Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Kristján Ragnarsson formaður Landssambands ísl. útvegsmanna: Olíuhækkunin eitt mesta áfall, sem útgerðin hefur orðið fyrir Góðir fundarmenn. Góð aflabrögð eru mikilvægasti þátturinn í útgerðinni. Nú er að ljúka fengsælasta ári sem útgerð- in hefur fengið. Horfur eru á að ársaflinn verði um 1625 þúsund lestir á móti 1380 þús. lestum árið 1978. Áætlað er að verðmæti sjávarvöruframleiðslunnar verði rúmir 200 milljarðar króna en það er 71 milljarði, eða 54% meira en á árinu 1978. Þessi verðmætis- aukning er einkum af þrennum toga spunnin, þ.e. 8% aukning framleiðslunnar, 9—10% hækkun útflutningsverðs í dollurum og 30% hækkun dollars í krónum. Aílabrögðin Þrátt fyrir verulegar takmark- anir á veiðum, sem hafa verið umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, hefur orðið aflaaukning eins og raun ber vitni. Samtals hafa togararnir orðið að hlýta 100 daga þorskveiðibanni, bátarnir tvisvar viku banni, um páska, og um mitt sumar, og 10 daga síðast á árinu auk þess að netaveiðin var stöðvuð 1. maí til 20. maí og í einn mánuð um mitt sumar. Allar þessar veiðitakmarkanir hafa verið sam- þykktar af stjórn L.Í.Ú, nema stöðvun vetrarvertíðarinnar, sem ég tel þó hafa verið eðlilega ráðstöfun m.v. aðstæður. Tilgangur þeirra var að hefta sókn í þorskstofninn og hvetja til veiða á öðrum fisktegundum. Vegna góðs afla á vetrarvertíð, bæði hjá bátum og togurum, jókst þorskaflinn um nær 50 þús lestir fyrstu 3 mánuði ársins. Þegar þetta lá fyrir var ljóst að útilokað var að minnka aflann m.v. s.l. ár, sem var um 320 þúsund lestir í 280—290 þúsund lestir eins og stjórnvöld kepptu að. í lok nóv- ember var þorskaflinn orðinn 328 þúsund lestir og stefnir í 340 þúsund lestir á árinu, eða 20 þúsund lesta aukningu frá fyrra ári. Mjög ánægjulegt var að vertíðarafli bátanna skyldi aukast eins og raun varð á. Langvarandi aflaleysi hafði valdið verulegum taprekstri og skuldasöfnun í mörg ár. Góð vetrarvertíð er bátaút- gerðinni nauðsynleg og það trygg- ir hagkvæma nýtingu þorskstofns- ins, að ekki sé veitt um of af millifiski og smáfiski, og einstakl- ingarnir fái að vaxa til þess tíma, að þeir gangi til hrygningar. Heildar-aukning þorskfisksafla hjá bátaflotanum er um 21.5% en hjá togurum 18.5%. Eins og áður er meðalafli togar- anna mjög misjafn eftir lands- hlutum, eða eins og hér greinir frá 1. jan. til miðs september 1979: Minni skuttogarar: Á sv. frá Vestm.eyjum Kr. þús. á úthaldsdag til Snæfellsness. 1.441 Á Vestfjörðum 2.039 Á Norðurlandi 1.615 Á Austurlandi 1.318 Meðaltal allra minni skuttog. 1.575 Stærri skuttogarar: Hafnarfj. og Reykjavík 1.793 Akureyri 2.150 Meðaltal allra stærri skuttog. 1.883 Eins og þessar tölur bera með sér er hér um mjög mikinn mun að ræða. Meðaltogari á Vestfjörðum er með 721 þús. kr. hærri tekjur á dag en meðaltogari frá Austfjörð- um eða sem svarar til 240 milljón- um króna í skiptaverðmæti á ári. Segja má að vel hafi tekist að ná því markmiði, sem að var stefnt, að auka annan botnfiskafla en þorsk, því fyrstu 11 mánuði ársins jókst annar afli um 66 þúsund lestir eða um 46%. Augljóst er að veruleg áhrif hefur haft, að ákveð- ið var að verðbæta ufsa um 25% og karfa um 30% með 1400 milljón króna framlagi úr sjóðum sjávar- útvegsins þ.e. 850 m.kr. úr Afla- tryggingasjóði og 550 m.kr. úr Tryggingasjóði. Sjóðir þessir áttu nokkrar fyrningar og gripu stjórnvöld til þessara sjóða, en það er ekki hægt að gera í framtíðinni. Finna þarf lausn á þessu máli með öðrum hætti, því ljóst virðist vera, að þörf sé á jöfnun milli fisktegunda, ef tak- marka á þorskveiðar í jafn ríkum mæli og gert hefur verið meðan þorskstofninn verður byggður upp að nýju. Árangur af þeirri fiskveiði- stefnu sem rekin hefur verið á þessu ári, er því verulegur, þótt ekki hafi tekist að halda þorskafl- anum innan þeirra marka sem að var stefnt. Eigi að síður er nauð- synlegt, að menn geri sér grein fyrir, að þorskstofninn er að styrkjast, þótt það gerist ekki jafn ört og fiskifræðingar hafa talið æskilegt. Aðrar veiðar hafa einnig gengið vel. Nokkur aukning verður á síldaraflanum eða í rúmar 44 þús. lestir. L.Í.Ú. lagði til að breytt yrðu um fyrirkomulag á kvóta á skip á þann hátt að miðað væri við Ræða flutt á fundi r r L.I.U í gær verðmæti í stað aflamagns. Var tillit tekið til þessarar tillögu af stjórnvöldum og hefur nú engin gagnrýni komið fram um að afla væri hent eins og á s.l. árum. Loðnuaflinn varð 964 þúsund lestir eða álíka og árið áður. Var þó beitt mun meiri takmörkunum en áður og voru vetrar- og haust- vertíðar stöðvaðar.af stjórnvöld- um löngu áður en þeim hefði ella lokið. Átti þetta sérstaklega við um haustvertíðina. Hafa verður í huga að loðnuflotinn hefur verið aukinn gífurlega að burðargetu að undanförnu vegna meðmæla fiski- fræðinga um mikla veiðimögu- leika. Veiðar á kolmunna og spærlingi gengu illa á árinu og veiddist aðeins helmingur þess sem veidd- ist árið áður. Veiðar þessar reynd- ust mjög óhagkvæmar vegna lágs verðs og mikils tilkostnaðar. Mætti nú fara að búast við að þær raddir fari að þagna, sem talið hafa, að öllu mætti bjarga með veiði á þessum fisktegundum. Humaraflinn varð nú mjög rýr og sá rýrasti um langan tíma. I fyrsta sinn tókst ekki að veiða leyfilegan hámarksafla, sem ef til vill er of hár. Rækjuafli hefur verið góður, þótt nokkuð hafi dregið úr honum nú síðustu vikur. Afkoman Afkoma fiskveiðanna var nokkru lakari á árinu 1978 en árið áður. Sé fiskiskipaflotanum skipt í 4 flokka þ.e. báta án loðnuveiða, loðnubáta, minni skuttogara og stóra skuttogara, er áætlað að afkoman hafi verið þessi: Bátar án loðnuveiða: Halli 1.523 milljónir króna eða 6.8% af tekj- um. Loðnubátar: Hagnaður 132 milljónir króna eða 1% af tekjum. Minni skuttogarar: Halli 1.619 milljónir króna eða 7.7% af tekj- um. Stórir skuttogarar: Halli 332 milljónir króna eða 5.1% af tekj- um. Halli varð því á rekstri fiski- skipaflotans á árinu 1978 3.341 milljón króna eða sem nam 5.3% af tekjum. Afskrifaðar höfðu þá verið 6.951 milljón króna og skil- aði reksturinn því 3.610 milljónum króna upp í afskriftir. Rétt er að taka fram að afskriftir á þessum reikningi er 7.5% af vátrygginga- verðmæti flotans, en þar er hærri afskriftargrundvöllur en bókfærð- ar afskriftir fyrir eldri hluta flotans en lægri afskriftarhlutfall fyrir nýrri hluta flotans. Ekki liggur fyrir áætlun um afkomu fiskveiðiflotans á þessu ári, en við fiskverðsákvörðunina 1. okt. s.l. taldi Þjóðhagsstofnun að afkomuskilyrði væru þá sem hér segir: Bátar án loðnu: Halli 2.791 milljón króna eða 7.1% af tekjum. Minni skuttog.: Hagnaður 567 milljónir króna eða 1.2% af tekj- um. Stórir skuttog.: Hagnaður 860 milljónir króna eða 6.7% af tekj- um. Ekki lá þá fyrir spá um afkomu- skilyrði loðnuflotans, en við telj- um að hann hafi versnað verulega og sé nú þannig m.v. ársskilyrði að halli sé um 1.500 millj. króna eða 7.8% af tekjum. Er þá gert ráð fyrir greiðslu úr Verðjöfnunar- sjóði um 4 kr. á hráefniskíló eins og greitt var á þessu hausti. Sjóðurinn á hinsvegar ekki fjár- muni til að standa undir þeirri greiðslu í heilt ár. Mjög athyglis- vert er, hve brugðið hefur til hins verra varðandi afkomu loðnuveiði- flotans. Ástæðurnar eru marg- þættar og sérstaklega ber að geta þess, að markaðsverð hefur í raun lækkað, sé litið til verðbólgu erlendis og hinnar veiku stöðu dollarans og áhrifa olíuverðs- hækkana á tilkostnað veiða og vinnslu. Auk þess hafa hinar ströngu veiðitakmarkanir skert afkomumöguleika verulega. Í þeim afkomuskilyrðum fisk- veiðanna, sem lýst er hér að framan, hefur Þjóðhagsstofnun metið útgerðinni til tekna þann tekju-auka sem aflaaukningin á árinu hefur fært útgerðinni og eru það 4.670 milljónir króna. Einnig hefur útgerðinni verið reiknaður til lækkunar útgjalda allur sá sparnaður, sem leitt hefur af breytingu á notkun svartolíu í stað gasolíu í togurum og nemur hann 3.900 milljónum króna eftir að áætlað hefur verið fyrir auknu viðhaldi, sem nemur 375 millj. króna. Samtals nemur því tekju- auki af þessum tveimur atriðum 8.570 millj. króna. Fisksölur erlendis Veruleg aukning hefur orðið á sölu ísfisks á erlendum mörkuð- um. Á fyrstu 11 mánuðum ársins hafa verið farnar 202 söluferðir til Bretlands með alis um 20.200 lestir og voru þær seldar fyrir 7.6 milljarða króna. Til Þýskalands hafa verið farnar 55 söluferðir með 9.600 lestir og seldust þær fyrir 3.1 milljarð. Nokkrar leið- réttingar hafa fengist í Bretlandi til lækkunar á löndunarkostnaði og hafnargjöldum. Markaðsverð fyrir ísfisk hefur verið hagstætt, þegar um góðan fisk hefur verið að ræða. Mikilvægt er fyrir okkur að viðhalda ísfiskmörkuðunum í Hull og Fleetwood, en þeir byggja nær eingöngu á fiski frá íslandi. Fiskveiði takmarkanir Við stöndum nú frammi fyrir því, eins og á undanförnum aðal- fundum, að ræða og taka afstöðu til, með hvaða hætti veiðarnar verða stundaðar á næsta ári og hvaða takmörkunum verður beitt. Sú ábyrgð hvílir á okkur, að líklegt er að við fáum mestu um það ráðið, hvaða takmörkunum verði beitt, eins og á þessu ári, því stjórnmálamennirnir eru ekki líklegir til þess að koma sér saman um neinar tillögur í þeim efnum. Ég tel að á næsta ári þurfi að beita í aðalatriðum hliðstæðum takmörkunum og gert var á þessu ári að því er varðar þorskveiðarn- ar. Lengur er ekki um það deilt að nauðsynlegt sé að taka net úr sjó um páska. Er það gert í tvennum tilgangi, að vernda hrygningar- fiskinn og til að koma í veg fyrir að fiskur skemmist í netum, þegar ekki *»r hægt að vitja þeirra daglega. Takmarkanir á veiðar togara að sumarlagi hafa verið gerðar til þess að draga úr sókn í millifisk og smáfisk. Á næsta ári er búizt við að á hrygningarstöðv- arnar gangi árgangurinn frá 1973, sem telja má einn sterkasta ár- ganginn sem fram hefur komið. Mun hann hafa gefið yfir 50% af þeim þorskafla, sem veiðst hefur á þessu ári. Brýn nauðsyn ber til, að hann fái að hrygna í verulegum mæli til þess að tryggja vöxt og viðgang stofnsins í framtíðinni. Næsti sterki árgangurinn er frá árinu 1976. Með einhverjum ráð- um þarf að gæta þess, að afli, hvort heldur báta eða togara, verði ekki til mun meiri á næstu vetrarvertíð en á þessu ári og ekki meiri á árinu öllu en 320—340 þúsund lestir. Okkur hættir til þess að vera eigingjarnir. Þeir sem hygningarfiskinn veiða telja, að allar takmarkanir eigi að vera á veiði smáfisks- og millifisks, en þeir sem hann veiða telja að takmarka eigi veiði hrygningar- fisks til þess að hann fái tækifæri til þess að hrygna. Þennan ágrein- ing þurfum við að jafna svo allir uni við sitt. Stjórn L.Í.Ú. hefur lagt til, að þorskveiðar verði bannaðar á tímabilinu 1. júlí til 10. ágúst á árinu 1980. Er þetta lagt til vegna þeirrar reynslu undanfarinna ára, að mjög mikil þorskveiði hefur verið á þessum árstíma, og örðugt hefur reynst að hagnýta aflann til vinnslu. Það hlýtur að vera megin- markmið, þegar um takmörkun er að ræða á veiðum í tiltekinn fiskstofn, að hann sé hagnýttur eins vel og kostur er. Á þessum árstíma er einnig þörf á að fólk, sem við þessa atvinnugrein starf- ar eigi kost á sumarleyfi. Eftir sem áður ætti að vera unnt að veita skólafólki atvinnu og á þessum tíma árs hentar vel að veiða grálúðu, en vinnslustöðvar gátu ekki annað framboði af henni s.l. sumar. Það væri afar æskilegt að samkomulag gæti tekist um þessa takmörkun því það hefði í för með sér meira frjálsræði á öðrum tíma árs. Nú fara sögur af mikilli þorsk- gengd eins og oft áður ájþessum árstíma og er það vel. Árangur stækkunar möskva, lokunar svæða vegna smáfisks og hrygningar- fisks, er að skila árangri. Sérstak- lega þó útfærslu landhelginnar í 200 mílur og það, að erlendir aðilar eru nær alveg farnir af miðunum. Ef einhver óttast, að veiðarnar hafi verið takmarkaðar um of, þá er það óþarfi. Þorskur- inn verður að minnsta kosti 15 ára gamall, og meðan við veiðum nær ekkert af fiski, sem er eldri en 9 ára, er ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Á næsta ári væntum við þess, að okkur verði leyft að veiða eitthvað meira af síld en áður, en gott samkomulag hefur verið um upp- byggingu síldarstofnsins. Takmarkanir á loðnuveiðum hafa ekki verið gerðar í samráði við samtök ykkar. Hefur útvegs- mönnum fundist þær blandast of mikið í baráttu okkar við Norð- menn um takmörkun á veiði þeirra við Jan Mayen. Auk þess gætir verulegra efasemda um tæknilega möguleika til mælinga á loðnumagninu í öllu hafinu norður af landinu, enda árangur af þeim mjög misjafn. Einnig er vert að minna á þau ráð fiskifræð- inga, að óhætt væri að veiða allt að 1.5 milljón lesta og þá gætu þeir lagt mat á, hvort til takmark- ana þurfi að koma. Tillaga fiski- fræðinga um 600 þúsund lesta hámarksafla er ekki trausts verð, þegar hafðar eru í huga fyrri tillögur og hve lítil reynsla er komin á mælingar þeirra á loðnu- magninu í hafinu. Við gerum okkur grein fyrir því að loðnuskip okkar eru afkasta- mikil og miklir fjármunir bundnir í þeim, og því mikilvægt að þau séu nýtt sem bezt. Loðnan verður ekki eldri en 3ja til 4ra ára og því getum við verið að glata verðmætum ef við nýtum ekki stofninn skynsamlega, en ekkert í hafinu er ótæmandi og því þarf að fara að öllu með gát. Verðjöfnunar- sjóður Verðjöfnunarsjóður fiskiðnað- arins hefur starfað líkt og áður. Á árinu 1977 voru greiddar í sjóðinn um 760 millj. króna en á árinu 1978 snérist þetta dæmi við og þá voru greiddar úr sjóðnum 1.235 millj. króna. Sama þróun hefur haldið áfram á þessu ári og er áætlað að greiddar verði úr sjóðn- um um 3.330 millj. króna til 30. sept. Þessi greiðsla skiptist þannig á deildir, að greiddar eru úr Mjöl- og lýsisdeild 1.830 m.kr., Saltfisk- deild 1.340 m.kr. og Saltsíldardeild 160 m.kr., en greitt inn í Freðfisk- deild sjóðsins 240 m.kr. í sjóðnum eru nú um 8 milljarðar króna og eru 1.451 m.kr. í freðfiskdeild 2.254 í Saltfiskdeild og 3.759 í Mjöl- og lýsisdeild. Olíuhækkun Á árinu 1978 kostaði olían, sem fiskiskipaflotinn notaði, 7.850 milljónir króna. Sama magn af olíu mun kosta 30.300 milljónir króna, þegar fram er komin sú verðhækkun, sem býður staðfest- ingar ríkisstjórnarinnar, en hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.