Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 13 Kristinn E. Andrésson sviðið tók Kristinn þess konar nýjungum með nokkuð svo tvíbentum fyrirvara. Allmörg ungu skáldin voru róttæk í skoð- unum og það þótti honum harla gott. Verr gekk honum að sætta sig við formið. Það er því sérlega athyglisvert sem hann segir í áðurnefndi ritgerð um ljóðlist Hannesar Sigfússonar: »Ljóð Hannesar Sigfússonar eru nútíðin, víddir hennar og tak- markanir. Hann er módernisti, einna gagnteknastur íslenzkra skálda, og hefur orðið fyrir áhrif- um frá erlendum módernistum, fleirum en ég kann að nefna. Módernisminn sem verið hefur að gerjast áratugi hefur þrengt sér inn í vitund hans, en honum til grundvallar liggur sundraður og sundurvirkur heimur, aðþrengj- andi og ómælanlegur í senn, heim- ur djúpra andstæðna, hugmynda- heimur hins borgaralega þjóð- skipulags. Skáldið er ánetjað þess- um heimi en afneitar honum.« Þessi orð eiga vafalaust vel við skáldskap Hannesar Sigfússonar, að minnsta kosti eins og kynslóð Kristins E. Andréssonar mat hann. En fyrst og fremst lýsa þau því hvernig Kristinn sjálfur virti skáldskap hans, hvað hann sá í honum og hverja hann taldi kosti hans og annmarka. Hannes hafði stúderað erlendan modernisma, t.d. T.S. Eliot og skáld hans kynslóðar, og flutti þau áhrif hingað heim með Dymbilvöku. Nú var kynslóð Eliots nokkru eldri en kynslóð Kristins og að sjálfsögðu miklu eldri en kynslóð Hannesar Sigfússonar. Samt urðu áhrifin frá skáldum eins og Eliot svo lengi á leiðinni hingað yfir Atlantsála að þau bárust ekki hingað fyrr en tími Kristins var í raun og veru liðinn. Hvers vegna? Vegna þess meðal annars að Kristinn og hans jafnaldrar hirtu ekki um modern- ismann á þeim tíma sem hann var ríkjandi í Evrópu, stóðu raunveru- lega í vegi fyrir að hann næmi hér land. Þá voru þeir að yrkja í Rauða penna og vasast í pólitík. Ég hygg að ekki fari á milli mála að Kristinn hafði litlar mætur á atómskáldskapnum sem slíkum (formbyltingarskáldunum eins og þau vilja gjarnan kalla sig sjálf). Frá hans sjónarmiði séð var modernisminn eins og hver annar borgaralegur úrkynjunarskáld- skapur, lítt vænlegur til að efla pólitískan þroska. Kristinn mátti því hafa sig allan við að varast mótsagnir þegar hann skrifaði umsagnir um formbyltingarskáld sem hann var þó reiðubúinn að styðja svo lengi sem þau studdu pólitísk sjónarmið hans. Þegar Kristinn skrifaði ritgerð- ir þær, sem birtast í þessari bók, var tímabil hans liðið. Áhrif hans voru úr sögunni, bókmenntirnar tóku ekki lengur mið af skoðunum hans, ekki heldur þær sem voru honum þó að skapi. Eigi að síður er sams konar hugljómun yfir þessum skrifum hans og þeim sem hann setti saman fyrr á árum þegar áhrif hans voru hvað mest. Ef Kristinn skrifaði þá skrifaði hann af eldmóði. Vart er hægt að: hugsa sér hvað hann hefði sagt um það sem hann léti sig litlu eða engu varða, slíkt kom varla fyrir, Kristinn hafði skoðanir á öllu, kæruleysi eða áhugaleysi var hon- um víðsfjarri. Ritgerðir hans standa því fyrir sínu og verða ávalt vekjandi lestrarefni, eins þó maður fallist ekki á skoðanir hans. Hann hafði bjargfasta trú á málstað sínum og talaði því út frá hjartanu. Oft næddi storm- urinn Laura Ingalls Wilder: Húsið í Stóru-Skógum Herborg Friðjónsdóttir þýddi Böðvar Guðmundsson þýddi ljóð- in Myndskreyting eftir Garth Will- iams Setberg — Reykjavík 1979 Höfundur er íslenskum börnum að góðu kunnur fyrir sjónvarps- þáttinn um Húsið á sléttunni, sem byggðir eru á samnefndri bók hans. Laura Ingalls Wilder var fædd 1867 í Lake Popin, Winscons- in í Ameríku. Foreldrar hennar voru landnemar. 18 ára giftist hún Almanzo Wilder sem átti land- nemajörð í Dakota, ekki langt frá heimili hennar. Árið 1894 fluttu þau til Missouri ásamt dóttur sinni Rósu og bjuggu þar á litlum bóndabæ sem umkringdur var fallegu og sérkennilegu landslagi. Laura Ingalls Wilder hóf ritferil sinn með því að skrifa smásögur fyrir vikublöð. 1932 kom út fyrsta bók hennar. Eins og Húsið á sléttunni er Húsið í Stóru-Skógum byggt á bernskuminningum henn- ar og fyrsta bókin í bókaflokki þar um. Sagan segir frá Ingallsfjöl- skyldunni meðan Kata litla var enn barn í vöggu og þau búa í litlu bjálkahúsi, svo nálægt afa, ömmu og öðru frændfólki að þau gátu notið gleði með þeim á hátíðum og tyllidögum. Lífsbarátta landnemanna var hörð og frumstæð. Hlaðnar byssur uppi á veggjum báru þögult vitni þess hve vel þurfti að vera á verði gagnvart gráðugum villidýrum skógarins þótt þau yrðu kærkomin Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR fæða í hörkum vetrarins ef skot lagði þau að velli. Þarna lifði Ingalls-fjölskyldan hamingju- sömu lífi. Þótt sagan sé sögð í þriðju persónu er hún sögð frá sjónarhóli Láru. Hversdagsmyndum úr lífi landnemanna er komið fyrir í látlausri frásögn hennar. Sagt er frá mataröflun og matargerð að hausti. Langur og strangur vetur kemur. „... Jólin voru að koma. Litla bjálkahúsið var næstum fennt í kaf. Stórir snjóskaflar hlóðust upp við húsvegginn og gluggana. Þegar pabbi opnaði úti- dyrnar á morgnana náði snjórinn Láru upp fyrir höfuð..." En veðráttan hamlaði ekki gestakomu á aðfangadag. Klingjandi bjöllu- hljómurinn fyllti Maríu og Láru gleði. Pétur frændi og Elísa voru komin á stóra sleðanum með börnin sín þrjú. í lífi landnem- anna var alltaf eitthvað að gerast. Brátt urðu liðinn vetur og indælt sumar liðin tíð. „ .. Löngu vetrar- kvöldin með arineldi og fiðluspili voru komin aftur .. “ Skemmtilegar smásögur fléttast inn í atburðarásina. Sögur sem faðirinn Ingall segir dætrum sínum þegar hann á kvöldin tekur þær á hné og svalar sögufýsn þeirra, meðan mamma sat og saum-aði. Islensk börn hafa áreið- anlega gaman af þessari sögu, sem lýsir hamingjusamri fjölskyldu sem þó háir harða lífsbaráttu. Því má ekki gleyma að sagan er úr fortíðinni frá landi fjarlægu okk- ur. Hún hefur verið þýdd á mörg tungumál. Nálægt bernskuheimili Lauru Ingalls var henni reistur minnis- varði árið 1958 og fiðlan hans Ingalls er enn til á sögulegu minjasafni í Suður-Dakota. Þýðing er látlaus og letur skýrt. Ljóðaþýðing Böðvars Guðmunds- sonar eykur kosti bókarinnar. Myndir vandaðar og frágangur ágætur. Bók sem börnum er feng- ur að. Svona er tæknin Mál og myndir eftir Joe Kaufman. íslensk þýðing: Örnólfur Thorlacius Setberg — Reykjavík 1979. FYRIR nokkrum árum kom út á íslensku bókin Svona erum við eftir Joe Kaufman. Þar voru líkami mannsins, einstök líffæri hans og hlutverk þeirra kynnt á fræðilegum grundvelli með það fyrir augum að foreldrar gætu, með hjálp bókarinnar, veitt börn- um sínum svör við ýmsum knýj- andi spurningum þeirra varðandi hið mikla furðuverk — líkama mannsins. Bókin sú varð afar vinsæl. Nú er komin út önnur bók um hliðstætt efni, eftir sama höfund. Henni er ætlað að veita svör við spurningum barna um „ .. .gerð og verkun margs konar véla og tækja, sem standa undir tækniheimi nútímans....“ Að efni til skiptist bókin í 93 kafla. Fyrsti kaflinn Frummenn greinir frá því hve menn fundu smám saman leið til að gera lífið hættuminna og skemmtilegra. Hver uppfinningin leiddi af ann- arri — sumar einfaldar, aðrar flóknar. í bókinni finnast kaflar um bíla, skip, flugvélar, verkfæri, sjónvarp svo eitthvað sé nefnt. Meðal síðustu efnisþátta eru kafl- ar um ratsjá og gervitungl. Síðasti kaflinn Framtíðin „ .. .hvers meg- um við vænta af henni?“ Bókin er aðgengileg ekki ein- ungis fyrir hinar fjölmörgu skýr- ingarmyndir heldur einnig vegna textans sem er svo vel þýddur, að gaman er að lesa hann. Setberg hefur sent frá sér ágæta bók sem líkleg er til að seðja forvitni fjölmargra fróð- leiksfúsra unglinga. Bókin er hin vandaðasta í útgáfu. Platti FEF hefur runnið út PLATTI Félags einstæðra foreldra sem gefinn er út í tilefni tíu ára starfs félags- ins og barnaárs er nú senn á þrotum og hefur hann mælzt vel fyrir. Baltasar gerði plattann og ljóðlínur á honum eru eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Gler og postulín vann. Plattann má fá í skrif- stofu FEF í Traðarkots- sundi 6 og panta má hann í síma 11822 og hjá stjórnar- fólki. Þeir sem eiga ósóttar pantanir verða að vitja þeirra innan viku. Áttuvoná gestum? Ómissandí matreiðslubók Fyllt í þessari nýju matreiðslubók er fjöldi uppskrifta að völdum réttum sem mat- reiddir eru þegar eitthvað stendur til, t.d. þegar von er á gestum, eða búa skal til sórrétti handa fjölskyldunni. Vinstra megin á hverri opnu inni I bókinni er stór litmynd af réttinum til- búnum, en á haegri blaðsíðu eru upp- skriftirnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og gerð réttanna — sem sagt augljós og greinargóð lýsing. I bókinni eru 360 stórar og smáar lit- myndir og sem sýnishorn af réttum má nefna: Fiskrétti — kjúkiinga, — svínakjöt — piparsteik — súpur — brauð og eftirrétti. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hús- mæðrakennari þýddi bókina, stað- færði og sannprófaði réttina. Bók, sem á heima í eldhúsi hvers heimilis. SETBERG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.