfist á jidaimono, síðan kæmi dans og í seinna helmingi kæmi seva- mono, fylgt eftir af dansi, en dansinn, sem er hluti af hreyf- ingarmynstri sýningarinnar, á mikinn þátt í tjáningu atburða- rásarinnar. Hið fastmótaða hreyfingarmynstur kabuki er kapituli útaf fyrir sig. Því er meðal annars ætlað að ná vissri „verfremdung", áhorfandanum er ekki ætlað að gleyma sér í leikhúsinu. Það er kannski engin tilviljun, að Brecht hreifst af No. Kabuki-sviðið er vítt og fremur lágt. Frá aðalsviðinu liggur hinn svokallaði blómastígur, hana- michi, í höfuðhæð gegnum raðir áhorfenda. Leikaranum er ætlað að koma og fara eftir þessum stíg. Tjaldið rúllast til hliðar en hífist ekki upp. í leiktjöldum og sviðsbúnaði er oft mikið við haft á japanska vísu. Sem þýðir að Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓHANNESSON allt er skorið við nögl af smekkvísi. Búningar í kabuki eru misjafnir eftir þáttum. Sé efnið sögulegt, þá er silkið ríku- lega flúrað, sé hins vegar fjallað um daglegt líf, er allt hvers- dagslegra. Leikarar í kabuki sem oftast eru karlmenn, bera ekki grímur nema þættir séu teknir beint úr No. Tónlist er stór þáttur í kabuki. Hún er leikin af litlum hópi tónlistarmanna sem sitja bak við eins konar gerði til vinstri á sviðinu. Ef kabuki-þáttur er tek- inn úr brúðuleikhúsinu þá er þulur og hljómlistarmaður sem leikur á samsien, japanskan gítar, tii hægri á sviðinu. Sé þátturinn tekinn úr No er einnig röð samsienleikara sitjandi á sviðinu og fyrir framan sérstak- ir No-leikarar, og fleira mætti telja upp varðandi kabuki-sýn- ingar, en hér verður að láta staðar numið og vinda sér í þá íslensku. HIÐ ÍSLENSKA KABUKI Víðsýnn maður Sveinn Ein- arsson Þjóðleikhússtjóri að gefa Hauki Gunnarssyni tækifæri til að setja upp kabuki hér á norðurhjara, og veita þar með sérstæðri leikhúsmenntun Hauks rúm. Haukur bregst ekki trausti Sveins. Uppfærslan á „Kirsiblóm á Norðurfjalli" er einstaklega vönduð og misfellu- laus. Að vísu hefur undirritaður ekki átt þess kost að sjá kabuki fært upp af Japönum og því ekki fær um að dæma um alla þætti sýningarinnar. Til dæmis var mér ekki ljóst hve vel leikararn- ir náðu hreyfingarmynstrinu, en þau Jón Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Anna Kristín, Árni Ibsen og Þórhallur Sigurðs- son höfðu með látbragði töluverð áhrif á mig á sunnudagskvöldið. Ef eitthvað sammannlegt felst í kabuki-hreyfimynstrinu þá hafa þau komið því til skila. Sérstak- lega átti þetta við um hina kómísku hlið þáttanna. Bæði „Heilagur Narúkamí" og „Hug- leiðsla" eru bráðfyndnir. í „Heil- ögum Narúkamí" er þó ekki eingöngu iéttleiki. Þar er fjallað á svo beinskeyttan, klúran hátt um þau skil holds og anda sem dregin eru af trúarbrögðunum, að minnir helst á Pasolini. „Hugleiðsla" er hins vegar létt- meltur hjónabandsbrandari. Ekki bregst Haukur heldur hvað varðar sviðsbúnað, förðun og búninga. Þar er allt unnið með mestu prýði. Og svipar til mynda af japönskum sýningum nema helst sviðsmynd sem er útfærð af Svein Lund-Roland og Birgi Engilberts. Hárkollu- og förðun- armeistari er Margrét Matthías- dóttir. Haukur hefir valið Egil Ól- afsson, Áskel Másson og Þórð Árnason til að fremja tónlist við verkið, er það vel. Hrá rödd Egils nær að tjá þann japansk- íslenzka seið sem þarna er fram- inn. Og enn magnar þýðing Helga Hálfdanarsonar galdur- inn. Hún er hæfilega safamikil og laus við þá köldu fágun sem stundum geislar af þýðingum Helga. Hún sannar enn einu sinni gildi textans í leikriti. Slíkur orðagaldur sem Helga verður ekki magnaður til lífs í grautarpotti þar sem meðal- menn hræra hver með jafn stuttri sleif. Slíkur galdur verð- ur aðeins til í sálarkirnu snill- ingsins þar sem engum efna- fræðiformúlum verður við kom- ið. Við Islendingar ættum að gefa meiri gaum að slíkum töframönnum. Mönnum sem reisa okkur ósýnilegar brýr að fara yfir til fjarlægra hugar- heima. Þótt lítið beri á slíkum mannvirkjum og þau séu reist í kyrrþey, þá verður enginn samur maður sem yfir þau gengur. Sá hefur eignast þau kirsiblóm sem ekki missa ilm sinn og lit á markaðstorgi heimsins. Bjarga þú trú minni Heiðrekur Guðmundsson: Skildagar. Helgafell, Reykjavík 1979. Heiðrekur Guðmundsson er nú orðinn maður sextugur, ef ég man rétt. Hann hefur alltaf háð all- stranga lífsbaráttu, raunar með hjálp ágætrar konu, en samt er frá honum komin ljóðabók, sem er sú sjötta í röðinni. Hann hefur með litlum afvikum ávallt notað hið arfgenga skáldskaparform, stuðla, höfuðstafi og endarím. I ljóðum sínum hefur hann jafnan verið leitandi og stundum nokkuð hvatlegur og kaldrænn. En undir niðri hefur hann verið hlýr og maður mikilla tilfinninga, og þyk- ir mér hér hæfa að skírskota til eftirmæla hans í þessari bók, þar sem hann minnist í sárum og djúpsönnum tón Hermóðs, bróður síns, manns mikillar gerðar og gæddan landskunnum forystu- hæfileikum. Þar segir svo: MVar í edli okkar beggja ofid saman þáttum tveim. þá er vandi ad velja og hafna. vera hollur báðum þeim. Því er stríð í hugar-heimi háð, unz niðurstaða fæst. Skynjar óm af ölduKangi aðeins sá, er stendur næst.“ í þessari bók eru fimmtíu ljóð, langflest þeirra stutt. Þau vitna samt mjög ljóslega um það lang- flest, hvar skáldið er á vegi statt um viðhorf gagnvart mannlífinu, tilgangi þess og þeirri gátu, hvað býr bak við dauðans dyr. Hann er raunsær, efagjarn og rýninn, á sér ljúfar minningar frá bernskuár- unum, þó nokkuð blandaðar bit- Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN urleik, en svipast nú um í tilver- unni á sviði mannlífs og máttar- valda með á baki byrði þungra þrauta og harma, sem orðið hafa hans hlutskipti... Fyrsti hluti þessarar bókar er að því leyti jákvæður, að í ljóðunum felast mörgum hverjum heilræði, sem eiga sér rót í rökum grandskoð- aðrar lífsreynslu, en þar er líka að finna ádeilur, sem orðnar eru til við samanburð gamals og nýs. Þar verður minnisstætt ljóðið Myrk- fælni: „Dimmt var i göngum Kamalla hreysa. Keijfur í spyrjandi auKum barna, sem höföu í húmi kvöldsins hlustað á sögur af drauKum. Æddu þau fram hjá skúmaskotum skelfingu lostin á flótta. VöknuÖu lönguin af ljótum draumi lomuö af myrkum ótta. ,,I>að er árið 1945“ Knut Hamsun: GRÓNAR GÖTUR. Skúli Bjarkan þýddi Teikning á band: Bjarni Jónsson. önnur útgáfa. Stafafell 1979. ÞESSAR línur eru skrifaðar til að minna á dálítinn dýrgrip á bóka- markaði: Grónar götur eftir Knut Hamsun í þýðingu Skúla Bjarkan. Um Knut Hamsun og skoðanir hans hefur mikið verið rætt að undanförnu, einkum eftir að bók Thorkilds Hansens kom út, en í henni fær Hamsun þá uppreisn æru sem sumir landa hans hafa ekki getað sætt sig við. Margir vilja enn hamast á „nasistanum" Hamsun. í Grónum götum sem ekki er varnarrit í venjulegum skilningi skýrir Hamsun frá því hvers vegná hann hneigðist til þjóðernissinnaðra skoðana og lýs- ir niðurlægingu sinni á gamal- menna- og geðveikrahælum án þess að áfellast aðra. Hann er ekki geðveikur og fékk síður en svo taugaáfall eins og blöðin segja. En hann er gamall maður og næstum heyrnarlaus. Sjaldan eða aldrei hefur hann skrifað betur en þessi dagbókarblöð sem ná yfir tímabil- ið 26. maí 1945 til Jónsmessu 1948, en þá féll dómur hæstaréttar yfir honum. Fyrir rétti 16. desember 1947 sagði Hamsun meðal annars: „Okkur var talin trú um, að Noregur ætti að skipa háan og virðulegan sess í hinu stórgerm- anska alheimssambandi, sem þá var í undirbúningi og við trúðum allir á, að meira eða minna leyti — en allir trúðum við á það. Ég trúði á það, og þess vegna skrifaði ég eins og ég gerði. Ég skrifaði um Noreg, sem nú átti að fá svo virðulegan sess meðal hinna germönsku landa í Evrópu“. Grónar götur eru skrifaðar af manni sem ekki er haldinn beiskju og síst af öllu mannfyrirlitningu. Á gönguferðum sínum rifjar Hamsun upp ýmislegt frá fyrri tíð. Hann segir til dæmis merki- Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON lega sögu frá Ameríkuárunum þegar hann kynntist íranum Pat. Þessi saga verður ein af hinum ódauðlegu sögum Hamsuns um ást og afbrýði. Einnig er sérstaklega hugstæð lýsing hans á flækingn- um trúaða, Marteini, sem Hamsun hittir þegar hann er á gamal- mennahælinu. Úr þeim fundum verður líka stór saga. Mynd sú sem dregin er upp af prófessor Langfeldt sem kannaði geðheilsu Hamsuns er langt frá því að vera fögur. Hann gengur hart að gömlum manni til að fá sem nákvæmastar lýsingar á ævi hans, meðal annars spyr hann í þaula um tvö hjónabönd hans. Þegar Hamsun neitar að svara lætur Langfeldt sækja konu hans í fangelsið í Arendal til yfirheyrslu á geðveikrahælinu á Vindern. Jafnvel þessi maður sem svo freklega ræðst gegn friðhelgi einkalífs fær sæmilega umsögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.