Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 19 Kristján Ragnarsson formaður LÍtJ í ræðustól á 40. ársfundi sambandsins i gær, við hlið hans er Björn Guðmundsson úr Vestmannaeyjum, sem kjörinn var fundarstjóri. (Ljó«m Mbi. Emiiia). byggir á 329 dollara verði. Verð á Rotterdam markaði er nú 362 dollarar, sem enn mun hækka oliuna um allt að 10% umfram þá hækkun, sem nú er væntanleg. Hækkun olíukostnaðar er því 22.450 milljónir kr. eða 285%, þegar ekki er tekið tillit til síðustu hækkunar. Þessi hækkun olíu- kostnaðar er eitt mesta áfall, sem utgerðin hefur orðið fyrir, vegna þess hve olían er stór rekstrar- þáttur hjá útgerðinni. Til þess að mæta hluta af þessum vanda hefur verið tekið upp svonefnt oliugjald, sem ekki kemur til hlutaskipta, og er nú 9%. Vegna olíuhækkunarinnar kom til álita, hvort hækka ætti olíuna, eða greiða hana niður með tekjum, sem aflað væri með útflutnings- gjaldi líkt og gert var í fyrri olíukreppunni 1973/1974. Reynsl- an frá þeim tíma sýndi okkur, að sameiginleg sjóðsmyndun, þar sem allir lögðu hlutfallslegt fram- lag af tekjum, en tóku úr sjóðnum í hlutfalli af eyðslu, var ekki góð aðferð til sparnaðar og auk þess ósanngjörn gagnvart þeim, sem mikið öfluðu en litlu eyddu. Því varð ofan á, að tekið var upp olíugjald utan hlutaskipta, því ekki var eðlilegt að sjómennirnir fengju sérstaka tekjuhækkun, vegna hækkunar olíukostnaðar. Þetta gjald er hluti af fiskverði og nægir ekki til greiðslu á hækkun olíukostnaðar. I einstökum dæm- um, þegar vel aflast á stuttum tíma, getur það nægt fyrir meiru en hækkun olíukostnaðar, en í öðrum dæmum vantar þá verulega á, að það hrökkvi fyrir kostnað- arhækkuninni. í umræðum um þetta mál hefur mér fundist, að útgerðarmenn hafi haft of mikla tilhneigingu til þess að aðskilja olíugjaldið frá fiskverðinu, en það tel ég óraunhæft, eins og ég hef skýrt hér að framan. Olíuviðskiptin í íramtídinni Um mitt sumar skipaði ríkis- stjórnin 5 manna nefnd í samráði við stjórnarandstöðuna til þess að athuga þegar í stað þá viðskipta- kosti, sem kynnu að standa til boða í olíukaupum erlendis frá, og hefi ég átt sæti í þessari nefnd. Olíuviðskipti íslendinga hafa að meginhluta verið bundin við Sov- étríkin frá árinu 1953 eða í 26 ár. Þessi viðskipti hafa ekki verið íslendingum óhagstæð fyrr en í byrjun þessa árs. Olíuverðið hefur síðustu ár verið miðað við mark- aðsverð í Rotterdam, sem ekki hefur verið mjög frábrugðið venjulegu viðskiptaverði. í upp- hafi þessa árs varð veruleg breyt- ing á, þegar eftirspurnin varð almennt meiri en framboð. Breyttist þessi markaður þá í eftirspurnarmarkað, sem ekkert tillit tekur til kostnaðarverðs á olíunni- Þegar þetta hafði gerst var eðlilegt, að farið væri fram á, að verðviðmiðun við Sovétríkin yrði breytt, og verð á olíu til okkar yrði miðað við venjuleg viðskipta- verð, en ekki eftirspurnarverð. Sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að við höfðum haft lang- tímaviðskipti við Sovétríkin um olíukaup, eða í 26 ár. Við saman- burð á olíuverði til okkar frá Sovétríkjunum, miðað við í júni s.l. sumar, og því olíuverði sem almennt gilti í Vestur-Evrópu, kom í ljós að olíuverð til okkar var að meðaltali 70% hærra. Hefur þessi mismunur verið gífurlegur allt árið, þótt hann hafi líklega aldrei verið meiri en í júní. Þegar rætt var við Rússa um olíukaup fyrir næsta ár, var Wks rætt um nýja verðviðmiðun, sem byggðist á venjulegu viðskipta- verði. Fékkst engu um þokað og virtist sem ákveðið hafi verið af Rússum að láta kné fylgja kviði gagnvart okkur, því sendimenn- irnir komu heim með þær breyt- ingar einar, sem til útgjaldaauka leiddu, þ.e. hækkað flutningsgjald, hækkaða vexti og styttan greiðslu- frest. Hafa þessar undirtektir vafalaust byggst á því, að við ættum engra annarra kosta völ í þeirri umframeftirspurn sem ríkir eftir olíu. Olíuviðskiptanefnd hefur því haft takmarkaðan tíma til að kanna aðra viðskiptamöguleika og svo virtist, að við ríkjandi aðstæð- ur, væri ekki unnt að stofna til nýrra viðskiptasambanda. Fyrir ötula forustu formanns nefndar- innar og sérstakan velvilja breskra yfirvalda, hefur nú tekist að ná samkomulagi við breska ríkisolíufélagið BNOC um að það selji okkur 125—150 þús. lestir af gasolíu á síðari helmingi næsta árs, en það nægir okkar þörfum í hálft ár. Verðið verður sambæri- legt við það verð, sem almennt gildir í Vestur-Evrópu. Er að því stefnt, að hér verði um langtíma viðskipti að ræða og þetta félag selji okkur eftir árið 1980 einnig aðrar tegundir af olíuvörum og enn meira af gasolíu. Þess er að vænta að við losnum á næsta ári að verulegu leyti undan þeim okurkjörum, sem við höfum þurft að sæta hjá Rússum á þessu ári, hvað viðkemur verði á gasolíu. Hægt er að fá nokkuð magn af gasolíu og bensíni frá Finnlandi og bensín frá Noregi á næsta ári, en í þeim tilfellum er um svo lítinn verðmun að ræða, frá því verði sem við búum við, að ekki er líklegt að þeim tilboðum verði tekið. Vegna þeirrar miklu verðhækk- unar sem orðið hefur á olíu hefur L.Í.Ú. haft um það sérstaka for- göngu að veita aðstoð og leiðbein- ingar til þeirra útgerðarmanna, sem hafa óskað eftir að breyta vélum skipa sinna til brennslu á svartolíu í stað gasolíu. Nota nú 50 togarar af B1 svartolíu og 2 nótaskip. Ekki er hægt að breyta vélum allra togara og er því óvíst um frekari breytingar. íhlutun í kjarasamninga Þegar svonefndur félagsmála- pakki var til umræðu milli fyrr- verandi ríkisstjórnar og verka- lýðshreyfingarinnar, munu sam- tök sjómanna hafa rætt um ein- hverjar breytingar á gildandi reglum um greiðslu í veikinda- og slysatilfellum og um breytingar á reglum um lögskráningu sjó- manna. Frumvarp um þetta efni kom fram á Alþingi á síðustu dögum þess í vor, en var ekki afgreitt. Heyrst hefur í fjölmiðl- um, að enn sé í undirbúningi að gera breytingar á þessum ákvæð- um án þess að nokkuð sé rætt um það við okkur, sem viðsemjendur. Er það næsta furðulegt að íhugað sé að íhlutast um þessi viðkvæmu atriði án samráðs við samningsað- ila. Þegar ákveðið var með lögum 1963 að greiða skyldi sjómönnum aflahlut í veikinda- og slysatilfell- um frá einum til þriggja mánaða, voru það af öllum talin mistök. Aflahlutur á ekkert skylt við eðlilega framfærslu í veikinda- og slysatilfellum og mun eðlilegra að greiða fast kaup, sem tryggði fulla framfærslu og þá jafnvel í lengri tíma, en nú er gert ráð fyrir í lögum. Útgerðin gæti þá tryggt sig fyrir greiðslugetu, ef vitað er hvað greiða á, en það getur hún ekki nú. Um slíkar þreytingar eiga samn- ingsaðilar að semja í frjálsum samningum, en þær á ekki að lögbjóða. Lánskjör Fiskveiðisjóðs Enn hefur lánskjörum Fisk- veiðasjóðs verið breytt til óhag- ræðis fyrir útgerðina. Eru láns- kjörin nú þannig að 58% eru gengistryggð miðað við 16 sterk- ustu gjaldmiðla heims og til við- bótar eru greiddir 9% vextir. Hinn hlutinn eða 42%, er verðtryggður miðað við vísitölu byggingakostn- aðar og ber 5'/2% vexti af sam- bærilegum lánum. Það er fjar- stæða að ætla sjávarútvegi, sem byggir tekjur sínar á sölu á erlendum markaði, að verðtryggja fjárskuldbindingar sínar með byggingarvísitölu, sem hefur 11 faldast á 8 árum á meðan gengi dollars hefur 4 faldast. Er nú komið að greiða þarf 55—60% af áætluðu aflaverðmæti nýs skips á fyrstu rekstrarárum þess, ef standa á í skilum við Fiskveiða- sjóð og er þá ótalin greiðslubyrði til annara stofnlánasjóða. Ljóst er að engin greiðslugeta er möguleg til þess að standa undir afborgun- um, vöxtum og verðtryggingum af lánum vegna nýrra skipa með þessum hætti. Hámark þess sem unnt er að greiða í hlutfalli af aflatekjum, er á bilinu 15—18%, og mismunurinn fer því í vanskil, sem nú reiknast með 54% drátt- arvöxtum á ári. Af þessu er ljóst, að enginn aðili, nema þeir sem geta sótt fé í vasa skattborgar- anna, geta endurnýjað skip. Er nú svo komið, að vanskil við Fisk- veiðasjóð, eingöngu vegna skipa sem smíðuð hafa verið hér á landi og hafa vérið með mun minni vísitölutryggingu en nú gildir á lánum, eru orðin 2.5 milljarður króna. Ef Fiskveiðasjóður hefur innheimtuaðgerðir, verður hann stærsti skipaeigandi í landinu. Vegna umhyggju fyrir ísl. skipa- smíðastöðvum og vegna þess að útvegsmenn hafa hætt við smíði skipa vegna hinna óhagkvæmu lánskjara, á að reyna að viðhalda innlendri skipasmíði með því að endurlána þeim sem eru í miklum vanskilum við Fiskveiðasjóð bæði gjaldfallnar afborganir og vexti. Hvernig standa á undir þeirri greiðslubyrði er ómögulegt að gera sér grein fyrir. Við gerum okkur grein fyrir, að ekkert lánsfé verður að fá fyrir atvinnureksturinn, ef lengi eru neikvæðir vextir. Það hefur ætíð verið krafa útvegsins að fá heim- ild til áð taka lán til endurnýjunar fiskiskipaflotans á erlendum fjár- magnsmörkuðum, en ekki að miða lánskjörin við innlenda verðbólgu, eins og hún kemur fram í vísitölu byggingakostnaðar. Það hefur verið talið eitt af mörgum ráðum gegn verðbólgu að hækka vexti, en svo virðist, sem stjórnmálamenn- irnir hafi talið þetta eina ráðið, en ef því er beitt án samhliða aðgerða í peninga og ríkisfjármálum, verkar það aðeins til enn frekari mögnunar á verðbólgu, eins og dæmin sanna. Álögur Þær álögur, sem sjávarútvegur- inn á nú við að búa, vegna vaxta og verðtrygginga og hærra olíu- verðs, eru óbærilegar í samkeppni við sjávarútveg samkeppnisland- anna. Til viðbótar við þann stór- fellda mismun, sem í þessu felst, er sjávarútvegur samkeppnisland- anna stórlega styrktur með fram- lögum af opinberu fé, sem enn spillir samkeppnisaðstöðunni fyrir okkur. Á sama tíma og við búum við þessa aðstöðu, vaða uppi í okkar eigin landi fulltrúar van- þróaðs og í mörgum tilvikum illa rekins iðnaðar og krefjast sér- stakra álaga á sjávarútveginn í formi auðlindaskatts eða sölu veiðileyfa. Hefur þetta nú borið þann árangur, að lagt hefur verið á landsmenn 6% jöfnunargjald, sem á að vega upp einhvern ímyndaðan mismun við sjávarút- veginn. Hluta af þessu gjaldi er varið til beinna styrkja til iðnað- arins, þannig að nú er iðnaðurinn kominn í félagsskap við landbún- aðinn, hvað þetta varðar. Ætla má, að það næsta verði, að hér verði framleiddar iðnaðarvörur án tillits til markaðsaðstæðna, sem ríkið ábyrgist sölu á, á tilteknu framleiðsluverði, líkt og hjá land- búnaðinum. Fiskimjölsverksmiðjur Einn er sá þáttur í sjávarútveg- inum, sem ekki nýtur jafnréttis við aðra starfsemi, en það eru fiskimjölsverksmiðjurnar. Þeim einum er gert skylt að greiða aðflutningsgjöld af tækjum og búnaði, sem þær þurfa til starf- semi sinnar. Hafa þær á undan- förnum árum dregist mjög aftur úr hliðstæðum iðnaði í nágranna- löndunum sakir óbærilegra að- flutnings- og sölugjalda, og skorts á lánsfé, þannig að þær ná ekki sambærilegri nýtingu úr hráefni og geta því ekki greitt sambæri- legt verð fyrir þann fisk, sem þær vinna. Til viðbótar þessu vanda- máli eru nú gerðar vaxandi kröfur til þeirra um mengunarvarnir eins og eðlilegt má telja. Það sættir þó furðu, að svo skuli komið, að stærstu fiskimjölsverksmiðju á Suðurnesjum hefur verið lokað, vegna óþæginda af lykt, á sama tíma og þar eru atvinnuerfiðleikar og önnur fiskvinnslufyrirtæki byggja á samvinnu við þetta fyrirtæki. Verður þegar í stað að leiðrétta þann ójöfnuð, sem fiski- mjölsverksmiðjurnar búa við og hefja uppbyggingu þeirra í sam- ræmi við nútíma kröfur. Lokaorð Við höldum nú aðalfund við óvenjulegar aðstæður. Engin starfhæf ríkisstjórn er í landinu og verðbólgan æðir áfram hraðar en nokkru sinni fyrr. Um áramót á að ákveða nýtt fiskverð og þá falla úr gildi þær tímabundnu ráðstaf- anir, sem gerðar voru á árinu til þess áð mæta hinni miklu olíu- verðshækkun. Kjarasamningar eru lausir og boðaðar eru kaupkröfur, sem eng- in innistæða er fyrir. Það getur því verið skammt í það, að sjávar- útvegurinn verði á flæðiskeri staddur. Það þarf því að vinna bráðan bug að lausn aðkallandi vandamála, ef ekki á illa að fara. Ég vil þakka öllum samstarfs- mönnum mínum í stjórn L.Í.Ú. fyrir ánægjulegt samstarf og starfsfólki L.I.Ú. fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Að svo mæltu segi ég 40. aðalfundi L.Í.Ú. settan. Landað fyrir 10,7 milljarða kr. erlendis VERULEG aukning hefur orðið á sölu ísfisks á erlend- um mörkuðum á þessu ári. Fyrstu 11 mánuði ársins voru farnar 202 söluferðir til Bretlands með alls 20.200 lest- ir og voru þær seldar fyrir 7,6 milljarða. Til Þýzkalands vöru til nóvemberloka farnar 55 söluferðir með 9.600 lestir og seldust þær fyrir 3,1 milljarð. Mikið hefur verið um ísfisk- sölur í þessum löndum í þess- um mánuði og verða þær nokkuð stöðugar til 20. þ.m. Óvenju lítið af saltfiski í landinu um áramótin NÚ ER verið að lesta tvö skip, sem fara með saltfisk til markaðsiandanna fjögurra við Miðjarðarhafið, Portú- gals, Spánar, Ítalíu og Grikklands. Útlit er fyrir að um áramót verði litlar salt- fiskbirgðir til i landinu og mun minna en mörg undan- farin ár. Suðurlandið lestar nú 1400 tonn af saltfiski, sem á að fara til Italíu og Grikklands, og Eldvíkin lestar saltfisk á Spán og Portúgal. Eru þetta síðustu stórsendingarnar af saltfiski, sem fara á þessu ári. Þrjár sölur í Þýzkalandi ÞRJÚ fiskiskip seidu í V-Þýzkalandi í gær, öll í Cuxhaven. Sigurður Þorleifsson GK seldi 52 lestir fyrir 22,6 millj- ónir króna, meðalverð 434 krónur. Helga Guðmundsdótt- ir BA seldi 110 tonn fyrir 49,5 milljónir, meðalverð 450 krón- ur. Guðfinna Steindsóttir ÁR seldi 62 tonn fyrir 18,2 millj- ónir, en gæði fisksins munu hafa verið lítil og fengust aðeins 293 fyrir kvert kg að meðaltali. Fjalakötturinn: Þriðja ríkið á hátindi FJALAKÖTTURINN. kvik- myndaklúbbur framhaldsskól- anna. sýnir í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtudag. kl. 21. á laugardaginn kl. 17 og á sunnudaginn kl. 17. 19.30 og 22 kvikmyndina „Ilakakross- inn“ eftir Philippe Mora. „Hakakrossinn" er nokkurs konar heimildamynd um þriðja ríkið á hátindi sínum. Klipptar eru saman í eina heiid frétta- myndir, áróðursmyndir, leikn- ar kvikmyndir, að ógleymdum heimilismyndum Evu Braun. Tónlistin í myndinni er sótt í smiðju Beethovens og Wagners og músik stríðsáranna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.