Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 21 Kammersveitin Kammersveit Reykjavíkur stóð fyrir mjög skemmtilegum tónleikum í Bústaðakirkju s.l. sunnudag. Þar voru flutt tvö verk. eftir Vivaldi, eitt eftir Johann Wilhelm Hertel og tónleikunum lauk svo með skemmtilegu verki eftir Jo- hann Christian Bach. Flutn- ingur verkanna var, þegar á heildina er litið, mjög góður, þó brygði fyrir, einkum í fyrsta verkinu, óhreinindum í samspili. Annað verkið á tón- leikunum er sérkennilegt að gerð, ritað fyrir háan trompet, tvö óbó og tvö fagott og minnti á garðskemmtun aðalsins á 18. öldinni. Á litla trompetinn lék Lárus Sveinsson og gerði það mjög vel. Þessi litli trompet er ekki sömu gerðar og uppruna- lega var notaður við flutning verksins, en hann er tónfalleg- ur og féll á efra sviðinu einkar vel saman við samleikshljóð- færin. Seinna verkið, eftir Vivaldi, var á margan hátt frábærlega flutt, en í heildina þó of hratt, ef tekið er tillit til stíls og ritháttar Vivaldis. Sérstaka athygli vakti Bern- hard Wilkinson flautuleikari fyrir léttan og tónfagran flutning. Síðasta verkið, Kvintett í D-dúr eftir Johann Christian Bach, var sérlega skemmtilega flutt og aftur var það Bernharð Wilkinson sem öðrum fremur gaf verkinu fallegan blæ. Aðrir flytjendur áttu ekki síður þátt í að gera þessa tónleika ánægjulega, einkum þó Kristján Þ. Steph ensen, sem lék með í öllum verkunum og átti m.a. glæsi- lega samleikskafla með flaut- unni í tveimur síðustu verkun- um. Athugasemd vegna síðustu Sinfóníutónleika Undirritaður gat ekki, vegna veikinda, verið við- staddur síðustu tónleika Sin- fóníuhljómsveitar íslands og sá, sem hafði verið beðinn að rita gagnrýni að þessu sinni, forfallaðist einnig. Það má vera að einhverjum létti við slík tíðindi og má einu gilda, fyrir píanóleikarann Jörg Demus, hvað mönnum norður við heimskaut kann að finnast um leik hans, eða hversu vel Sinfóníuhljómsveit íslands lék Brucknersinfóníuna. Það skiptir hins vegar töluvert miídu máli fyrir okkur íslend- inga, er fram kemur nýtt tónskáld, er telur sig eiga Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON annað erindi við hlustendur en að blaðra um dægurmál í verkum sínum. Undirritaður hlustaði á verkið í útsendingu útvarpsins og auðvitað ber það merki ný-til-stofnaðrar könn- unar á refilstigum tónsköpun- ar, en í því mátti merkja hvassa drætti, er minntu á miskunnarlaust hrjóstur íslenskrar náttúru, hvass- brýnda landslagsmynd. Karólína Eiríksdóttir legg- ur til atlögu við þrítugan hamarinn, betur búin en margir þeir er á undan hafa reynt. Til hennar má gera kröfur að henni takist að klífa þau klungur vegleysunnar, sem tónsmíði hér á landi er og taka mið af þeim fáu og óhrjálegu vörðubrotum sem eru til og eiga að vísa henni leiðina til glæstra sala lista- gyðjunnar. HHHi Rosenthal býður yður ýmislegt fleira en postulín og platta. Komið í verzlun okkar og skoðið hinar frábæru gjafavörur, — glervöru, postulín og borðbúnað í ýmsum verðflokkum. Rosenthal merkið tryggir frábæra hönnun fyrir heimilið. Rosenthal vörur - gullfallegar — gulltryggðar studio-line A. EINARSSON & FUNK Laugavegi 85 Vopnoskipti og vínakynní Æviminningar Hannesar Pálssonar ffrá Undirffelli Andrés Kristjánsson skráði Hannes var einn af höfuðköppum hinnar orðfrægu Guölaugsstaðaættar, landskunnur fyrir margra hluta sakir, enda beindist forvitni manna og athygli aö honum síöustu hálfa öldina. Hannes rekur misviörasama lífssögu sína af opinskáu hreinlyndi. ORN&ORLYGUR VESTURCÖTU 42, SÍMI25722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.