Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakið. Ummæli Steingríms Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur lýst því yfir í blaðaviðtali, að samstarf flokks hans við Sjálfstæðisflokkinn komi ekki til greina. Hann tilgreinir þrjár ástæður fyrir þessari afstöðu. í fyrsta lagi sé samstarf útilokað vegna kosningastefnuskrár Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmál- um. I öðru lagi hafi faðir hans verið andsnúinn Sjálfstæðisflokknum og í þriðja lagi hafi Tryggvi Þórhallsson sagt að allt væri betra en íhaldið og Steingrímur kveðst taka undir það. Jafnframt segir Steingrímur, að þótt útlitið yrði mjög slæmt í þjóðmálum mundi Framsóknarflokkurinn ekki taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Þessar yfirlýsingar formanns Framsóknarflokksins eru með eindæmum. Abyrgur formaður stjórnmálaflokks á ekki að gefa yfirlýsingar af þessu tagi. Steingrími Hermannssyni hefur verið falin mikil ábyrgð með því að gera hann að formanni annars stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Vissulega gæti það verið sjálfsagt og nauðsynlegt vegna þjóðarhagsmuna, að þessir tveir flokkar tækju höndum samanog hefur gerzt. Persónulegt ofstæki á borð við það, sem lýsir sér í ummælum formanns Framsóknarflokksins, er orðið fátítt í stjórn- málaumræðu hér og er það vel. Framsóknarmenn hafa áður gert tilraun til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá öllum áhrifum á landsstjórnina. Síðasta slík tilraun var gerð fyrir 23 árum þegar pabbi Steingríms lýsti því yfir fyrir kosningar 1956, að ætlunin væri að einangra Sjálfstæðisflokkinn. Afleiðing þess varð 13 ára eyðimerkurganga Framsóknarflokksins. Steingrímur Hermannsson ætti að gæta að sér. Vel má vera, að ummæli hans nú eigi eftir að verða kveikjan að atburðarás, sem kallar sömu örlög yfir Framsóknarflokk- inn undir hans stjórn. Aðrir flokkar munu auðvitað ekki þola það, að Steingrímur Hermannsson taki til við að stjórna Islandi eins og einhver einræðisherra með yfirlýsingum um, að hann vinni ekki með þessum í dag eða hinum á morgun. Svo kann að fara, að Steingrímur Hermannsson finni enga samstarfsmenn í öðrum flokkum yfirleitt úr því að hann er byrjaður að tala á þennan veg. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í tilefni af ummælum Steingríms Hermannssonar, að þau sýndu, að formaður Framsóknarflokksins væri fastur í gömlum, ímynduðum fordómum, sem ættu sér sízt af öllu stað í nútímaþjóðfélagi. Formaður Sjálfstæð- isflokksins sagði ennfremur: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki útilokað samstarf við neinn annan stjórnmálaflokk." Staðan í þjóðmálum nú kallar á nýtt frumkvæði á hinu pólitíska sviði. Afleiðingar óðaverðbólgu margra ára eru að koma fram. Rekstrarstaða atvinnuveganna verður stöðugt erfiðari. Lífskjörin halda áfram að versna. Mikil hætta er á, að atvinnulífið standi ekki undir sívaxandi tilkostnaði og fyrirtækin dragi saman seglin og atvinnu- leysi skapist. A slíkum tímum þurfum við fremur á að halda sáttum í íslenzku þjóðfélagi en sundrungarstarf- semi af því tagi, sem Steingrímur Hermannsson byrjar á um leið og hann hefur fengið umboð til stjórnarmyndun- ar. Með því að undirstrika þá afstöðu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur jafnan haft að flokkurinn er tilbúinn til samstarfs við hvaða stjórnmálaflokk sem er, hefur Geir Hallgrímsson beint athyglinni að því, að Sjálfstæðis- flokkurinn er tilbúinn til að reyna nýjar leiðir, taka nýtt frumkvæði í landsmálum, sem allar aðstæður kalla á. Því frumkvæði verða aðrir að taka með opnum huga. Halldór Blöndal og Guðmundur J. Guðmundsson hlýða á þingsetningu forseta íslands i gær. Ljóxm Mbl: Kristján. er jafnframt þing- maður hefur ekki setið þingfund síðan 1953—56 fyrr en nú NÝKJÖRIÐ Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í gær. Þing- menn sátu guðsþjónustu í dóm- kirkju. sem hófst kl. 1.30 miðdeg- is. Séra Björn Jónsson, sóknar- prestur á Akranesi, predikaði. Síðan gengu þingmenn til þing- húss. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, las forsetabréf um samkomulag Alþingis og flutti þingheimi ávarp. Aldurs- forseti, Gunnar Thoroddsen, stýrði fundi. Hann flutti minn- ingarorð um Jörund heitinn Brynjólfsson, fyrrum þingmann Árnesinga, og þingmenn heiðr- uðu minningu Jörundar með því að rísa úr sætum. Gunnar Thoroddsen aldursfor- seti, kvaddi þingmennina Lárus Jónsson (S) og Jón Helgason (F) sér til aðstoðar sem þingritara. Síðan skipti hann þingheimi, sam- kvæmt þingsköpum, í þrjár deildir eftir hlutkesti, til skoðunar á kjörbréfum. Að þeirri athugun lokinni voru kjörbréfin samþykkt samhljóða. Þá unnu nýir þingmenn, sem ekki hafa áður setið á Alþingi, eiða að stjórnarskrá lýðveldisins. Þeir reyndust 7 talsins. Að því gjörðu bauð aldursforseti þingmenn og starfslið velkomið til Alþingis og árnaði því farsældar í störfum. Samkvæmt þingsköpum ber ald- ursforseta að stýra kjöri forseta Sameinaðs þings, sem síðan gengst fyrir kjöri tveggja varafor- seta. Þingfundi var frestað til morguns án þess forsetakjör færi fram. Önnur þingstörf munu ekki hefjast fyrr en að forsetakjöri afstöðnu, en ekki mun hafa verið samstaða í gær milli þingflokka um forsetakjör. Verður það vænt- Þingsetning í gær: Kjöri forseta Samein- aðs þings var frestað Ráðherra sem ekki Frá þingsetningunni. Birgir ísleifur Gunnarsson, Saióme Þorkels- dóttir og Þórarinn Sigurjónsson. í gættinni býður Jakob Jónsson yfirþingvörður einn alþingismanna velkominn til þings. anlega á dagskrá Sameinaðs þings í dag (fimmtudag). Bragi Sigurjónsson, iðnaðarráð- herra í starfsstjórn Alþýðuflokks- ins, sat þingsetningarfund í gær. Það hefur ekki skeð síðan í Ljósm Mbl: Kristján. ráðuneyti Ólafs Thors, 1953— 1956, að ráðherra, sem ekki er jafnframt þingmaður, sitji þing- fund. Dr. Kristinn Guðmundsson, sem þá var utanríkisráðherra, var jafnframt utanþingsráðherra. Arnarflug selur aðra þotu sína ARNARFLUG hefur gengið frá sölu annarrar Boeing 720 þotu sinnar til írska fiugfélagsins Aer Lingus og verður vélin afhent i Bretlandi á morgun, föstudag. Var gengið frá sölunni í gær, en vélin TF-VLC er 13 ára gömul og hefur verið í leiguflugi víða erlendis, m.a. Guatemala, Bret- landi, Möltu og Kenýa. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, tjáði Mbl. að í framhaldi af þessari sölu færi nú fram víðtæk könnun á hvaða vél kæmi í staðinn, en það hefur verið til umræðu um nokk- urt skeið innan stjórnar Arnar- flugs hvernig hægt yrði að haga endurnýjun flugvélakosts félags- ins. Sagði Magnús það vera hug- myndina að reyna að þróa áfram þessa erlendu leiguflugsstarfsemi félagsins og færi könnunin fram með hliðsjón af því. Hin vélin sem Arnarflug á er af sömu gerð, Boeing 720, en er nokkru yngri og á eftir lengri tíma þar til kemur að umfangsmikilli skoðun. Er vél- in nú í leiguflugi í Kenya.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.