Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Frá fundi Sjálfsbjargarmanna með borgarráðsmönnum i fyrradag þar sem Ferðaþjónusta fatlaðra var kynnt i tilefni þess að tveir nýir bilar bætast nú i flotann. Ljósmynd Mbl. Emllia. „Ferðaþjónustan heíur gjör- breytt aðstöðu fatlaðra“ „ÞAÐ má segja að með tilkomu Kiwanisbilsins svokallaða á sínum tima og svo nýja bilsins, sem nú hefur verið tekinn í notkun, hafi aðstaða fatlaðra gjörbreytzt til hins betra,“ sagði Theodór Jónsson formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra á fundi með borgarráðs- mönnum og blaðamönnum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra á veg- um Reykjavíkurborgar og Sjálfs- bjargar var kynnt. Fyrstu hugmyndir að ferðaþjón- ustu fyrir fatlaða komu fyrir um fimm árum þegar Albert Guð- mundsson flutti um það tillögu í borgarstjórn, en það er svo ekki fyrr en rúmu ári síðar að Kiwan- isklúbbarnir í Reykjavík og ná- grenni gáfu Sjálfsbjörgu bíl til þessara starfa. Sjálfsbjörg rak þennan bíl þar til í byrjun árs að þessi starfsemi var færð undir rekstur Reykjavíkurborgar og hef- ur sérstök nefnd á hennar vegum — sagði Theodór Jónsson for- maður Sjálfs- bjargar í tilefni þess að nú bæt- ast tveir nýir bílar í flotann haft veg og vanda af starfseminni. Það var Ijóst þegar í upphafi að þessi eina bifreið var engan veg- inn fullnægjandi og því var það sem Reykjavíkurborg ákvað að kaupa tvo nýja bíla til starfsem- innar og er annar þeirra, Merce- dese Benz 307, þegar kominn í notkun og hinn sem er af Citroen 3500 gerð kemur í gagnið eftir áramótin. — „Það er óhætt að fullyrða að þeir peningar sem hafa farið í þessa bíla eru einhver bezta fjárfesting sem Reykjavíkurborg hefur lagt út í,“ sagði Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri á fund- inum. Theodór sagði að með tilkomu bílanna hefðu fjölmargir fengið möguleika í fyrsta sinn á ævinni til þess að stunda venjulega vinnu, enda byrja bílarnir að aka á morgnana klukkan 7.30. — Ann- ars má geta þess að bílarnir eru á ferðinni mánudaga til laugardaga frá klukkan 7.30—24.00 og á sunnudögum frá klukkan 10.00— 24.00. Theodór sagði að ferðum hefði stöðugt farið fjölgandi á árinu og væru persónulegar ferðir fólks í miklum minni hluta, annars hefur þróun ferða á árinu verið eftirfar- andi: Janúar 92, febrúar 356, mars 342, apríl 308, maí 362, júní 394, júlí 250, ágúst 310, september 358, október 493, nóvember 588. Farþegar með bílunum greiða Dómarafélag íslands: Dr. Armann Snævarr endurkjörinn formaður AÐALFUNDUR Dómarafélags ís- lands 1979 var haldinn dagana 8. og 9. nóvember s.l. í Toilhúsinu i Reykjavík. Formaður félagsins, dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari, flutti skýrslu um starfsemina undanfarið ár. Skýrði hann frá því m.a., að félagið hefði gengist fyrir málþingi s.l. vor um dómstólaskipunina og hugmyndir um breytingar á henni, tengsl við samtök dómara á Norður- löndum efld og stjórnin hefði sent dómsmálaráðuneytinu erindi um símenntun dómara, aukinn sveigj- anleik í störfum þeirra og greiðari’ tilfærslu milli embætta og milli dómstóla og stjórnarráðs. Þá greindi hann frá ferð 8 dómara á vegum félagsins í náms- og kynnisferð til Bandaríkjanna nú í haust. Tveir almennir fundir voru haldnir og sá þriðji í samvinnu við Lögfræðinga- félag íslands. Að loknum eiginlegum aðalfund- arstörfum seinni daginn flutti Björn Þ. Guðmundsson, prófessor erindi um ókeypis lögfræðiaðstoð við al- menning. Fundinn sóttu dómarar hvaðan- æva að af landinu og fjölluðu þeir um hin ýmsu hagsmuna- og sérmál dómarastéttarinnar. Dr. Ármann Snævarr, hæstarétt- ardómari, var endurkjörinn formað- ur. Aðrir í stjórn eru Jón ísberg sýslumaður, varaformaður, Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari, ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, gjaldkeri, og Hrafn Bragason borg- ardómari, meðstjórnandi. I beinum tengslum við aðalfund- inn gekkst félagið fyrir námstefnu um „Stjórnun og rekstur dómsémb- ætta“ á vegum Stjórnunarfélags Islands. Fór hún fram á Hótel Sögu 5.-8. nóvember s.l. og sóttu hana liðlega 40 félagsmenn. (Fréttatilkynning) Ármann Snævarr „Kveldskin“ Fyrsta bók Gunnars S. Sigurjónssonar BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út bókina Kveldskin, dulrænar frásagnir, hugdettur og ljóð eftir Gunnar S. Sigurjónsson húsvörð Iðnskólans á Akureyri, og er þetta fyrsta bók höfundar. í bókinni fjallar höfundur meðal annars um störf sín hjá Sálar- rannsóknafélagi Akureyrar, en hann hefur oft verið aðstoðar- maður þeirra miðla, sem norður hafa komið á vegum félagsins. Er meðal annars sagt frá miðilsfund- um með Hafsteini Björnssyni og Björgu Ólafsdóttur. Á bókarkápu segir m.a. um Gunnar S. Sigurjónsson: „Hann er kominn á efri ár er hann nú gefur fólki kost á að skyggnast inn í hugarheima sína. Víst er þar for- vitnilegt um að litast og fylgjast með höfundi er hann bregður upf myndum frá þessum heimi og þeim sem við tekur að lífi loknu.“ sama fargjald og greitt er í strætisvögnum SVR. Beiðnir um akstur þurfa að berast til skrif- stofu Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, síma 29133, fyrir klukkan 16.00 daginn áður, en viðkomandi þarf á akstri að halda og um helgar þarf að biðja um akstur fyrir klukkan 16.00 á föstu- dögum. Það kom fram á fundinum að rekstur gamla bílsins hefur verið mjög dýr í gegnum árin vegna þess að hann er knúinn bensín- mótor sem eyðir milli 30—40 lítrum bensíns á hundrað kíló- metra. Eiríkur Ásgeirsson for- stjóri SVR upplýsti að kostnaður eldsneytis væri aðeins þriðjungur þess, sem verið hefur á gamla bílnum, á þeim nýju bílum sem verið væri að taka í gagnið. Sem dæmi þyrfti að kaupa eldsneyti á gamla bílinn fyrir 20 þúsund krónur annan hvern dag en aðeins fyrir 6—7 þúsund krónur á nýju bílana. Nýi Benzinn sem tekinn hefur verið í notkun tekur fjóra hjólastóla eins og gamli bíllinn, auk þess að taka tvo í venjuleg sæti. Þá kom það fram á fundinum að í dag hafa milli 61—62 milljónir króna safnast vegna sundlaugar- byggingar Sjálfsbjargar og gengju framkvæmdir framar vonum við hana. Það kom fram hjá Theodór að við byggingu laugarinnar lánar erfðafjársjóður Va hluta og loks borgar Sjálfsbjörg Va hluta. — „Laugin má því ekki fara yfir 180 milljónir í dag til þess að þetta takist," sagði Theodór að síðustu. 29922 Norðurmýri 2ja herb. 55 ferm. kjallaraíbúö. Verö 15 millj., útb. 10 millj. Hofteigur einstaklingsíbúö. 40 fm ein- staklingsíbúö. Til afhendingar strax. Verö 12 millj. Hlíðar 2ja herb. íbúö f góöu steinhúsi á 1. hæð. Laus fljótlega. Verö ca. 20 millj. Fífusel 220 fm raöhús svo til fullkláraö. Verö 45 millj. Laugalækur — raðhús 140 fm raöhús á fjórum pöllum. Bílskúr. í skiptum fyrlr sér hæö. Verö 60 millj. Höfum fjölda eigna í beinni sölu. Til afhendingfar strax. Við Hverfisgötu Hæö og ris sem þarfnast standsettningar. Til afhend- ingar strax. Verðtilboð. /S| FASTEIGNASALAN ^Skálafell MJÓUHLÍÐ 2 (VIÐ MIKLATORG) Sölustj. Valur Magnússon. Viöskiptafr. Brynjólfur Bjarkan. i a FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Hafnarfjörður Hef í einkasölu eldra einbýlis- hús í Hafnarfirði 4ra herb. ný miöstöövarlögn, ný raflögn. til- boö óskast. Breiöholt 4ra herb. falleg og vönduð íbúö, suöursvalir. Selfoss Nýlegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúöir. Stokkseyri — Sumarbústaður Hef í einkasölu á Stokkseyri á fögrum staö viðlagasjóöshús 4ra herb., bílskýli. tilboö óskast. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali. Kvöldsími 21155. X16688 Hjallavegur Parhús, 4ra herb. 100 ferm., mikiö endurnýjaö m.a. gluggar gler, klæöning utanhús o.fl. Samþykktar teikningar af bíl- skúr fylgja. Bein sala. Laust fljótlega. Klappastígur Lítið timburhús sem er kjallari hæö og ris. Skiptist í 2ja og 3ja herb. íbúöir. Tilvaliö einbýlis- hús. Bein sala. Grettisgata 4ra herb. 100 ferm. íbúö á 2. hæö í steinhúsi. Hamraborg 3ja herb. íbúö sem afhendist tilb. undir tréverk og málningu í apríl ’80. Bílskýli. Gott verö. Hraunbær 2ja herb. íbúö á 1. hæö. EIGMK UmBOÐIÐlHi LAUGAVEGI 87, S: 13837 Heimir Lárusson s. 10399 IvQOO 83000 Til sölu 25 tonna bátur smíöaár ’69 25 tonna eikarbátur með álstýrishúsi tilbúinn á rækju. Nánari upplýsingar í síma 83000, verð 60 millj. Við Kirkjuteig nýstandsett kjallaraíbúö 3ja—4ra herb., sérhiti, sérinngangur. Nýtt tvöfalt verksmiðjugler. Laus strax Einbýlishús við Hófgerði, Kóp. Einbýlishús í Þorlákshöfn FASTEIGIMAÚRVALIÐ SÍMI 83000 Silfurteigii ^Sölustjóri: Auðunn Hermannsson Beneðikt Björnsson lgf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.