Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 MORöJh/ kafr/Nö Ö<SÍSL_ ■te Augnhárin þín. — Ég hélt það væru flugur. Við hljótum að vera yfir Afr- fku? Ábending til stjórn- málamanna og uppalenda „Það er hart að þurfa að kenna börnum sínum að búa í óreiðu- þjóðfélagi, en hér sem annars staðar gildir það að sökkva eða synda. Við höfum skapað verðbólgu og óreiðuþjóðfélag handa börnunum okkar og enginn vill láta sín eigin börn troðast undir og þess vegna vill maður kenna þeim að lifa við þessar aðstæður þangað til stjórn- málamennirnir taka á sig rögg og breyta þessu. Einhver besta fræðsla og um leið grín sem ég hef lengi séð um þessi mál er Islenska efnahags- spilið. Þar sést hvernig gangurinn er í þjóðfélagi okkar og hvernig allir verða að bjarga sér og sínum. Ég verð að játa að ég hefi farið að hugsa þessi mál upp á nýtt eftir að ég fór að spila þetta spil við börnin mín og þurfa að svara spurningum þeirra um þjóðfélagið okkar. Ég er nú ennþá ákveðnari í því að kenna þeim að synda í efnahagsóreiðunni og láta ekki troða sig undir. Og svo aðeins stutt ábending til væntanlegrar ríkisstjórnar hver sem hún verður: Áður en þið setjist í ráðherra- stólana ættuð þið að spila íslenska efnahagsspilið og kynnast því hvernig lífið verður hjá okkur kjósendum ef verðbólgan verður ekki stöðvuð. Kjósandi sem skilaði auðu.“ Ekki meira um efnahagsmálin en næst verður fjallað örlítið um fegurðina og rabb í útvarpi við fegurðardísir: • Ókurteisi í útvarpi? „í annars ágætum laugar- dagsþætti, í vikulokin, kom dálítið fyrir er vakti gremju mína og fleiri er hlustuðu á. Tekið var viðtal við tvær ungar stúlkur er taka þátt í fegurðar- samkeppni. Voru þær spurðar ýmissa spurninga, flestra lítt gáfulegra. Það er hægt að fyrir- gefa klaufalegar spurningar, en þegar þær eru orðnar dónalegar og lítilsvirðandi er mælirinn full- BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Á undanförnum árum hafa Pólverjar haft mjög sterku lands- liði á að skipa en áhugi á bridge er mikill þar i landi og hefur verið lengi. Þekktasta par þeirra eru Lebioda og Wilkosz og spilið í dag sýnir skemmtilega vörn þeirra félaga í leik við ísrael á Evrópumeistaramótinu 1971. Suður gaf, allir utan hættu. Austur S. K1064 H. 74 T. Á63 L. KD103 I öðru herberginu opnaði austur á einu grandi veiku og fékk að spila það. Suður var Wilkosz og hann spilaði út lauffimmi. Þegar litið er á spil austurs og vesturs er erfitt að trúa því, að sagnhafi fékk aðeins tvo fyrstu slagina. En það var einmitt það, sem skeði. Sagnhafi tók fyrsta slaginn í blindum, tók á tígulásinn og svínaði síðair gosanum. Ánægður fékk Lebioda á drottninguna og spilaði spaðaníu, tía og drottning. Suður skipti þá í hjarta. Spilaði áttunni, tía og kóngur. Norður hélt áfram í sama dúr, spilaði spaðagosanum, kóngur og ás. Og aftur spilaði suður hjarta. í þetta sinn gosanum og norður drap drottninguna. Þegar hér var kom- ið voru 6 spil eftir á hendi og austur átti þessi spil. S. 64 H. - T. 6 L. KDIO Og þegar norður tók hjartaslag- ina lenti austur í erfiðleikum. Lét fyrst tígulinn, síðan lauftiuna en í fimmta hjartað mátti hann ekkert missa. Aumingja maðurinn lét eðlilega spaða en þá tók noröur á bæði sjöið og þristinn og síðasta slag- inn fékk suður á laufásinn. Heldur dapurlegt fyrir austur, þar sem hann gat hæglega hirt sjö fyrstu slagina. Vestur S. 82 H. D102 T. KG9853 L. G2 Norður S. G973 H. ÁK953 T. DIO L. 96 Suður S. ÁD5 H. G86 T. 74 L. Á8754 ^ • 1 1 > a Eftir Evelvn Anthonv __Lausnargjald 1 Persiu 138 íannst eins og aðeins greiddist úr þokunni. — Elskan min, heyrði hún að hann sagði — þú nærð þér. Þetta verður allt i iagi. Varirnar voru skráþurrar og hún var þyrst. Hjúkrunarkon- an hafði gefið henni vatn að drekka. Hún reyndi að einbiína á Logan. Hann hallaði sér yfir hana. — Hvar er hann? — Hver? Um hvern ertu að tala? Logan héit i fyrstu að hún væri með óráði, en svo sá hann að augu hennar voru skýr. Hún reisti höfuðið frá koddanum. — Hvar er hann? Hvað kom fyrir hann? — Ég veit ekki hvað þú átt við, sagði Logan. — Hann kom með mig hingað, tautaði Eiieen — f híinum. Ég man ég sá honum bregða fyrir andartak. — Það var einhver sem keyrði þig hingað á spitalann, sagði Logan — svo hvarf hann. Þcir eru að reyna að hafa upp á honum. Dauft bros lék um varir henni. Logan varð órótt innan- brjósts. Hann hafði aldrei séð þennan svip á andliti hennar fyrr. — Hann hefur komizt und- an. Guði sé loí. — Hún sneri sér frá honum og lokaði augunum. — Ég ætla að sofna aftur, sagði hún. Hann stóð og virti hana fyrir sér. Hann heyrði að hjúkrun- arkonan snart handlegg hans. — Þér getið komið á morg- un, hvislaði hún. — Þá iíður henni áreiðanlega betur. — Þðkk fyrir, sagði Logan. Hann gekk fram og bað um að fá að hringja i aðalstöðvar iögreglunnar. Hann talaði við lögreglustjórann. — Ég var að koma frá kon- unni minni. Ég held þið ættuð að herða leitina að þessum manni, sem kom henni til spítal- ans. Ég get ekki betur skilið hana en svo að hann væri einn mannræningjanna. Vegatálmanir voru settar upp, ströng öryggisvarsla var á flugvölium og engin skip fengu að láta úr höfn. Mjög umfangs mikil leit var gerð i borginni. Mynd af Peters var birt á sjónvarpsskerminum og á for- siðum dagblaða. í heimspress- unni var skýrt ítarlega frá því að Eileen Field berðist fyrir lífi sinu og myndir voru birtar af Logan þegar hann var að fara að heimsækja hana. Fimmtiu milum undan höfn- inni var mótorbátur að leggja upp í áttina til ítölsku strandar- innar. Frá því Eileen Field kom til hússins hafði háturinn beðið með tveggja manna áhöfn inni tilbúinn að leggja af stað þegar kallið kæmi. Peters lá i kojunni. Leigubil- stjórinn sem hafði tekið hann upp i skammt frá spitalanum hafði haldið að hann væri drukkinn. Hann var mjög rugl- aður og gat varla staðið á fótunum. Þegar að bryggjunni kom hafði bílstjórinn stutt hann um borð með aðstoð áhafnarmannanna tveggja sem síðan höfðu borgað honum ríku- lega fyrir. Að öðru leyti varð þetta bilstjóranum ekki minn- isstætt enda vanur að aka drukknum Amerikönum á ýms- um tímum sólarhrings. Báturinn lagði úr höfn. Amerikaninn var á leið úr landi og þegar óhætt yrði myndi hann fá læknishjálp. Það var snemma dags. í heitri kabín- unni lá Peters, með vitund og sársaukinn í höfði hans var svo ærandi og hann var blautur af svita. Vatnskanna var á nátt- borðinu en hann hafði varla mátt til að fá sér að drekka. Þeir höfðu gefið honum verkja- töflur til að lina þjáningarnar en áhrifin voru engin. Hann hugsaði ekkert um sitt eigið öryggi þegar hann fann bátinn bruna áfram sléttan sjóinn. Hann virtist ekki hafa neina stjórn á hugsunum sinum. Það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.