Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 29

Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 29 Hver verður ábyrgð þeirra gagnvart náunga sínum? út en í hennar stað setjast að óheilindi og virðingarleysi fyrir eignum og rétti náungans. Skemmdarverk eru unnin í skjóli myrkurs og hvers konar aðstöðu- brask blómgast. Því ríkið greiðir það sem aflaga fer, ríkið, þessi stofnun sem hirðir af einstakl- ingnum tekjur hans, eltir hann uppi í formi fjölbreytilegra skatt- heimtuaðgerða en er í eðli sínu svo fjarlægt að óskir og ákvarðanir hvers og eins vega þar sáralítið. Forgangsröð Til þess að ná fram árangri verðum við að framkvæma verk- efni í réttri röð. Ábyrgðin kemur ekki á silfurfati með auknum ráðstöfunartekjum. Hana verður að rækta á heimili og í skólastofn- unum, og þar með er hún gengin af stað út í þjóðfélagið. En hvort hefur þá forgangsröð ábyrgðin eða valfrelsið? Til þess að auka ábyrgðartil- finningu einstaklingsins, dugir lítið að ætla að rækta hana upp í umhverfi ríkisforsjár á öllum sviðum. Eðli slíks ofurvalds getur ekki samræmst ábyrgðartilfinn- ingu hvers eihstaklings. Þá má einnig nefna að vinnutími fjöl- skyldunnar er of fastskorðaður og of langur til þess að hún geti rækt uppeldishlutverk sitt. Vegna fjar- stýringar og fjármagnsleysis geta skólar landsins ekki veitt eintakl- ingnum þá aðhlynningu til þroska sem hann þarf, og reyndar end- urspegla þeir ríkjandi viðhorf gagnvart ábyrgðarleysinu. Hér eru auðvitað undantekningar til bæði á heimilum og í skólum en því miður allt of fáar. Krafan um aukið valfrelsi hlýtur því að vera forgangskr'afa svo skólar og heim- ili geti rækt hlutverk sitt. Við slíkar aðstæður væri líklegra að geta byggt upp ábyrgð- artilfinninguna. Þar með gætum við rækt uppeldishlutverkið og endurreist íslenskt þjóðfélag í anda Frjálshyggju, fyrr ekki. Nú er tækiíærið! Það er kominn tími til þess að setja hnefann í borðið og hefja endurreisn íslensks þjóðfélags byggða ,á valfrelsi og ábyrgð einstaklinganna. Þá er einnig tími til kominn að almenningur i þessu landi sýni að hann vill í raun eitthvað leggja á sig til þess að komást út úr því víxlaþjóðfélagi er við byggjum. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðu- búinn að hefjast handa, hann hefur mótað hugmyndir sínar af hreinskilni og stefnufestu. Hafir þú lesandi góður, hingað til stutt annan stjórnmálaflokk, þá er kominn tími til að þú gefir Sjálfstæðisflokknum tækifæri til þess að sanna hvort í stefnu hans felast „blekkingar" eða raunsæjar og ferskar leiðir til framfara. Eftir það ættirðu fyrst að geta metið hvaða stjórnmálaflokki er best treystandi. „Síðasti Móhíkaninn“ — ný „Sí&ild saga“ BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefur gefið út nýja bók í bókaflokknum Sígildar sög- ur með litmyndum og er það hin heimsþekkta saga, „Síðasti Móhíkaninn“ eftir James F. Cooper í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Bók- in er eins og allar bækur í þessum flokki skreytt mikl- um fjölda mynda sem prent- aðar eru í litum. Jólabasar kvennadeildar Rauða krossins sennilega hefir verið fyrsti sjó- mannatrúboðinn hér á landi. Kaþólskir komu einnig mjög við sögu þessa máls. T.d. var á skútuöldinni um skeið starfandi sjómannakirkja og sjúkrahús á Fáskrúðsfirði, og e.t.v. var svo víðar, er aðallega var ætlað „duggusjómönnum", en þeir voru kaþólskir flestir. Hlutur Hjálpræðishersins er einnig mikill í þessari sögu. En látum svo útrætt að sinni um sögu sjómannatrúboðs og starfs á íslandi. Eins og eg gat um hér að framan hefir Kristilegt Sjó- mannastarf það að markmiði sínu að breiða út hið lifandi orð, á meðal sjómanna, og í því skyni hefir bróðir Þórður og fleiri ásamt honum farið um borð í skip, haldið þar samkomur og vitnað um hinn lifandi frelsara frammi fyrir sjó- mönnunum. Gefnar hafa verið í skipin biblíur, rit og blöð, kristi- legs efnis. Konurnar sem í upphafi stofn- uðu þessi samtök, er ber nafnið Kristilega Sjómannastarfið, áttu allar lifandi trú á hinn lifandi Frelsara, og þær tilheyrðu hinni Evangelisku Luthersku kirkju, og á grundvelli hinnar evangelisku kristnu trúar, byggir á og starfar Kristilega Sjómannastarfið. Hinn 11. janúar árið 1973, opn- aði Kristilega Sjómannastarfið stofu, sem vér getum nefnt vísi að sjómannastofu, fyrir starfsemi sína að Vesturgötu 19 hér í Reykjavík, og var hún opin tvo tíma á dag, alla virka daga. Þetta var og er að vísu alltof skammur opnunartími fyrir slíka stofnun. Á þessu ári, þ.e. 1979 í maí, missti Kristilega Sjómannastarfið húsnæði sitt að Vesturgötu 19, og syrti þá í álinn um tíma. En Drottinn sér ávallt um sína, og nú hefir Kristilega Sjómannastarfið á nýjan leik opnað stofu fyrir starfsemi sína, stærri og vistlegri en hin fyrri var. Þessi nýja stofa, sem Kristilega Sjómannastarfið hefir opnað fyrir starfsemi sína, er í húsinu nr. 15 við Bárugötu hér í Reykjavík. Og í tilefni af þessum nýja áfanga í starfssögu félagsins, hef- ir grein þessi skrifuð verið. Mér virðist sem Drottinn hafi blessað þetta starf hingað til og Hann vilji blessa það áframhald- andi. Því það er Hans vilji, að sjó- mennirnir fái einnig að heyra um hjálpræðisverk hans, oss til handa. Reykjavík á októberdögum 1979. B.G.E. HINN árlegi föndur- og kökubas- ar Kvennadeildar Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands verð- ur haldinn laugardaginn 1. des- ember að Hallveigarstöðum við Túngötu. Á boðstólunum verða kökur, ásamt miklu úrvali af handunnum leikföngum og jólaskreytingum, sem félagskonur hafa unnið sjálf- ar auk ýmissa annarra muna. Allur ágóði af basarnum rennur ' til bókakaupa fyrir sjúkrahús, en kvennadeildin hefur með höndum Jafnrétti fatlaðra Heimildir Bókaútgáfa MenninganjóAs Svör stjórnmála- flokkanna við spurningum fatlaðra Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út rit sem ber nafnið „Jafnretti fatlaðra- heimildir". Er í ritinu að finna bréf það sem Sjálfsbjörg og Blindrafélagið sendu stjórnmál- aflokkunum og svör þeirra. Einnig er þar að finna skýringar á aðdraganda þessa atburðar. bókaútlán til sjúklinga á öllum sjúkrahúsum borgarinnar ásamt Sjúkrahóteli Rauða kross Islands. „Bjartsýni léttir þér lífið“ „BJARTSÝNI léttir þér Iífið“ nefnist sjötta bók Norman Vin- cent Peale, sem Baldvin Þ. Krist- jánsson þýðir og kemur út á islenzku. „Þetta er bók um nýjan lífsstíl, sem veitir fólki styrk til þess að bjóða öllu andstreymi byrginn," segir m.a. í fréttatilkynningu frá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi, sem gefur bókina út. Þar segir og: „Bjartsýni er besta lífsspekin. Norman Vincent Peale vekur með bókum sínum nýjan lífshvata og nýjar vonir. Hann leiðir fólk með skerptri innsýn til nýrra orku- linda. Hann miðlar af sinni sterku trú og á frjótt og hamingjuríkt líf. Norman Vincent Peale er mest lesni og athyglisverðasti sálusorg- ari Ameríku. Kenningum hans er veitt athygli af milljónum manna um allan heim. Á hverjum sunnu- degi bíða hans langar raðir manna fyrir utan kirkju hans í New York.“ wmmmm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Þökkum öllum þeim er hjálpuöu okkur vegna ferða okkar til Bretlands með litlu dóttur okkar. Kveðjur Rannveig og Guðjón Skipasundi 5. UtanlqöESÍaðakoaiiiig Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788, 39789. Sjálfstæöisfólk, vinsamlegast látiö skrif- stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru heima á kjördegi. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá. Utankjörstaðakosning fer fram í Miöbæjar- skólanum alla daga 10—12, 14—18 og 20—22 nema sunnudaga 14—18. Oatöoop baRfcera>s COROOCT O WattlWDRX* <1 ConlOWWy MMr r OPNUM í DAG Jólaljós á jólamarkaðnum Ensku Coronet úti jólaluktirnar — eru ekki bara falleg jólaskreyting þær eru líka á ótrúlega hagstæðu verði. ★ Serían er 10 ljós, gul, rauð, blá, græn og hvít. ★ Samþykkt af Rafmagnseftirlitinu ★ Tilvaldar fyrir verzlanir og fyrir- tæki. ★ Algerlega vatnsþéttar Húsfélög sambýlishúsa fá magnafslátt Jólamarkaðurinn Skólavörðustíg 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.