Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.1979, Blaðsíða 48
til jóla #ull Sc ^ílftir Laugavegi 35 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1979 Fasteignagjöld- in mun þungbær- ari en verið hefur —- segir Birgir ísl. Gunnarsson um tillögur vinstri meirihlutans um fasteignaskatta næsta árs LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði Reykjavíkur tillaga um fasteignagjöld fyrir næsta ár og var henni vísað til endanlegrar samþykktar borgarstjórnar á næsta fundi hennar fimmtudaginn 20. desember n.k. Þar er gert ráð fyrir að þær álagningarreglur, er samþykktar voru í fyrra, gildi áfram, en þær fela í sér að lagt er á íbúðarhúsnæði 0,5% af fasteignamati og á atvinnuhúsnæði 1,25% af fasteignamati. Birgir ísleifur Gunnarsson tjáði Mbl. að fasteignaskattar á íbúð- arhúsnæði á næsta ári myndu hækka um 60% og 55% á atvinnu- húsnæði. — Þessi tillaga um fasteigna- gjöld á árinu 1980 felur í sér, að fasteignagjöldin verða mun þung- bærari fyrir almenning en verið hefur, sagði Birgir ísleifur. Tillag- an felur í sér að fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði muni hækka um 60% á hverja íbúð, en útreikn- ingar sýna að tekjur borgarbúa hafa hækkað um 43% á árinu. Þá má og nefna, að brunabótamat hefur hækkað um 52% á árinu, en það er sú hækkun sem orðið hefur á byggingarvísitölu. Það er því skoðun okkar sjálfstæðismanna í borgarstjórn að vinstri meirihlut- inn gangi nú aftur óhóflega langt í að skattleggja íbúðarhúsnæði al- mennings. Við sjálfstæðismenn munum því verða á móti þessari tillögu í borgarstjórn og teljum að hverfa eigi aftur til þeirra álagn- ingarreglna sem giltu síðustu árin sem við vorum í meirihluta, þ.e. að gefa eigi afslátt af lögboðnum fasteignagjöldum en þá var lagt á íbúðarhúsnæði 0,421% ogatvinnu- húsnæði 0,842%. Gunnar Thoroddsen aldursforseti Alþingis stýrði þingfundi í gær og kvaddi hann til skrifarastarfa Lárus Jónsson og Jón Helgason. Sjá frásagnir um setningu Alþingis á bls. 22, 24 Og 25. Ljósm. Mbl: Krlstján. Síðasta tilboð Framsóknar: Samstarf um framsóknar- mann sem þingforseta Hækkun á innanlands- flugi og kaffi VERÐLAGSRÁÐ hélt fund í gærmorgun og var þar sam- þykkt að heimila 9% hækk- un á fargjöldum i innan- landsflugi frá 1. janúar og 9% hækkun á kaffi. Frestað var að taka afstöðu til beiðni um hækkun á smjörliki. Samþykktir þær. sem hér um ræðir, eiga eftir að hljóta staðfestingu ríkisstjórnar- innar. Enn liggja hjá Verð- lagsráði fjölmargar óaf- greiddar hækkunarbeiðnir. FRAMSÓKNARFLOKKURINN skrifaði ALþýðubandalagi og Al- þýðuflokki bréf í gærkvöldi, þar sem boðið var upp á samstarf flokkanna þriggja um kjör forseta Alþingis og nefndakjör. þannig að framsóknar- maður, sem væntanlega yrði Jón Helgason, yrði forseti Sameinaðs Alþingis, alþýðubandalagsmaður yrði forseti neðri deildar og alþýðu- flokksmaður forseti efri deildar. Benda framsóknarmenn og á að ef flokkarnir þrir hafi ekki samstarf um nefndakjör, muni kjör i sjömannanefndir fara þannig að Sjálfstæðisflokkurinn fái þrjá nefndarmenn, Framsóknaf lokkur- inn tvo og hinir flokkarnir einn hvor. Samstarf myndi hins vegar þýða, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fengju tvo full- trúa hvor og hinir flokkarnir gætu þá skipzt á um að eiga einn og tvo nefndarmenn. Varðandi fjárveit- inganefnd myndi samstarf þýða tvo fulltrúa Alþýðubandalagsins, en að öðrum kosti réði hlutkesti milli annars manns Alþýðubandalagsins og fjórða manns Sjálfstæðisflokks- ins. „Við teljum að vilji þessara þriggja flokka til samstarfs geti birst í því, hvort við náum saman um forseta- og nefndakjör eða ekki“, sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins i samtali við Mbl. í gær. „ Við framsóknarmenn erum hins vegar ekki reiðubúnir til samstarfs við annan flokkinn á móti hinum, þar sem við mundum þá bara fá á okkur klofning“. Mbl. ræddi í gær- kvöldi við formenn þingflokka Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks, þá Ragnar Arnalds og Sighvat Björg- vinsson, en hvorugur vildi tjá sig um tilboð framsóknarmanna. Sögðu þeir að afstaða yrði tekin til þess á þingflokksfundum, sem haldnir verða fyrir þingfund í dag. Sighvatur Björgvinsson hreyfði því við aðra þingflokksformenn í gær- morgun, hvort samkomulag gæti tek- izt um forsetakjör með þeirri aðferð, sem forseti Islands hefði beitt varð- andi stjórnarmyndunarumboðið, þannig að forseti Sameinaðs þings yrði úr þeim flokki, sem mest vann á í kosningunum, þ.e. Framsóknar- flokki, síðan veldi stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, sér deild og þann- ig koll af kolli. Alþýðubandalagið hafnaði strax þessari leið. Alþýðu- bandalagið skrifaði Framsóknar- flokknum svo bréf, þar sem stungið var upp á samstarfi þessara tveggja flokka við forsetakjör og kosningu í nefndir með fulltrúa Alþýðubanda- lagsins, Helga Seljan, sem forsetaefni Sameinaðs Alþingis, og vildu alþýðu- bandalagsmenn að flokkarnir tveir tækju „ eðlilegt tillit til Alþýðu- flokksins" í þessu samstarfi sínu. Alþýðuflokkurinn hafnaði þessari lausn og settust framsóknarmenn þá á rökstóla til að freista þess að ná fram samkomulagi flokkanna þriggja. Niðurstaðan varð svo bréf það, sem sent var hinum flokkunum í gærkvöldi. „Við sjálfstæðismenn höfum fallizt á tillögu Benedikts Gröndal varðandi forsetakjörið. Þar með er þingmeiri- hluti fyrir þeirri tillögu og við teljum eðlilegt að Alþýðuflokkurinn fram- fylgi henni á Alþingi. Það myndi þó engan veginn þýða að neins konar kosningabandalag væri komið á milli þeirra og okkar, en við teljum þessa tillögu skynsama og sanngjarna mið- að við aðstæður", sagði Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks sjálfstæðismanna í samtali við Mbl. í gær. Stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna lágu niðri í gær vegna þingsetningar og umræðna um for- seta- og nefndakjör. Kristján Ragnarsson í ræðu á aðalfundi LÍÚ: Losnum á næsta ári að verulegu leyti undan okurkjörum Rússa Oliukostnaður fiskiskipa hefur þegar hækkað um 22.4 milljarða á árinu Á SÍÐASTA ári kostaði olfan, sem fiskiskipaflotinn notaði, 7.850 milljónir króna. Sama magn af olíu mun hins vegar kosta 30.300 milljónir króna, þegar fram er komin sú verðhækkun, sem biður staðfestingar ríkisstjórnarinnar. Hún byggir á 329 dollara verði, en verð á Rotterdam-markaði er nú 362 dollarar, sem enn mun hækka olíuna um allt að 10% umfram þá hækkun, sem nú er væntanleg. Hækkun oliukostnaðar fiskiskipaflotans er þvi nú þegar 22.450 milljónir króna eða 28,5%. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í ræðu Kristjáns Ragnars- sonar á aðalfundi LIÚ, sem hófst í gær. Kristján ræddi einnig um olíuviðskipti við Sovétrnenn og sagði, að „þegar rætt var við Rússa um olíukaup fyrir næsta ár, var loks rætt um nýja verðviðmið- un, sem byggist á venjulegu við- skiptaverði. Fékkst engu um þok- að og virtist sem ákveðið hefði verið af Rússum að láta kné fylgja kviði gagnvart okkur, því sendi- mennirnir komu heim með þær breytingar einar, sem til útgjalda- auka leiddu, þ.e. hækkað flutn- ingsgjald, hækkaða vexti og stytt- an greiðslufrest." Síðan vék Kristján Ragnarsson að öðrum möguleikum á olíukaup- um og sagði að nú hefði tekist að ná samkomulagi við brezka ríkis- olíufélagið BNOC, um að það seldi okkur 125—150 þúsund lestir af gasolíu á næsta ári. „Verðið verð- ur sambærilegt við það verð, sem almennt gildir í V-Evrópu. Er að því stefnt, að hér verði um lang- tímaviðskipti að ræða og þetta félag selji okkur eftir árið 1980 einnig aðrar tegundir af olíuvör- um og enn meira af gasolíu. Þess er að vænta, að við losnum á næsta ári að verulegu leyti undan þeim okurkjörum, sem við höfum þurft að sæta hjá Rússum á þessu verði, hvað við kemur verði á gasolíu", sagði Kristján Ragnars- son m.a. Tilboðum Norðmanna og Finna um benzín og gasolíu sagði Kristján að ólíklegt væri að tekið yrði vegna lítils verðmunar. Sjá nánar bls. 18: Ræðu Kristjáns Ragnarssonar í heild. / 1 Guðni Sunnu selur salt- fisk í Mið- Ameríku GUÐNI Þórðarson í Sunnu hefur undanfarna mánuði dvalið í Mið- og Suður- Ameríku, þar sem hann hefur m.a. kannað mögu- leika á sölu saltfisks og lagmetis héðan. Sam- kvæmt upplýsingum Mbl. bauð Guðni SÍF og Sölu- stofnun lagmetis þessa þjónustu í haust, en er væntanlegur heim á næst- unni og kemur þá væntan- lega í ljós hver árangur hefur orðið af þessum sölu- tilraunum hans samkvæmt umboði fyrrnefndra stofn- ana.— Guðni mun hafa fleiri járn í eldinum í samvinnu við bandaríska aðila í Mið-Ameríku aðal- lega, en einnig í Suður- Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.