Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 22
Landspstalinn — framtíðarhugmyndir 4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 réðu. Það er t.d. varla hægt að segja, að nokkur almennileg kennslustofa sé til í öllum þeim byggingum sem þú sérð hér á lóðinni eða a.m.k. ekki í stíl við þær kröfur sem gerðar eru um slíkt húsnæði erlendis. Nei, yfirstjórn spítalans má aldrei missa sjónar á kennsluhlut- verki hans, bæði fyrir lækna sem og aðrar heilbrigðisstéttir. í haust skeði það, að taka átti af okkur aðalkennslustofuna í spítal- anum og var ætlunin að nýta hana fyrir rannsóknadeildirnar. Stjórn- arnefnd ríkisspítalanna tók ákvörðun um þetta snemma í sumar án þess að læknadeild eða háskólinn væru látin um það vita. Ekki hafði verið hugsað fyrir neinni annarri sambærilegri kennsluaðstöðu. Framkvæmdum var að lokum frestað fyrir þrá- beiðni læknadeildar en hversu lengi veit maður ekki. Nú er það svo, að rannsóknadeildir spítalans hafa átt við þröngan kost að búa og þeim hefði svo sem ekki veitt af þessu húsnæði, en vandamál eins aðila verða ekki leyst með því að velta þeim yfir á annars herðar. Okkur virðist sinnuleysið og skiln- Hjúkrunarskólans, sem tók mála- leitan minni vel og höfum við fengið þar smáaðstöðu, m.a. lestr- araðstöðu fyrir stúdenta, en sökum þess hversu málið hafði gengið hægt fyrir sig var skólastjórinn búinn að gera sínar ráðstafanir fyrir veturinn og við sitjum uppi með vandamálið þetta árið hvað sem síðar verður. En eins og ég sagði áðan er yfirstjórn þessara mála ekki í nægilega föstum bönd- um þar sem undir tvo aðila er að sækja um fyrirgreiðslu og úrbætur varðandi læknadeildarmálefni, þ.e. menntamálaráðuneytið og svo aft- ur heilbrigðisráðuneytið, sem beint og óbeint ræður yfir ríkisspítölun- um. Ég held nú samt að spor hafi verið stigið í rétta átt með því að gefa læknadeild áheyrnaraðild að fundum stjórnarnefndar. Kemur í veg fyrir nægílega samræmda kennslu — Kemur þetta aðstöðuleysi niður á gæðum kennslunnar? „Það má þar benda á að kennslan fer fram á mörgum stöðum úti um allan bæ og engin tengsl eða samband skapast á milli einstakra kennara, sem verður þó að teljast mikilvæg forsenda þess að kennsl- an komi að sem beztum notum. Þessi dreifing kemur beinlínis í veg fyrir að hægt sé að beita sam- kennslu eða samhæfingu einstakra kennslugreina, sem væri þó mjög æskilegt að ætti sér stað í meira mæli en nú er. Ég tala nú ekki um þá einangrun sem af þessu hlýst fyrir einstaka kennara og kennslu- greinar. Þá get ég ekki látið hjá líða að vekja athygli á lélegri aðstöðu læknanema. Það hefur mjög lítið verið hugsað fyrir henni, t.d. á sjúkrahúsunum, þar sem kliníska kennslan fer fram. Lækna- nemum hefur verið útveguð lestr- araðstaða að Tjarnargötu 39 og aðstaðan þar er með vægum orðum slæm.“ — Ertu ánægður með Weeks- áætlunina? „Anægður og ánægður ekki. Það er oft búið að minnast á þessa Weeks-áætlun í blöðum, þannig að almenningi ætti e.t.v. að vera orðið ljóst hvað hér er um að ræða. Þetta er fyrsta hnitmiðaða tilraunin hérlendis til að koma upp kennslu- sjúkrahúsi og þá fyrst og fremst í læknisfræði og fyrsta sameiginlega átak æðstu stjórnar menntamála og heilbrigðismála og raunar má einnig segja fjármála. Nokkurs konar samnefnari þessara aðila er Yfirstjórn mannvirkjagerða á Landspítalalóð, sem hefur með alla ákvarðanatöku og framkvæmdir að gera fyrir hönd ráðuneytanna. Þarna var upphaflega vel að verki Víkingur H. Arnórsson Yfirstjórn Landspítalans má aldrei missa sjónir á kennsluhlutverki hans Víkingur sýnir blaðamanni kennslustofurnar i Landspítalanum, sem taka átti af læknadeildinni. Ljósm. Mbl. Kristján. „Aðstöðuleysi læknadeildar innan Landspítalans er mikið vandamál,“ sagði próf. Víkingur H. Arnórsson deildarforseti læknadeildar Háskólans og yfir- læknir barnadeildar Hringsins á Landspitala, er við ræddum við hann um aðstöðu læknadeildar- innar innan Landspítalans. „Námið í verklegum greinum fer að mestu fram innan Land- spítalans og hefur gert allt frá stofnun hans 1930. Fjöldi lækna- nema hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og húsnæðið er algjörlega sprungið utan af starfseminni. Kennsluhúsnæði er dreift um alla Reykjavik og er nú a.m.k. á 15 stöðum.“ — Nú eruð þið prófessorar við Háskólann iðulega einnig yfirlækn- ar við Landspítalann. Getið þið ekki haft áhrif á til bóta? „Það er rétt, prófessorar við læknadeildina eru í mörgum tilfell- um einnig yfirlæknar hér og ættu því að geta haft áhrif á þróun mála, en reynslan sýnir annað. Þarna er undir tvö ráðuneyti að sækja, þ.e. menntamála- og heil- brigðisráðuneyti og virðist á skorta um nægilega samvinnu þarna á milli. Læknadeild hefur ítrekað farið fram á, vegna sívaxandi aðsóknar og álags, að fá að beita fjöldtakmörkunum en ætíð fengið neitun. A það má benda, að að- gangur er takmarkaður að öðrum deildum, s.s. tannlæknadeild og sjúkraþjálfadeild, af þessum ástæðum. — Hversu marga nemendur er með góðu móti hægt að taka inn í læknadeild á ári að þínu áliti? „Fyrir nokkrum árum voru kenn- arar læknadeildar inntir eftir því hversu marga stúdenta væri hægt að taka inn í læknadeild á ári, og veita viðunandi kennslu miðað við þær aðstæður sem þá voru ríkjandi og hafa raunar lítið breytzt síðan. Samandregin niðurstaða var sú, að 30—35 stúdenta væri hægt að taka inn árlega." — Hvað er fyrirhugað til að bæta aðstöðuna? Víkingur minnist á lesaðstöðu læknanema i Tjarnargötu 39 i viðtalinu, sem er mjög léleg að hans sögn, sem og önnur námsaðstaða þeirra. Blm. leit inn til læknanemanna i Tjarnargötu og segja myndirnar meira um þrengslin og aðstöðuna en nokkur orð. Það má segja, að þarna gildi það að Íröngt verði sáttir að sitja, hvort sem læknanemunum likar það betur eða verr. húsnæðinu, sem er alls 136.12 fermetrar, hafa læknanemar með hugkvæmni komið fyrir lesborðum fyrir 78 manns, þ.e. 1.75 fermetri er til ráðstöfunar fyrir hvern einstakling. hingað til hefur verið rekin og kemur að hinu leytinu í veg fyrir að nýjar þjónustugreinar séu upp teknar. Ég held að stefnan í uppbyggingu Landspítalans hafi aldrei verið nógu hnitmiðuð og mér finnst svo margt rekast hvað á annars horn. Strax í upphafi var gert ráð fyrir, að læknakennslan færi aðallega fram á þessum spítala, sem sýnir sig meðal annars í því, að með lögum voru prófess- orsstöður í læknadeild tengdar yfirlæknisstöðum við spítalann. Hins vegar sjást þess sáralítil merki í byggingarmáta spítalans að þetta hlutverk hans hafi verið ofarlega í huga þeirra sem þar ingsleysið á málefnum læknadeild- ar ná til stjórnsýslunnar á æðstu stöðum. Við skrifuðum menntamálaráð- herra bréf í apríl s.l. og báðum um að hugað væri að möguleikum þess, að læknadeild fengi einhver afnot af byggingu Hjúkrunarskóla Islands, sem er hér á Landspítaia- lóðinni og vafi lék á að nýttist að fullu, eftir að létt var af hjúkrun- arnemum þeirri kvöð eða skyldu að búa í heimavist skólans. Engin svör bárust, en við eftirgrennslan „könnuðust þeir við“ að hafa fengið bréfið. Þegar engar undirtektir var að hafa frá þeim vettvangi fór ég sjálfur og talaði við skólastjóra „Læknadeildarhúsnæðið, sem einnig á að vera til afnota fyrir tannlæknadeild, er nú í byggingu hér neðan til á lóðinni. Hún er skv. margumræddri Weeks-áætlun og ég vona að þetta standi allt til bóta með tilkomu þess.“ Stefnan aldrei verið nógu hnitmiðuð En ástandið er þannig núna að geysileg þrengsli eru hér í Land- spítalanum sem mæðir þungt á allri starfsemi hans, hindrar sum- part æskilegar úrbætur og eðlilega framþróun í þeirri starfsemi sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.