Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Örbylgjuútgáfan: Tvær ljóðabækur Örbylgjuútgáfan, sem er nýtt bókaforlag, hefur gefið út tvær ljóðabækur. Fyrri bókin ber nafnið „Loft- ræsting — farir mínar holóttar I“. Höfundur er Einar Kárason og er þetta hans fyrsta bók en áður hefur hann birt ljóð í blöðum og tímaritum. Bókin hefur að geyma 20 ljóð á 36 blaðsíðum. Síðari bókin, „Út um lensport- ið“, er eftir Sigfús Bjarnason. Það er líka fyrsta bók höfundar. Bókin, sem er 48 blaðsíður, skiptist í þrjá kafla og hefur hver að geyma nokkur ljóð, utan sá síðasti — sem er ljóðaflokkur: flækingsbrot. Karlmannaföt hagstætt verð Kuldaúlpur meö hettu kr. 17.750.— Kuldajakkar kr. 16.900.— og 18.700.— Terylenebuxur kr. 8.670.— Enskir terylenefrakk- ar. Velourbolir lítil nr. kr. 3.800.— Peysur, sokkar, nærföt o.fl. ódýrt. Opið föstudag til kl. 7 og laugardag. Andrés, Skólavörðustíg 22 Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vinsemd á sjötugsafmæli mínu. ingjaldur ísaksson. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vals veröur haldinn í Félagsheimilinu aö Hlíðar- enda í kvöld, fimmtudaginn 13. desember kl 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. /--- \ Fullt hús matar 1 kíló af eggjum Jólagjafir, sem búa má til heima Pokar með útsaumi Nálapúði úr filti Nálapúðinn á mynd- inni er búinn til úr 12 filthlutum af sömu stærð og lögun, sjá mynd. Hlutarnir eru hafðir í mismunandi lit- um að vild. Límdir eru saman 6 hlutar, (sjá skýringarmynd) síðan eru þessir tveir helm- ingar saumaðir saman, aðeins skilið eftir op til að troða inn bómull eða öðru mjúku efni. Það er hægur vandi að sauma poka, eins og þá á myndinni, og gefa í jólagjöf. Þá er hægt að nota við inn- kaup, undir handavinnu, leik- fimidót eða hvað eina annað. Velja þarf sterkt efni, t.d. hessian eða annað í þeim dúr, fóður getur verið samlitt eða í öðrum lit, sem vel fer við ytra borðið. Haldið þarf að vera sterkt og er saumað fast, með því að stungið er í brúnina á pokanum. Síðan má skreyta pokann með því, að sauma í hann með grófu garni með fljótlegum sporum, sjá mynd. Vel ætti að vera hægt að gera það fyrir framan sjónvarpið eitthvert kvöldið. Borðmotta fyrir þau yngstu Þessi mota, sem á myndinni er, er gerð úr grænu bómullarefni og er aðeins rakið upp í köntunum. A mottuna er síðan saumað með zig-zag spori hringur úr öðrum lit fyrir diskinn og glasið. Ennfremur er gert ráð fyrir hnífapörunum sem er dálítið meira verk, en má að sjálfsögðu sleppa. Hægur vandi er að klippa út í pappír undan disk og glasi, og klippa síðan efnið eftir því. Munn- ur og augu eru saumuð með einföldum sporum í skærum lit. Ef hnífapörin eiga að fylgja verður að teikna þau upp á blað í réttri stærð, það ætti ekki að vera efritt með svo einfaldar línur. Gjöf sem þessi getur áreiðan- lega orðið börnum til skemmtun- ar við borðhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.