Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Ellert B. Schram. sem skipar baráttusætið á íramboðslista Sjálfstæðismanna i Reykjavik heimsótti ísbjörninn með formanni Sjálfstæðisflokksins og svaraði einnig spurningum fundarmanna. HVADAN ERU ÞESSIR MILLJ- ARDAR I NIÐURGREIÐSLUR TEKNIR? - AF MER DG ÞER aukið á launabil og gerði enn. Þannig mældi það nú hinum lægstlaunuðu um 27.000 krónur í verðbætur en hinum hærra laun- uðu 100.000 krónur umfram lág- launamanninn. Svona vísitölu- kerfi er rangt og siðlaust, sagði Ellert, en haldreipi Alþýðu- bandalagsins engu að síður. Launamismunur hlýtur að vísu ætíð að verða nokkur, en lægstu laun hér þarf að bæta, og verð- bólguhömlur mega ekki bitna á þeim. Gengislækkanir Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lækka gengið, var spurt. Ellert B. Schram sagði að Alþýðubanda- lagið og Þjóðviljinn hefðu fyrr á tíð talað um gengislækkun sem verk af hinu illa. Ritstjóri Þjóð- viljans hefði síðan orðið ráðherra gengismála. Á rúmu ári hefði erlendur gjaldeyrir til orlofsferða hækkað um 87% í höndum hans, og almennt meðalgengi erlendrar myntar litlu minna. Krónan hefði, um gengissig, minnkað örar í höndum hans en nokkurs annars bankaráðherra. Sjálf- stæðisflokkurinn stefndi í stöð- ugleika, í gengisskráningu sem öðrum þáttum efnahagsmála, en spurning væri, hvort aðgerðir fyrri stjórnar hefðu ekki skilið eftir sig enn lægra gengi en skráning nú segði þó til um. Verðbólgan stærsta lífs- kjaraskerðingin Fara ekki öll samningamál á vinnumarkaði úr böndum, eftir kosningar, var spurt. Ellert sagði að fyrirhugaðar skattalækkanir, sem Sjálfstæðisflokkurinn boð- aði, ættu fremur að auðvelda samninga en hitt. Samningar yrðu að vera á ábyrgð vinnuveit- enda og verkalýðsfélaga. Ekki ætti að vera hægt að koma með sífellda bakreikninga á ríkið eða velta óraunhæfum samningum yfir í aukinn dýrtíðarhraða. Verðbólgan væri stærsta lífs- kjaraskerðingin í þjóðfélaginu. Allar efnahagsaðgerðir, einnig á sviði kjaramála, yrðu að taka mið af þeirri staðreynd. Fólk væri orðið langþreytt á víxlhækkun- um, sem eyddi jafnhraðan krónu- töluhækkun launa. Stefna þyrfti á kjarabætur um aukin atvinnu- Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, endaði vinnustaðaheimsóknir sínar í yfirstandandi kosningabaráttu í frystihúsi ísbjarnarins í gær. Hann sagði fara vel á því að þessi þáttur kosningastarfs formanns Sjálfstæðisflokksins næði hápunkti í þessu glæsilega fyrirtæki. Fyrirtækið væri, bæði að tæknibúnaði og í aðbúð starfsfólks, í fararbroddi hér á landi — og jafnvel þó víðar væri leitað. Það væri dæmigert fyrir það einstaklingsframtak, sem væri ein af höfuðstoðum sjálfstæðisstefnunnar. Stefna sú, sem við boðum í orði, er hér á borði, í tilvist þessa fyrirtækis, framleiðslu þess fyrir þjóðarbúið og þeim starfsskilyrðum og aðbúnaði, er það hefur búið starfsfólki sínu. Geir Hallgrímsson geröi í stuttu máli grein fyrir kosn- ingastefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, sem miöaðist við það, að ná niður verðbólgu með markvissum og skjótvirkum að- gerðum, en jafnvægi og stöðug- leiki á efnahagssviði væri nauð- synlegur undanfari aukinna at- vinnuumsvifa, aukinnar verð- mætasköpunar og aukinna þjóð- artekna. Sá árangur yrði síðan undirstaða atvinnuöryggis og betri lífskjara. . Síðan skoraði hann á viðstadda að beina spurn- ingum til sín og Ellerts B. Schram sem væri í baráttusætinu á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Og spurn- ingarnar létu ekki á sér standa. Verðbólgan í stjórn Geirs Spurt var um verðbólguþróun 1 ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Geir sagði verðbólguhömlur í stjórn sinni hafa náð verðbólgu niður úr 54%, í upphafi stjórn- artímabils, í 26% á miðju ári 1977. Þá hafi bönd brostið, m.a. vegna þess, að fólki hafi þótt of hægt miða og þolinmæðin brostið á Jcjaravettvangi. Sá lærdómur, sem draga verði af þessu, væri m.a. sá, að ná yrði verðbólgu niður með snöggu og snörpu átaki. Til samanburðar mætti fólk þó hafa í huga verðbólguvöxt hjá þeim fjórum vinstri stjórn- um, sem hér hefðu verið við völd. Þar hefði reynslan orðið ein og hin sama í öll skiptin. Hver vill enn höggva í sama knérunninn? Víðishús Aðspurður að því, hvort hann myndi kaupa annað Víðishús, ef Ge/r Hall- grímsson og Ellert B. Schram heimsækja hann fengi völd, sagði Geir, að hann treysti sér til að selja Víðishúsið, hvenær sem væri, með ágóða fyrir ríkissjóð. — Er það þá ekki verðbólgugróði? — var spurt. Ég treysti mér til að selja það á verði, sem gerir meir en halda í við verðbólguna, sagði Geir. En hér erum við aftur komin að verðbólgunni, sem eytt hefur sparifé og kauphækkunum, þann veg, að flestir sitja að verri hlut eftir en áður. Þessvegna er höfuðatriðið að ná niður verð- bólgunni, svo hægt sé að tryggja atvinnuöryggi til frambúðar og bæta lífskjör um auknar þjóðar- tekjur. Skattalög Ellert B. Schram var spurður um, hvort skattalög yrðu óbreytt ef Sjálfstæðisflokkurinn fengi stjórnarforystu. Hann sagði að kunn væru sjónarmið Sjálfstæð- isflokksins um afnám þeirra skatta, er vinstri stjórn hefði tekið upp. Gera mætti hins vegar ráð fyrir að tekjuskattslög yrðu í aðalatriðum óbreytt, fyrst í stað, en stefna Sjálfstæðisflokksins væri að afnema tekjuskatt á venjulegar launatekjur — og auka þann veg ráðstöfunartekjur almennings. Launamismunur Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki sem mestan launamismun var spurt. Ellert sagði að vísitölu- kerfi það, sem Alþýðubandalagið legði höfuðáherzlu á að halda óbreyttu, sbr. kjörorðið, óbreytt- ar verðbætur á laun, hefði sífellt Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins heimsótti frystihús ísbjarnarins i gær og ræddi þar við starfsfólk i hádeginu og svaraði spurningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.