Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 31 • Víkingurinn Póll Björgvlnsson, sem hér sést gera Valsvörninni líflð leltt, lék sinn 300. leik meö Víklngum er liöin mættust í fyrrakvöld. Ætla mætti aö leikirnir væru orönlr mun fleiri ef slæm meiösl heföu ekki sett strik í reikninginn hvaö eftir annaö. Setur FH strik í reikninginn? NÚ ÞEGAR þremur umferöum er lokiö í íslandsmótinu í handknattleik og fyrsta leik fjóröu umferöar aö auki, veröa ýmsar spurningar áleitn- ar. Er handknattleikurinn betri nú en síöustu tvö árin eöa svo? Ætla Víkingar aö stinga af og meö því í rauninni aö draga alla spennu úr mótinu? Ef litið er á fyrstu spurninguna, er erfitt um svör og kannski of lítiö búiö af mótinu til þess aö segja eltthvað um „standardinn". Eitt er þó Ijóst, aö mörg liðanna eru ( betri líkamlegri æfingu en í háa herrans tíö og það kom (Ijós strax í Reykjavíkurmótinu. Þeir sem hafa fylgst meö hand- boltanum í haust eru flestir sammála um einn hlut, Víkingur er meö sterkara liö en í fyrra og Valsmenn viröast aö sama skapi hafa oröiö eftir. Spá margir þvi aö Valur og Víkingur hafi hlutverkaskipti að þessu sinni, en Valur er eins og menn vita íslandsmeistarinn. Staöa liöanna eftir aö hafa leikiö fjóra leiki undir- strikar þetta, Víkingur er meö fullt hús stiga, en Valsmenn hafa aöeins 4 stig. Þaö sem meira er, Víkingar hafa varta veriö í alvarlegri taphættu og er erfitt aö ímynda sér aö Víkingar tapi mörgum stigum ef þeir halda sama striki og þeir hafa gert aö undan- förnu. I sigurleikjum sínum hafa Valsmenn hins vegar annars vegar leikiö gegn lakasta liði deildarinnar, HK, og hins vegar gegn Fram sem aöeins hefur eitt stig. Og Valsmenn voru afar ósannfærandí gegn þeim. Auk þess áttu Valsmenn aldrei glætu gegn FH eöa Víklngi eins og leikirnir gengu fyrir sig. Hvaöa lið vegur þá að Víkingi? Líklega ná Valsmenn sér aö nokkru leyti á strlk, en þeir hafa þegar tapaö 4 stigum og þaö kann ekki góöri lukku að stýra. FH hefur komiö skemmtilega á óvart þaö sem af er og er ósigraö eins og Víkingur. Ungu mennlrnir hafa blómstraö og hingaö til hefur einu gilt hvort gamll maöur- inn Geir hefur verlö tekinn úr umferö „aö venju" eða ekki. Áöur fyrr átti FH þaö til aö veröa eins og höfuölaus her þegar Geir var eltur, en liðiö hefur nú hins vegar þjálfaö upp leikkerfi sem gera ráö fyrir þessu. Hafa þau gengiö vel og liölö vinnur leiki þessa dagana. Eins og horfur eru nú, er FH líklegastl keppinautur Víkings. Haukum og Fram var spáö frama í vetur, en eitthvað ætlar sá frami aö láta bíöa eftir sér. Haukarnir hafa komiö á óvart fyrir frekar Slaka leiki, ööru máli gegnir um Fram, sem hefur í leikjum sínum leikiö góöan hand- bolta þrjá fjóröu hluta leiks og slæman handbolta síöasta fjóröung- inn. Þannig hafa þeir tapaö 5 stigum af sex mögulegum til þessa. Líklegt er aö bæöi liðin rífi sig upp, en úr þessu veröur eitthvaö stórt aö gerast ef efsta sætiö á aö nást. Þrjú lið hefur enn ekki boriö á góma, KR, ÍR, og HK. Ef eitthvert þessara liða er Kklegt til aö blanda sér í slaginn, er þaö KR. En átak þarf í þeirra herbúöum. Liöiö hefur fengiö á sig orö fyrir aö leika skipulagslaus- an handbolta í vetur, en Bjarni þjálfari hefur lýst því yflr, aö hann sé á móti stífum, kerfisbundnum hand- knattleik og hann ætll sér aö byggja upp frambærllegt lið sem leikur frjálsan handknattleik. Hvaö úr þv( veröur mun tíminn leiöa (Ijós. Þaö liggur viö, að fullyrða megl, aö HK og IR geri ekki stóra hlutl. Til þessa hefur hvorugt liöiö sýnt neitt til að hrópa húrra fyrlr. Þaö er kannski skiljanlegt meö HK, sem hefur mátt sjá á bak máttarstólpum frá síöasta keppnistímabili og fengið enga sam- bærilega menn í staöinn. (R tefllr hins vegar fram sömu herdeildinni og síöast og þó aö einstöku lelkmaöur hafi sýnt markveröar framfarir er ekki aö sjá annaö en aö hér sé sama ÍR á ferðinni og í fyrra. Ofl- Stjarnan, Breiðablik, Óðinn oq ÍA líklegustu sigurliðin í 3. deild ísl. mótið í handknattl. 3. deild karla Aðeins tveim umferðum er iokið i deildinni — og þó ekki nákvæmlega. Af fyrstu leikjun- um bendir þó margt til þess að deildin skiptist í tvo fjögurra liða hópa og að í betri hópnum verði hörð barátta um sigurinn. Deildin er verulega breytt frá því í fyrra. Týr í Eyjum fluttist þá beint í 2. deild og Afturelding i Mosfellssveit færðist einnig upp eftir uppgjör við Stjörnuna í Garðabæ. Reykjavikurfélagið Leiknir sem féll niður i 3. deild er ekki með núna, en Stjarnan er hins vegar með og er hress þrátt fyrir mikil mannaskipti. Þá er Njarðvík ekki með í vetur. í staðinn fyrir Leikni og Njarðvík eru nú Oðinn úr Reykjavík og Selfoss. Liðin núna Stjarnan hefur tapað 8 fasta- leikmönnum frá í fyrra, en þau skörð fylla ungir kappar og svo Viðar Símonarson, sá margreyndi stórkappi. Hann var þjálfari liðs- ins í fyrra og ætlar nú vísast að gera bragarbót sem leikmaður. Til skamms tíma var Stjarnan þjálf- aralaus, en nú hefur einn af leikmönnunum, Logi Ólafsson, tekið að sér þjálfun liðsins. Breiðablik varð í 2. sæti fyrir tveim árum og í 3. sæti í fyrra. Þetta er lið sem verið hefur í uppbyggingu frá grunni síðustu þrjú ár og voru leikmenn þess fyrsta árið allir í 2. flokki og urðu þá bikarmeistarar þess flokks. Nú er sami kjarninn að viðbættum Herði Má Kristjánssyni, sem bættist í hópinn fyrir tveim árum eftir dvöl í Gróttu, og fjórum leikmönnum úr Víkingi, sem voru í bikarmeistaraliði 2. flokks þar í hittifyrra. Hörður er aldursforset- inn, 25 ára, hinir eru 19—21 árs. Þjálfari liðsins er Sigfús Guð- mundsson. ÍA teflir í aðalatriðum fram sama liði og í fyrra nema hvað Jón Hjaltalín Magnússon hefur bæst í hópinn bæði sem leikmaður og þjálfari. Flestir leikmannanna eru ekki nema rétt rúmlega nýliðar, því Skagamenn höfðu enga að- stöðu fyrir handknattleikinn fyrr en fyrir fáeinum árum síðan. En frá því að íþróttahúsið þeirra komst í gagnið hafa þeir sótt í sig veðrið svo um munar. Grótta má sannarlega muna sinn fífil fegri, því liðið var í 1. deild fyrir aðeins þrem árum. Núna er lið Gróttu meira að segja næstum allt breytt frá því í fyrra, skipað að mestu strákum í 2. flokki, en raunar baráttustrákum, sem eiga framtíðina fyrir sér. Þjálfari liðsins er Ágúst Þórðar- son. ÍBK býr enn sem fyrr við algert aðstöðuleysi til æfinga í hand- knattleiknum, en nýja íþróttahús- ið í Keflavík verður væntanlega tekið í notkun snemma á næsta ári. Það er undravert hvað liðið hefur enst við engar aðstæður. Liðið er svipað og í fyrra en yfirburðamaðurinn í liðinu, Þor- steinn Ólafsson, mun nú á förum til Svíþjóðar, og því er vandséð að liðið nái mörgum stigum í vetur. Þjálfari er Gunnlaugur Hjálm- arsson. Dalvik. Þátttaka Dalvíkurliðs- ins er sérkapítuli undanfarin ár og er enn. Þótt það hafi haft sal til æfinga er liðið það afskekktasta í deildakeppninni. Nú fær það að vísu að leika heimaleikina á Dalvík í staðinn fyrir að fara til Akureyrar, en heimavöllur þess er aðeins 18x20 metrar enn sem komið er, sem út af fyrir sig er brandari í nútimahandknattleik. Þar á móti kemur þátttökuáhug- inn, sem ekki má vanmeta. Lið Dalvíkinga er nú að nokkru leyti skipað nýliðum. Matthías Ás- geirsson þjálfar liðið eins og undanfarin ár, en leikur ekki lengur með því, amk. ekki í bili. Frétt um að Magnús Guðmunds- son úr Víkingi muni leika með Dalvíkurliðinu í vetur er röng. óðinn er nýtt félag í hand- knattleiknum. Þetta er íþróttafé- lag lögreglunnar í Reykjavík, sem knattspyrnumenn í lögreglunni stofnuðu. í handknattleiksliði óð- ins eru ýmsir stæltir kappar, sem iðkað hafa handknattleik með öðrum félögum áður. Þetta lið er stærsta spurningamerkið í deild- inni að þessu sinni. Liðið hefur engan fastan þjálfara. Selfoss. Selfyssingar eru nú að feta út á svipaða braut og Skaga- menn fyrir fáum árum, með til- komu myndarlegs íþróttahúss. Með þátttöku sinni nú eru þeir að kanna völlinn, grundvöllinn. Flestir leikmenn liðsins eru því sem næst byrjendur, nema forystumaður þeirra, Þórður Tyrf- ingsson, sem lék með ÍR fyrir einum 15 árum. Þjálfari Selfyss- inga er Guðmundur (Öri) Jónsson. Fyrstu leikirnir Keppnin í deildinni hófst með leik Breiðabliks og ÍA í Laugar- dalshöll (ekki Varmá — „heima- velli“ Breiðabliks), 9. nóvember. Breiðablik gerði út um leikinn í byrjun með 7 mörkum gegn engu. Leiknum lauk með 25:22. Daginn eftir sigraði óðinn Dalvik með 20:18 í Laugardalshöll og Grótta Selfoss 24:17 á Selfossi. Daginn þar á eftir sigraði Stjarnan Dalvík með 21:17 í Ásgarði í Garðabæ. Siðan var hálfsmánaðar hlé. Um síðustu helgi gerðist svo þetta: Breiðablik— ÍBK. Þetta var fyrsti leikur Keflvíkinga í deild- inni í vetur og þeir byrjuðu með tilburðum, leiddu í 10 fyrstu mínúturnar, en síðan ekki söguna meir. Breiðabliksmenn „heima“ að Varmá snéru brátt stöðunni sér í hag, 12:10 í leikhléi og endirinn varð 22:16. Lið Breiðabliks lék nú hálfgerðan gönguhandknattleik gagnstætt því að hafa lofað léttum leik í Reykjanesmótinu og fyrsta leiknum í Islandsmótinu gegn ÍA, Breiðabliksmenn virtust smitast af fumi Keflvíkinga, sem greini- lega ætluðu að skora tvö mörk í sókn. Niðurstaðan réðist eingöngu af jafnhæfni Breiðabliksmanna þar sem 9 menn skoruðu og einhæfni Keflvíkinga með Þorstein ólafs- son sem yfirburðamann. Þor- steinn skoraði meira en helming rnarka Keflvíkinga, en Kristján Halldórsson skoraði 6 mörk fyrir Breiðablik, af línu, Sigurjón Rannversson 3, einnig af línu, og Sigurður Sveinsson 3. í liði Breiðabliks sköruðu einnig fram úr þeir Heimir Guðmundsson markvörður og Brynjar Björnsson í vörninni, en hann skoraði einnig 2 mörk. Utan Þorsteins í liði Keflvíkinga var nákvæmlega eng- inn, sem virtist í svipuðum gæða- flokki, en samt börðust allir liðs- mennirnir til síðasta svitadropa. Dalvik — ÍA. Eftir þessum leik var beðið með eftirvæntingu á mörgum vígstöðvum, því þetta var fyrsti eiginlegi heimaleikur Dalvíkinga og fyrsti leikurinn á næstum ferköntuðum velli þeirra, sem er 18 metrar á breidd en aðeins 20 metrar á lengil. Öll hin félögin í deildinni höfðu mótmælt því að leika þarna og jafnvel kært ákvörðun HSÍ þar um, en endan- legur dómur var fallinn um að þarna skyldi leika. Til skýringar skal það upplýst, að íþróttahús Dalvíkinga er byggt eftir ná- kvæmlega sömu teikningu og Iþróttahúsið á Seltjarnarnesi, en eftir er að byggja þriðjunginn á lengdina. Þarna var mikið um dýrðir, diskó og bæjarstjórnargrín og 300 áhorfendur eða fjórðungur bæjar- búa. En því er skemmst frá að segja, að gestaliðið sigraði bæði heima- liðið og alla viðstadda, leiddi með 13 mörkum gegn 9 í leikhléi og sigraði svo með 23:22. Þegar innan við mínúta var til leiksloka hafði heimaliðið þó jafnað, en sigur- markið skoruðu svo Skagamenn. Rekistefna varð um hvort það mark hefði verið skorað innan leiktíma, en tímverðir munu ekki hafa náð eyrum dómara vegna hávaðans í áhorfendum. Niður- staðan varð þó sem fyrr segir. Grótta — Óðinn. Þetta varð annars vegar feluleikur og hins vegar harður leikur. Og raunar einnig leikur á milli kisu og músar. í hroð-ljósritaðri leikja- skrá frá HSÍ átti þessi leikur að hefjast kl. 17 og sá tími var kynntur í dagblöðunum fyrir helg- ina og leikdaginn. En hann hófst samt kl. 14! Ahorfendur urðu því aldrei 300, hverjum sem um er að kenna. Lögreglumennirnir í Óðni gáfu tóninn í þessum leik frá upphafi að segja má, en strákarnir í Gróttu brutust þó furðu hart um. í leikhléi stóð 16:13 fyrir Óðin en endirinn varð 27:26 og höfðu því ungu Gróttumennirnir betur í seinni hálfleik. Harður leikur þótt burðarmunir sýndust verulegir, en þarna kom líka til nokkur hand- knattleikur, sem Gróttumenn sýndu meira það sem var. Selfoss — Stjarnan. Köttur og mús aftur, en af ólíkri gerð, hvort tveggja. Svo til alger byrjenda- bragur kom í ljós hjá Selfyssing- um og Stjörnumenn þurftu lítið að hafa fyrir því að hala inn sigur- inn, 33 mörk gegn 17. Það, að þessi leikur fór fram á tilkynntum tíma og stað, var eins konar tilviljun — fyrir vináttu- samning liðanna. Þegar leikdagur; inn var runninn upp tilkynnti HSÍ Selfyssingum að dómarar væru ekki tilkippilegir og yrði því að fresta leiknum. Stjörnumenn höfðu samband austur og buðust til að koma með einn dómara — og Selfyssingar fengu annan dómara til starfa úr hópi umsjónarmanna liða yngri flokka, sem léku tugi leikja þar eystra um helgina. En Selfyssingar höfðu fengið dómara til þeirra leikja allra. Þótti þeim misjafnt við að búa þessa helgina í dómaramálum. Dómgæslan í leik Selfyssinga og Stjórnunnar varð þó ekkert deilumál, nema síður væri, ekki milli liöanna. Staðan í deildinni Stjarnan Breiðablik Óðinn Grótta ÍA ÍBK Selfoss Dalvík 2 2 0 0 54:34 4 2 200 47:38 4 2 200 47:44 4 2 1 0 1 50:44 2 2 101 45:47 2 1 0 01 16:22 0 2 0 0 2 34:57 0 3 0 0 3 57:64 0 Næstu leikir í kvöld leika ÍA og Grótta á Akranesi kl. 19.45 og Breiðablik og Stjarnan að Varmá kl. 20.30. Á laugardaginn leika Grótta og Dalvík á Seltjarnarnesi kl. 17. A sunnudaginn ÍBK og Dalvík í Njarðvík kl. 15 og Óðinn og Selfoss i Laugardalshöll kl. 22.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.