Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 200 kr.
eintakið.
Leiftursókn
— hvað er það?
Sjávaraflinn, sem berst á land, er mikill. Samt rýrnar
kaupmáttur verkamannalauna um 12% á einu ári. Verðlag á
útflutningsafurðum okkar er hátt. Samt rýrnar kaupmáttur elli-
og örorkulífeyris með tekjutryggingu um 11,3 stig á tæpu ári. Það
eru mikil umsvif í athafnalífinu. Samt er atvinnureksturinn að
komast í greiðsluþrot.
Við öflum meiri tekna en nokkru sinni fyrr. Samt horfumst við
í augu við það, að lífskjörin fara síversnandi. Ovissa um
framtíðina þjakar þjóðina. Kvíði um það, sem framundan er, setur
mark sitt á þjóðlífið. Hvað veldur þessari óáran, þegar öll skilyrði
sýnast vera til þess, að við búum við vaxandi velmegun og mikla
uppbyggingu?
Svarið er: óðaverðbólgan. Hún veldur því, að kaupmátturinn
rýrnar, þótt aflinn sé mikill og verðlagið erlendis hátt. Hún veldur
því, að fyrirtæki og einstaklingar eru að komast í greiðsluþrot,
þótt umsvifin séu mikil. Hún veldur því, að lífskjörin versna, þótt
tekjurnar hafi aldrei verið meiri. Hún veldur óvissu og kvíða.
Við höfum öll skilyrði til að bæta kjör fólksins í landinu. Við
sitjum einir að fiskimiðum okkar eftir sigurinn í 200 mílna
deilunni. Við sitjum einir að miklum auði í fallvötnum okkar. Við
erum vel menntuð þjóð og höfum skapað mikinn auð í menntun
okkar. Þess vegna getum við bætt kjör láglaunafólksins, sem eru
svo slæm, að það hlýtur að hrjá samvizku þeirra, sem við betri efni
búa. Þess vegna getum við bætt kjör aldraðra, fatlaðra og annarra
þeirra, sem búa við skerta starfsorku. Þess vegna getum við tekið
til við nýja uppbyggingu í landinu, sem tryggir fleiri og fleiri
Islendingum atvinnu og góð lífskjör á næstu áratugum. En til þess
að við getum notfært okkur allan þennan auð, sem landið hefur
upp á að bjóða og öll þau tækifæri, sem það veitir okkur, þurfum
við að hemja verðbólguna — óðaverðbólguna, sem óhamin
eyðileggur möguleika okkar til alls þessa.
Síðustu 6 árin hefur óðaverðbólgan magnast nánast ár frá ári.
Að vísu tókst Geir Hallgrímssyni að draga mjög úr henni um skeið
en sá árangur varð ekki varanlegur af ástæðum, sem alkunnar eru.
Nú er svo komið, að verðbólgan er komin yfir 80% og allar líkur á
því, að hún haldi áfram að magnast á næstu misserum að
óbreyttum aðstæðum með þeim afleiðingum, sem allir þekkja og
hér hafa verið raktar.
Þetta eru forsendur þess, að Sjálfstæðisflokkurinn boðar nú það,
sem flokkurinn kallar leiftursókn gegn verðbólgu. Með snörpu
átaki vill flokkurinn reyna að rífa þjóðina upp úr verðbólgufeninu
og gera okkur kleift að njóta í batnandi kjörum alls þess auðs, sem
land okkar hefur upp á að bjóða.
Hvað felst í leiftursókn Sjálfstæðisflokksins? Kjarni hennar er
sá að færa fjármuni frá ríkinu til fólksins og gefa fólkinu frelsi til
þess að ráðstafa þeim sjálft til uppbyggingar og framfará. Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn talar um niðurskurð ríkisútgjalda á hann
ekki við, að hann ætli að brenna þessa fjármuni á báli — það sér
verðbólgan um — hann ætlar að færa þá úr kassa ríkisféhirðis í
vasa skattgreiðandans. Hann ætlar að draga saman seglin í
útgjöldum ríkisins og lækka skatta að sama skapi. Þetta þýðir, að
fjármunir eru færðir frá ríkinu til fólksins.
Jafnhliða þessu ætíar Sjálfstæðisflokkurinn að afnema hvers
kyns boð og bönn þannig að fólkið hafi svigrúm til þess að ráðstafa
því aukna fé, sem það hefur handa á milli til uppbyggingar og
framfara. Þegar þessi skilyrði hafa verið sköpuð hyggst
Sjálfstæðisflokkurinn segja við verkalýð og vinnuveitendur: Nú
semjið þið á nýjum grunni og ræðið m.a. um það, hvort ekki er
hyggilegt að breyta vísitölukerfinu. í kjölfarið ætlar Sjálfstæðis-
flokkurinn svo að hefjast handa um nýja stórfellda uppbyggingu í
atvinnulífi þjóðarinnar.
Þetta er leiftursóknin. Leiðir hún til minnkandi verðbólgu?
Svarið er jákvætt. Hún mun leiða til mikils samdráttar í
verðbólgu á tiltölulega stuttum tíma, ef hún verður framkvæmd
eins og hún hefur verið sett fram. Þennan kost eiga kjósendur nú
um helgina. Þeir eiga líka hinn kostinn, þann að kjósa óbreytt
ástand með því að kjósa einhvern vinstri flokkanna þriggja. Er
það fýsilegur kostur eins og nú er komið málum?
MIÐFJARÐAR-
Þjóðviljinn mannaöi sig upp um
daginn og skrifaöi leiðara um
landsráðstefnu herstöövaand-
stæöinga. Þaö var engu líkara en
blaöið vaknaöi af værum blundi,
svo kyrfilega sem herstöövaand-
stæðingar gleymdust í síðustu
hundadagastjórn vinstra liösins.
Sumir voru farnir aö halda, aö
hugsjón herstöövaandstæöinga
hefði farizt eins skyndilega í krata-
strófu Alþýöubandalagsins og
mammútarnir í Sovétríkjunum á
sínum tíma, en þeir munu hafa
orðið tii í einhverjum hrikalegum
og enn óútskýröum náttúruham-
förum og dóu meö ótuggið nýgresi
í munninum. Hefur þetta orðið
vísindamönnum jafn mikil ráögáta
og þaö er nú lýðum Ijóst, aö
„herstöðvamálið“ sækir engan
slagkraft í ómeltanlegt trúboö 19.
aldar marxista. Forystugrein Þjóö-
viljans minnir einna helzt á söguna
af karlinum foröum tíð: Jæja, sagöi
hann, þegar hann vaknaði — og
meira sagöi hann ekki þann dag-
inn.
í hvorki meira né minna en 13
mánuöi sögöu alþýðubandalags-
menn ekki meira en Jæja, þegar
herstöövamálið var annars vegar.
Þaö var þeirra stefnuskrá — í
reynd.
Þjóöviljinn segir, aö samtök
herstöövaandstæðinga hafi „látiö
aö sér kveöa meö ýmsum hætti“.
Þaö er sjálfsagt rétt, en þó ekki í
Þjóöviljanum sjálfum eöa Alþýðu-
bandalaginu — og allra sízt í
síöustu ríkisstjórn. Þar var þaö
gleymt og grafiö — og kom aldrei
til umræðu. Áöur haföi oröillskan í
blaöinu um Variö land keyrt svo úr
hófi, aö minnti einna helzt á
brjálæöislegt tungutak Jóns þuml-
ungs galdraprests og píslarvottar,
en hann er sá íslendingur, sem
staöiö hefur í hvaö nánustu sam-
bandi við djöfsa sjálfan. Varö hann
þó manna verst úti vegna illra
anda og ofskynjana.
Nú er ekki kosið sérstaklega um
utanríkismál og enn síður varn-
armálin, enda lýöum Ijóst eftir
mikil átök og margar kosningar um
þau efni, hver er vilji þjóöarinnar.
Morgunblaðið gerði þó þá fyrir-
spurn nýlega, hvort Alþýöubanda-
lagiö, sem lét varnarmálin lönd og
leið í síöustu ríkisstjórn, mundi
gera brottför hersins aö ófrá-
víkjanlegu skilyröi, ef þaö tæki
aftur þátt í ríkisstjórn eftir kosn-
ingar. Fyrirspurnin þótti svo
ómerkileg, aö henni var ekki einu
sinni svaraö. Þaö eitt segir sína
sögu. Þögnin hrópaöi hærra en
mörg orö. En þegar blaðiö gekk
svo á fyrrum olíuráöherrann, fann
hann út „áfangaáætiun um brott-
för varnarliösins", en þaö er jafn-
innantómt vígorö og „samningana
í gildi“, sem er auövitaö svikin
markleysa. Varnir landsins er oröin
svo vinsæl stefna meö landsmönn-
um, aö fyrrverandi formaöur Fram-
sóknarflokksins er farinn að halda
henni fram, óhikað.
Annars er allt þjóðernistal
kommakjarnans heldur óekta og
yfirboröslegt. Þeir styöja alþjóö-
lega stefnu, sem hefur lagt erfða-
menningu heilla þjóða nánast í
rúst eins og Eistlendinga, Letta og
Lithauga. En nú á aö fá gæöa-
stimpil á glæpinn með því aö efna
til Olympíuleika á þessum slóöum.
Hvernig væri aö hernámsand-
stæðingar létu þaö mál til sín taka
og hjálpuöu kúguöum þjóðum,
sem hafa verið seldar undir okiö, í
stað þess aö villa um fyrir löndum
sínum, en það gæti haft í för meö
sér, aö viö stæöum einn góöan
veöurdag yfir köldum kolum.
íslenzki kommakjarninn hefur
síöur en svo meiri áhuga á þjóö-
menningu íslendinga en aðrir. Eitt
er víst, aö þeir vilja reisa hér
þjóðfélag á alþjóöahyggju, sem
hvergi hefur staöizt nema meö
blóðrauðan kjarnorkuher að bak-
hjarli. Slík stjórnskipan á hvorki
skylt viö íslenzkt lýöræöi né þing-
ræöi. Auðvitað hugsa ekki allir
vinstri menn til íslenzka þjóöfé-
lagsins með þessa alþjóðahyggju í
huga, hvaö þá alræöishyggju smá-
borgarastéttarinnar í Sovétríkjun-
um. En kjarninn hefur alltaf veriö
veikur fyrir rússnesku fyrirmynd-
inni. Hann telur þessa fullyrðingu
síöur en svo árás á sig og skoöanir
sínar heldur sögulega staöreynd,
sem hann er stoltur af.
Herstöövaandstæöingar eru
bandingjar þessara skoöana,
hvort sem þeir vilja eöa ekki. Þess
vegna m.a. hafa þeir ekki hljóm-
grunn hjá almenningi á íslandi,
hvernig sem veöurhaninn Páll
Bergþórsson snýst á alþýöu-
bandalagsburstinni.
Þeir, sem helzt vilja varöveita
þjóömenningu okkar og tungu,
forðast samneyti viö alþjóöahyggj-
una. Tungan er dýrmætasti arfur
okkar — og viö eigum raunar ekki
annað erindi viö heiminn en varö-
veita hana óbjagaöa frá einni
kynslóö til annarrar. Hún er hluti af
hugsjón okkar um frelsi og lýörétt-
indi. Án hennar yröum viö fátækari
en ella og án sögulegs jarösam-
bands. Þaö á aö leggja höfuö-
áherzlu á varöveizlu tungunnar,
m.a. meö því aö kenna fólki aö
tala. Hlutverk skóla og ríkisfjöl-
miðla og ábyrgð í þessum efnum
getur ráöiö úrslitum um hvort viö
verðum vandanum vaxin. Enn þarf
aö heröa róöurinn.
Landvarnarmenn vilja leggja sitt
af mörkum til aö ísland haldi velli
— sé variö land og lýöræöi þess
verði ekki alþjóðahyggju kommún-
ismans aö bráö. Þessi landvarn-
arstefna er aö vísu engin skemmti-
ganga, eins og um hnútana er búiö
í heiminum, en hún er nauövörn og
lífsnauösynleg trygging lítilli þjóö í
blóðugum og ofbeldisfullum heimi.
Aöildin aö NATO á aö tryggja
öryggi okkar út á viö, en sjálf
verðum viö aö styrkja innviði
íslenzkrar menningar og sjálfstæö-
is.
Níöstöng
gegn NATO