Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 41
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 41 Kaffitími! + ÞETTA er kvikmyndaleikarinn Burt Lancaster að skreppa i kaffi frá kvikmyndaupptöku i bænum Atlantic City. — Kvikmyndin sem hann leikur i er frönsk-kanadisk og er leikstjórinn Louis Malle. — Þess er ekki getið í textanum hvað kvikmyndin heitir. Ekki hœttuleg + ÞETTA er konan, sem á dögunum ruddist inn á skrifstofu Edwards Kenne- dys öldungarþingmanns með hníf á lofti. — Hún heitir Susanne Osgood. — Aðstendendur hennar í Boston hafa sent fjölmiðlum greinargerð út af máli þessu, með afsökunarbeiðni til öldungadeildarþing- mannsins. — En þar segir ennfremur að konan, sem er 38 ára gömul, eigi við geð- veiki að stríða. Hafi hún verið á geðdeildum sjúkra- húsa. Þar fékk hún þann úrskurð (1978) að hún væri hvorki hættuleg sjálfri sér né öðrum. Konan sem er skiljanlega í haldi, verður nú enn á ný látin ganga undir læknis- skoðun. Bítla- tónleikar? + Framkvæmdastjóri Samein- uöu Þjóðanna, Kurt Waldheim, hefur staðið í diplómatísku sam- bandi við brezku Bítlana og kynnt sér afstöðu þeirra til þess að þeir komi saman og halda tónleika til ágóða fyrir fjársöfn- un í þágu hjáiparstarfs við flóttafólkið frá Kampútseu. — Segir í blaðafregnum, að George Uarrison hafí vakið máls á þessu fyrir nokkru. — Banda- ríska stórblaðið Boston Globe, segir að Waldheim hafi tekið málið upp og haft samband við þá John Lennon, Paul McCart- ney og Ringo Starr. Þessi hug- mynd er ekki korain öllu lengra nú, herma blaðafregnir en það að þeir félagar muni ætla að kanna málið. — Og Ringo Starr hefur verið önnum kafinn í sambandi við tjón sem hann varð fyrir af völdum eldsvoða í Hollywood fyrir nokkru. Morgun- haninn Það er Ijúft aö vakna á morgnana í skólann og vinnuna, viö tónlist eöa hringingu í morgunhananum frá Philips. Hann getur líka séð um að svæfa ykkur á kvöldin meö útvarpinu og slekkur síöan á sér þegar þiö eruð sofnuð. Morgunhaninn er fallegt tæki, sem er til prýöis á náttborðinu, þar að auki gengur hann alveg hljóðlaust. heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Michael Jackson - Ekki bara sætur Lag Michael Jackson „Dont Stop Til You Get Enough nýtur nú mikilla vinsælda hér sem annars staðar. Nú er annað lag „Rock With Me“ á fullri ferð upp bandaríska listann og titillagið „Off the Wall“ geysist upp þann breska. Vafalaust eiga enn nú fleiri lög af „Off the Wall“ eftir að njóta mikilla vinsælda, því platan er stórkostlega góð og vönduð. r KARNABÆR Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22 Heildsöludreifing stoinorM »imar 8S742 — 85055 Michael Jackson verður ásamt fleiri frábærum mönnum í videoinu á hljómplötudeild Karnabæjar, Laugavegi 66 í dag og á morgun og laugardag. Hvernig væri aö heilsa upp á hann?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.