Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 32
á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JtUrguntilflbiÍ) Sími á afgreiðslu: 83033 Jtitrounblnbtb ér Arangursrík- ar viðræður um olíukaup VIÐRÆÐUR olíuviðskipta- nefndar við brezka fyrirtækið British National Oil Corpor- ation í Lundúnum um tjasolíu- kaup á næsta ári hafa verið jákvæðar og árangursrikar, að því er Jóhannes Nordal formaður nefndarinnar tjáði Mbl. er haft var samband við hann í Lundúnum i gærkvöldi. Jóhannes sagði að nú lægi fyrir að fáanlegur væri samn- ingur um gasolíukaup á síðari hluta ársins 1980 og yrði í þeim samningi miðað við svonefnt mainstream-verð, sem er mun lægra en verð á dagmarkaðnum í Rotterdam. Brezka fyrirtækið hefur fallist á að ekki þurfi að ganga frá endanlegum samn- ingum fyrr en í janúar n.k. Brezka fyrirtækið hefur boð- izt til að selja íslendingum 100—150 þúsund tonn á síðari helmingi ársins 1980. Magnið mun hins vegar fara eftir afhendingartíma og öðrum olíukaupum íslendinga. „Það er okkar að meta þegar þetta liggur fyrir hve mikið magn er hentugt að kaupa á þessu tímabili," sagði Jóhannes. Viðræðunum mun ljúka í Lundúnum í dag. Ríkisstjórnin: FRESTAR 13,92% • • BUVORUHÆKKUN RÍKISSTJÓRNIN tók ekki ákvörðun um hækkun búvöruverðs á fundi sínum í gær. „Við vildum fá betri upplýsingar heldur en lágu fyrir, m.a. hvað launaliðurinn væri hár í útreikningnum. Erum við því að afla okkur betri upplýsinga, þannig að málið er enn í biðstöðu,44 sagði Bragi Sigurjónsson, landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Bragi kvað tillögur 6-manna-nefndarinnar hafa gert ráð fyrir 13,92% meðaltalshækkun á landbúnaðarvörum. Morgunblaðið spurði ráð- herra, hvort þá yrði unnt að ákveða verðið fyrir 1. des- ember, hvort þessi af- greiðsla ríkisstjórnarinnar kæmi ekki í veg fyrir það. „Jú, en þetta er nú reyndar ekki nýtt í sögunni, að það SM hýmjólk I 2 IttRAR GEfilLSNEYDC nýmjólk 2 UTR*B Búvöruverð á að hækka samkvæmt útreikningum sex-manna-nefndar um 13.92% hafi ekki verið hægt að standa alveg við dagsetn- ingar. En í stuttu máli er þetta þannig, að við höfum, eins og menn hafa kannski tekið eftir, ekki leyft neinar hækkanir, hvorki í þjón- ustu- né framleiðslugrein- um og bóndinn er bæði launþegi og framleiðandi og við vildum fá nákvæma skilgreiningu á því, hvað væri launahækkun og hvað væri hækkun annarra liða.“ Aðspurður sagði ráð- herra, að launaliðurinn hafi ekki verið nægilega til- greindur í útreikningum nefndarinnar eins og hún lagði þá fyrir ríkisstjórnina. Sjómenn gengu hart að Kjartani Ólafssyni: Hvar er félags- málapakkinn? Á FRAMBOÐSFUNDJ stjórnmálaflokkanna á ísafirði á miðvikudagskvöld var hart sótt að frambjóðanda Alþýðubandalagsins, Kjartani Ólafssyni fyrrum alþingismanni. Bræla var á miðunum, sjómenn i landi og margir þeirra því staddir á fundinum. Gengu þeir hart að Kjartani að útskýra ástæður þess að sá hluti félagsmálapakkans svokallaða, er að sjómönnum snýr, hafi ekki komið til framkvæmda. bó nokkrar fyrirspurnir þessa efnis höfðu komið til Kjartans. í stað þess að snúa sér að fyrirspurnunum hóf Kjartan al- menna stjórnmálaræðu, þó að ræðu- tími hans væri aðeins 10 mínútur. Greiðslukreppa að skella á? EINSTAKLINGAR og fyrirtæki eiga um þessar mundir í miklum greiðsluerfiðleikum sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur aflað sér og hefur ásókn í lánsfé sjaldan verið meira. Þá eru vanskil á lánum hjá útlánsstofnunum mjög mikil og beiðnir um fram- Vanskil aukast — mikil ásókn í lánsfé lengingu víxla og tilhliðr- anir á afborgunum skulda- bréfa með mesta móti. — Að sögn Baldvins Tryggvasonar sparisjóðs- stjóra í Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis fer það mjög í vöxt að leitað sé eftir lánsfé til þess að greiða skatta til ríkisins í kjölfar þess að dráttar- vextir af sköttum hafa hækkað mjög í seinni tíð, eru nú 4’/2 á mánuði, eða 54% á ári, sem er mun hærra en útlánsvextir. Árni Árnason fram- kvæmdastjóri Verzlunar- ráðs íslands sagði í sam- tali við Morgunblaðið að minnkandi kaupmáttur seinni hluta þessa árs hefði haft mjög slæm áhrif á öll viðskipti, svo og hið mikla óöryggi í stjórn- málum landsins. Þá ættu fyrirtæki í vanda með að standa skil á mjög aukn- um sköttum á þau á þessu ári. Sjá ennfremur. bls: 5. Ríkisstjórnin: Samþykkti vaxtahækkun RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun á fundi sínum tillögu bankastjórnar Seðlabanka íslands um hækkun verðbótaþáttar inn- lánsvaxta um 4% og verðbótþáttar útlánsvaxta um 2‘/2%. Þessi afstaða rikisstjórnarinnar er byggð á því, að viðskiptabankarnir stigi skref til að framkvæma þá þætti láns- kjarastefnunnar, sem snúa að lengd lánstíma og jöfnun greiðslu- byrði og verði þannig komið til móts við hag sparifjáreigenda og þarfir iántakenda um jöfnun greiðslubyrði, eins og segir í fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu. Þessi vaxtabreyting, sem er byggð á lögum vinstri stjórnarinnar um stjórn efna- hagsmála o. f 1., kemur til fram- kvæmda frá og með 1. desember. Kjartan Jóhannsson sagði i sam- tali við Morgunblaðið i gær, að í bréfi, sem hann hefði ritað við- skiptabönkunum, hefði hann beint þeim tilmælum til þeirra, að hlut- fall viðbótarlána yrði rýmkað sem svaraði 2% af endurkaupanlegu lánunum. Þetta yrði gert til þess að minnka áhrif greiðslubyrði framan af lánstimanum. Davíð Ólafsson, seðlabankastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn Seðlabankans teldi mjög jákvætt, að tillaga hennar hefði verið samþykkt, og þar með væri haldið áfram þeirri stefnu að verðtryggja sparifé og útlán. Nafnvextir af vaxtaaukaútlánum eru nú 1% lægri en nafnvextir af vaxtaaukainnlánum. Á innlánum er nú 43,5% nafnvextir á ári, en af útlánum eru árlegir nafnvextir 42,5%. Þetta þýðir þó ekki, að bankarnir beri skarðan hlut frá borði, því að vextir af vaxtaauka- innlánum reiknast eftir á einu sinni á ári, 43,5%. Hins vegar reiknazt vextir af útlánum vaxtaaukalána a.m.k. tvisvar á ári, sem færir bankanum 47% vexti og sé greitt ársfjórðungslega af láninu verða vextirnir 51%. Engu að síður eru afkomumögu- leikar bankakerfisins minni nú en þeir voru fyrir þessa vaxtabreyt- ingu, þar sem munur á útlánum og innlánum hefur minnkað bankan- um í óhag um 1,5%, og er talinn vera miðað við vegið meðaltal innlána um 0,9%. Til umræðu hafa einnig verið lán, sem eru vísitölu- tryggð með svokallaðri lánskjara- vísitölu, sem gilt hefur í hálft ár og hefur hækkað um 30%. Á árs- grundvelli er vísitölutryggingin því nú 69%, sem ásamt 2% nafnvöxtum gefur 72,4% ársvexti. Er það að fullu verðtryggt lán. Sjá fréttatilkynningu við- skiptaráðuneytisins á bls. 18. Undir ræðu Kjartans hófu margir fundarmanna framíköll og kröfðust þess að hann sneri sér að því að svara fyrirspurnum, sem hann þá gerði. Ekki svaraði hann þó fyrir- spurnum er höfðu komið frá sjó- mönnum um mál er vörðuðu beina hagsmuni þeirra. Hins vegar svaraði hann m.a. fyrirspurnum nokkurra herstöðvaandstæðinga er beint höfðu til hans orðum. í þann mund er Kjartan var að yfirgefa ræðustól- inn stóð upp Gunnar Þórðarson formaður Sjómannafélags ísfirð- inga. Hann hafði komið með fyrir- spurnir til Kjartans og kallaði til hans: „Hefurðu ekki farið út fyrir hússins dyr í dag og orðið var við að það er bræla og þess vegna eru allir togarar í höfn? Þarafleiðandi eru margir sjómenn hér á fundinum og þeir krefjast þess að spurningum sem þeir spyrja verði svarað." Við þetta kom nokkuð á Kjartan og svaraði hann á þá leið að ástæður þess að sá hluti félagsmálapakkans, sem að sjómönnum sneri, væri ekki kominn fram, væri að störf nefndar, sem sjómenn hefðu m.a. átt aðild að, hefðu gengið hægt. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar af þessu tilefni. Honum fórust svo orð: „Höfuðáróður Al- þýðubandalagsins er sá að sterkt og öflugt Alþýðubandalag sé varnar- veggur fyrir launafólk. Ég tel það grófa móðgun við sjómenn, sem voru margir á fundinum hvernig Kjartan reyndi að koma sér undan því að svara nokkru um mál er varða hagsmuni sjómanna. Fyrr um dag- inn hafði einmitt verið haldinn félagsfundur í Sjómannafélaginu, þar sem þessi mál voru mikið til umræðu. Sjómenn væntu því þess að frambjóðendur vildu ræða þessi mál, ekki síst þeir, sem guma svo mikið af stuðningi sínum við verkamenn og sjómenn, en eyddu ekki tímanum í annað og reyndu þannig að komast undan því að svara spurningum þeirra."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.