Morgunblaðið - 30.11.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
15
umsvif og auknar þjóðartekjur.
Það væri inntakið i stefnu Sjálf-
stæðisflokksins. Hann sagðist
ekki sjá ástæðu til að samn-
ingsmál þyrftu að verða erfiðari
á næstunni en verið hefðu um
langa hríð.
Niðurgreiðslur
og vöruverð
Aðspurður um áhrif lækkana á
niðurgreiðslum á vöruverð, sagði
Ellert. Samkvæmt fjárlagafrum-
varpi á að verja 24 milljörðum
króna í niðurgreiðslur, einkum á
búvöru. Hvaðan eru þessir millj-
arðir teknir? Af mér og þér — í
margs konar skattheimtu, m.a.
um hækkað vöruverð. Þannig
vara greidd niður jafnt fyrir þeim
sem há laun hefur og hinum sem
lág laun hefur. Er ekki rétt að
lækka þessar niðurgreiðslur,
nálgast eilítið kostnaðarverð vör-
unnar, og lækka um leið skatt-
ana, þ.e. auka á ráðstöfunartekj-
ur fólks? Og tryggja jafnframt
kaupmátt hinna lægst launuðu
um tekjutryggingu, sem nær til
þeirra einna, en ekkijafnframt
hálaunafólks, eins og gildir um
niðurgreiðslurnar.
Forsíðan og
lygarnar
Ellert B. Schram sýndi við-
stöddum forsíðu Þjóðviljans í
gær. Þar er mynd af mér, sagði
Ellert, að vísu ekki eins góð og
þær er Morgunblaðið notar, bætti
hann við, — ásamt fáséðum
lygasamsetningi, sem mér er
lagður í munn og eftir mér
hafður. Ég hefi hvergi minnst á
vinnuuppsagnir, í umræðu um
efnahagsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins; ég hef hvergi rætt um
atvinnuleysi, henni samfara.
Þvert á móti hefi ég staðhæft, að
án aðgerða gegn verðbólgu, eins
og við boðum, sé atvinnusam-
dráttur og atvinnuleysi á næstu
grösum. Eg hefi staðhæft að ná
þurfi niður verðbólgu til þess að
hægt sé að byggja um atvinnu-
vegi, tryggja atvinnuöryggi og
bæta lífskjör. Málflutningur af
því tagi, sem þaninn er um þvera
forsíðu Þjóðviljans, er blaðinu til
háborinnar skammar, sagði Ell-
ert. Undir þessi orð Ellerts tóku
viðstaddir með lófataki.
Lífskjör
í Færeyjum
og hér
Hversvegna hefur fiskvinnslu-
fólk í Færeyjum betri kjör en
hér? — var spurt. Geir Hall-
grímsson sagði að ein höfuðskýr-
ingin á lakari lífskjörum hér en í
nágrannalöndum væri óðaverð-
bólgan, samhliða ýmis konar
hömlum, sem draga úr atvinnu-
umsvifum og verðmætasköpun í
þjóðarbúskapnum, en það væri jú
þjóðartekjurnar sem heild sem
settu þjóðinni lífskjararamma.
Hann benti enn á framtak það,
sem að baki byggi fyrirtæki því,
sem við værum nú stödd í, en það
væri einmitt slíkt framtak, sem
vísaði veginn til verðmætasköp-
unar og bættra lífskjara. Búa
þarf atvinnuvegum og atvinnu-
fyrirtækjum möguleika á að
byggja sig upp, og nýta hyggilega
allar okkar auðlindir, til þess að
lífskjör morgundagsins geti orðið
sambærileg því bezta, sem þekk-
ist með öðrum þjóðum.
Við erum, íslendingar, aðeins
220.000 talsins, eða eins og stór
fjölskylda. Þjóðarfjölskyldan
þarf að standa að samátaki til að
ná niður verðbólgunni, mein-
semdinni í þjóðarbúskapnum, og
taka jafnhliða til höndum um, að
tryggja atvinnuöryggi og bætt
lífskjör í næstu framtíð. Við
getum, samtaka, náð lífskjörum,
sem verða ekki aðeins sambæri-
leg við nágrannaþjóðir, heldur
betri.
Að lokum þakkaði viðstaddur
starfsmaður gestum komuna og
lét í ljósi þá von, að slíkir
rabbfundir mættu endurtaka sig,
jafnvel innan styttri tíma en liðu
milli kosninga.
höfum
ákveðió
hafa
i morgun
laugardag
desember
- 4 A. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
WKARNABÆR
Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22
HAGKAUP
Skeifunni 15,
Laugavegi 59 (Kjörgarður)
Armúla 1A.
Hallarmúla 2,