Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 15 Michaela er ákaflega stillt í fram- komu, en ekki hugnaðist mér mál- flutningur hennar. Hún þverneitaði að þau ætluðu að fara — og var þá reyndar bara dagaspursmál hvenær þau yrðu borin æpandi á brott. Hún sagði án þess að depla auga og heldur alþýðlega að Arabar mættu svo sem vera þarna í grenndinni og á Vesturbakkanum „ef þeir hegðuðu sér sæmilega og hlýðnuðust hennar lögum". En auðvitað væri þetta hennar land — landið sem Guð hefði gefið þeim fyrir tvö þúsund árum. Og Arabarnir væru auðvitað bezt komnir í Arabaríkjunum, ekki innan um Gyðinga. Og alveg væri fráleitt að hugsa sér að þeir krefðust þess að stofna hér sitt ríki — það væri bara „eins og Kínverjar í Chinatown heimtuðu sjálfstætt ríki í Bandaríkj- unum“. Málflutningur landnemanna á þessum hluta Vesturbakkans hefur vegna ofstækis hlotið blendnar und- irtektir ísraela. En þetta er við- kvæmt mál og ekki má mikið á Gush Emunim-samtökin halla svo að landar þeirra finni ekki hjá sér hvöt til að réttlæta og skýra gjörðir þeirra. „Aldrei frama Holocoust," sagði Michaela og horfði á okkur stórum augum. Undir það geta auðvitað allir tekið. En eftir að hafa hlustað á hana var alveg á mörkunum að manni fyndist ekki afstaða hennar til Arabanna vera jafn grimm og ósveigjanleg og nasista til Gyðinga á sínum tíma. „Ertu sem sagt að líkja mér við nasista," sagði hún, hækkaði ekki róminn en stakk skeiðinni langt ofan í kokið á barninu. Ekki var það nú, en þjáningar Gyðinga í tvö þúsund ár — réttlæta þær að nú troði þeir á öðrum — í þessu tilviki Aröbum á þessu svæði? Niðurlægi þá og taki af þeim land sem þeir telja sig eiga tilkall til? Það væri ekki mín prívat og persónulega skoðun hvort þau ættu að fara — aftur á móti væru bæði ríkisstjórnin og hæstiréttur landsins búin að kveða upp úrskurði. „Við erum ekki að troða á neinum. Þetta er okkar land. Og við verðum hér. Við ætlum að vera hér. Og nú getið þið farið. Við látum sem sé ekki kúga okkur. Það standa yfir viðræð- ur við áhrifamenn. Shalom." Það er umhugsunarefni þegar rennt er ofan af Moriah hversu mikla andúð ofstækismenn geta vak- ið með sálum jákvæðum fyrir. Svo var með þessa stúlku, hana Michaelu Shud, og hinar fjölskyldurnar, þau eru ekki lengur á fjallinu nú. Fáein- um dögum síðar voru húsvagnarnir fluttir á brott og settir niður á öðrum stað. En án efa hugsar Gush Eminem sér til hreyfings á ný, finnur sér einhvern annan stað og æsir til ólgu sem fyrr — allt í nafni hugsjónar og trúar, minna má það nú ekki heita. texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Ruben landnemi, ættaður frá Jerúsalem og ræktar nú blóm og grænmeti i eyðimörk Júdeu Frá Vallakirkju í Svarfaðardal Eins og lesendum Morg- unblaðsins er kunnugt, hefur staðið yfir gagnger viðgerð á Vallakirkju að undan förnu. Verkinu er nú að mestu lokið. Grind kirkjuhússins var endur- nýjuð eftir þörfum, en hún var víða orðin fúin. Þá var kirkjan einangruð í hólf og gólf, skipt um alla glugga og sett á hana algjörlega ný ytri klæðn- ing. Hefur það verk verið þannig unnið, að kirkjan hefur nú fengið sinn upp- runalega svip og lítur mjög vel út, svo sem sjá má af meðfylgjandi mynd. Yfirsmiður við verkið var Ari Friðfinnsson frá Baugaseli í Barkárdal og með honum voru tveir Hörgdælir aðrir, en þeir unnu eftir fyrirsögn Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Kostnaður við verkið er orðinn um 5 milljónir króna, og er þó ýmislegt eftir, svo sem ný útihurð, rafhitun og end- urnýjun raflagnar. Efnt var til fjársöfnun- ar meðal Svarfdælinga heima og heiman, því söfnuður Vallakirkju tel- ur ekki marga gjaldendur. Voru þeim sendir gíró- seðlar og hafa menn brugðist vel við og eru framlög stöðugt að berast. Ennþá vantar nokkuð á, að endar nái saman, en úr því mun vafalaust rætast, því Vallakirkja á greini- lega marga velunnara, sem hugsa hlýtt til henn- ar, þótt burt séu fluttir. Það hafa forráðamenn hennar fundið áþreifan- lega um þessar mundir, er gjafir hafa verið að ber- ast, bæði inn á gíróreikn- ing kirkjunnar nr. 61001—1 og beint til sókn- arnefndar. Er og ekki vafi, að margir munu minnast hins aldna helgi- dóms nú, er líður að jól- um, og vilja stuðla að því, að sem best verði að honum búið. Þess er vænst, að raf- hitunin verði komin í kirkjuna fyrir jól. Þá verður hægt að minnast vel heppnaðrar viðgerðar og þakka mikla fórnfýsi og örlæti í hátíðarmessu, fyrstu guðsþjónustugjörð í kirkjunni eftir að við- gerðin hófst á liðnu sumri. Guð blessi allan þann góða hug, sem Vallakirkju hefur verið sýndur nú og ævinlega. Hafi gefendur allir einlæga þökk. Sóknarnefnd Vallakirkju. ÍJtvarpstæki frá Philips JUL Bandþeytarar (. /m frá Philips sjLI. meö og án stands. \Jjl 1 Þriggja og fimm hraöa. Afar handhœgt og fyrirferöarlxtiö eldhústœki. Þeytir, hrærir og hnoöar. Veggfest ingar fylgja. LB, MB og FM. Bæöifyrir rafhlööur og straum. Hárblásarasett frá Philips er 700 W, meö fjórum fylgihlutum. Fáanlegt í þremur geröum. Wigo I klukkur Plötuspilarar frá Philips Tilvalin jólagjöf frá þeim eldri, sem vilja vera í friöi ■’ meö dým tækin sín, til þeirra yngn sem engin eiga. Rafmagns-vekjaraklukka er gagnleg og notadrjúg jólagjöf. Wigo- klukkur eru fallegar í útliti og á góöu veröi. Fást í tveimur litum, svörtum og rauöum. Kassettutæki frá Philips bæöi fyrir rafhlööur og straum. Fáanleg í tveimur litum. InnbyggÖur hljóönemi. 60 mín. kassetta fylgir tækinu. Sunbeam -raf magnspönnur meö hitastilli, og meö og án teflonhúöar. Auöveldar í notkun og ódýrar í rekstri. Þú berö matinnfram í Sunbeam rafmagnspönnu og prýöir meö þv'< boröiö og sparar uppþoottinn. Straujárn frá Philips em afar létt og meöfærileg. Þau em meö opnu haldi, hitastilli og langri gonnasnúnu Hárliðunarjárn frá Philips er nútímakonunnni nauösyn. Þetta er gufujám, sem fer vel meö háriö og er létt og meöfœrilegt í notkun. Útvarpsklukkur frá Philips Morgunhanann frá Philips þekkja flestir. Hann er bæöi útvarp og vekjaraklukka í einu tæki i Hann getur bœöi vakiö þig á morgnana meö léttri hringingu og músik og síöan svæfl þig meö útvarpinu á kvöldin. Morgunhaninn er faUegt tæki og gengur auk þess alveg hljóölaust. BrauÖristir frá Philips em meö S mismunandi stillingum, eftir því hvort þú vilt hafa brauöiö mikiÖ eöa lítiÖ ristaö. ómissandi viö morgunveröar- boröiö. Grillofnar frá Philips gera hversdagsmatinn aö veislumat. í þeim er einnig hægt aÖ baka. Þeir em sjálfhreinsandi og fyrirferöarlitlir. Kaffivélar frá Philips hella upp á 2—12 boUa í einu og halda kaffinu heitu. Enga poka þarf í HD 5U2, því nylon-filter kemur í þeirra staÖ. Eigum einnig 8 boUa kaffivélar alveg sambærilegar en aö ■ ■ sjálfsögöú ódýrari. 11 > | ■ H I Dömu-snyrtisett frá Philips hefur 11 fylgihluti til snyrtingar, auk dömurakvélar. Þessu er haganlega komiöfyrir í öskju, meö spegli í lokinu. Útvarpstæki frá Philips LB og MB, aöeins fyrir rafhlööur. Til í þremur stæröum á mjög góöu veröi /JLh* Hárblásarar \ frá Philips fyrir aUa fjölskylduna. Jólagjöf sem alltaf er í gildi. Teinagrill frá Philips býöur upp á skemmtilega nýjung í matargerö. c ^ Átta teinar snúast f S J um element, w l|*"* 4 sem griUar matinn fljótt og vel GrilliÖ er auövelt í hreinsun og fer vel á matboröi. Kafina^msrakW'larpl frá Philips \ bcssi rafmagnsrakvél er tilvalinn fulltrúi I fyrir hinar velþekktu Philips rakvélar. Hún er þriggja kamba meö bartskera og stillanlegum kömbum. Hún er nett og fer vel í hendi KynniÖ ykkur aörar geröir Philips rafmagnsrakvéla. Dósahnífar frá Philips opna dósir af öllum stæröum og geröum, á fljótlegan og auöveldan hátt. Dósahnifana máfesta á vegg. Hafnarstræti 3 — 20455 Sætúni 8 — 15655- Ársalir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.