Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 „Stroku-Palli“ — ný barnabók eftir Indriða Úlfsson KOMIN er út ný barna- og unglingabók eftir Indriða Úlfsson. Nefnist hún „Stroku- Palli“. Á kápusíðu segir, að aðal- söguhetjan, Páll, sé hálfgerður óknyttastrákur, sem oft hafi komist í kast við lögregluna. Að lokum er hann sendur til Gríms gamla vitavarðar í Stormey, en oft áður hafði hann verið sendur í sveit en alltaf strokið og fékk því viðurnefnið stroku-Palli. „En Palli var ekki af baki dottinn og reyndi að strjúka enn einu sinni. En tókst honum það?“ „Stroku-Palli“ er tólfta barna- og unglingabók höf- undar. Útgefandi er Skjaldborg á Akureyri. Þá hefur útgáfan gefið út aðra barnabók, „Káta gerist skáti". Er það níunda bókin um Kátu og vini hennar. Indriði Úlísson juoagur DESEMBER flutningamánuöur? Desember er meiri háttar fiutningamánuður. Fjölskyldur taka til í geymsl- unni og bílskúrnum og flytja rusl á haugana. Framleiðendur og innflytj- endur flytja óvenju mikið vörumagn til verslana. í allt snattið,fram og aftur um allan bæ, er hagstætt að nota lipra og neyslugranna flutningabíla. Bíla sem þú hefur full umráð yfir meðan á notkun stendur. Slíka bíla bjóðum við þér til leigu um lengri eða styttri tíma. LOFTLEIDIR BÍLALEIGA SÍM/ 21190 -21188 Mánudagur 3 10 17 24 31 DESEMBER 1979 Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri: Nýafstaðnar kosningar hafa vakið upp ýmsar spurningar með mönnum, og varla furða. Stjórn- málamönnum er óvenju mikill vandi á höndum, og fyrir kosn- ingar komu að sjálfsögðu marg- víslegar stefnuyfirlýsingar í margvíslegum málaflokkum. En eitt vakti furðu okkar margra, sem eru að bjástra við svokölluð menningarmál, hversu fáum orð- um var eytt til að útlista hvers virði menningin ætti að vera þjóðinni og hvernig skyldi að því stefnt. Og ef skyggnst er um hæl til fyrri kosninga, ekki bara í fyrra og þar áður, kemur í ljós, að stjórnmálamenn og flokkar hafa tamið sér að sniðganga þennan málaflokk: svo er ekki að sjá, að talið hafi verið brýnt að marka menningunni stefnu og skapa henni traustan grundvöll. Nú væri ósæmilegt að ætla, að hér sé um raunverulega meðvitaða menningarfjandsamlega afstöðu að ræða, það væri ósæmilegt að ætla nokkrum áhrifamanni þjóð- arinnar lægri hlut en svo, að hann telji öfluga innlenda menningu einn af hornsteinum sjálfstæðis hinnar íslensku þjóðar. En af hverju er þá einungis fjölyrt um íslenska menningu í hátíða- og skálaræðum? Og af hverju er þá litið á það sem sjálfsagt, þegar þrengist um í ríkisbúskapnum, að breyta kutan- um fyrst á loft í menningarmál- um? Eru þau þegar allt kemur til alls þá ekki svona mikiis virði, ekki svona nauðsynleg? Og af hverju er þeirri hugsun lætt inn hjá almenningi, að sérhver menn- ingaviðleitni sé í sjálfu sér hálf- gildings lúxus og það að fólk fái að hafa afkomu af slíku, sé einungis af óvenjulegu umburðarlyndi og víðsýni gert og auðvitað öðrum stéttum fremur árferðisbundið. Og rétt er það, öll megum við vera þakklát fyrir að hafa vinnu, en jafnþakklát. Og hvert er þá þetta rausnarlega framlag til menningarmálanna, sem ríður baggamuninn fyrir ríkissjóð? Því ef ekki er hægt að lesa menning- arstefnu úr orðum, þá verður að lesa hana úr tölum. Ef teknar eru nýjustu tölur þaraðlútandi frá fjárhaldsmönnum okkar, kemur í ljós, að til allrar skapandi menn- ingarstarfsemi í landinu er talið eðlilegt að renni hvorki meira né minna en 0.46% Af öllum útgjöldum ríkissjóðs. Það liggur því í augum uppi, að það hlýtur að skipta algjörum Einar Benediktsson sendiherra íslands í París afhendir Regis Boyer Fálkaorðuna fyrir skömmu. Regis Boyer fékk Fálkaorðuna HINN 22. nóvember 1979 var Regis Boyer, prófessor, afhentur stórriddarakross Fálkaorðunnar, sem forseti íslands sæmdi hann nýlega. Regis Boyer hefur verið prófessor í Norðurlandamálum við Parísarháskóla síðan 1969, en á árunum 1961—1963 var hann franskur sendikennari í Reykjavík. Hefur hann gefið sig sérstaklega að í'slenskum bók- menntum og menningu og stuðlað mjög að útbreiðslu þekkingar um ísland í Frakklandi. Doktorsrit- gerð hans við Sorbonne fjallaði um kristindóm á íslandi á 12. og 13. öld en hún var gefin út nýlega. Hann hefur einnig samið mikið rit um heiðna trú á Norðurlöndum og rit um mynd íslendingasagna af persónuleika íslendinga. Nýjast af frumsömdum verkum hans er rit um íslendingasögurnar — Les Sagas Islandaises. Regis Boyer hefur þýtt á frönsku talsvert af íslenskum bók- menntum, fornum og nýjum. Má t.d. nefna Eyrbyggjasögu, Njálu, Haraldar sögu harðráða og Land- námabók. Eru formálar hans, ekki hvað síst að Njáluþýðingunni, hinir athyglisverðustu. Tvær skáldsögur Halldórs Laxness, Gerpla og íslandsklukkan, hafa komið út í Frakklandi í þýðingu Boyer og þýðingar hans af íslensk- um nútímaskáldskap hafa birst í m.a. Les Lettres Nouvelles. Þess ber loks að geta að Regis Boyer hefur oftsinnis komið fram í útvarpi og kynnt íslenskar bók- menntir og menningu. Starf Regis Boyer fyrir ísland er algert eins- dæmi í Frakklandi og þótt víðar væri leitað. Sýning á listiðn íslenskra kvenna BANDALAG kvenna í Reykjavík heíur ákveðið að efna til sýningar á listiðn islenskra kvenna ó Kjarvals- stöðum dagana 16.—26. febrúar n.k. Markmið sýningarinnar er að kynna þá margvíslegu listiðn sem hönnuð og unnin er af íslenskum konum og má þar nefna gull- og silfursmíði, listvefnað margs konar, fatahönnun, leirkerasmíði, batík, út- skurð o.fl. Margar þekktar listakonur hafa þegar ákveðið að taka þátt í sýning- unni en bandalagið hefur einnig hug á að ná til þeirra sem ekki eru enn jafn þekktar af verkum sínum. Matsnefnd frá félaginu Listiðn mun verða bandalaginu til ráðuneytis með val verkanna. Þær, sem hafa hug á að sýna, eiga að snúa sér til sýningarnefndarinnar í síðasta lagi fyrir 5. janúar en matsnefndin hefur síðan úrskurðarvaldið um val á sýningarmunum. Gunnar Bjarnason hönnuður mun setja sýninguna upp en í sýninga- nefnd eru Guðrún S. Jónsdóttir, Katrín Sívertsen og Helga Hobbs. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.