Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 í þessari bók er hann á ferð' með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóöír hans, þar sem skuggi gestsins með Ijáinn er aldrei langt undan. Gerð eru skil ættmennum Agnars báðum megin Atlantsála og birtu brugöiö á bernsku hans undir súð á Hverfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymir um aðíljúga. Rakið er stórfurðulegt framtak hans og þrautseigja í danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfétaga, þegar stundum kvað svo >- rammt að í náttmyrkri og þoku, að lóða varð á jörð með blýlóói. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjandaflug hans, uþphaf samfellds flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug að nánast var flogið á faðirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki aö rekja þessa sögu. Hann lýsir af Á brattann; minningar 09 til inn í hugarheim Agnars, Agnars Kofoed-Hansen u*an v'® *,ma sögunnar, og er saga um undraveröa 9efur henni f.anni9 óvæn,a þrautseigju og þrek- vk,d• raunir meö léttu og bráðfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jó- hannes Helgi, einn af snillingum okkar í ævi- sagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir aö þakka aö tækni hans er alltaf ný meö hverri bók. Almenna bókafélagið Austurstræti 18 sími 19707 SkemmuveKÍ 36 simi 73055 Með eldmóði Kristinn E. Andrésson: UM ÍSLENZKAR BÓK- MENNTIR. RITGERÐIR II. 335 bls. Mál og menning. Rvík, 1979. KRISTINN E. Andrésson var rómantískur bókmenntafræðing- ur, lagði alltaf áherslu á einstakl- ingsafrek, lyfti höfundum sem ann- að hvort studdu málstað hans eða honum þóttu vænlegir á því sviði og gerði jafnframt háar listrænar kröfur. Bókmenntirnar voru hon- um áhugamál, stjórnmálin hins vegar hjartans mál. Var því ekki að furða þótt hann tengdi þetta tvennt einatt saman. En hann var heiðarlegri en svo að hann van- rækti annað á kostnað hins eða blekkti sjálfan sig og aðra með því að halda fram að þetta tvennt væri eitt og hið sama. Bókmennta- skrif hans — þótt pólitísk væru — voru því að vissu marki réttlát þar eð hann gerði ekki lítið úr listræn- um verðleikum pólitískra and- stæðinga. Ef hann deildi á þá deildi hann á réttum forsendum, aðgreindi bókmenntir og stjórn- málaskoðanir. Að því leyti bar hann höfuð og herðar yfir marga skoðanabræður sína sem spotta og níða skáldverk pólitískra and- stæðinga án þess að nefna nokkru sinni pólitík. í þessu öðru bindi ritgerða hans eru meðal annars smágreinar um íslenska rithöfunda, flestar skrif- aðar vegna afmæla eða þess hátt- ar. Hér eru líka fáeinar umsagnir eða ritdómar. Kristinn var ekki atvinnugagnrýnandi heldur spari- gagnrýnandi sem maður kallar svo, skrifaði um bækur sem hon- um þóttu máli skipta. Hann þurfti því sjaldnast að hraðvinna um- sagnir eins og tíðkast á dagblöð- unum heldur gat hann farið yfir- vegað og gagngert ofan í saumana á þeim verkum sem hann tók til meðferðar. Hér í Ritgerðir II eru líka meiri háttar yfirlitsritgerðir sem Kristinn skrifaði á síðasta skeiði sínu sem ritskýrandi, Bók- menntaárið 1965, Islenzk ljóða- gerð 1966 og Staða íslenzkra bókmennta nú (1970). Síðast talda ritgerðin er veiga- minnst, hinar tvær ýtarlegri. Þar má glöggt sjá hvaða hlutverk Kristinn ætlaði íslenskum rithöf- undum og hvaða vonir hann batt við að þeir ræktu það hlutverk sem hann taldi þeim fyrirbúið. Ef skáld voru honum að skapi skrifaði hann gjarnan um þau af upphöfnu hrifnæmi, lýsti hvaða áhrif verk þeirra hefðu á eigin tilfinningar og sparaði þeim hvergi lofið. Til dæmis segir hann Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON um Jón óskar í íslenzk ljóðagerð 1966. »Hann kom með eitthvað sem snart mann, eitthvað þýtt og ómfagurt sem smaug í gegnum háreystina, svo að hún hljóðnaði fyrir þessum einfalda tóni. Og í hópi hinna ungu varð hann einn af þeim sem stóðu hug mínum næst, og ég hef unnað sögum hans og ljóðum, og þau hafa fylgt mér og gera það, eins og fegurðin og vonin hljóta alltaf að gera.« Þegar Kristinn hóf útgáfu Rauðra penna 1935 taldist hann auðvitað í takt við tímann. Skáld eins og Jóhannes úr Kötlum, Guðmundur Böðvarsson og Snorri Hjartarson voru eftirlæti hans. (Hér miða ég ekki aðeins við árið ’35 heldur líka næstu ár sem í hönd fóru.) Kristinn hvatti þá til athafna. Og þeir mátu að sínu leyti forystu- hlutverk hans. Þegar svo atóm- skáldskapur, formbylting, mod- ernismi eða hvað við eigum að kalla það, koma fram á sjónar- AIKJI.YSINCASIMINN KR: 22410 jBRoreunbtabtb JOLAGLEÐII PENNANUM Jólasveinarnir okkar hafa lýst þóknun sinni á Jólamörkuðum Pennans enda hefur úrvalið sjaldan verið fallegra! vel- Jólamarkaðurinn, Hallarmúla, Laugavegi 84, Hafnarstræti 18. Greinar, ræður og myndir frá niðjamóti V íkinglæk jarættar KOMIÐ er út kverið „Greinar, ræður og myndir“ frá niðjamóti því, er Víkingslækjarætt efndi til siðastliðið sumar í minningu 3ja alda afmælis ættföðurins Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslæk. Hér er um 2 greinar, 6 ræður og 10 myndir að ræða, en allar myndirnar frá mótinu tók Ólafur K. Magnússon ljósmyndari. Kver- ið, sem er hið eigulegasta fæst í Reykjavík hjá Steinari Þórðarsyni í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Ennfremur í flestum kaupfélaganna austanfjalls. V í KI V4.NI.. i: K,1All. KTT mdjamOt á Koltlum i Gtimuirsliohi 21, júni 1979 Lreiiiur. ru ftiir 0(4 ■nyndir Rcvkjavík 1979

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.