Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Nýtt búvöruverð: Smjörkílóið myndi kosta 4.752 krónur óniðurgreitt — en er selt á kr. 2.870 FRAMLEIÐSLURAÐ landhúnaðarins hefur auglýst nýtt verð á land- búnaðarafurðum og hafa þær hækkað að meðaltali um rúm 11%. Gunnar Guð- bjartsson formaður Stétt- arsambands bænda sagði að mjólkursamlög hefðu mótmælt þegar að fá ekki þá hækkun, er þau teldu sig þurfa og væri ljóst að bændur fengju 8 kr. minna Enn óákveð- ið hver tekur við af Gunnari GUNNAR Thoroddsen vara- formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur ákveðið að hætta formennsku í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, eins og fram kom í samtali við hann hér í blaðinu í gær. Þing- flokkurinn hefur ekki enn kosið sér nýjan formann, en ýsmir hafa verið nefndir, þ. á m. Ólafur G. Einarsson, sem hefur gegnt varaformennsku í þingflokknum, og nafnarnir Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. á lítra en þeim bæri. Sagði Gunnar að ekki hefði verið rætt meðal bændasamtak- anna um hækkanir, en Framleiðsluráð myndi fjalla um þær á fundi eftir helgina. Verð á mjólkurlítra er í dag kr. 281 og 562 í tveggja lítra fernum. Rjómi í !4 lítra fernu kostar 466, skyr 517 kr. kg, smjör 2.870, ostur 45% kr. 3.067 kg og 30% ostur 2.687. Undanrennulítri kostar 225 kr. Niðurgreiðslur á hvern mjólkurlítra eru kr. 98, 139 kr. á hvert kg skyrs en 1.887 kr. á smjörkíló. Myndi því smjörið kosta 4.752 kr. ef það væri ekkert niðurgreitt. Fimm kg kartöflupoki með glugga kostar í 1. verðflokki kr. 1.352 og er slíkur poki niður- greiddur um 450 kr. Smásöluverð nautakjöts í heilum og hálfum skrokkum er kr. 2.304 kg, hrygg- stykki kostar kr. 4.846 kg og bógstykki kr. 2.925 í 1. verðflokki og í 2. verðflokki kostar hakk kr. 3.913 kg og gúllass kr. 6.114. Hvert kg í 1. verðflokki nautakjöts er niðurgreitt um 478 kr. og 428 kr. í 2. verðflokki. Verð á kindakjöti er í úrvals- flokki kr. 1.910 fyrir hvert kg af skrokkum skiptum eftir óskum kaupenda og kr. 1.809 f. hvert kg í 1. verðflokki skiptum eftir óskum kaupenda. Smásöluverð fram- parta og súpukjöts er kr. 1.723 f. kg og lærisneiðar kosta kr. 2.688. Niðurgreiðslur á kindakjöti eru kr. 669 í úrvalsflokki og 1. verð- flokki. 40. aðalfundur LIU AÐALFUNDUR Landssambands islenzkra útvegsmanna, sá fertugasti í röðinni, hófst á Hótel Sögu í gær. Að loknum ræðum Kristjáns Ragnarssonar formanns LÍÚ og Sigfúsar Schopka fiskifræðings um ástand helztu botnfisktegunda, hófust almenn þingstörf. Nefndir ljúka störfum og skila áliti í dag og siðan tekur við afgreiðsla mála. í hádegisverðarboði LÍÚ flytur Davíð Ólafsson bankastjóri ræðu, sem hann nefnir „vextir og verðtrygging í rekstri sjávarútvegsins“. Fundinum lýkur á morgun og m.a. flytur sjávarútvegsráðherra, Kjartan Jóhannsson, þá ávarp. Á meðfylgjandi mynd er hluti fundarmanna á aðalfundi LÍÚ. (Ljósm. Emiiia) Fékk 350 þúsund króna fébætur fyrir að sitja 18 daga í gæzluvarðhaldi Halli á bátaflotanum, en hagnaður af skuttogurum EKKI liggur fyrir áætlun um afkomu fiskiskipaflotans á þessu ári, en við fiskverðsákvörðun 1. október s.l. taldi Þjóðhagsstofn- un að afkomuskilyrðin væru þannig, að verulegur halli væri á bátum, sem ekki væru á loðnu- veiðum, en hagnaður af skuttog- urum. Ekki lá þá fyrir spá um afkomuskilyrði loðnuflotans, en að mati LÍÚ hefur hann versnað verulega. Þjóðhagsstofnun hefur spáð því, að afkomuskilyrði báta án loðnu verði þannig, að halli verði 2.791 milljón króna eða 7,1% af tekjum. Hagnaður af minni skuttogurum verði 567 milljónir króna eða 1.2% af tekjum, en af stóru skuttogur- unum verði hagnaðurinn 860 milljónir króna eða 6.7% af tekj- um. LÍÚ telur að miðað við ársskilyrði sé 1.5 milljarða halli á loðnuflotanum eða 7.8% af tekj- um. Horfur eru á, að ársaflinn verði um 1625 þúsund lestir á móti 1380 þúsund lestum 1978. Áætlað NÝLEGA féll í Ilæstarétti dómur í máli manns, sem sat í gæzluvarðhaldi í 18 daga í ársbyrjun 1975, á meðan rannsókn fór fram á þjófnaðarmáli á Tálknafirði. Maðurinn taldi sig hafa setið inni að ósekju og voru honum dæmdar fébætur úr ríkissjóði krónur 350 þúsund auk vaxta. í bæjarþingi Reykjavíkur voru manninum dæmdar bætur að upphæð krónur 860 þúsund krónur auk vaxta svo að Hæstiréttur hefur lækkað upphæðina um 510 þúsund krónur. -------------------------------- Málavextir voru þeir að aðfar- arnótt 4. janúar 1975 var brotizt inn í sölubúð Kaupfélagsins á Tálknafirði og stolið 54 þúsund krónum í peningum og 25 lengjum af sigarettum. Sama dag fannst megnið af sígarettunum í fjárhúsi á staðnum og var það fyrrnefndur maður sem fann þýfið þar í sjópoka. Peningarnir fundust hins vegar ekki. Grunur beindist að manninum og var hann úrskurð- aður í allt að 30 daga gæzluvarð- hald á Patreksfirði. Hann sat inni frá 6. til 23. janúar en var þá sleppt. Neitaði maðurinn stöðugt sakargiftum og upplýstist málið er, að verðmæti sjávarvörufram- leiðslunnar verði rúmir 200 millj- arðar króna, en það er 71 milljarði eða 54% meira en á árinu 1978. Þessi verðmætisaukning er eink- um af þrennum toga spunnin, þ.e. 8% aukning framleiðslunnar, 9— 10% hækkun útflutningsverðs í dollurum og 30% hækkun dollars í krónum. Það ár, sem nú er að ljúka, er fengsælasta ár, sem útgerðin hefur fengið, eins og Kristján Ragnarsson orðaði það á aðalfundi LIÚ í gær. ekki á meðan hann sat inni. Maðurinn höfðaði síðan mál á hendur fjármálaráðherra og ríkissaksóknara f.h. ríkissjóðs fyrir gæzluvarðhald að ósekju og í héraðsdómi, sem féll 29. júlí 1977 voru honum dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur og 60 þúsund krónur fyrir vinnutap auk vaxta. Málinu var áfrýjað til Hæstarétt- ar af fjármálaráðherra og sak- sóknara, og þar féll dómur 7. desember. I dómi Hæstaréttar segir að þegar virt séu gögn málsins um þau atriði, sem byggt er á af hálfu áfrýjanda, þyki þau ekki bera böndin svo að stefnda að 2. tl. 150. gr. laga nr. 74/1974 standi í vegi fyrir því, að honum verði dæmdar fébætur samkvæmt ákvæðum 152. gr. sbr. 150. gr. laganna vegna gæzluvarðhalds þess, sem hann sætti. „Ætlum að láta lífið halda áfram sinn vanagang“ „ÞAÐ er engin leið að lýsa því, hvernig tilfinning það er að fá svona vinning,“ sagði Hrafn- hildur Jónsdóttir í Stykkis- hólmi í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, og eigin- maður hennar, Emil Guð- bjartsson, tók í sama streng: „Við erum svona rétt að byrja að trúa þessu núna, sólarhring seinna, og satt að segja svaf ég nú heldur lítið í nótt!“ Þau Emil og Hrafnhildur urðu 45 milljón- um króna ríkari í fyrradag er þau hrepptu stóra vinninginn í Happdrætti Háskólans. Emil sagði að þetta væri að sjálfsögðu ákaflega ánægjulegt, að fá vinning sem þennan, og óneitanlega hefðu þau hjónin mikið brotið heilann um hvernig ætti að nota alla þessa peninga. — segja Emil og Hranfhildur sem urðu 45 milljónum rík- ari á þriðjudaginn „En við stöndum í húsbyggingu, erum með hálfklárað hús, og svo erum við á litlum Minibíl sem kominn er til ára sinna, svo að líklegt er að við fáum okkur nýjan bíl. — Annars erum við ekkert farin að ákveða ennþá, en varla á ég þó von á að við förum í hnattferð! Meiningin er að reyna að láta lífið halda áfram sinn vanagang þrátt fyrir þetta happ, og halda áfram að koma upp heimilinu fyrir okkur og börnin, en við eigum tvö börn,“ sagði Emil. „Okkur hefur einnig dottið í hug að það gæti verið hættulegt að fá svona stóran vinning," sagði Emil ennfremur, „svo að við tökum því bara rólega fyrst í stað.“ Emil sagði að hann hefði átt þennan miða í tvö ár, það er nífalda röð, hann hefði stílað upp á stóra vinninginn með þessu móti, í stað þess að eiga fleiri en smærri miða. Áður kvaðst hann hafa fengið vinn- inga tvívegis, en þar hefðu verið á ferðinni vinningar af minnstu gerð. Þau hjónin eru sem fyrr segir að byggja í Stykkishólmi, að Neskinn 6. Hrafnhildur er frá Stykkishólmi en Emil er aftur frá Akrueyri. Fiskifræðingar ver jast frétta af tillögum um þorskafla á næsta ári AÐ MATI fiskifræðinga hafa ekki komið fram nein sannfær- andi rök, sem benda til að mun meira sé af þorski í sjónum, en áður hefur komið fram í skýrsl- um fiskifræðinga. Þetta kom fram i máli Sigfúsar Schopka í ræðu á ársfundi LÍÚ, sem hófst í gær. Eftir að hafa flutt ræðu sína á fundinum var hann m.a. beðinn um nánari upplýsingar um hverj- ar yrðu tillögur Hafrannsókna- stofnunar um hámarksveiði á þorski á næsta ári. Sagði Sigfús að unnið væri að tillögugerð fyrir næsta ár, en sagðist ekki vilja segja nánar til um hverjar þær yrðu. Um ýsustofninn sagði Sigfús að hrygningarstofninn og stofninn í heild sinni væri í örum vexti og því væri öruggt að Hafrannsókna- stofnunin myndi leggja til aukið aflahámark á næsta ári en var á þessu. Lagt var til að hámarkið í ár yrði 45 þúsund lestir og hefur því þegar verið náð. Fyrir þetta ár var lagt til að aflahámark á ufsa yrði 60 þúsund lestir. Sagði Sigfús Schopka, að ekki væri ráðlegt að auka sóknina í ufsa frekar á næsta ári en þegar er orðið. Það kæmi niður á hrygningarstofninum. í ár var lagt til að aflahámark á karfa yrði 50 þúsund lestir og sagði Sigfús ljóst að Hafrannsókna- stofnunin myndi ekki leggja til minni hámarksafla á næsta ári. Tveir sækja um prófessorsstöðu í vefjafræði TVEIR umsækjendur eru um prófessorsembætti í vefjafræði við Háskóla Islands, en hér er um nýja stöðu að ræða við læknadeild háskólans. Þegar umsóknarfrest- ur rann út var einn umsækjandi, dr. Valgarður Egilsson, en nokkru seinna barst umsókn frá Gunn- laugi B. Geirssyni. Veitingin er nú til afgreiðslu hjá dómnefnd og læknadeild áður en ráðherra af- greiðir málið. I 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.