Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Rúna Gísladóttir og Þórir S. Guðbcrgsson: Ekki brúða og; ekki bíll Hve mikil áhrif hafa auglýsingar á val fólks: Bækur — Bílar — Strumpar — Stríðsleikföng Margar hugmyndir til jólagjafa er að finna i greinum þessum. Hverju barni er mjög nauðsynlegt að hafa verkefni við hæfi — og við reynum í gjafavali okkar að virkja barnið og hjálpa þvi um leið að komast nokkrum skrefum lengra i jákvæða átt á þroskabrautinni. Auglýsingar — Tíska — Dýr leikíöng! „... og fikra sig síðan áfram eftir bestu getu. Gott væri að geta rætt þetta mál við einhvern.“ Þjóðsögur og ævintýri hafa fylgt menningu okkar um aldir. Hér áður fyrr gengu þær manna á milli og voru lesnar eða sagðar á kvöldvökum fyrri tíma. Sumar þeirra eru ógnvekj- andi og því nauðsynlegt, að foreldrar eða aðrir fullorðnir gefi sér tíma til að vera með börnum sínum við lestur margra þeirra. Börnin þurfa að fá tækifæri til að spyrja okkur „spjörunum úr“, segja okkur frá hugsunum sínum og hugmyndum, fá að heyra okkar álit og njóta þannig Iestursins og samverunnar í rikum mæli. í þessari grein verður helst fjallað um nokkur leikföng, sem e.t.v. eru ekki hvað algengust í jólapakkanum til barnsins, — og sem barnið sjálft rekur ekki fyrst augun í, ef það fær að velja sér leikfang í verslun. Auglýs- ingar hafa áhrif á börn og fullorðna. Börn hafa áhrif hvert á annað. Og fullorðna fólkið smitast einnig hvert af öðru og kaupir gjarnan það, sem „ná- granninn" hefur keypt fyrir sitt barn. Er það þá stundum undir hælinn lagt, hvað hefur mest áhrif á „nágrannann", hvaða leikföng hann valdi sínu barni. 2. grein Var það tískan? Voru það aug- lýsingar og skrum, sem skældu dómgreind hans? Setti hann metnað sinn í að velja barninu dýrt leikfang svo að barnið geti sagt vinum sínum, hvað það fékk „æðislega" gjöf — og auka þar með enn á samkeppni og metnað meðal fólks? Spurningum þessum verður ekki svarað í þessum greinar- kornum okkar. Við vonum hins vegar, að þær geti orðið mönnum eitthvert umhugsunarefni og e.t.v. nokkur ráðgjöf í vali á leikföngum — eða hlutum — sem geta gefið börnunum marg- ar athafna- og ánægjustundir. 1. Bækur Hér ber fyrst að nefna bækur í þessari upptalningu okkar. Eins og kunnugt er, skipa bækur og bókalestur háan sess meðal Islendinga, og verður svo von- andi um ókomin ár. Margt góðra bóka er á markaði fyrir börn bæði gamlar og nýjar. En það vefst hins vegar oft fyrir fólki, hvað það á að velja fyrir börn sín, þegar það kemur inn í bókabúðir og ætlar að fá yfirlit yfir barna- og unglingabækur, íslenskar eða erlendar. Fólk þarf að vita hvað er til, svo að það hafi einhverja möguleika til að velja og hafna. Astæða er til að nefna hér Bókabúð Máls og menningar, sem var frumkvöðull að sér- stakri bókadeild fyrir börn hér á landi. Við slíkar aðstæður er fremur auðvelt að fá yfirlit yfir þær bækur, sem til eru hverju sinni, þó að mest beri ef til vill á nýútkomnum bókum. Við viljum leggja sérstaka áherslu á, að fólk kynni sér innlendar bækur og athugi, hvort þær henti fyrir þann aldursflokk, sem það hefur í huga. Þó að bókum eftir íslenska höfunda hafi fækkað verulega á undanförnum árum, eru enn til höfundar, sem skrifa fyrir börn og unglinga og ætla má, að innlendar bækur séu a.m.k. 30— 40 á síðastliðnum þremur til fjórum árum, svo að hér er um nokkurt úrval að ræða. Til að nefna einhver dæmi fyrir yngstu börnin má geta bókar eins og „Fyrstu orðabók- arinnar", sem Freysteinn Gunn- arsson þýddi og kom út hjá bókaútgáfunni Setberg fyrir fáeinum árum. Seldist þessi bók upp á tiltölulega skömmum tíma, en mun nú vera í endur- prentun og væntanleg síðari hluta vetrar. Bók þessi gefur ríkulegt tilefni til umræða föð- ur/móður og barns um marg- vísleg efni. Um leið viljum við benda á nýútkomna orðabók, sem bóka útgáfan Bjallan gefur út um þessar mundir. Lengi hefur vantað á almennan markað íslenska orðabók, sem væri hent- ug til nota bæði í skóla og á heimilum. Alfræðibækur barnanna eru þýddar bækur og gefnar út hjá Bjöllunni og eru skemmtilegar fyrir börn á skólaaldri. Má þar nefna „í fjöruborðinu", „Forsöguleg dýr“, „Blómajurtir" o.fl. Þá hefur Setberg gefið út bókina „Svona er tæknin" eftir Joe Kaufman, í þýðingu Örnólfs Thorlacius, en hún er í sama dúr og bókin „Svona erum við“, sem nú mun uppseld hjá bókaútgáf- unni. Örn og Örlygur hafa gefið út bók fyrir yngri lesendur, sem nefnist „Létta og skemmtilega uppfinningabókin" í þýðingu Andrésar Indriðasonar. Fjalla allar þessar bækur um efni, sem gefur ótvírætt tilefni til sam- ræðna foreldra/fullorðinna við börnin. Það er ein megin for- senda þess, að barninu nýtist lesturinn, bæti við orðaforða sinn og auki við hugtakaskiln- ing sinn, að hinir fullorðnu gefi þeim gaum, lesi með þeim eða fyrir þau og njóti þannig sam- vista með börnum. Hluti af þessum þætti getur farið fram í leikskóla eða skóla, en megin- þungi hvílir þó á heimilum, hjá foreldrum eða forráðamönnum barnanna. Þar mótast viðhorf barna til bóka, bókmennta og bókalestrar. Viljum við leggja sérstaka áherslu á þennan þátt, þó að við teljum ekki upp fleiri bækur enda ekki ætlunin að velja fyrir fólk, heldur að benda á hversu mikilvægt það er að skapa hjá barninu jákvætt við- horf til þeirra bóka, blaða og sagna, sem við ætlum að megi verða þeim til nokkurs þroska og menningarauka, kenna þeim að umgangast bækur, vega og meta innihald þeirra, hvetja þau til að nýta bókasöfn o.s.frv. og er þá enn ótalinn þáttur ljóða og kvæða, sem mörgum börnum er afar kær. Ekki getum við boðið börnum hvað sem er. Við reynum að vanda fæðuval þeirra, svo að þau vaxi og þroskist líkamlega á eðlilegan hátt. Það er einnig ríkuleg ástæða til að vanda andlegt fóður barnanna og nota hvert tækifæri, sem við getum til að ræða málin við þau og taka þátt í reynslu þeirra. Margar af nútima teiknimyndasögum og svokölluðum „hasar- blöðum" geta valdið börnum miklum óhug og hræðslu, svo að þau fá jafnvel martröð um nætur, sérstaklega ef þau eru oft látin ein og yfirgefin með slikar „bókmenntir“. Samveran með börnunum gefur sögunum, ljóðunum og frásögnunum margfalt gildi. Teiknimyndasögur eru margar á markaðnum og misjafnar að gæðum. Auglýsingar hafa áhrif á börn og fullorðna. Börn hafa áhrif hvert á annað. Og fullorðna fólkið smitast einnig hvert af öðru og kaupir gjarnan þá bók, sem „nágranninn“ kaupir fyrir sitt barn. Ef vanda á val bóka, er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.