Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 í ferð um Vesturbakkann bað skall skyndilega á vetur í Jerúsalem þennan dag sem ég íór á vegum Press Office að heimsækja nokkrar landnemabyggðir á Vesturbakka Jórdanár, cinkum þó og sér í lagi hefur verið í fréttum smábyggðin Eiion Moreh, en þaðan hafa nú landnemarnir verið fjarlægðir með vaidi og settir niður á öðrum stað. Þegar við keyrðum um eitt af úthverfum austurhluta Jerúsalem sagði Sam Becker bílstjóri söguna af því þegar þetta svæði var enn á valdi Jórdaníu og Páil páfi sjötti kom í heimsókn. Hussein konungur vildi sýna páfa virðingar- og vináttuvott og hét að gefa honum tiltekinn landskika þar sem reist yrði kirkja. Hussein tilkynnti þetta í útvarpinu, en í skjóli næstu nætur brugðu þeir við sem bjuggu á þessum slóðum og hófust handa um að reisa mosku á staðnum. Lögum samkvæmt má ekki rífa mannvirki sem byrjað er á, svo að þegar dagur rann og páfi bjóst til að fara að skoða land sitt og blessa það, stóð þar hálfkláruð pínulítil moska. Þar með var ekkert hægt að gera í málinu og páfi varð af kirkjunni sinni. Þessi moska lætur lítið yfir sér og þangað kemur varla hræða, en hún er þarna og er kölluð Páfamoskan. blóm. Ef svo heldur áfram sem horfir verður þarna megin Jórdan varla eyðimörk lengi, heldur sam- felldur aldingarður. Varðmenn ísraela fylgjast með frá stöðvum við ána og handan hennar eru hermenn Jórdaníu. Hins vegar kemur sjaldan fyrir að nokkuð beri sérstakt til tíðinda og allt er með friði og spekt. Við renndum fyrst í hlað í land- nemaþorpinu Nativ Havgod. Þar búa um þrjátíu og tvær fjölskyldur, flest er það ungt fólk sem hefur sezt þarna að á Síðustu tíu árum. Við hittum þar ung hjón Ruben og Mimi sem tóku sig upp frá Jerúsalem fyrir fjórum árum og fluttust til Nativ Havgod. Líf landnemanna þarna er ekkert hunangslíf, en það byggist á hugsjónum sem eru harla geðþekkar og þeim er þetta skapandi og upp- Uúsvagnarnir á Ellon Moreh. Þeir hafa nú verið fjarlægðir. Heimsókn í Eilon Moreh skömmu áÖur en landnemar þar voru fjarlægðir með valdi Þegar við ókum niður eftir og eyðimörkin lá brátt fyrir fótum okkar var ljóst að veturinn í Jerúsal- em var ekki þar. Sem við komum niður fyrir sjólínu var sandrok og heitur vindur í mörkinni. Við keyrð- um gegnum Jeríkó, hálfgildings draugaborg, einkum setja þó ömur- legir leirkofar, yfirgefnar flótta- mannabúðir svip sinn á bæinn. Borgin sjálf er þó að lifna við aftur, þar búa vitanlega einvörðungu Ar- abar en þeir hafa ágætis samskipti við landnemana ísraelsku í grennd- inni, bæði í kibbutzunum og í þorpunum sem hafa verið reist þarna síðustu árin. Þetta er það landssvæði sem kallað er Júdea — norðar tekur við Samaría. Það er víða stórkostlegt að sjá verk ísraela á þessum slóðum, þeir hafa leitt vatn yfir eyðimörkina og stór flæmi eru að gróa upp, þarna eru ræktaðir ávextir, grænmeti og byggilegt líf. Ríkisstjórnin hefur stutt mjög við bakið á þeim sem leggja fyrir sig landbúnað og akur- yrkju og reisir smáhús landnemun- um að kostnaðarlausu og leggur þeim til nauðsynlegan vélakost. Síðan þarf að hefja að greiða af þessu þegar búseta hefur staðið í tíu ár. Frekar en annars staðar er auðvitað enginn búmaður nema. hann berji sér og Ruben segir það standa þeim fyrir þrifum hversu langur greiðslufrestur er frá því þeir afhenda afurðir sínar og þar til þær fást borgaðar. Sömuleiðis hefur gengið erfiðlega að fá ýmiss konar viðbótarlán og fyrirgreiðslu. I Nativ Havgod er stunduð mikil blómarækt og blómin seld til margra Evrópu- landa. Er ágætis aðstaða sem komið hefur verið upp í þorpinu til að búa um blómin á sem hraðvirkastan máta, svo að þau komist sem fyrst á markaði. Ruben segir okkur að samskiptin við Arabana á þessu svæði séu átakalaus með öllu. Margir þeirra hafi framan af komið til vinnu í þorpunum og á samyrkjubúunum. Það var einkum fyrstu árin, því að eftir því sem árin hafa liðið hafa Arabarnir einnig reist sér sín þorp, tekið sér til fyrirmyndar vinnubrögð Israela og ræktað upp eyðimörkina. Þeir framleiða mikið af ávöxtum og þeir eru allir seldir yfir til Jórdaníu. Við keyrðum síðan upp með Jór- dan og þar skiptast á Bedúínabyggð- ir og æ fleiri Arabaþorp eftir því sem ofar dregur og nær Jórdaníu. Þótt bústaðirnir séu sums staðar ekki merkir, hvorki á ísraelskan mælikvarða hvað þá okkar velmeg- unarkvarða, þá rek ég augun í að sums staðar á þessum fornfálegu hreysum eru sjónvarpsloftnet. Og hreinleg börn skokka eftir veginum með skólatöskur sínar, konur eru að þvo við vatnspóstana, allt andar friðsæld og áreynsluleysi. Svo nálgumst við Nablus, þar hefur allt verið vitlaust upp á síðkastið, eins og menn vita sem með fréttum hafa fylgzt. Borgarstjórinn Bassan Zak gaf yfirlýsingar sem þóttu halla ansi nærri PLO og allt fór í bál og brand. Um tíma leit út fyrir að stjórn Begins myndi grípa til þess ráðs að fjarlægja hann frá Nablus. Bæjarstjórar flestra Araba- byggðanna á Vestur-bakkanum tóku sig upp, héldu til Jerúsalem, höfðu uppi mótmæli og í austur Jerúsalem var efnt til aðgerða, Zak til stuðn- ings, hann fór í hungurverkfall og síðan konan hans honum til samlæt- is. Israelar sem komu í grennd við Nablus áttu iðulega fótum sínum fjör að launa, bílar þeirra voru grýttir og menn skotnir úr launsátri. Þegar þarna var komið sögu var að kyrrast og fyrirsjáanlegt að ríkisstjórnin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að Zak yrði mun hættu- legri sem píslarvottur og því var orðið rólegt í Nablus, að kalla. Ég lét í Ijós þá ósk við Sam Becker að við fengjum okkur snæðing í Nablus áður en lengra væri haldið. Hann þverneitaði því og sagðist hafa farið þarna um fáeinum dögum fyrr og bíll sinn stórskemmdur og mesta mildi að hann þurfti ekki að grípa til byssunnar. Svo að við héldum áfram upp á Eilon Moreh sem er ekki ýkja langt frá Nablus, uppi á Moriafjalli, þar sem guð skipaði á sínum tíma Abraham að fórna syni sínum. Ofstækisfólk úr samtökunum Gush Emunim hafði tekið þar arabiskt land traustataki og sett sig niður með sitt hafurtask og neitaði að víkja þótt búið væri að kveða upp ótal úrskurði, bjóða því annað land til búsetu og ég veit ekki hvað. Fólkið hafði sett þarna niður stóra húsvagna og hreiðrað um sig vel innandyra, en umhverfið er með því óyndislegra sem ég hef áður séð. Þar er grjót og ekkert nema grjót, vindurinn þarna uppi var meira að segja ískaldur og stundum tók svo í vagnana að manni var næst að halda þeir færu á hverri stundu um koll. Við bönkuðum upp á í einum vagninum hjá Michaelu Shud, ungri konu sem var að gefa ungu barni sínu að eta. Þau hafa búið þarna fimmtán fjölskyldur síðan í júní og ekkert hafizt handa um nein land- brot, mennirnir sækja vinnu inn til Jerúsalem eða jafnvel til Tel Aviv og konurnar gæta bús og barna og tala við fulltrúa blaða og ýmsa trúbræð- ur. Auk þess eru þarna öryggisverðir sem rölta um með rifflana sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.