Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 12 Pétur Sigurðsson: Almennt er viðurkennt að meg- instefna í húsnæðismálum aldr- aðra eigi að vera sú að þeir dvelji sem lengst á eigin heimilum og til þess að svo verði skuli samfélagið veita ýmiss konar hjálp, fyrir- greiðslu og aðstoð. En það eru að sjálfsögðu margar ástæður fyrir því, að það húsnæði sem búið var í meginhluta starfsævinnar hentar ekki lengur þegar aldurinn færist yffr. Það er of stórt þegar börnin eru farin að heiman, það er óhentugt, hreyfihömlun hindrar umgang um þröngar dyr, þrösk- ulda og stiga og versnandi heilsa og öryggisleysi kallar á breytingu í verndað umhverfi. Vissulega er hægt að koma á móti flestum byggingu nýrrar hjúkrunardeildar og hjónagarðs við Hrafnistu í Reykjavík. Kynning Sjómanna- dagsráðs á skipulagi og fyrirhug- uðum framkvæmdum sínum við Hrafnistu í Hafnarfirði hleypti einnig af stað auknum áhuga á húsnæðismálum aldraðra. Jafn- hliða jukust kröfur sem gerðar voru á hendur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga um framlög og styrki til slíkra framkvæmda. Lög um dvalarheimili aldraðra, sem sett voru 1973, voru stefnu- mótandi, þótt ekki væru þau gallalaus og ýttu mjög undir framkvæmdir á þessu sviði. í þessum lögum voru ákvæði um framlag úr ríkissjóði á V% hluta næði vegna þess að sjúkrahúsin á viðkomandi stöðum og víðar úti um land haa tekið við stórum hluta þeirra sem sérstakrar um- önnunar og hjúkrunar þurfa með og því komið í stað sérstakra hjúkrunardeilda og hjúkrunarh- eimila fyrir aldraða. Hér í Reykjavík og nágrenni hefur þessu ekki verið til að dreifa í neitt líkum mæli vegna stöðugs skorts sjúkrarúma á öllum sjúkra- húsum höfuðborgarinnar. Til við- bótar hefur svo komið að þrátt fyrir glæsilegt framtak borgar- innar í byggingum íbúða fyrir aldraða, hefur þessa þýðingar- mikla þáttar ekki verið gætt, — að byggja sérstaklega yfir þá sem þörf hafa á hjúkrun og aðhlynn- ingu á þar til hönnuðum heimilum og byggja langlegudeildir við Húsnæðismál aldraðra þessara þátta ef hinn aldraði óskar þess, en úrbótum eru þó takmörk sett, bæði fjárhagsleg og heilsufarsleg. Aukinn skilningur á brýnni þörf í byrjun þessa áratugar voru þegar uppi mjög háværar kröfur um að stórátak yrði gert í bygg- ingu dvalarheimila og sérhann- aðra íbúða fyrir aldraða. Margir aðilar höfðu þegar þá var komið kynnt sér ítarlega og fylgst með stefnumótun og þróun þessara mála í nágrannalöndum okkar á sjöunda áratugnum og tóku mið af við framkvæmdir hér heima. Má t.d. benda á byggingar Öryrkja- bandalagsins og byggingar Reykjavíkurborgar við Austur- og Norðurbrún, byrjunarfram- kvæmdir víðs vegar um land og kostnaðar við byggingu og búnað, ef sveitarfélag stóð að slíkri bygg- ingu. Samkvæmt lögunum var heimilt að veita öðrum aðilum slíka fjárhagsaðstoð, en í raun þýddi þetta að þeir, sem sýnt höfðu mestan dugnað og hagsýni við byggingu og rekstur slíkra heimila og aflað fjár til bygginga og búnaðar án þess að ganga í sjóði skattborgaranna, var ýtt til hliðar. Þessi ákvæði og nær tak- markalaus sjálfvirkni slíkra fram- laga úr ríkissjóði voru meðal helztu galla þessara laga. — Þeim var breytt nokkru síðar og ákvæð- in um fjárframlög ríkissjóðs felld niður og lentu nokkur sveitarfé- lög, sem þegar höfðu hafist handa, í miklum erfiðleikum vegna þessa en ný og hækkandi lán Húsnæð- ismálastjórnar urðu þó til vaxandi hjálpar. Þrátt fyrir erfiðleika og and- Fyrri grein streymi, hefur skilningur almenn- ings á nauðsyn bættrar húsnæðis- aðstöðu aldraðra, húsnæðis af öllum gerðum, vaxið mikið á síðustu árum og hefur margt hjálpað þar til. Skortur á hjúkrinar- aðstöðu á höfuð- borgarsvæðinu Árangurinn sést m.a. á glæsi- legum dvalarheimilum víðsvegar um land og fjölda sérhannaðra íbúða fyrir aldraða. Þessi heimili hafa víðast hvar, þar sem þau hafa komist upp, fullnægt megin- þunga þarfarinnar á slíku hús- sjúkrahúsin fyrir þá, sem verr eru. farnir til heilsunnar og þurfa stöðugrar hjúkrunar og þjónustu sjúkrahúss. La unþegasam tök hafa verið afskiptalaus Því miður hafa hin þýðingar- miklu samtök launþega ekki látið þessi mál til sín taka sem skyldi. Er þá að sjálfsögðu undanskilið framtak sjómannafélaganna allra á félagssvæði Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði við byggingu Hrafnistu-heimilanna og fjáröflun sömu samtaka til Byggingarsjóðs aldraðra. Rétt og skylt er að benda á nokkur slík félög úti um land sem tekið hafa þátt í eftirtektarverðu samstarfi með öðrum staðarfélög- um og klúbbum í samvinnu við sveitarfélagið að slíkum fram- kvæmdum. Mættu sumar sveitar- stjórnir hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu gjarnan blanda geði við alþýðu manna til framgangs þess- um málum og taka sér til fyrir: myndar það sem hér er bent á. í nágrannalöndum okkar og víðs- vegar um heim láta þessi samtök og mörg önnur sambærileg, að ekki sé talað um góðgerðar- og mannúðarfélög, þessi mál mikið til sín taka. Sem dæmi um afskiptaleysi íslenzkra launþegasamtaka á þessum málum má benda á eitt dæmi. Á þingi Alþýðusambandsins 1976 flutti ég tillögu, ásamt fjölda ágætra meðflutningsmanna, um dagheimiii aldraðra. Till. var samþykkt einróma í framhaldi af samþykkt tillögu um dagheimili barna. Hin síðarnefnda var tekin upp á Alþingi og fékk framgang þar, enda naut hún styrks ráða- manna ASÍ, en með hina síðar- nefndu hefur ekkert verið gert, líklega af því að Pétur Sigurðsson var fyrsti flutningsmaður henn- ar!! Engin heildarstefna Þótt nokkrar tillögur hafi verið fluttar á Alþingi hin síðari ár um málefni aldraðra hafa fáar þeirra náð fram að ganga og engin þeirra verið mótandi fyrir heildarstefnu í þessum málum. Ýmsir þættir þessa málefnis hafa þó náð fram að ganga og þá sem hluti löggjafar sem hefur haft stærra og víðtækara svið. Engin heildarlöggjöf er t.d. til um húsnæði aldraðra en það mótar að sjálfsögðu mikið önnur lög sem varða þjónustuna við aldrað fólk. Það bitastæðasta á þessu sviði er ennþá lögin um dvalarheimili aldraðra, en á þeim eru miklir annmarkar eins og áður hefur komið fram. Birgir ísl. Gunnarsson: í þessari kosningabaráttu stillir Alþýðubandalagið sér upp sem höfuðandstæðingi Sjálf- stæðisflokksins. Allur málflutn- ingur Alþýðubandalagsins í kosningabaráttunni sýnir, svo að ekki verður um villzt, að flokkur- inn er óábyrgasti stjórnmála- flokkur á íslandi. Alþýðubanda- lagið hefur enga heilsteypta stefnu í efnahagsmálum. Það setur stefnu sína þannig fram, að allt eigi fyrir alla að gera og að enginn vandi sé að ráða við verðbólguna án þess að það komi nokkurs staðar niður. I öllum sínum málflutningi og reyndar öllum sínum gerðum í vinstri stjórninni hefur Alþýðubanda- lagið sýnt, að hann er þenslu- flokkur sem kyndir undir verð- bólgubálið þar sem hann má því við koma. Skrumflokkur Skrumið er hans helzta ein- kenni. Alþýðubandalagið er óspart á loforð og yfirlýsingar, sem flokkurinn telur að höfði tií ákveðinna hópa sem atkvæðavon sé hjá. Orð flokksins og gerðir stangast hins vegar svo á, að engum fær dulizt sem reynir að svipta hjúpnum af öllum orða- flaumnum. Tökum nokkur dæmi. Fyrir síðustu kosningar háði flokkurinn baráttu sína undir kjörorðinu „Samningana í gildi". Allir vita hvernig fór um það loforð. Gleggsta dæmið um svik- in er borgarstjórn Keykjavíkur, þar sem flokkurinn hefur úr- slitaáhrif, þ.e. hefur 5 borgar- fulltrúa af 8 borgarfulltrúum meirihlutans. Stuttu eftir borg- arstjórnarkosningarnar í maí 1978 samþykkti flokkurinn að láta setja samningana í gildi að V%, en borgarstarfsmenn yrðu að bera óbætt það sem á vantaði. Einn borgarstarfsmanna sætti sig ekki við þá niðurstöðu, að hann fengi ekki fullar verðbætur á laun sín. Hann höfðaði því mál fyrir dómstólum, en hann tapaði því máli. Guðrún Helgadóttir hefur nú bitið höfuðið af skömminni og gefið borgarstarfsmönnum langt nef með því að fullyrða, bæði í borgarstjórn og í blaðagrein í Þjóðviljanum, að nú sé kominn dómur fyrir því að hún hafi efnt kosningaloforð sitt, þ.e. sett samningana í gildi. Þetta er mikil rangtúlkun á niðurstöðu dómsins. Út úr dóminum er hægt að lesa það eitt, að kosn- ingaloforð Guðrúnar Helgadótt- ur eða annarra Alþýðubanda- lagsmanna hafi ekki lagagildi. Enginn geti treyst þeim loforð- um, þau hafa ekkert gildi nema þeim sé fylgt eftir með ákveðn- um samþykktum eða aðgerðum af hálfu réttra stjórnvalda. Guð- rún Helgadóttir fylgdi kosn- ingaloforði sínu ekki eftir í borgarstjórn og því er það nú niðurstaða dómstóla, að það sem hún sagði fyrir kosningar hafi ekkert gildi fyrir borgarstarfs- menn. Hernámsandstaða er yfirvarp Fyrir allar Alþingiskosningar setur Alþýðubandalagið fram slagorðið „Herinn burt“. Ekki vantar fögur orð um að þetta sé af heilindum mælt og sé aðal baráttumál flokksins. Það hefur hins vegar verið einkenni Al- þýðubandalagsins í öllum þeim vinstri stjórnum, sem flokkurinn hefur tekið þátt í, að herstöðv- armálið hefur varla verið nefnt á nafn og flokkurinn hefur látið sér það í léttu rúmi liggja, hvort þetta kosningaloforð yrði efnt eða ekki. Hins vegar kunna þeir að meta atkvæði herstöðvarand- stæðinga á kjördag. Stóriðjuflokkur Fyrir kosningar telur Alþýðu- bandalagið sig vera mikinn and- stæðing stóriðju, ekki sízt ef hún á að vera í samvinnu við erlenda aðila. í ríkisstjórn hefur Alþýðu- bandalagið hins vegar hagað sér á allt annan hátt. Iðnaðarráð- herra Alþýðubandalagsins hafði mikinn áhuga á að ljúka samn- ingum um járnblendiverksmiðj- una á Grundartanga. Reyndi Magnús Kjartansson, þáverandi iðnaðarráðherra, að ljúka samn- ingum við Union Carbide sem voru nokkuð langt á veg komnir, þegar hann tók við. Það tókst ekki, því að honum entist ekki stjórnarsetan til að koma þessu máli í kring. Samt þykist Alþýðubandalag- ið nú vera á móti slíkri erlendri stóriðju. Þar sem það hentar kveður þó við annan tón, jafnvel nú fyrir kosningar. Austan af landi berst nú ómur af ummælum Hjörleifs Gutt- ormssonar, fyrrverandi iðnað- arráðherra Alþýðubandalagsins, þess efnis að hann sé meðmæltur stóriðju á Reyðarfirði og þá væntanlega í samvinnu við út- lendinga. Ástæðan er sú, að þar telur Hjörleifur sig vera að tala við fólk sem hafi áhuga á þessum framkvæmdum og því sé sjálfsagt að lofa því þar, þó að flokksmenn hans telji sig henta að tala á annan veg í öðrum sóknum. Gengislækkunarflokkur ■ Fyrir síðustu kosningar taldi Alþýðubandalagið sig sérstakan andstæðing gengislækkana og formaður flokksins, Lúðvík Jós- epsson tók margoft fram í kosn- ingabaráttunni, að lækkun geng- is kæmi alls ekki til greina. í síðustu ríkisstjórn fór ráðherra Alþýðubandalagsins með stjórn gengismála. Þegar hann stóð upp úr sínum ráðherrastól kom í ljós, að enginn ráðherra hafði á jafn stuttum tíma fellt gengið jafn oft og hann eða jafn mikið. Auðvitað þykist Alþýðubanda- lagið nú vera á móti gengislækk- un. Lítil afrek í menningarmálum Alþýðubandalagið telur sig vera sérstakan vin menningar og mennta. I síðustu ríkisstjórn fór Alþýðubandalagið með stjórn menntamála. Þegar sá ráðherra Alþýðubandalagsins lét af störf- um var það samdóma álit allra sem til þekkja, að menningar- snauðari ríkisstjórn hafi ekki setið hér á Islandi. Vafasamar stöðuveitingar munu halda nafni menntamálaráðherra Alþýðu- bandalagsins á lofti, en jákvæð- ar aðgerðir til stuðnings mennt- un og menningu eru fyrirferða- litlar í hans afrekaskrá. Stefndi í meiri launamismun Alþýðubandalagið þykist nú vera sérstakur vinur launajöfn- unar og láglaunafólks. Það þótt- ist flokkurinn líka vera fyrir síðustu kosningar. Er flokkurinn hvarf úr ríkisstjórn lá þar fyrir, að síðustu aðgerðir, sem hann bar ábyrgð á leiddu til þess, að verðbætur á laun láglaunafólks áttu að nema 11%. Verðbætur til hinna hærra launuðu áttu hins vegar að nema 13%. Ef þessar aðgerðir Alþýðubandalagsins hefðu komist í framkvæmd hefði þetta að sjálfsögðu leitt til meiri launamismunar í þjóðfélaginu. Þessi dæmi sýna, hversu lítið er að marka Alþýðubandalagið. Flokkurinn lofar öllum öllu, en þegar hann hefur aðstöðu til tekur hann hvergi á neinum vandamálum af raunsæi og festu. Það er því engum blöðum um það að fletta, að Alþýðu- bandalagið er óábyrgasti stjórn- málaflokkur á íslandi, sem leik- ur sína pólitík af fingrum fram allt eftir því við hverja hann er að tala hverju sinni. Enginn flokkur hefur blekkt eins marga jafn oft og Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið er skrumflokkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.