Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 + LILJA MATTHÍASDÓTTIR, Furugeröi 1 lést í Landspítalanum miövikudaginn 12. þessa mánaöar. Jónína Pétursdóttir, stjúpbörn og systkini hinnar lótnu. + Eiginkona mín, móöir og stjúpmóðir HELGA GUÐNADÓTTIR andaöist í Landspítalanum að morgni 11. desember. Marteinn Jónasson, Jóhanna Halldóra Marteinsdóttir, Hafdís Magnúsdóttir, Elín Guönadóttir, Agla Marta Marteinsdóttir. Eiginkona mín, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Grensósvegi 60 er lést hinn 4. þ.m. á sjúkrahúsi í London, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. þ.m. kl. 3.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd og aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd barna, tengdabarna og systkina hinnar látnu Kristjón G. Magnússon. + Eiginmaöur minn, MAGNÚS JONSSON, leikstjóri sem lézt í Carbondale í Bandaríkjunum 2. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Renata Kristjónsdóttir, börn og vandamenn. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, ANNA EINARSDÓTTIR, Eikjuvogi 1 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 14. desember kl. 13.30 e.h. Fyrir hönd vandamanna, Kristinn Friöriksson. + Útför frænku minnar SIGRÚNAR DANÍELSDÓTTUR HAWKINS Hótúni 10a, Reykjavík fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember kl. 10.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Róbert Dan Jensson + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRÚNARÓLAFSDÓTTUR, Álftamýri 48 Valdís Guðmundsdóttir, Snorri Pétursson. Sæmundur Vigfússon og barnabörn. + Þakka af alhug samúö og vináttu sýnda viö fráfall og útför föðurbróöur míns JÓNASARJÓNASSONAR, Óöinsgötu 20a Anna Sigurjónsdóttir. t Þökkum innilega þá samúö og hlýhug er okkur var veitt viö andlát og útför KRISTJONU SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Langholtsvegi 156 Ólafur Betúelsson, Kristján Ólafsson, Kolbrún Óöinsdóttsr og dætur. Inga Kristfinns- dóttir Minningarorð Fædd 30. júlí 1915. Dáin 6. desember 1979. Inga Kristfinnsdóttir, hús- freyja, andaðist á Landspítalanum þann 6. þ.m. eftir þrálát veikindi. Ég hlýt að kveðja mágkonu mína nokkrum orðum að leiðarlokum. Inga fæddist að Kvíabryggju í Eyrarsveit 30. júlí 1915, dóttir hjónanna Ingveldar Ólafsdóttur og Kristfinns Þorsteinssonar, sem sjómennsku stundaði. Inga missti föður sinn ung að árum, en hann drukknaði við störf sín þann 6. nóv. 1916, en rétt fyrir fráfall hans eða þann 2. sept. 1916 hafði Inga eignazt systur, Kristfinnu, en hún lézt 2. des. 1937. Fyrstu árin eftir fráfall föður Ingu bjuggu mæðg- urnar áfram að Kvíabryggju hjá afa hennar og ömmu eða þar til þær fluttust til Stykkishólms. Á unglingsárum sínum fluttist Inga til Reykjavíkur til móðurbróður síns, Kristjóns Ólafssonar, og konu hans, Magðalenu Guðjóns- dóttur, sem í hvívetna reyndust henni sem beztu foreldrar enda veit ég af raun, að hún virti þau hjónin og bar hlýhug til þeirra sem foreldra. Á heimili Magðalenu og Kríst- jóns bar fyrst saman fundum Ingu og eftirlifandi eiginmanns hennar, Björgvins Þorbjörnssonar, nú að- albókara hjá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, sem er mörg- um Reykvíkingum og landsmönn- um kunnur frá fjögurra áratuga starfi sínu í Haraldarbúð og hjá Heilverzlun Har. Árnasonar hér í Reykjavík. Inga og Björgvin gengu í hjóna- band 15. maí 1937 og varð þeim þriggja barna auðið. Frumburð- inn, sem fæddist 1. ágúst 1938 og var gefið nafnið Björn, misstu þau 8. marz 1939. Seinni sonur þeirra, sem einnig var gefið nafnið Björn, er fæddur 8. jan. 1943 og býr hann í foreldrahúsum. Þann 24. nóv. 1946 eignuðust þau dóttur, Guð- björgu Kristrúnu, sem gift er Sigurði Runólfssyni, framreiðslu- manni, og eiga þau hjónin tvö börn, Björgvin og Sigríði Maríu. Ingu verður ávallt minnzt sem göfugrar, háttprúðrar og glað- værrar konu. Heimili þeirra hjóna var rómað fyrir gestrisni og átti Inga sannarlega sinn stóra þátt í því. Hjálpfýsi hennar og velvild til allra, jafnt venzlafólks sem vina og ókunnra, var mörgum kunn. Með óbilandi kjarki og styrk studdi hún mann sinn með ráðum og dáð við hans óeigingjörnu störf í þágu skátahreýfingarinnar og síðar Oddfellowreglunnar hér á landi. Á heimili þeirra hjóna var ávallt ánægjulegt að koma, ekki eingöngu vegna gestrisni þeirra og vináttu heldur og til að kynnast ánægjulegu og hamingjusömu heimilislífi, þar sem ástríki og glaðværð var í hávegum höfð. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin, synir okkar og fjölskyldur þeirra, þakka Ingu fyrir alla vinsemd hennar, styrk og stoð. Við öll sendum eftirlifandi manni hennar, aldraðri móður, börnum, tengdasyni og barna- börnum, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Minningin um Ingu er björt og flekklaus eins og hún var sjálf. Sigurbjörn Þorbjörnsson FYRIR skömmu kom út ný hljómplata þar sem dr. Róbert A. Ottósson stjórn- ar nokkrum þáttum úr þýzkri sálumessu eftir Jó- hannes Brahms og þáttum úr Messías eftir Hándel, sem sungið er á íslenzku. Flytjeitdur eru Söngsveit- in Fílharmónía og Sinfón- íuhljómsveit íslands, ásamt einsöngvurunum Guðmundi Jónssyni og Hönnu Bjarnadóttur. Sálumessa Brahms var hljóðrituð á tónleikum 1966, en Messías í desember 1973 og var það í síðasta skipti, er dr. Róbert stóð á hljómsveita.rpalli og stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveitinni og Söngsveitinni, en hann lézt í marz 1974. Hljómplatan er gefin út af Söngsveitinni Fílharm- óníu í minningu dr. Róberts og ritar Jón Þórarinsson grein um hann og störf hans í þágu íslenzkrar tón- menningar, er greinin prentuð á plötuumslagið. Sinfóníuhljómsveit íslands, einsöngvarar og aðrir er hlut áttu að máli gáfu leyfi sitt til plötuútgáfunnar, en allur ágóði, sem kann að verða af sölu hennar, mun verða varið til minningar um dr. Róbert. Söngsveitin Fílharmónía hóf sitt tuttugasta starfsár nú í ár, verður afmælisins minnst með hátíðartónleik- um 24. apríl, nú í vor, en þá verður flutt sálumessa Brahms. Á umliðnum tutt- ugu árum hefur Söngsveit- in í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit íslands tekið þátt í flutningi á flestum öndvegisverkum tónmennt- anna, sem og til var stofnað í upphafi. Stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharm- óníu nú er Marteinn H. Friðriksson, formaður hennar er Guðmundur Örn Ragnarsson. + Alúöar þakkir faBrum viö þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jarðarför GUDJONS KLEMENSSONAR, Veaturbraut 7, Keflavík Sigrún Kristjónsdóttir, Þórhallur Guójónsson, Steinunn Þórleifsdóttir, Jóhanna Guðjónsdóttir, Hafsteinn Guómundsson, Kristjón K. Guöjónsson, Ingibjörg Siguröardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað eftir hádegi á föstudag vegna jaröarfarar ÖNNU EINARSDÓTTUR. Daníel Ólafsson h.f., Vatnagördum 26. Stjórnandi söngsveitarinnar Filharmóniu er nú Marteinn H. Frið- riksson. Söngsveitin Fíl- harmónía gefur út hljómplötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.