Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 3 Noröurland eystra: Tvísýnustu og afdrifa- rikustu kosningarnar segir Halldór Blöndal, 2. maður D-lista KOSNINGARNAR í Norður- landskjördæmi eystra verða tvísýnni og e.t.v. afdrifarikari en 1 nokkru öðru kjördæmi, sagði Ilalldór Blöndal, annar maður á D-lista, er Mbl. innti hann eftir stöðu og líkum Sjálf- stæðisflokksins þar nyrðra. Sprengiframboðið, S-listinn, er að vísu fjarri þvi að fá mann kjörinn, til þess þyrfti hann um 1700 atkvaeði. Spurningin er hinsvegar þessi, hvort þetta framboð dreifi atkvæðum nægj- anlega tii þess, að þriðji maður á framboðslista Framsóknar- flokksins, sem er „herstöðva- andstæðingur“, nái kosningu og felli 2 menn á D-lista. Þessi spurning er möndullinn sem kosningarnar snúast um hér. Því fleiri sem gera sér þetta ljóst, þeim mun meiri líkur eru á hagstæðum kosningaúrslitum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hér getur hvert eitt atkvæði verið úrslitaatkvæðið! Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks, D-lista, hafa haldið fjölda vinnustaðafunda um kjör- dæmið allt, auk þátttöku í hefð- bundnum framboðsfundum. Síðasti framboðsfundurinn er í kvöld (þ.e. gærkveldi) hér á Akureyri. Greinilegt er, að stefnumótun Sjálfstæðisflokks- ins í efnahagsmálum á fylgi að fagna, ekki sízt hjá ungu fólki, sem hefur lagt flokknum drýgra lið nú en oftast áður. Þannig mættu um 400 manns á fundi frambjóðenda með ungu fólki hér á Akureyri. Halldór vitnaði til orða Ingv- ars Gíslasonar (B-l) á fundi J.C. á Akureyri. Þar hefði Ingvar gert því skóna, að sprengifram- boð S-lista yki á vonir Fram- sóknarflokksins um 3 kjördæma- kjörna menn. Þá félli annar maður á lista Sjálfstæðisflokks, auk þess sem S-lista atkvæði gögnuðust ■ ekki Sjálfstæðis- flokknum til landskjörs (uppbót- arsæta). Sem betur fer, sagði Halldór, er þessi staðreynd, að tvískipting atkvæða getur í bezta falli leitt til „dauðra at- kvæða“, en ef illa fer, til stór- skaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að verða fleirum og fleirum ljós, eftir því sem nær dregur kosn- ingum. Þetta hefur styrkt D-list- ann. Það er eindregin áskorun mín til alls sjálfstæðisfólks, yngri sem eldri, í sveit og við sjó, sagði Halldór að lokum, að leggja sig alla fram í lokaátök- unum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur byr um allt land. Nýtum þennan byr til að gera stöðu Sjálfstæðisflokksins í Norður- landi eystra sem sterkasta. Með samátaki náum við því sem að er stefnt. Sumar verzlanir opnar til klukkan 16 á morgun FYRIR skömmu gerðu Kaupmannasamtök íslands og Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur með sér samkomulag um það hve lengi verzlanir á höfuðborgarsvæðinu skuli vera opnar i desember. í samkomulaginu var m.a. ráð fyrir því gert að verzlanir skuli vera opnar til klukkan 12 á morgun, laugardaginn 1. desember. Guðlaugur. Kvaðst hann vona að aðrir kaupmenn fylgdu í kjölfarið og verzlanir yrðu almennt opnar til klukkan 16 á morgun, iaugar- dag. Esóp er sígildur — og verður eftirlæti allra w ESOPS Þorsteim fiá Hamri þýddi FrankBaber myndskneytti Umsagnir: ... hin eigulegasta og tilval- in gjöf til barna og unglinga og hvers vegna ekki fullorð- inna. Til þeirra mun Esóp hafa beint orðum sinum. — Jóhann Hjálmarsson. Morgunbladinu. ... fullar af þekkingu á mannlegu eðli og heilræðum, sem ættu að duga okkur nokkur ár í viðbót, en nú hafa þær verið við lýði í hartnær 2,500 ár. — Aðaisteinn Ingólfsson. Dagblaðinu. ... þýðing Þorsteins frá Ilamri hefur tekist afbragðs- vel eins og vænta mátti af svo vandvirkum höfundi. Hún er í senn lipur og á ákaflega fallegu máli. — Jóhann Hjálmarsson, Morgunbiaðinu. Ykkar bók, barna ykkar og barnabarna. Verökr. 5.980 öp) BÓKAFORLAG/Ð SAGA Hverfisgötu 54, sími 27622, Reykjavík. Talsverðrar óánægju hefur gætt meðal kaupmanna vegna þessa og hefur orðið að samkomulagi milli nokkurra verzlana í Reykjavík að hafa opið til klukkan 16 á morgun, eða eins lengi og reglugerð heimil- ar. Umræddar verzlanir eru Karnabær, Vörumarkaðurinn, Hagkaup og Penninn. „Verzlanirnar eru til þess að þjóna fólkinu og því viljum við hafa þær opnar eins lengi á laugardaginn og heimilt er,“ sagði Guðlaugur Bergmann kaupmaður í Karnabæ í samtali við Mbl. í gær. „Við höfum auðvitað borið þetta undir starfsfólk okkar og það er tilbúið að vinna," sagði MARGAR SOLUR YTRA Á NÆSTUNNl MÖRG íslenzk fiskiskip landa afla sínum erlendis þessa dagana og er það bæði vegna þess, að um hálfgert millibilsástand er að ræða hjá bátaflotanum og að á þessum árstíma er oft gott verð á ísfiski í Englandi og V-Þýzkalandi vegna erfiðleika við sjósókn í Norðursjónum. Búist er við að mörg skip selji ytra fram undir jól. I gær seldi Ársæll Sigurðsson 100 lestir í Grimsby fyrir 51 milljón, meðalverð 510 krónur. Þá seldi Hrafn Sveinbjarnarson 76 tonn í Cuxhaven fyrir 32.4 millj- ónir, meðalverð 424 krónur. Strokuf anginn óf undinn STROKUFANGINN Sigurður Sigurðsson er ófundinn, sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær hjá dómsmálaraðuneytinu. Nú eru rúmir þrír mánuðir síðan Sigurður strauk úr Vestre- fangelsinu í Kaupmannahöfn, en hann strauk þaðan á ævintýra- legan hátt aðfaranótt 28. ágúst. Sigurður afplánaði þriggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasölu. Þorsteinn J. Jónsson fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu sagði að nokkrar ábendingar hefðu borizt frá fólki, sem taldi sig hafa séð Sigurð í Danmörku og annars staðar í Evrópu en þær hefðu ekki leitt til lausnar málsins. Virðist Sigurður hvergi hafa skilið eftir sig spor. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Engin sambærileg verk áöur á íslenzku: Bækur allrar f jölskyldunnar Úr horfnum heimi koma goö, jötnar og hrímþursar Ijóslifandi fram á sjónarsviöiö. Goé og garpar úr norraanum sögnum: Hugmynd- ir hinna heiönu forfeöra okkar um sköpun heimains, uppruna goöa og manna — og framvinduna. Meginkjarni norrænnar goöafræöi í fjörlegri frásögn og hugvitssamlega myndskreytt- ur. GOÐ.MENN OG MEINVÆTTIR úr griskum sögnum i-niR MhHMÍI.CtMSON, SR.LRIX'RA MVLiM SSONWlXíl ClfWV.\NI C ASKU.I MYNIXKKKOTI Goö, menn og meinvaattir úr gríakum sögnum: Gömlu goðsagnirnar, um aldir snar þáttur í menningarsögu Vesturlanda, færöar í aðgengileg- an búning, sem höföar til nútíma lesanda. Fjölskrúðugt safn klassískra sagna, fagurlega myndskreytt. í líflegri og þróttmikilli endursögn Siguröar A. Magnússonar. Verö kr. 8.970 fBÓKA FORLAGiÐ SAGA Hverfisgötu 54, sími 27622, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.