Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1980 29 Það er einkennandi fyrir Hitler, að þetta varð til þess að hann frestaði flutningunum úr kanzlarahöllinni í aðalstöðv- arnar, þar til seint um kvöldið og lét sig hverfa í skjóli myrkurs. Hann hafði mjög næma tilfinningu fyrir þessum hlutum. Ég held hann hafi gert sér fullljóst, að stríðið var ekki vinsælt meðal Þjóðverja og að það rændi hann miklu af vinsældum hans. Ég held, að þetta hafi verið meðal þess, sem olli honum mestum vonbrigðum, og það hjálpar til að útskýra þau orð hans, að þýzka þjóðin ætti ekki skilið að komast af, ef hann ynni ekki stríðið. En ég fellst ekki á þá skoðun sumra, að Hitler hafi þá þegar séð fyrir endalok stríðsins. Ég held, að hann hafi ekki gert sér grein fyrir að stríðið var tapað. Þetta var tengt hæfileika Hitl- ers til sjálfssefjunar. Hann vildi ekki tapa stríðinu og þess vegna viðurkenndi hann ekki, að það mundi tapast. Ég get mér þess til að hann hafi hvorki viðurkennt það fyrir nánustu samstarfsmönnum sínum né heldur fyrir sjálfum sér. Ég held ekki að öll loforð hans um sigur hafi aðeins verið blekkingar, þau voru fremur afleiðing af þeirri sannfæringu hans að hann væri eftirlætisgoð örlag- anna... Hitler hefði vissulega kosið takmarkaða styrjöld, og ef Englendingar hefðu staðið utan við hana, hefði munað um það. En Hitler hafði sagt í Obersalzberg skömmu áður en stríðið braust út: „Þetta á ekki að vera stríð án blóðs, því þessi „blómastríð", þar sem her- mönnunum er fagnað með blómum, draga úr siðferðis- styrk hersins". Þess vegna varð stríðið að vera blóðugt, og hann gerði ráð fyrir því. Bullock: Á árunum 1940 og 1941, þegar Hitler hafði sigrað Frakkland, England var næsta óvirkt og Bandaríkin stóðu enn utan við stríðið, hefði Hitler getað beitt orku sinni, skipu- lagshæfileikum sínum og mönnum eins og þér til að ná valdi á meginlandi Evrópu. Ef hann hefði ekki ráðist á Sov- étríkin og ef Bandaríkin hefðu ekki lýst yfir stríði, hefði honum þá ekki tekizt að tryggja yfirráð Þýzkalands yf- ir meginlandi Evrópu fram til næstu aldamóta? Speer: Það er alltaf erfitt að svara spurningum, sem byggj- ast á tilgátum. Ef Hitler hefði látið vera að ráðast á Rúss- land, hefði hann vissulega get- að lokað Gríbraltarsundi með aðstoð Spánar, náð yfirráðum á Miðjarðarhafinu og að lokum komist yfir olíu Englendinga með stuðningi Araba. Hins vegar var ótti hans við árás Rússa ekki með öllu ástæðulaus. Hann hafði vissu- lega áhyggjur af þeim mikla mætti sem Rússar kynnu að geta beitt, en af þeim skýrslum og kvikmyndum, sem hann sá, virtist honum Rússland veik- ara. Stríðið í Finnlandi styrkti þetta álit. Síðan komu fréttir af því, þegar þýzkir og rússn- eskir hermenn mættust við markalínuna (í Póllandi), öll- um bar saman um að Rússar væru illa þjálfaðir og illa búnir vopnum. Það veitti hon- um þá sannfæringu, að hægt væri að sigrast á Rússum. Þar brást honum innsæið. Ég man enn, að nokkrum dögum eftir vopnahléð við Frakkland sagði Hitler við Keitel að „herferð gegn Rúss- landi, með því afli, sem við vitum að hermenn okkar búa yfir, væri barnaleikur. Við gætum farið með þá eins og við vildum." Þetta var röng álykt- un, en ég verð að bæta við • þetta, ég tel, að hann hefði getað sigrað í Rússlandi og að stríðið hefði þróazt á allt annan hátt, ef hann hefði ekki verið svona berorður um markmið sitt í Rússlandi. Hann vildi gera landið ánauð- ugt. Ef hann hefði lýst yfir nokkurs konar krossferð, hefði hann sennilega hlotið mikinn stuðning. Það er alltaf hlegið að mér, þegar ég held því fram, að Hitler hafi stefnt að því að drottna yfir heiminum en ekki aðeins að ráða yfir Evrópu, að drottna yfir Evrópu var aðeins áfangi að endanlegu markmiði. Þegar ég tala um að drottna yfir heiminum, á ég ekki við, að hann hefði til dæmis til- nefnt forseta í Bandaríkjun- um, heldur að Þýzkaland skyldi vera sterkasta stórveldi heims, og hafa algert vald til að segja fyrir um hvaðeina, sem gerast ætti í heiminum, þar með talið í Bandaríkjun- um. Bullock: Margir Þjóðverjar, þar á meðal þú, sem voru í aðstöðu til að vita hvernig kringumstæðurnar voru í raun, voru sannfærðir um það, löngu áður en styrjöldinni lauk, að henni gæti ekki lyktað með sigri og því ætti að binda endi á hana. Þeir sem tóku þátt í samsærinu þann 20. júlí skildu það eins vel og menn í þinni aðstöðu. En alveg eins og þið, trúðu samsærismennirnir því, að ekkert væri hægt að gera meðan Hitler væri á lífi og héldi völdum. Ég er ekki sáttur við þetta, því þetta þýðir, að á sama tíma og hann hafði misst dýrðar- ljóma velgengninnar, þegar hann hafði einangrað sig og hreif ekki lengur þjóðina með sér, hélt hann samt öllum eins og í álögum. Hvað skýrir þetta vald, sem hann hafði enn, eftir að á hann tók að halla? Við dauða hans lauk öllu skyndilega. Það er eins og við værum í leikhúsi að horfa á áhrifamikla sýningu, skyndi- lega opnast dyrnar: það er laugardagssíðdegi og mann- fjöldinn fyrir utan er að flýta sér í rigningunni til að komast á fótbolta leik. Hvaða styrkur gerði Hitler kleift að halda tökum sínum, jafnvel eftir að hann var sigraður? Fyrir mér er þetta mesta ráðgátan. Speer: Þetta er erfitt að útskýra. Þú mátt ekki gleyma því, að Hitler var gæddur miklum viljastyrk, sem hann notaði til að stjórna þeim, sem voru í návist hans. Það er hægt að líkja því við skotkraft kúlu þegar hún kemur úr byssu- hlaupi, maður heldur áfram ósjálfrátt, jafnvel þegar maður sér engan tilgang með neinu lengur. En annað einkennilegt atriði er í mínum augum mikilvæg- ara. Ég held, að Hitler hafi haft einhvern áhrifamátt yfir hershöfðingjunum, sem um- kringdu hann. Ég minnist þess alltaf þegar von Manstein yfir- hershöfðingi; sem ekki var neinn hugleysingi, kom til að- alstöðvanna. Hann hafði sagt einbeittur við okkur: „Núna ætla ég að krefjast þess, að Hitler láti undan og stjórni hernum eins og ég tel að eigi að gera það, eða ég hætti.“ Manstein kom út eftir þrjár til fjórar stundir og við vorum allir mjög forvitnir, því #ð þetta var í rauninni mjög afdrifarík staða. Hann kom út, þarna var vermútflaska, hann fékk sér vænan sopa af Cinz- ano og gekk burt án þess að segja nokkuð. Við vissum, að ekkert hafði gerzt. Enn einu sinni hafði Hitler kúgað hann til þagnar. Við getum ekki leitt þetta hjá okkur með því að segja, að Keitel eða Jodl hafi verið veiklundaðir menn. Báðir voru þetta þrautreyndir menn, sem höfðu skólast í herforingjaráð- inu. Fromm hershöfðingi sagði mér einu sinni, að Kesselring og Keitel væru alltaf taldir áhrifamestu mennirnir í hern- um. Hvers vegna urðu þeir svona veiklundaðir? Auðvitað er hægt að kenna það of mikilli vinnu að einhverju leyti. Hitl- er vann á næturnar, menn urðu að gefa honum skýrslur sínar á næturnar og á daginn þurftu þeir að gefa nauðsyn- legar fyrirskipanir til að halda hjólum stríðsins gangandi. Þessi vinna bæði dag og nótt jók ábyrgð þeirra, mistökin og álagið. Sennilega hafa þeir ekki lengur haft fulla starfs- orku. Bullock: Mig langar að koma aftur að spurningunni um hvers vegna enginn stóð fyrir samsæri gegn Hitler. Göring, Himmler og Bormann börðust um völdin innbyrðis, en engum þeirra datt í hug, að sölsa undir sig stöðu Hitlers. Hann var þeim alltaf æðri. Er þetta ekki furðulegt? Speer: í fyrsta lagi er þetta afleiðing af þeirri stefnu, sem var beitt skipulega, að láta hvern mann finna að hann bæri ábyrgð á sínu sviði en ekki sviði næsta manns. Það átti sér stað furðulegt dæmi um þetta, þegar Bormann komst að því, að ég og tveir aðrir ráðherrar hittumst einu sinni í mánuði og borðuðum saman kvöldverð í mesta sak- leysi. Bormann heyrði um þetta og bannaði það. Og sem ráðherrar tókum við fullt tillit til þessa banns, þótt við hefð- um raunar getað stagt: „Hvílík fjarstæða! Við ráðherrarnir hljótum að mega setjast niður og borða saman. Það hvarflaði ekki að okkur, við bara hætt- um að borða saman. Þetta var í augum Bormanns sú tegund samkomu, þar sem menn gætu lagt á ráðin um samsæri gegn stjórninni. Það var grundvall- aratriði í stjórn Hitlers að koma í veg fyrir náin tengsl milli æðstu embættismanna. Bullock: Má ég nú koma að erfiðustu spurningunni, það er brennifórninni hræðilegu, morði yfirvalda á milljónum Gyðinga? Sumir hafa talið, að Hitler hafi aðeins átt almennt frumkvæði að þessu. Heldur. þú að Hitler hafi verið kunn- ugt um málið, að skipanirnar hafi komið frá honum? Speer: Það er að mínu mati fjarstæða að slíkt hafi verið gert án skipunar frá Hitler. Minnisgreinarnar um samræð- ur mínar við Hitler, þær ná yfir um 1000 atriði á þessum árum, eru enn til, og þú getur séð hvað honum var annt um að fá að vita um hvert smá- atriði. Það er því ómögulegt að í þessu mikilvæga máli, en málefni Gyðinga voru honum mikilvægari en nokkuð annað, hafi hann ekki vitað, hvað var að gerast, eða að skipanirnar hafi ekki komið frá honum. Auðvitað komu skipanirnar frá honum, á því leikur enginn vafi. Aðk telja annað væri rök- leysa, þó ekki væri nema vegna ræðunnar, sem Göbbels hélt yfir héraðsforingjunum í okt- óber 1943. Þar voru viðstaddir meðal annarra, Schwarz fjár- málaráðherra, sem var náinn vinur Hitlers, og Amann, sem var góður vinur hans úr stríðinu. Himmler skýrði, það sem var að gerast, að verið væri að myrða Gyðinga, einnig konur og börn. Það er rétt, að hann sagði, að þetta væri leyndarmál, „sem við verðum að taka með okkur í gröfina, við megum aldrei segja nein- um frá þessu.“ En daginn eftir átti að vera fundur með Hitler í aðalstöðvunum. Himmler hlýtur að hafa gert ráð fyrir því, að • einhver af þessum „vinum" mundi ná tali af Hitler einslega og segja: „Við heyrðum um vissa hluti hjá Himmler, um hvað snýst þetta? Bullock: Ef hann bar per- sónulega ábyrgð á þessum ein- stæða glæp, eins og við teljum báðir, hvernig stóð þá á þess- ari sjúklegu þráhyggju, að vilja fela þetta fyrir mönnum af þínu tagi? Speer: I dagbækurnar, sem ég hélt í Spandau, skrifaði ég allar þær athugasemdir, sem ég mundi enn í fangavistinni. Það er augljóst, að Hitler ræddi oft um örlög Gyðinga á þann hátt, að enginn vafi leikur á fyrirætlunum hans. Allir kannast við ræðuna, sem hann hélt í ríkisþinginu 30. janúar 1939. Þar var það, sem hann sagði: „Ef Gyðingum um allan heim tekst að koma til leiðar nýrri heimsstyrjöld, verða endalokin ekki tortíming þýzku þjóðarinnar heldur kynstofns Gyðinga í Evrópu." Bullock: Mistökin, sem við allir gerðum, voru að álíta þetta innantóm orð, þótt þau væru meint algerlega bókstaf- lega. Við tókum Hitler ekki alvarlega. Speer, þú varst einn af fáum mönnum, sérstaklega undir lokin, sem Hitler leið vel með. Hann hafði ánægju af að ræða við þig um mikil byggingar- áform sín í Berlín. Ef til vill sá hann í þér arkítektinn, sem hann hefði getað orðið. Setjum svo að æska hans hefði verið önnur, að hann hefði verið af vel stæðu miðstéttafólki, að hann hefði náð prófi. Heldur þú að hann hefði orðið vel metinn arkitekt, eða heldurðu, að hann hafi verið haldinn eyðileggingarhvöt, sem varð að fá útrás? Speer: Þegar þú talar við mig um húsagerðarlist, á ég erfitt með að tala um Hitler eins og starfsbróður. En ég held, að eitt sé áberandi við Hitler, það er líka augljóst í frumdrögum eftir hann. Hann gat ekki breytt hugmyndum sínum. Hér gilti það sama og á stjórnmálasviðinu. Hann fékk hugmynd, sem byggði á inn- sæi, og á frumdrögum, sem eru gerð á þriggja, fjögurra, jafn- vel fimm ára tímabili er hægt að sjá, að þetta er alltaf sama hugmyndin, óbreytt. Arkitekt fæst við vandamál á þann hátt, að reyna að nálgast það frá öllum hugsanlegum hliðum til að finna að lokum beztu lausnina. Þetta var Hitler ófær um að gera. Þar við bætist stórmennsku- brjálæði hans, hann gerði sig ekki ánægðan með að byggja lítil hótel, frá fyrstu byrjun var hann að hugsa um þessar feiknarlega stóru byggingar, eins og sigurbogann í Berlín. Hann hefði ekki látið sér nægja að vera venjulegur borgaralegur arkitekt. Eitt verð ég að segja, þótt það geri mig hlægilegan. Bygg- ingarnar, sem Hitler ráðgerði með mér, eru skýrustu dæmin um markmið hans, að stjórna heiminum. Segja má, að hann hafi þegar verið búinn að undirbúa sönnunargögnin um heimsyfirráð sín, áður en at- burðarásin hófst. Vanræksla og andvaraleysi vesturlanda veittu honum tækifærið. Hvað er að frétta af forseta- framboðunum? FORSETAKOSNINGAR fara sem kunnugt er fram í júní- mánuði á þessu ári og hafa þrír menn þegar tilkynnt framboð sitt, þeir Albert Guðmundsson alþingismaður og borgarfulltrúi, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari og Pétur Thorsteinsson sendiherra. Morgunblaðið sneri sér til þeirra og spurðist fyrir um hvort skipulögð kosninga- vinna væri þegar hafin hjá þeim. Fara svör þeirra hér á eftir: Albert Guðmundsson Vel gengur að afla meðmælenda Albert Guðmundsson sagði að ekkert sérstakt væri að frétta af sinni kosningabar- áttu enn sem komið væri, annað en að aukin áhersla væri nú lögð á að ná til allra þeirra sem vildu leggja fram aðstoð. Einnig væri unnið að söfnun undirskrifta stuðn- ingsmanna, og gengi það vel eftir því sem hann best vissi. Að hvorutveggja sagði hann unnið í öllum kjördæmum landsins. Albert sagði hins vegar ekki um það að ræða að hafin væri skipulögð kosningavinna, og raunar væri ætlunin að hafa hana sem minnsta. „Fólk veit hver ég er,“ sagði Albert, „og á að fá að taka sína ákvörðun eitt og ótruflað, ákveða sjálft hvern frambjóðenda það kýs sem forseta.“ Guðlaugur Þorvaldsson: Skipuleg kosningavinna ekki hafin „Nei, svo er ekki, þetta hefur ekkert breyst ennþá," sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Sagði hann þó unnið að söfn- un undirskrifta meðmælenda, en ekki væri komið fast skipu- lag á það ennþá, ekki í öllum kjördæmum landsins. Guðlaugur sagðist ekki vita hvenær hafin yrði skipuleg kosningavinna, en það hlyti þó að skýrast smátt og smátt næstu daga. Pétur Thorsteinsson: Lítið að frétta ennþá Pétur Thorsteinsson sagði að lítið væri að frétta af sínu framboði eða kosningavinnu enn sem komið væri, enda væri hann nýkominn frá Grænlandi. — Hefði því eðli- lega ekki gefist mikill tími til kosningavinnu enn sem komið væri. Pétur Thorsteinsson sendi- herra var sem kunnugt er í Grænlandi í opinberum erindagjörðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.