Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 22. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Afríkuriki fara f ram á f und _ í Oryggisráðinu Saka Breta um brot á Lundúnasamkomulaginu New York, 26. janúar — AP. AFRÍKURÍKIÐ MalaWi hefur farið fram á fund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Afríkuríkja vegna „versn- andi ástands“ í Zimbabwe- Æk i r ■'i&mw&WF* 1 ♦ &IliHi I \ i Afríkuríki kenna Soames lávarði um versnandi ástand í Zimb- abwe-Rhódesíu Rhódesíu eins og fulltrúi Malawi orðaði það. Hann kenndi Soames lávarði, landstjóra Breta, um hið versnandi ástand í land- inu. Beiðni Malawi verður tekin fyrir á þriðjudag og búist er við að málið verði tekið opinberlega á dagskrá í næstu viku. Chifwedi Jere, fulltrúi Malawi hjá Sameinuðu þjóðunum, sakaði Breta um „gróft brot“ á Lundúnasamkomulaginu. Hann sagði, að eins og málum væri nú háttað væri vonlaust að heiðar- legar og réttlátar kosningar gætu farið fram í landinu. Jere sagði, að brot Breta á Lundúna- samkomulaginu væru einkum áframhaldandi vera s-afrískra hermanna í landinu; Soames lávarður beitti herliði stjórnar- innar í Salisbury til að drepa og ofsækja skæruliða, sem vildu gefa sig fram; ónauðsynleg neyð- arlög í sex mánuði; varðhald pólitískra fanga og neitun við því að öllum flóttamönnum væri leyft að snúa á ný til Zimbabwe- Rhódesíu. Forsetakosningar í Iran: Ðani Sadr með forystu Teheran, 26 janúar, AP. SAMKVÆMT fyrstu tölum hefur Bani Sadr fjármála- ráðherra mest fylgi átta frambjóðenda við forseta- kosningarnar í íran. Sagði Pars-fréttastofan, að í sumum kjördeildum hefði 13 féllu í E1 Salvador . San Salvador, 26. janúar, AP. LÍK 13 fórnarlamba póli- tísks ofbeldis fundust í borgunum San Salvador, Sonsonante og Santa Ana í dag. Vinstri- og hægrisinnar hafa átt í nær daglegum útistöðum, og er sízt búizt við að þeim linni í bráð, þar sem vinstrisinnar hafa heitið heiftarlegum hefndum fyrir fall 20 manna úr þeirra röðum á fimmtudag. Pólitískt ofbeldi er daglegt brauð í E1 Salvador, en magnaðist eftir stjórnarbyltinguna 15. októ- ber síðastliðinn. Sadr hlotið allt að 80 af hundraði atkvæða. Úrslit úr kosningunum verða ekki kunn fyrr en á mánu- dag. Bani Sadr er hófsamur stjórn- málamaður og hlynntur því að gíslunum í bandaríska sendiráð- inu í Teheran verði sleppt. Hann var settur af sem utanríkisráð- herra 28. nóvember sl. er hann beitti sér fyrir lausn deilu Bandaríkjanna og íra'ns. Bani Sadr nam hagfræði í Frakklandi og hefur lengi verið samstarfs- maður Khomeinis. Barn með tvö höfuð Las Palmas, 26. janúar. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu i dag, að fæðst hefði á sjúkrahúsi á Kanaríeyjum i siðustu viku barn sem hafði tvö höfuð og íjórar hendur. Nánari upplýsingar fengust ekki, en barnið lézt nokkrum dögum eftir fæðinguna. Móður- inni heilsast vel. Bjartari hliðin á skammdeginu (Ljósm. Krístínn) Utanríklsráðherra múhameðstrúarríkja funda um Afganistan: Munu kref jast brott- flutnings Sovétmanna Isiamabad, 26. janúar. AP. FUNDUR utanríkisráðherra mú- hameðstrúarríkja hefst í Islama- bad i Pakistan á morgun (sunnu- dag). Agha Shahi, sérlegur ráð- gjafi Zia Ul-Haq, forseta Pakist- ans i utanríkismálum, sagði í dag, að engum vafa væri undir- orpið, að utanríkisráðherrarnir munu krefjast þess, að sovéskir hermenn verði á brott frá Afgan- istan. Hann sagði einnig, að í ályktun fundarins mætti gera ráð fyrir hvernig ríki múham- eðstrúarmanna vildu að staðið yrði að brottflutningi sovéskra hermanna frá Afganistan. Þál mun flóttamannavandamálið bera á góma. Nú er um hálf milljón flóttamanna frá Afgan- istan i Pakistan. Tuttugu og fjögur ríki senda fulltrúa sína á fundinn í Islama- bad en Sýrland, Líbýa og PLO- samtökin senda ekki fulltrúa sína þangað. „Ekki kemur til greina að ríki múhameðstrúarmanna berjist við Sovétríkin. Til þess höfum við ekki mátt. En Sovétmenn verða að draga sinar eigin ályktanir af fundinum. Innrásin í Afganistan hefur haft mjög slæm áhrif á samband Sovétríkjanna og ríkja múhameðstrúarmanna. Sovét- menn verða að taka afstöðu til , þess hvort þeir vilja óvild allra ríkja múhameðstrúarmanna", sagði Shahi við fréttamenn. I Colorado Springs í Bandaríkj- unum skrifuðu nærri 50 íþróttam- enn undir skjal þar sem Banda- ríkjastjórn var gagnrýnd fyrir að reyna að koma í veg fyrir þátttöku bandarískra íþróttamanna á Ó) ympíuleikunum. Hér er um að ræða lyftingamenn, hljólreiða- menn, skotmenn, sundknatt- leiksmenn, blakmenn og hand- knattleiksmenn en þeir stunda nú æfingar fyrir Ólympíuleikana í Colorado. „Við verðum að grípa til ráða, sem bera árangur en ekki til táknrænna aðgerða, sem hræra í tilfinningum fólks", sagði einn forustumanna íþróttamannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.