Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 17 Viö strengjum þess heit, lýð- ræðissinnar, að ísland hljóti aldrei örlög Kambódíu eða Tékkó- slóvakíu. En það gæti því miður orðið, ef hugsjónir hérstöðvaand- stæðinga yrðu ofan á, áður en Rússar hafa rifað kjarnorkuseglin. Við höfum því miður ekki bolmagn til að vera einir hér úti í N-Atl- antshafinu og nánast við landa- mæri Sovétríkjanna að því leyti. Þaö er barnaskapur og gæti leitt til þjóðarógæfu að trúa því. Búkovskí varaði meir við „tóma- rúrni" en flestu öðru, þegar hann heimsótti ísland. Sovézkir heims- valdasinnar þrýsta sér með sér- fræðilegri aðstoð vina sinna víða um heim inn í slík „tómarúm“. Búkovskí minnti sérstaklega á nokkur Afríkuríki í þessu sam- bandi, t.d. Angólu. Hann sagði, að kommúnistar teldu málamiölun veikleikamerki. Styrkur væri það eina, sem þeir skildu. „Látið aldrei af siöferöilegri sannfæringu ykk- ar“, sagöi hann. Þetta hefur Solz- henitsyn einnig margítrekaö, svo og aðrir andófsmenn, sem vakið hafa á sér heimsathygli. Og það er skylda okkar sem góðra íslendinga að leggja viö hlustirnar og draga ályktanir af þessum varnaöarorð- um þeirra, sem reynsluna hafa. Búkovskí sagði ennfremur, að þeir, sem þekktu lýðræðislegt þjóðfélag, en aöhylltust samt sem áður kommúnisma eða væru hallir undir hann, væru ekki endilega illa innrættir, heldur bernskir og auð- trúa. Við skulum vona, að her- stöðvaandstæðingar stjórnist af þessum barnaskap, en ekki þeim illu utanaðkomandi öflum, sem hugsa um ísland eins og hungrað rándýr um bráö sína. En óneitan- lega vakti það athygli, hve fáir herstöövaandstæðingar sóttu fund Búkovskís og hlustuðu á mál hans. Þeim hefði ekki sízt veitt af þeirri uppfræöslu. En flestir þeirra sátu heima, nema þeir hafi verið á einni af þessum endalausu kvöldvökum sínum þarna um miðjan dag. En þetta var talandi fjarvera. í Hundadögum hefur áöur veriö vitnaö í lærdómsríka lífsreynslu Áka Jakobssonar, fyrrum atvinnu- málaráöherra kommanna í Ný- sköpunarstjórninni, en hann gekk síðar í Alþýöuflokkinn, eins og kunnugt er. Stuðzt var við samtal, sem ritstjóri Morgunblaðsins átti viö hann undir nafninu: Ekkert er til nema svart og hvítt. Viö skulum gefa Áka enn einu sinni oröið, því aö hann getur sagt okkur margt um raunverulegan áhuga komm- anna á þjóðernismálum. Hann segir m.a. þegar hann er spurður um þjóöernistal íslenzkra komm- únista, hvort það sé einlægt: „Nei, nei eintóm blekking. Og kaldrifjuð taktík. Hjá okkur forystumönnum Sósíalistaflokksins var allt þetta tal um menningu og þjóðerni aðeins heppilegur áróður. Hann hafði góö áhrif og maður velur gjarnan þau orð, sem falla í frjóan jarðveg. Alls staöar þar sem kommúnistar hafa náö völdum, hafa þeir afsalað þeim í hendur Rússum, líttu bara á Eystrasaltslöndin, sem eru minna skyld Rússum en við. En menningar- og þjóðernisbarátta kommúnista hefur borið ótrúlega góðan árangur. Hinir flokkarnir áttuðu sig ekki á henni lengi vel. Það varö þeim næstum aö falli. Meöan kommúnistar eru aö ná völdum, þá eru þeir beztu verka- lýðssinnarnir, beztu þjóöernissinn- arnir og mestu menningarfrömuð- irnir. En um leið og þeir hafa náö völdum, brjóta þeir allt niöur, sem er andstætt kenningunni. Að því leyti eru íslenzkir kommúnistar í engu frábrugönir kommúnistum annarra landa... “ Þjóðernistal kommanna minnir á dálítinn þátt í íslendinga sögu, þegar Víðdælir hófu það spott aö gera meri úr Miðfirðingum „ok er Lúðvíg hryggrinn á merinni, en Ragnar gregrinn, en stjórn SÍNE fætrnir, Ólafur Ragnar lærit, en Svavar arsinn“. Veröur gaman aö fylgjast með, hvernig merinni reiöir af. í GREIN Jónasar H. Haralz, Á tímamótum, í Mbl. sl. miðviku- dag, segir m.a.: „Því er ekki að leyna, að þessi þáttur sóknarinnar gegn verð- bólgu er sérstaklega vandmeðfar- inn. í því sambandi hefur Eyjólf- ur Konráð Jónsson í grein í Mbl. i október sl. sett fram athyglis- verðar hugmyndir, sem þó hafa verið lítið ræddar opinberlega. Skoðun Eyjólfs er sú, að erfitt eða ómögulegt muni reynast að samræma þau markmið sem að ofan greinir. Þess vegna verði um sinn að sætta sig við nokkurn halla á fjárlögum, en eyða áhrif- um þess halla með aukinni sölu verðtryggðra eða gengistryggðra skuldabréfa til almennings. Grundvöllur þessarar sölu fælist hins vegar í mjög auknum sparn- aði, er yrði afleiðing þess, að verðbólgan minnkaði.“ Hugmyndir sínar setti Eyjólfur Konráð Jónsson fram í tveimur greinum í Mbl. 17. júlí og 4. október sl., þ.e. degi áður en Alþýðuflokkurinn tilkynnti stjórnarslit. Síðari, grein E.K.J. bar yfirskriftina „Áratugur upp- með þeim hætti, þó að laun hækkuðu ekki. (Raunar held ég að lægstu laun gætu talsvert hækkað, án hættu á verðbólgu, ef allt það, sem hér er um rætt, væri gert, enda verða þau að gera það, ef við ætlum að búa í siðuðu og réttlátu þjóðfélagi, en ekki hákarlasamfé- lagi vinstristefnunnar, sem nú ríkir). I greininni frá 17. júlí var talað um að lækka 18% vörugjald fyrst í 10% en síðan að afnema það í áföngum. Nú er gjaldið orðið 24% og söluskattur hefur hækkað um 2%. Kannski þyrfti fyrsti áfangi ekki að vera öllu stærri en afnám síðustu vitleysunnar. Það felst í þegar birtri stefnuskrá Sjálfstæð- isflokksins, því að allir viðbótar- skattar vinstri stjórnar verða af- numdir, hverju nafni sem nefn- ist.“ Stjórnendur fara aö stjórna „Til að áfangalækkanir hinna gífurlegu neyzluskatta beri tilætl- aðan árangur þarf að lögfesta þær Ur grein Eyjólfs Konráðs Jónssonar Eyjólfur Konráð Jónsson Fjárlagagerðin öll er endaleysa. Ný stjórn verður að varpa þeim vinnubrögðum fyrir róða og byrja gerð fjárlaga á núlli, inn í þau fer ekkert órökstutt, öðru verður út- hýst, t.d. margháttuðum sjóð- framlögum, þegar jarðvegur er fyrir eðlilega bankastarfsemi, þar sem allir geta fengið lán, sem hafa nægilegar tryggingar og ætla féð til nýtilegra hluta. Þessa áhættu á greiðsluhalla held ég að ekki þyrfti lengi að taka, því að auðvitað skilar heil- brigt þjóðlíf meiri afrakstri en helsjúkt. Samt er þetta dirfska, áhætta, en gæti verið hagfræði, þótt ekki sé það sú „hagfræðska", sem er að kála öllum þeim, sem ekki hafa þá öðlazt hugarhægð „til-fjandans-með-það-ismans“, sem Robert J. Ringer fjallar um í nýútkominni bók, sem nefnist: Restoring the American Dream, bók um Kerfið og hörmuleg áhrif þess á lífshamingju einstaklings- ins, bók um framrás „kommún- isma“ Vesturlanda. Fyrst reyna menn kannski að berjast við Kerfið, en svo hætta þeir, ánetjast því, eða reyna árangurslítið að sniðganga það og segja: Til fjand- ans með allt, það er skárri kostur en örvilnan. Reyndar hefur Matthías Jóhannessen lýst fyrir- bærinu svipað. Hann sagði: „Ef einhverjir reyna að taka á Kerf- inu, hristir það sig bara — og þeir hrökkva af því. Og þar liggja þeir, en lifa þó“.“ LEIÐIN ÚT ÚR VANDANUM lausnar á enda“. Þar er fjallað um þá stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem allt þetta ár hefur verið að mótast. í tilefni greinar Jónasar H. Haralz telur Mbl. rétt að birta hluta úr tilvitnaðri grein Eyjólfs Konráðs (kafla 7—10), svo menn geti betur áttað sig á umræðunni. „Patentlausnin“ Þá er komið að því, sem einhver gagnrýnandinn á grein þá, sem í upphafi var nefnd, kallaði „pat- entlausn". Kannski má því segja, að hér séu þáttaskil þessara hug- leiðinga. Neysluskattar hafa verið í tízku þennan áratug, og ekki þurfa þeir að vera verstu skattarnir, enda er þeim yfirleitt ekki af létt, þá á eru komnir. Þó var aðeins linað á „tímabundnu" vörugjaldi 1977, en því hefur nú rækilega verið „kippt í liðinn“. En hvort sem menn telja þessa skatta of háa nú eða ekki, segir mér svo hugur um, að engin lífsins leið verði að rota verðbólg- una, og því síður að ná henni niður í áföngum, ef ekki verður gripið til þeirra ráða að lækka þá, svo að verðhækkunum linni. Heppilegast væri áreiðanlega, að lækka þessa skatta í áföngum, hvort heldur um væri að ræða „tímabundna" vöru- gjaldið, benzínskatta, tolla eða söluskatt, og tryggja kaupmátt með fyrirvara, svo að allir viti, að þessi varan eða hin muni fremur lækka en hækka. Víst er það rétt, að mikið er um dulda verðbólgu nú, þar sem stjórnvöld hafa neitað ýmsum um óhjákvæmilegar hækkanir. Þær verða því yfir okkur að ganga til viðbótar öðru svínaríi. En daginn, þegar frum- skógalífinu lýkur, verður að ákveða, t.d. 3 mánuðum eftir stjórnarskipti. (í Bandaríkjunum fær hver stjórn 100 daga starfs- frið, og síðan er kveðinn upp dómur. Ágæt regla.) Þennan dag stöðvast verðhækk- anir, vegna þeirra aðgerða, sem að framan eru raktar. Sumar vörur lækka svo í verði síðar, og þá hafa menn ekki hug á að hraða inn- kaupum. Peningar streyma inn í bönkunum. Atvinnufyrirtæki fá það fé, sem þau þurfa. Stjórnend- ur þeirra fara að stjórna þeim í stað þess að liggja andvaka af áhyggjum út af greiðslum næsta dags. Hagur þeirra batnar og fólk fær mannsæmandi laun.“ Óvinurinn í Gullna hliðinu „Hvert blað í himinsins bók er rotið, hvert boðorð lygi, allt réttlæti þrotið, iögmál himins og helvitis brotið. Nú er komið að því atriðinu, sem ég óttast, að „þjóðkratastofn- anir“ landsins hrylli við, talsverð- um halla ríkissjóðs. En þetta er ekki gamanmál. Liður í lífsnauð- synlegum aðgerðum er að taka þá áhættu, sem fólgin er í verulegri aukningu ríkisskulda, en aðeins innlendra. Að ríkið, sem allt hefur til sín sölsað, verði þátttakandi í átaki fólksins til endurreisnar og frjálsræðis. Við tökum raunar lán hjá sjálf- um okkur, annað gerist ekki. Kannski má því segja, að við brjótum í rauninni engin lögmál. Við tryggjum ríkissjóði fjármagn- ið af frjálsum vilja, lánum honum það á markaðsverði, svo að ríkið þurfi ekki að beita okkur nauðung, ieggja hald á eignir okkar, sölsa þær undir sig og auka enn rotið miðstjórnarvald. Þá væri réttlæt- ið ekki þrotið. Og svo er hitt, að bókhaldið má rétta af með því einfaldlega að ríkið selji marg- háttuð fyrirtæki og aðrar eignir, sem það hefur ekkert við að gera og miklu betur væru komnar hjá fólkinu. Annars hefur svikamilla Kerfis- ins m.a. byggzt á því að hanga eins og hundar á roði á gamalli fjár- lagapólitík, en hafa svo við hliðina lánsfjáráætlun, sem má vera svona og svona, sérstaklega, ef útlendingar fá að fjármagna hér framkvæmdir á kjörum, sem eng- um Islendingi er boðið upp á. Nei, Mörlandar eiga ekki að fá að lána ríkinu á sömu kjörum og Danir eða Svissarar. Fjárfesting í staö skrankaupa „Ekkert er athugavert við það að fjármagna opinberar fram- kvæmdir, þær sem arðgæfar eru a.m.k., með innlendum lánum. (Bandaríkjamenn fjármögnuðu stríðsrekstur að verulegu leyti með skuldabréfaútgáfu, jafn arð- vænlegur og hann nú er). Við tökum bara lán hjá sjálfum okkur, leyfum t.d. þjóðinni að verja fé sínu til vegagerðar í stað skran- kaupa frá útlöndum. Hvort erum við t.d. ríkari og hæfari að mæta vandamálum framtíðarinnar, ef allir verðu fjármunum í vegagerð í stað þess að kaupa litasjónvarp nr. 2 eða bíl nr. 3. Og hver yrði nú ávinningurinn af því að lækka álögurnar á hvers kyns vöru og þjónustu þannig, að verðbólgan stöðvaðist og eyðsluæðinu lyki?“ Lokaorðin í grein Eyjólfs Konráðs Jónssonar voru þessi: „Það er auðvelt að berja verð- bólguna niður í einu höggi — annað er vonlaust. Auðvitað koma þessar aðgerðir einhvers staðar niður á mönnum og fyrirtækjum. En einmitt þar, sem þær eiga að koma niður, þ.e.a.s. á óarðbærum athöfnum. Húsbyggjendur hins vegar gætu fengið há lán til langs tíma með lágum vöxtum og greitt upp lausaskuldir. Og arðvænleg fyrirtæki fengju lán til rekstrar og endurbóta. Að lokum hagnast allir.“ 4 háhyrninganna til Kanada í dag FJÓRIR háhyrninganna, sem nú eru í sædýrasafn- inu, verða í dag fluttir til Kanada með kanadískri flugvél. Eftir nokkra daga í Kanada verða háhyrn- ingarnir fluttir áfram til Japans. Eftir helgi verða tveir síðustu háhyrn- ingarnir fluttir til Evr- ópu, annar þeirra fer á safn í Sviss, en hinn verð- ur fyrst um sinn í safni skammt utan við London. Að sögn Jóns Gunnarssonar hafa allir háhyrningarnir það mjög gott, enda eru allar aðstæður mun betri nú en í fyrra þegar ýmis óhöpp komu fyrir háhyrningana, sem þá voru veiddir. Tveir dýra- læknar, Brynjólfur Sandholt hér- aðsdýralæknir og dr. Taylor, full- trúi kaupenda, hafa fylgst með dýrunum síðan þau komu í laug Sædýrasafnsins, en fyrsti háhyrn- ingurinn var veiddur í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.