Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 7 Hver er foringinn? Þegar þetta er ritaö síðla fimmtudags er ekki enn vitað, hver veröur fulltrúi Alþýöubandalags- ins í sjónvarpsumræöum forystumanna stjórn- málaflokkanna i kvöld, föstudag. Greinilegt er, aö kommúnistar hafa í langan tíma deilt um þaö innan sinna raöa, hver eigi að hafa þann „heiö- ur“ að kynna verðbólgu- stefnu flokks þeirra á úrslitastundu kosninga- baráttunnar. í Tímanum mátti lesa eftirfarandi 16. nóvember s.l.: „ ... er óráóió hvort Lúðvík Jósepsson, for- maður Alþýöubandalags- ins, tekur þátt í þeim (sjónvarpsumræðunum) þar sem hann er ekki í framboöi. Af ýmsum ástæöum virðist eölilegt, aó ekki taki aðrir en frambjóðendur þátt í þessum umræöum. Sú skoöun er líka ríkjandi í Alþýðubanda- laginu, en eftir er aö ná samkomulagi um hver á aö koma í staó Lúóvíks. Ólafur Ragnar Grímsson telur sig sjálfsagöan (auóvftaö), þar sem hann sá formaöur fram- kvæmdanefndar Alþýðu- bandalagsíns. Kjartan Ól- afsson telur, aö hann komi ekki síóur til greina, þar sem hann sé varafor- maóur flokksins. Loks er svo Svavar Gestsson, sem telur sig eiga réttinn, þar sem hann sé efsti maóur á lista flokksins í stærsta kjördæminu og sé það nióurlæging fyrir sig, ef þriðji maðurinn á lista verði tekinn fram yfir hann. Allir sækja þeir þre- menningarnir þietta fast, enda munu þeir allir hafa áhuga mikinn á for- mannssætinu, þegar það losnar við brottför Lúó- víks. Þetta er því eins konar upphaf aö barátt- unni um formannssæt- iö... Lúóvík Jósepsson er sagður hafa áhyggjur af þessu, og því geti svo farið, aó hann víki þeim þremenningunum öllum til hliðar og mæti sjálfur vió hringboróið. Lúövík mun helst kjósa, að Hjör- leifur Guttormsson verði eftirmaður sinn.“ Þannig skrifaði Tíminn um þetta mikla vandamál Alþýðubandalagsins fyrir réttum tveimur vikum og síðla dags í gær haföi máliö ekki enn veriö leitt til lykta. Menn bíða því með nokkurri óþreyju eftir því, hver birtist á skjánum í kvöld fyrir Al- þýðubandatagið. Sárabót Fyrir þá, sem utan standa, er næsta erfitt aö ráða í þá valdabaráttu, sem nú fer fram innan raða kommúnista í Al- þýðubandalaginu. Alls konar óánægju hefur gætt innan flokksins um langan tíma og í kosn- ingabaráttunni hefur hún brotist fram með fullum þunga innan raöa vinstri sinnaöra stúdenta og meðal herstöðvaand- stæðinga. Er næsta aum- kunarvert að lesa skrif þeirra manna, sem Þjóð- viljinn hefur dregið fram á ritvöllinn í því skyni að verja aðgerða- og áhuga- leysis Alþýðubanda- lagsforystunnar í helstu baráttumálum flokks- manna, sem forystu- mennirnir höfðu aö engu, þegar þeir eygðu ráö- herrastólana. Þá hafa þau ummæli Hjörleifs Guttormssonar á Reyðarfirði, að hann sé fylgjandi stóriðju ekki orðið til þess að auka samheldnina innan flokksins. En greinilegt er á Þjóðviljanum, að stóriðjumálin hafa átt að vera tromp hans og leyni- vopn ( kosningabarátt- unni. Hver síðan á eftir annarri snerist um stór- iójuna, þar til fréttin af ummælum Hjörleifs á Reyðarfirði barst til Reykjavíkur. Nú stendur ekki steinn yfir steini í því máli frekar en öðrum. Jafnvel utan ríkisstjórnar eru forystumenn Alþýðu- bandalagsins orðnir tals- menn stóriðju. Margir kommúnistar telja Ólaf Ragnar Grímsson upphafsmann alls þessa loss innan flokksins. Þess vegna er ólíklegt, að hann verði í sjónvarpinu í kvöld. Þessa niðurstöðu má einnig ráða af því, að í auglýsingu fyrir fund þeirra Alþýðubandalags- manna, sem haldinn var í gærkvöldi og kynntur var með dreifibréfi í hvers manns hús a.m.k. í Reykjavík, þá var mynd- um raöað þannig að Ólaf- ur Ragnar kom næstur á eftir Svavari Gestssyni á undan Guömundi J. Guð- mundssyni, en hann er númer 2 á listanum í Reykjavík en Ólafur núm- er 3. Telja þeir, sem kunnugastir eru, aö þessi myndaröðun sé sú sára- bót, sem Ólafur Ragnar gerir sig ánægðan meö úr því hann kemst ekki í sjónvarpið. V eggeimngar úr dökkri eik 3 gerðir Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Armúli 8 Hagbeit Fáksfélagar: Hagbeitarlönd okkar veröa smöluö sem hér segir: Ragnheiöarstööum 8. des. verða hestar í rétt kl. 10—12. Þaö er áríðandi aö þeir sem ætla aö hafa hesta sína þar í vetur komi svo þeir geti farið inn á óbitiö land og þaö verður fariö aö gefa þeim. Sunnudaginn 9. des. verða þessi smöluð: Saltvík, veröa hestar í rétt kl. 10—11. Dalsmynni, veröa hestar í rétt kl. 12—14. Arnarholti, veröa hestar í rétt kl. 15—16. Bílar veröa á staönum til að flytja þá. Hagbeit og flutningur er æskilegt aö greiðist á skrifstofu félagsins í næstu viku, 4. til 7. des. kl. 13—18 og í allra síðasta lagi á smölunarstaö. Aö gefnu tilefni er óheimilt að taka hesta úr hagbeitarlönd- um okkar nema aö starfsmaður félagsins sé viöstaddur. Hestamannafélagiö Fákur. Kassettur beztu kaup landsins Heildsölubirgðir 1 spóla 5 spólur 60 mínútur kr. 800.- kr. 3.800.- 90 mínútur kr. 1.000.- kr. 4.800.- BUÐIN '4 Aðventu- kransar og jólaskraut Sjáiö nýju litalínuna frá okkur hér í blaðinu á sunnudag. Allar skreytingar unnar af fag- mönnum. f Bixyviawixiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.