Morgunblaðið - 30.11.1979, Side 18

Morgunblaðið - 30.11.1979, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 Mývatnssveit: Kiwanismenn safna fyrir utanborðsvél Björk, Mývatnssveit, 29. nóv. Kiwanisklúbburinn Herðubreið í Mývatnssveit starfar af fullum kráfti. Fundir eru haldnir hálfs- mánaðarlega á miðvikudögum. Nú fyrir jólin selja félagar klúbbsins jólapappír og ljósaperur. Ágóðan- um af þeirri sölu verður varið til kaupa á utanborðsvél í björgunar- bát, sem Kísiliðjan hefur ákveðið að gefa Björgunarsveitinni Stef- áni. Vonast er til að fólk bregðist vel við og styrki af alhug þetta ágæta málefni. Svo sem kunnugt varð það óhapp í byrjun þessa mánaðar að einn starfsmaður Kísiliðjunnár féll í vatnið úr bát er hann var að vinna við dælingu úti á Mývatni. Hann bjargaðist þó af eigin rammleik eftir að vera búinn að hrekjast langan tíma í vatninu og má það kallast krafta- verk. Kristján. Fréttatilkynning viðskiptaráðuneytis: Óverjandi að falla frá framkvæmd vaxtastefnu MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá viðskipta- ráðuneytinu vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um hækkun út- lánsvaxta um 2'/2% og innláns- vaxta um 4%. Fréttatilkynningin er svohljóðandi: „Að frumkvæði ríkisstjórnar- innar hafa að undanförnu farið fram viðræður við viðskiptabank- ana um framkvæmd lánskjara- stefnunnar, einkum að því er varðar lengingu lánstíma og jöfn- un á greiðslubyrði samhliða því, að verðtryggingu sé komið á í áföngum eins og tilskilið er í lögum. Jafnframt hefur verið fjallað um nauðsyn þess að kynna almenningi rækilega þá mögu- leika, sem bankar og sparisjóðir bjóða í þessu sambandi. Sam- vinnunefnd banka og sparisjóða mun birta um þessi mál ítarlegar auglýsingar. Samband íslenzkra viðskipta- banka hefur tekið jákvætt undir lengingu lána í tengslum við fyrirhugaða vaxtabreytingu 1. desember næstkomandi. Við- skiptaráðherra hefur í dag ritað stjórn Sambands íslenzkra við- skiptabanka bréf, þar sem stefnu- mörkun í þessu efni er ítrekuð og skilgreind nánar. Á þeirri forsendu, að nú verði gerð gangskör að því að lengja lánstíma og jafna greiðslubyrði, hefur ríkisstjórnin lýst sig sam- þykka þeirri tillögu bankastjórnar Seðlabankans, að vextir af sparifé og öðrum innlánum hækki hinn 1. desember um 4%, en útlánsvextir um 2 'h% og þar með verði dregið úr mun innláns- og útlánsvaxta um Vh.%. Þessi afstaða ríkis- stjórnarinnar er beinlínis á því byggð, að nú verði stigið ákveðið skref til að framkvæma þá þætti lánskjarastefnunnar, sem snúa að lengd lánstíma og jöfnun greiðslu- byrði og verði þannig komið jöfn- um höndum til móts við hag sparifjáreigenda og þarfir lántak- enda um jöfnun greiðslubyrði. Þótt allar aðstæður séu óvissar, telur ríkisstjórnin óverjandi að falla nú frá skipulegri fram- kvæmd stefnunnar að koma á verðtryggingu sparifjár og láns- fjár fyrir lok árs 1980. Vitaskuld er æskilegt að markið náist að sem mestu leyti með því að úr verðbólgu dragi á næsta ári, en ein forsenda þess er einmitt að dregið verði úr verðrýrnun sparifjár al- mennings með markvissum hætti." Fýlan angrar Siglíirðinga Sislufirði. 29. nóv. FÝLAN frá Sildarverksmiðjunni hefur verið með alversta móti undanfarna daga og er hún sannast sagna að gera útaf við okkur Siglfirðinga. Reykinn frá verksmiðjunni hefur lagt yfir nærliggjandi götur og þarf að aka með fullum ökuljósum á Ránargötu. Barnaskólinn er aðeins í 100 metra fjarlægð frá verksmiðjunni og er á mörkunum að hægt sé að kenna í skólanum vegna reyks og Sjötugs- afmœli ÁRNI SÆMUNDSSON bóndi og hreppstjóri í Stóru-Mörk er sjötugur í dag 30. nóvem- ber. Árni er þekktur félags- málamaður í sinni heima- sveit. Hann hefur nú verið hreppstjóri Vestur-Eyja- fjallahrepps um 40 ára skeið. Þá hefur hann einnig verið verkstjóri við haustslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands í Djúpadal í svipaðan ára- fjölda. Kona hans er Lilja Olafsdóttir frá Skálakoti í sömu sveit. JNNLENT fnyks þegar reykinn leggur yfir skólann. Hefur skólanefndin gert samþykkt og krafist úrbóta. Þá hafa orðið skemmdir á hús- um í nágrenni verksmiðjunnar vegna óþverra frá henni og hefur bæjarfógeti látið kalla til menn til þess að meta skemmdirnar. — m.j. Óskað eftir blæjubílum! SÓLSKINSFLOKKURINN, sem býður fram á Reykjanesi í kosn- ingunum til Alþingis nú um helg- ina, hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem athygli er vakin á stefnumálum flokksins. Meðal baráttumála flokksins er að fá fólk til að blása á móti vindinum, að veðurfræðingar verði settir á uppmælingataxta og þeim aðeins borgað fyrir sólardaga. Þá lýsir framkvæmdarstjórn flokksins eft- ir blæjubílum til aksturs á kjör- dag. Germaníu- myndasýning FÉLAGIÐ Germanía sýnir á morgun, laugardag, kl. 2 síðd. í Nýja Bíói ævintýralega mynd frá dögum Friðriks mikla, á 18. öld. Þetta verður síðasta kvikmynda- sýning á vegum Germaníu á þessu ári. Öllum er heimill aðgangur. Allt í jólabaksturinn. HAGKAUP Kocktel ávextir Ferskjur Ananas bitar Waitrose bakaðar baunir Waitrose blandaö grænmeti Waitrose gulrætur Waitrose te Libby’s tómatsósa Ljómasmjörlíki Síöustu möguleikar á aö fá Vá kg. (á gamla verðinu) þaö 1/1 dós 1/1 dós 1/1 dós 1/2 dós 1/2 dós 1/2 dós 100 grisjur 24 oz. 1/2 kg. kr. 979.00,- kr. 785.00,- kr. 609.00,- kr. 479.00,- kr. 315.00.- kr. 389.00.- kr. 509.00,- kr. 689.00,- kr. 319.00.- smjör á 905 kr. pr. hækkar í 1.253 kr. Jólatæki ársins PeiOs /CiOt Verö aöeins: Stereo kr.155.765.- 29800 Skipholti19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.