Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
^ ljósin
á sjónum
Eitt mikilvægasta öryggisatriði báta og
skipa eru Ijósavélar sem hægt er að treysta í
hvívetna. Caterpillar hefur áunnið sér traust
og viðurkenningu sem framleiðendur full-
komnustu Ijósavéla sem völ er á.
Caterpillar rafalar og vélar eru byggðar á
eina grind, þannig að öll meðferð og niður-
setning verður auðveldari. Engar óþarfa til-
færingar um borð, aöeins að tengja sam-
stæðuna við rafkerfi skipsins. Þannig stuðl-
ar Caterpillar markvisst að aukinni hag-
ræðingu og minni tilkostnaði.
Kynnið ykkur hið fjölbreytta úrval Caterpill-
ar rafala og aflvéla og þið munuð komast að
raun um að Caterpillar er fjárfesting sem
skilar arði.
CAT-PLÚS — hin fullkomna viðhalds- og
viðgerðarþjónusta Heklu hf. eykur svo enn
á öryggi og hagkvæmni.
Hjálparvélar
3304 — 85 og 125 BHP
3306 — 190 og 235 BHP
Rafalar
3304 50—85 kw
við 1500 sn/mín.
3306 110—115 kw
við 1500 sn/mín.
CATERPILLAR
SALA S. ÞJÓNUSTA
HEKLA hf
CoterpiMar, Cat.og CB eru skrósett vörumerki
Laugavegi 170-172, - Sími 21240
SINDRA
STALHE
mm
Fyrirliggjandi í birgðastöð
STANGAJÁRN
Fjölbreyttar stæröir og þykktir
SÍVALT JÁRN
FLATJARN
VINKILJARN
L
FERKANTAÐ JÁRN
□
Borgartúni31 sími27222
VANTAR ÞIG VINNU (nj
VANTAR ÞIG FÓLK i
Þl' AUGLÝSIR l M ALLT
LAND ÞEGAR Þl AL'G-
LYSIR í MORGUNBLAÐIM
Allir vilja alla!
MÖRG af ríkustu félogum Evrópu hygjíjast krækja sér í fræga
leikmenn á næstunni, eða ætla að minnsta kosti að gera
heiðarlegar tilraunir til þess ef marka má orðróminn.
Borussia Dortmund hefur t.d. gert Barceiona risavaxið tilboð í
austurríska landsliðsmiðherjann Ilans Krankl. og er ekki óiiklegt
að Barcelona þiggi seðlana og slcppi Krankl. því að hann hefur
ekki náð að sýna sínar bestu hliðar með Barcelona og var mcira að
segja settur út úr liðinu um tíma eigi alls fyrir löngu.
Forráðamenn Bayern Miinchen hafa opinberað áhuga sinn á því að
kaupa Liam Brady frá Arsenal. Það hafa raunar fleiri félöggert, eins
og t.d. Leeds Utd. Til þessa hefur það ekki freistað Brady að leika
með öðru bresku liði, en meira spennandi er tilhugsunin um að leika
með þýsku liði og lengi stóö til eftir síðasta keppnistímabil að hann ■
héldi til meginlandsins.
Til að kóróna allt saman hefur Barcelona lýst því yfir að félagið
hafi í huga að gera Liverpool tilboð í skoska miðherjann Ken
Dalglish. í öllum umræðum þessum er farið frjálslega með
fjárupphæðir, en best þó að segja sem minnst um þær fyrr en úr
sölum þessum verður. Ef þær þá fara fram.
Ýmis úrslit
NOKKRIR aukaleikir í 1. umferð ensku FA-bikarkeppninnar fóru
fram í fyrrakvöld, úrslit þeirra urðu sem hér segir:
Chesterficld — Grimsby 2—3
Huddersfield — Darlington 0—1
Plymouth — Colchester 0—0
Rotherham — Morecambe 2—0
Wimbledon — Gillingham 4—2
Grimsby mætir Sheffield Utd. í næstu umferð, Darlington mætir
Bradford, Rotherham mætir Altrincham og Wimbledon leikur
gegn Portsmouth.
Kíði Wels peninga?
SKOSKI spretthlauparinn Alan Wells hefur verið meðal annarra
dreginn til yfirheyrslu hjá breska frjálsíþróttasambandinu til að
svara þeim ásökunum, að hann og félagar hans hafi þegið peninga
i Hálandakeppninni svokölluðu í Skotlandi siðastliðið sumar.
Wells er ein af vonum Breta á Ólympiuleikunum i Moskvu sem
fram fara næsta sumar og þvi mikið áfall ef þeir neyðast til þess að
svipta kappann áhugamannaréttindum, en það hefði auðvitaö i för
með sér að hann mætti ekki keppa á ÓI. Auk Wells verða
yfirheyrðir vegna þessa máls þeir Graham Williamsson, John
Robson, Frank Clement, Chris BÍack og Nat Nuir, allt Skotar.
Þriggja mavma fram-
kvæmdastjórn sér
um rekstur IA
35. ÁRSÞING íþróttabandalags Akraness var haldið dagana 20. og
22. nóv. 1979 i íþróttahúsinu v/Vesturgötu. Gestir þingsins voru
Hanncs Þ. Sigurðsson og Hermann Guðmundsson frá Í.S.Í.
Tæplega 50 kjörnir þingmenn sátu þingið, og var f jölmennt báða
þingdaga. Þingforsetar voru Hallur Gunnlaugsson og Ólafur I.
Jónsson. Ritarar Jón Gunnlaugsson og Sveinbjörn Hákonarson.
Á þinginu var Jón Gunnlaugsson heiðraður með gullmerki Í.A.
fyrir 250 leiki og er Jón fimmti leikmaðurinn er hlýtur gullmerki
Í.A.
Hallur Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Sundfélags Akraness
og fyrrverandi stjórnarmaður Í.A. afhendi íþróttabandalaginu að
gjöf frá Sundfélaginu mynd af Guðjóni Guðmundssyni sundmanni,
en Guðjón er fyrsti Akurnesingurinn er valinn hefur verið til þáttöku
á Ólympíuleikum og átt hefur Norðurlandamet í sundi. Einnig var
Guðjón valinn íþróttamaður ársins árið 1972. Myndin mun prýða
veggi í fundarherbergi Í.A.
Mikilsverð breyting var gerð á starfsháttum stjórnar Í.A.
Samþykkt var á þinginu að kjósa þriggja manna framkvæmdastjórn
er sjá mun um daglegan rekstur I.A. en einnig munu starfa í stjórn
Í.A. fulltrúar úr aðildarfélögum og ráðum innan Í.A.
Þingheimur skoraði eindrejgið á Þröst Stefánsson að gefa kost á sér
til endurkjörs sem formann I.A. Þingheimur fagnaði mjög er Þröstur
Stefánsson varð við þeirri áskorun.
Framkvæmdastjórn íþróttabandalags Akraness var kosin á
þinginu og er: Formaður Í.A. Þröstur Stefánsson, ritari Pétur
Jóhannessor, gjaldkeri Sigursteinn Hákonarsson.
Svohljóðaadi samþykktir voru gerðar á þinginu:
35. ársþing Í.A. samþykkir að skora á Bæjaryfirvöld á Akranesi að
hefja nú þegar undirbúning að byggingu löglegrar sundlaugar hér á
Akranesi.
35. ársþing Í.A. samþykkir að skora á bæjaryfirvöld á Akranesi að
hraða skipulagi á íþróttasvæði Akraness þannig að Í.A. geti hafið
framkvæmdir við fyrirhugaðar byggingar sínar á svæðinu.
Einkunnagjöfin
^...............................
VALUR: Brynjar Kvaran 3, ólafur Benediktsson 1, Þorbjörn
Guðmundsson 2. Brynjar Ilarðarson 2, Þorbjörn Jensson 1, Bjðrn
Björnsson 1. Bjarni Guðmundsson 3, Steindór Gunnarsson 3,
Stefán Gunnarsson 2, Jón II. Karlsson 2, Stefán Halldórsson 1,
Gunnar Lúðvíksson 2.
VÍKINGUR: Jens Einarsson 4, Kristján Sigmundsson 1, Steinar
Birgisson 3, Ólafur Jónsson 2. Sigurður Gunnarsson 2, Páll
Björgvinsson 3, Erlendur Hermannsson 3, Árni Indriðason 3,
Þorbergur Aðalsteinsson 2.