Morgunblaðið - 23.01.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 1980
15
Carter vann
stórsigur
Des Moines, 22. janúar, AP.
CARTER forseti bar mikinn sig-
ur úr býtum í kosningunum í
Iowa-fylki til flokksþings demó-
Sovétmenn
efstir á EM
Skara, Svíþjóð —22. janúar — AP.
SOVÉTMENN hafa tekið forustuna
í sveitakeppni Evrópumeistaramóts-
ins í skák eftir þrjár umferðir.
Sovétmenn fóru hægt af stað, gerðu
jafntefli við Englendinga, 4—4,
siðan Ungverja 4—4. í 3. umferð
stefna þeir í öruggan sigur gegn
Svium. Þegar fimm skákum var
lokið höfðu Sovétmenn hlotið 4.5
vinninga gegn háifum vinningi
Svía. Þrjár skákir fóru i bið,
Anderson og Karpov, Petrosian og
Schneider og Kasaparov og Ren-
man. Schneider er með vinnings-
stöðu gegn Petrosian en Kasparov
hefur betra tafl gegn Renman.
Staðan í biðskák Anderson og Karp-
ov er tvísýn.
Sovétmenn eru með mjög sterka
sveit í Svíþjóð, meðal stórmeistara
má nefna Tal, Spassky, Petrosian,
Kasparov, Polugaevsky að ógleymd-
um sjálfum heimsmeistaranum,
Karpov. í 3. umferð urðu úrslit:
Ungverjaland—Búlgaría 3—4, ein í
bið, Tékkóslóvakía—Bretland 2.5—
1.5, 4 í bið, Júgóslavía 2.5—1.5,4 í bið.
Staðan á Evrópumeistaramótinu er
nú: Sovétríkin 12.5 — 3 biðskákir.
Júgóslavía 12,4 biðskákir. ísrael 11.5,
4 í bið, Ungverjaland 11 — 4 í bið,
Búlgaría 10.5, 1 biðskák, Tékkó-
slóvakía 9, 4 biðskákir, Bretland 9, 4
biðskákir. Lestina reka Svíar með 7.5
vinninga og 3 biðskákir.
19 sjó-
manna
saknað
Tókýó, 22. janúar, AP.
VÖRUFLUTNINGASKIP frá Pan-
ama sökk á Japanshafi í nótt eftir
að eldsvoði varð um borð og leki
kom að skipinu. Skömmu eftir
slysið fundust tveir skipverjar á
björgunarbáti, en 19 er saknað og
óttast er að þeir hafi farist.
Þetta gerðist
23. janúar
1979: Ein og hálf milljón ríkis-
starfsmanna í Bretlandi leggur
niður vinnu; Bokassa keisari í
Mið-Afríkuríkinu fær her frá
Zaire.
1943: Bretar taka Tripoli.
1719: Furstadæmið Lichtenstein
stofnað.
1579: Utrechtsáttmálinn.
1571: Kauphöllin í London opn-
uð.
Afmæli: Stendahl, franskur rit-
höfundur, 1783—1842 - Edouard
Manet, franskur listmálari,
^g32__1883
Andlát: Otto keisari II — Will-
iám Pitt, stjórnmálamaður, 1806
— Charles Kinsley, skáld, 1875
— Alexander Korda, kvik-
myndaframleiðandi, 1956 —
Paul Robeson, söngvari, 1976.
Innlent: Stórflóð í Grindavík
1925 — F. Helgi Helgason, tón-
skáld, 1848 — d. Ormur biskups-
efni Þorsteinsson 1321 — d. sr.
Sveinn Jónsson á Barði 1687 —
4500 sextán ára nemendur
þreyta í fyrsta skipti svokölluð
„samræmd próf“ í grunnskólum
— f. Þóra Kristjánsdóttir, list-
ráðunautur Kjarvalsstaða, 1939.
Orð dagsins: Reynslan er bezti
kennarinn, en skólagjöldin eru
bara of há — Thomas Carlyle,
skozkur sagnfræðingur.
krata sem velja mun frambjóð-
anda flokksins við forsetakosn-
ingarnar í haust. Hlaut Carter 29
fulltrúa, en Edward Kennedy,
helzti keppinautur hans, hlaut
15. Þátttaka var mikil og talið er
að það hafi verið Carter í hag, en
hann hlaut 59 af hundraði at-
kvæða, Kennedy 31 og aðrir
minna.
Carter sagði, að útkoman væri
kærkomin og bæri vott um stuðn-
ing þjóðarinnar við sig á erfiðum
tímum. Hann sagði að kosninga-
barátta Kennedy-manna í Iowa
hefði verið kraftmikil og vel und-
irbúin. Næsta forval fer fram í
New Hampshire þar sem Kennedy
er sagður sterkur, en kunnugir
segja að tapi hann þar geti hann
allt eins dregið sig út úr barátt-
unni um útnefningu flokksins við
forsetakosningarnar.
í samsvarandi kosningum re-
públikana sigraði George Bush,
fyrrum sendiherra hjá Sameinuðu
þjóðunum og forstöðumaður
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA. Bar hann sigurorð af Ronald
Reagan sem hafði forskot í skoð-
anakönnunum fyrir kosningarnar.
Edward Kennedy ásamt lagskonu sinni, ungfrú Lönu Campbell.
Myndin birtist í New York Post og þar sagt að hún hafi verið tekin í
bátsferð út af Martha’s Vineyard árið 1967. Hafði blaðið eftir ungfrú
Campbell. að hún hefði verið lagskona hans um tveggja ára skeið, en
þingmaðurinn þvertók fyrir það í sama blaði. Ef myndin prentast vel
má sjá að Kennedy er með belti mikið um sig miðjan, og er það vegna
meiðsia sem hann hlaut í flugslysi skömmu áður en myndin var tekin.
Veöur
Akureyri -5 léttskýjaö
Amsterdam 7 rigning
Aþena 15 heiöskírt
Barcelona 19 léttskýjaö
Berlín 1 léttskýjaö
BrUssel 8 rigning
Chicago 0 heiöskírt
Frankfurt 0 skýjaö
Genf 6 rigning
Helsinki -4 skýjað
Jerúsalem 15 heiðskírt
Jóhannesarborg 26 heiöskírt
Kaupmannahöfn -1 snjókoma
Las Palmas 22 léttskýjaö
Lissabon 15 rigning
London 9 heiöskírt
Los Angeles 23 heiðskírt
Madríd 8 skýjað
Malaga 15 léttskýjaö
Mallorca vantar
Míami 22 skýjaö
Moskva -10 skýjað
New York 5 rigning
Ósló -2 skýjaö
París 7 heiöskírt
Reykjavík -5 léttskýjaö
Rio de Janeiro 35 skýjaö
Rómaborg 8 skýjaö
Stokkhólmur -1 skýjað
Tel Aviv 18 heiðskírt
Tókýó 7 heiöskírt
Vancouver 5 skýjað
Tillögur um að ÓL verði flutt-
ir frá Maskvu njóta víða fylgis
New York, Kaupmannahöfn. London. Ósló, 22. janúar, AP.
BANDARÍSKIR embættismenn og íþróttafrömuðir freistuðu í dag að fá
aðrar vestrænar þjóðir til að lýsa stuðningi við tillögur Carters forseta um
að ólympíuleikarnir verði færðir frá Moskvu, frestað eða þeim jafnvel
aflýst, vegna innrásar og ihlutunar Sovétmanna í Afganistan. Ef það
rætist ekki, gera þeir sér a.m.k. vonir um, að svo margar þjóðir hætti við
þátttöku í leikunum að þeir missi áróðursgildi fyrir Sovétmenn heima
fyrir.
Framkvæmdastjóri Alþjóða ÓI-
ympíunefndarinnar sagði í dag, að
ekki kæmi til greina að leikunum
yrði frestað, aflýst eða þeir færðir til
annars lands, og Killanin lávarður,
forseti nefndarinnar, sagði, að Ól-
ympíuhreyfingin en ekki Sovétmenn
yrði fyrir áfalli ef Bandaríkin sendu
ekki keppendur á leikana. í skoðana-
könnun AP og NBC-sjónvarpsstöðv-
arinnar lýstu 49 af hundraði sig
fylgjandi því að bandarískt íþrótta-
fólk sæti heima ef leikarnir yrðu
haldnir í Moskvu, 41 af hundraði var
andvígur því og 10 af hundraði
óákveðnir.
Bandaríska Ólympíunefndin kem-
ur saman til fundar í Colorado um
næstu helgi og verður þá formleg
afstaða tekin. Fjölmargir af fremstu
íþróttamönnum Bandaríkjanna,
þ.á m. heimsmethafar og verðlauna-
menn frá síðustu leikum, hafa lýst
stuðningi við hugmyndir Carters og
hvatt til þess, að bandarískt íþrótta-
fólk taki ekki þátt í leikunum vegna
atburðanna í Afganistan.
Kjeld Olsen, utanríkisráðherra
Danmerkur, útilokaði næstum í dag
að dönsk stjórnvöld legðust á sveif
með Carter forseta. Sagði hann, að
ef sú staða kæmi upp að Danir yrðu
eina vestræna þjóðin, sem tæki þátt
í leikunum, yrði sennilegast breytt
um afstöðu.
Odvar Nordli, forsætisráðherra
Noregs, sagði og að norska stjórnin
mundi ekki gefa íþróttasamböndum
þar í landi fyrirskipanir hvað snertir
þátttöku Norðmanna í leikunum.
„Einstök sambönd verða að ákveða
sjálf hvort íþróttamenn innan þeirra
taka þátt í leikunum í Moskvu,"
sagði Nordli í viðtali við fréttaritara
Mbl. Komið hafa fram kröfur um að
norskir íþróttamenn taki ekki þátt í
leikunum í Moskvu, en hvorki hafa
stjórnmálaflokkar né íþróttasam-
bönd tekið afstöðu til þess.
Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, sagðist í dag ætla
að rita brezku Ólympíunefndinni
bréf og fara þess á leit við hana að
nefndin krefðist þess að Ólympíu-
leikarnir yrðu fluttir frá Moskvu, og
að m.a. yrði boðið að keppni í
einstökum Ólympíuíþróttum færi
fram á brezkri grund. Brezkir
stjórnmálamenn hafa tekið heils
hugar undir þær kröfur Carters
Bandaríkjaforseta að Ólympíuleik-
arnir verði fluttir frá Moskvu.
Þá samþykkti Ástralíustjórn í dag
að styðja kröfur Carters um að
vestrænar og hlutlausar þjóðir
hundsi Ólympíuleikana í Moskvu
hverfi Sovétmenn ekki á brott með
herlið sitt frá Afganistan. Sagði
Malcolm Frazer forsætisráðherra í
bréfi til áströlsku Ólympíunefndar-
innar, að ríkisstjórn hans teldi að
meirihluti þjóðarinnar óskaði þess
að Sovétmönnum yrði gerð grein
fyrir því, að Ástralíubúar væru mjög
andvígir aðgerðum þeirra í Afgan-
istan, og að vart væri til sterkari
leikur til þess en að halda sig fjarri
Ólympíuleikunum. Einkum yrði sov-
ézku þjóðinni þannig ljós vanþóknun
Ástralíumanna og annarra hlut-
lausra ríkja á innrás og íhlutun
Sovétmanna í Afganistan.
Víða annars staðar að bárust
fregnir þess efnis, að ráðamenn
væru fylgjandi hugmyndum um að
Ólympíuleikarnir yrðu færðir frá
Moskvu, og kunnugir sögðu, að
kröfur þess efnis, að hætt yrði við
þátttöku í leikunum, yrðu til að
styrkja áskoranir og óskir Kara-
manlisar, forsætisráðherra Grikk-
lands, um að leikarnir fari framvegis
alltaf fram í Grikklandi, og stjórn-
málalegt og viðskiptalegt mikilvægi
þeirra verði þannig afnumið.
Bókmennta- og tónlistarverölaun Norðurlandaráðs:
Veitt dönsku tónskáldi
og sænskum rithöfundi
DÓMNEFNDIR Norðurlanda-
ráðs ákváðu í gær að sænski
rithöfundurinn Sara Lidman
skyldi hljóta bókmenntaverð-
laun ráðsins fyrir skáldverkið
Vredens Barn, og að danski
tónlistarmaðurinn Pelle Gud-
mundsen-Holmgren skyldi
hljóta tónlistarverðlaun ráðsins
fyrir verkið Symfoni-Antifoni.
Árni Kristjánsson píanóleik-
ari, sem auk Páls Kr. Pálssonar,
prganista, var annar fulltrúi
Islands í nefndinni, sagði í við-
tali við Mbl. í gær, að Gud-
mundsen-Holmgren væri fædd-
ur árið 1932 og væri verk hans í
svokölluðum hlutstæðum stíl. í
því brygði fyrir glettni og jafn-
vel væri í verkum hans að finna
rómantískar hliðar, söngrænir
kaflar væru inn á milli í annars
margslungnum verkum. Segðist
tónskáldið vera í andlegum
tengslum við Samuel Beckett og
tónverk hans endurspegluðu
áhrif frá list Becketts. Árni
sagði, að tónverk eftir Gud-
mundsen-Holmgren hefðu áður
komið til álita í sambandi við
úthlutun tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs, sem að þessu
sinni verða afhent hér á landi 4.
marz, en þá hefur sænski full-
trúinn Göran Bergendal orð
fyrir nefndinni.
Sara Lidman er fædd árið 1923
og kom hennar fyrsta bók út árið
1953. Einkenndust bækur henn-
ar í fyrstu af svonefndu sál-
fræðilegu raunsæi, og einnig
þær síðustu, en Vredens Barn
fjallar um líf í heimahéruðum
hennar í Norðurbotni. Hún hef-
ur einnig fjallað um kynþátta-
kúgun og verkalýðsbaráttu. Seg-
ir í umsögn dómnefndarinnar að
verk hennar, Vredens Barn, ein-
kennist af auðmýkt og hógværð.
Sara Lidman, rithöfundurinn
sænski, sem hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs
fyrir bók sína Vredens Barn.
Lidman er fyrsta konan sem
hlýtur verðlaunin.
Simamynd — AP.
Danska tónskáldið Pelle Gud-
mundsen-Holmgren sem í gær
hlaut tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs fyrir tónverkið Sym-
foni-Antifoni
Simamynd — AP