Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Minning: Helga Jóhannes- dóttir Sauðárkróki Helga Jóhannesdóttir var fædd 26. júlí 1898 í Syðri-Villingadal í Eyjafirði og lézt 13. nóvember s.l. á Sauðárkróki. Fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 24. nóvember s.l. Helga var 8. barn foreldra sinna, Jóhannesar Randverssonar frá Jökli í Eyjafirði og Ólínu Ragnheiðar Jónsdóttur frá Hólum í Eyjafirði. Voru foreldrar hennar báðir eyfirskir í ættir fram. Alls voru alsystkinin 11, en auk þess átti Helga 5 hálfsystkini, sam- feðra. Árið 1905 missti Helga móður sína og fór þá til móðursystur sinnar, Sigríðar, að Skáldstöðum í Eyjafirði og dvaldist þar í tvö ár. Fór hún þá til vandalausra hjóna að Kolagrímsstöðum í Eyjafirði en fluttist til Jóhannesar bróður síns og Sæunnar Steinsdóttur, konu hans, árið 1909, en þau bjuggu þá að Glæsibæ í Staðarhreppi í .Skagafirði. Hjá þeim hjónum var Helga til ársins 1915, er hún fluttist til Sauðárkróks til Geir- laugar systur sinnar og Jóns Þ. Björnssonar, manns hennar. Á Sauðárkróki gekk hún í ungl- ingaskóla er mágur hennar stjórn- aði. Árið 1919 giftist Helga Þorvaldi Þorvaldssyni. Var hann sonur hjónanna Þorvalds Gunnarssonar og Rannveigar Þorvaldsdóttur, er lengst af bjuggu í Hvammi í Laxárdal í Skagafirði. Börn Helgu og Þorvalds voru 7: Jóhannes, d. 1939, Rannveig, búsett á Sauðárkróki, Guðrún, búsett í Reykjavík, Ottó Geir, bóndi í Viðvík, kona hans var Jóhanna Erla Axelsdóttir, d. 1975; Helga, d. 1927, Helga Ragnheiður, búsett á Sauðárkróki og Sigríður, búsett í Reykjavík, gift Kristni Baldurssyni. Við lát Helgu voru barnabörn hennar 11 og barna- barnabörn 8. Um jólin 1930 missti Helga mann sinn eftir fárra daga veik- indi. Stóð hún þá ein uppi með 5 börn frá eins til tíu ára aldurs, en sjötta barnið, Guðrún, hafði áður verið látin í fóstur til frændsyst- kina Þorvalds að Stóra-Vatns- skarði og ólst hún þar upp. Við andlát Þorvalds buðu vinir hans, systkinin Elín og Þórður Blöndal á Sauðárkróki að taka í fóstur yngsta barnið, Sigríði og ólst hún upp hjá þeim. Eftir lát Þorvalds gekk Helga að hvaða störfum er til féllu til að ala önn fyrir börnum sínum. Sá hún fyrstu árin um mötuneyti sjómanna á Siglufirði síðla vetrar, stundaði síldarsöltun á sumrin og vann í sláturhúsi á Sauðárkróki á haustin. Síðar, þegar síldarsöltun minnkaði á Siglufirði, gerðist hún ráðskona hjá vega- og brúargerð- armönnum á sumrin og einnig ráðskona við mötuneyti sjómanna á Suðurnesjum á vertíðum. Síð- ustu áratugina vann hún við fiskverkun á Sauðárkróki allt til 76 ára aldurs, en hætti þá störfum vegna heilsubrests. Lengst af vann hún hjá Fiskiðju Sauðárkróks. + GUDRUN SIGURHJARTARDÓTTIR sem andaöist 27. þ.m., veröur jarösungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 1. desember kl. 11.00. Sigríöur Magnúsdóttir Höskuldur Þróinsson Siguröur Ásgeirsson Hulda Sigurhjartardóttir Helga Guðmundsdóttir Kristín Guðmundsdóttir Halldóra Eiríksdóttír Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma HALLDÓRA SIGURDARDÓTTIR lést aö Hrafnistu 20. nóv. s.l. Jarðarförin hefur fariö fram. Lovísa Björnsson, Gunnar Björnsson, Ólína Þ. Stefánsdóttir, Þórður Ágústsson, Karla Stefánsdóttir, Friðrik Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín og móðir RAGNHEIOUR ÁRNADÓTTIR, áöur til heimilis aö Hrannarstíg 3, Reykjavík, lést í Södersjúkrahús- inu Stokkhólmi aðfaranótt 20. þ.m. Ulf Selberg, Charlotta Berger + Ástkær eiginkona mín, tengdadóttir, móöir, tengdamóöir og amma BERGEY JÓHANNA JÚLÍUSDÓTTIR Sólvallagötu 12, Keflavík veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 1. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á félagiö Þroskahjálp á Suðurnesjum. Gunnar Einarsson, tengdamóðir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þakka af alhug auösýnda hjálp, samúö og vinarhug viö fráfall elsku dóttur minnar KATRÍNAR SIGRÚNAR Guö blessi ykkur öll. Ragna Sigurjónsdóttir Þorlákshöfn. Minning: Sigríður B. Björns- dóttir Skagaströnd Helga og Ragnheiður dóttir hennar héldu alla tíð heimili saman og unnu lengst af sömu vinnu. Þorvaldur, maður Helgu, hafði flust til Sauðárkróks 1918 og gerst þegar einn af forystumönnum verkamanna þar. Lagði hann jafn- framt hverju því máli lið, er hann taldi til framgangs menningu og hagsæld þjóðarinnar, svo sem bindindismálum, dýraverndun- armálum o.fl. Var hann um skeið formaður Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki. Helga var hlédræg kona, en vegna mannkosta sinna og hæfi- leika komst hún ekki hjá því að taka þátt í félagsstörfum. Starfaði hún í Verkakvennafélaginu Öld- unni á Sauðárkróki, sat nokkur ár í stjórn félagsins og var formaður í tvö ár. Félagar hennar í Öldunni hafa á ýmsum tímamótum í lífi hennar sýnt henni margvíslegan sóma og var hún kjörin heiðursfé- lagi Öldunnar árið 1976. Helga var meðalkona á vöxt, dökkhærð með kjörnuð dökk augu, hafði skörulegt svipmót, myndar- leg með glöðu yfirbragði. Hún var greind kona, skemmtileg og vel hagmælt, en svo hafði Þorvaldur maður hennar einnig verið. Hún hafði góða söngrödd og unni sönglist. Allra kvenna gjafmildust og gestrisin svo af bar. Vinsæl var hún og góður vinur vina sinna, barngóð og hændust að henni öll börn í nágrenni við hana. Helga var trúuð kona og var trúin styrkur hennar í erfiðleikum og mótlæti lífsins, sem hún fór ekki varhluta af. Blessuð veri minning hennar. Kristinn Baldursson. Fædd 16. maí 1933. Dáin 5. september 1979. Eg kynntist Ásu á Húsavík fyrir rúmum 23 árum. Hún var gift Jóni Gunnarssyni útgerðarmanni og áttu þau 3 börn, eina dóttur og tvo syni. Þau hjónin byggðu einbýlis- hús að Baughóli 7 á Húsavík og ég var svo lánsöm að búa í næsta húsi við þau. Milli okkar Ásu tókst innileg vinátta sem hélst til hinstu stund- ar. Ása var elskuleg kona, glað- lynd og hjartahlý. Hún var fram- úrskarandi húsmóðir og falleg handavinna hennar mikil heimil- isprýði. Það var alltaf ánægjulegt að koma til Ásu og Nonna enda var mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum. Aldrei gleymi ég sumardegi einum fyrir 14 árum. Það var yndislegt veður sólskin og blíða. Ása var að slá blettinn sinn með handsláttuvél. Hún kom hlaup- andi yfir til mín og sagðist hafa rekið handfangið á sláttuvélinni í brjóstið og fundið við það nístandi sársauka. Hún fór til læknis þennan sama dag, hann pantaði samstundis sjúkrahúsvist fyrir hana og viku seinna var hún komin á sjúkrahús á Akureyri. Hún hafði tekið þann sjúkdóm sem leiddi hana til dauða, konu á besta aldri. Það var eins og ský drægi fyrir sólu þegar Ása var farin á sjúkrahúsið. Ása barðist eins og hetja við þennan ægilega sjúkdóm þar til Fædd 14. september 1920. Dáin 16. júni 1979. Kynslóðir koma. Kynslóðir fara. allar sðmu ævigöng. Hversu oft erum við ekki minnt á þetta. Tímans tönn er ávallt og alls staðar að verki, allir sem koma, verða að fara. Með tveggja ára millibili hafa kvatt þetta jarðneska líf mæðg- urnar Vilhelmína Andrésdóttir og Sigríður Björnsdóttir. Þær hafa verið kallaðar til starfa á Sól- arströnd æðri heima. Mér er ljúft að minnast þeirra, þær voru mér báðar mjög kærar. Frá þeim geislaði birta og traust. Það er ekki ætlun mín með þessum orðum að rekja ættir þeirra, þess er ég ekki megnug, heldur þakka þeim alla þeirra tryggð og vináttu í gegnum árin. Eg gleymi því aldrei er þessar elskulegu mæðgur tóku á móti mér er ég fluttist hingað til Skagastrandar 1941, öllum ókunn. Ég sé þær fyrir mér þar sem þær sátu á móti mér með sinn hvorn litla drenginn minn í fanginu, annan á öðru ári, hinn á fyrsta ári. Bros þeirra og hlýja gleymist ei, þar á ég fagra mynd sem geymist í sjóði minninganna. Sigga vinkona mín, eins og hún var alltaf kölluð, var hlédræg og laus við útsláttarsemi, ljúf í fram- komu, glettin í tilsvörum. Hún var ekkert gefin fyrir að trana sér fram, allur yfirborðsháttur var henni fjærri, henni var eðlilegra að vera en sýnast, alvörukona er að kjarnanum var komið. Hún var góðum kostum búin sem best komu í ljós í baráttu hennar við erfiðan sjúkdóm, sem varð henni að lokum að aldurtila, í því stríði sýndi hún þann fádæma styrk og rósemi sem ætíð bjó með henni. Hún var ein af þeim sem ekki flaggaði tilfinningum sínum við hvern sem var, hreinskiptin og heil. Trygglynd þeim sem hún tók. Tel ég mig lánsmanneskju að hafa átt óskerta vináttu hennar alla tíð. Gestrisin var hún og skemmti- leg heim að sækja, heimili hennar bar fagran vott um snyrti- yfir lauk. Hún kvartaði aldrei og í hvert skipti sem hún kom heim af sjúkrahúsinu, snerist allur hennar hugur og starf um ástvini hennar og heimili. Eiginmaðurinn og börnin voru allt hennar líf og þeim helgaði hún krafta sína og þrek. Nú hefur frelsarinn tekið mína elskulegu vinkonu til sín, læknað sárin og þerrað tárin. Ég get aldrei þakkað henni allan þann kærleik sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni. Guð gefi manni hennar og börnum styrk og þrek í sorg og söknuði um góða móður og eigin- konu. Maria Karlvelsdóttir Njarðvíkum. mennsku. Marga skemmtilega stund áttum við hjónin á heimili hennar. Sigga var hamingjusöm í einka- lífi sínu, maður hennar Hrólfur Jakobsson, reyndist henni trúr og tryggur lífsförunautur, þau voru mjög samrýmd í hennar þungu veikindum. Bar hann hana á örm- um sér með einstakri alúð og umhyggju, sem hún mat mikils. Sigga var glæsileg kona, vel vaxin, barmurinn hvelfdur, hárið fallegt, hún var orðvör, hreinskilin við hvern sem hún skipti orðum við. Hún var mjög minnug og sagði skemmilega frá. Hún var prúð í framkomu, hæglát og dul. Eina dóttur eignaðist hún með manni sínum, Sylvíu, sem hér býr, gift Pétri Eggertssyni, eiga þau þrjá syni. Hún unni dóttur sinni mjög og eins ömmudrengjunum, sem voru hennar ljós í gegnum allar þjáningarnar. Tengdason sinn mat hún mikils, öll voru þau henni góð og vildu allt fyrir hana gera sem í mannlegu valdi stóð. Nú er lífsferill hennar á enda, hennar er sárt saknað af öllum sem hún umgekkst með sinni alúð og hlýju sem hún miðlaði svo ríkulega af. Nú gengur hún prúð og falleg fram fyrir þann sem skilur og allt veit. Nú stendur hún ekki lengur brosandi í dyrunum og fagnar þeim sem að garði ber, heldur fylgist með frá nýjum sjónarhól, nýrrar strandar, þar er henni fagnað af ástríkum foreldr- um, sem hún unni mjög. Nú er kær vinkona horfin í veröld minninganna inn um þær dyr sem enginn lýkur upp. Blessuð sé minning hennar. Einlæglegar samúðarkveðjur sendi ég ástvinum hennar og vinum, fjær og nær og bið þeim guðs blessunar. Jóna Vilhjálmsdóttir. Skagaströnd. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast i síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. Ása Jóhannesdótt- ir — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.